Fálkinn - 21.07.1939, Blaðsíða 9
F Á L K I N N
9
QTORMURINN og marhálmurinn
hvíslasl á hinum furðulegustu
sögum um haf og himinn og um líf
mannanna og dauða. Ef maður legst
i sandinn og lilerar meðan skýin
sigla yfir höfði manns og brimið
syngur eilífðarljóðin, getur maður
heyrt allar þessar sögur og verður
forviða. Og þó eru allar þessar sög-
ur ævagandar, frá þeim tíma, sem
fyrstu mennirnir settu bú þarna á
ströndinni, hal'a stormurinn óg ma.'-
hálmurinn sagt þær i sífellu. Þær eru
t eins og öldurnar, koma og fara —
koma og fara — endalaust. Altaf
eins og altaf nýjar.
Það voru þessar sömu sögur, sem
Ann Martens voru sagðar fyrir tutt-
ugu árum, fallegustu stúlkunni i
vesturströndinni, er liún sat vestan
í sandhólunum og slarði hugfangin
út á hafið.
Uún var ástfangin.
Ástin liafði komið til hennar með
ómótstæðilegu afli. Enginn flótti
undan henni var mögulegur, kær-
leikurinn hafði svift hana öllum
völdum og fangelsað hana — og
þetta skeði í sama augnablikinu sem
liún leit augu sjúklingsins í fyrsta
skifti.
Og hver var það, sem hún elsk-
;iði? Ókunnugur strandmaður, nafn-
laus maður, vera með fortíð, sem var
hjúpuð niðamyrkri.
Var hann vitskertur, maðurinn
sem hún elskaði? Það var erfitt að
segja. Á liverri líðandi stundu var
hann eins og aðrir menn. Eftir að
hann var kominn á fætur fór hann
að vinna dagleg störf og náði fljótl
svo mikilli æfingu, að liann stóð ekki
að baki öðrum. Og hann talaði svo
sem nógu skynsamlega, þó að fólki
veittist stundum erfitt að skilja það
sem hann sagði, dýpt þess og hina
einkennilegu og máttvana angurblíðu,
sem einkendi mál hans. Þegar hann
var einn með Ann, virtist honum líða
vel og hún varaði sig á að segja
nokkuð það, sem gat ruglað hann
eða gert hann órólegan.
En .minnið var farið og kom ekki
áftur. Alt sem skeð hafði fyrir
strandnóttina og leguna í húsi báta-
smiðsins, var horfið á burt og ekki
urmull eftir. Hann múndi ekki nafn
sitt eða hvaðan hann var, mundi
ekkert um ætt sína og vini, eða livað
hann hafði starfað — það var eins
og hann væri kominn af hafsbotni
— æfintýravera, sem hafði komið
fullþroska inn í heiminn.
Yfirvöldin höfðu verið spurð ráða,
en af því að ómögulegt var að kom-
ast fyrir, hver maðurinn var og af
því að hann sagðist helst vilja vera
þar sem hann var kominn, þá varð
það úr að Ann fjekk að ráða og
hann varð kyr. Og ást þeirra varð
nieiri með hverjum degi.
En hversu vonlaus var ekki sú ást
— jafnvel þó slept væri andlegu á-
standi hans. Því að jafnvel þó lijarta
hans væri henni opið og hann elsk-
aði hana, hvernig gæti hún samt
bundist honum í hjúskap? Enginn
vissi um fortið hans — og hver var
hún? Hvaða kröfur hafði fortíðin
til hans og hann til hennar?
Þessi tilhugsun kvaldi hana. En
hún reyndi að stæla sig og láta
hvorki undan örvæntingu sinni nje
þrá sinni. Hún málti ekki lokka
I 1
hann — hún vnr rjettlaus gagnvart
])ví ókunna.
Smám saman tókst henni að ýfir-
vinna sjálfa sig — að minsta kosli
á yfirborðinu. Hún neyddi sig til
þess að sýna ást sina i fórnfýsinni,
liugsaði aðeins um liðan hans, gal
sjer til um óskir hans og rak rauna-
hugsanir hans á flótta, þegar þung-
lyndið og vanmættið grjet i augum
hans, Hún fór með hann eins og
bróður — reýndi að afmá sig sjálfa
og kröfur sínar til lífsins. — Þegar
gamli Martens dó, lijelt hinn áfram
bátasmiðinni eins og hann best gat.
„Þú átt að faru heim með honum föðnr þinum og unnustunni.“
Alt gekk hægt og hljótt, og að þvi
er virtist i friði og ró, og á hverju
kvöldi, þegar Ann var komin inn í
svefnherbergi sitt lil að hátta, fjell
hún á hnje við rúmstokkinn og bað:
„Jeg bið þig, drottinn. Vertu líkn-
samur og dreifðu myrkrinu sem
grúfir yfir hug hans. — Þú ert aj-
máttugur, láttu eitthvað ske, sem
getur gefið honum minnið til baka.“
Henni lærðist á vikunum og mán-
uðunum sern liðu, hve erfitt það er
að varðveita trúna. En hún stæltist
og ljet íildrei örvæntinguna vihna
bug á sjer — og í skærum, gráum
augunum fór að votta fyrir ljósinu,
sem kviknar al' þjáningu og sjálfs-
afneitun.
J)AI) var einn hvassan sólskinsdag.
að vagni var ekið ofan í fiskiþorp-
ið. í sætinu bak við ekilinn sat
gamall maður, sem hafði vafið værð-
arvoð utan um höfuðið á sjer til
þess að verjast gustinum. Við lilið-
ina á honum sal ung stúlka í gráum
ferðafötum og horfði kvíðandi aug-
um á húsið á kampinum. Andlitið
var fallegt, fíngert og fyrirmensku-
legt, nefið íbogið, viðkvæm, brún
augu og hvítt og hátt enni, undir
glójörpum lokkum. Hún bar með sjer
að hún var af góðu bergi brotin,
efnuð og hafði góðan smekk.
„Nú erum við rjett komin!" sagði
hún og sneri sjer að manninum.
„Já, já,“ tautaði hann ógreini-
Iega. „Nú fáum við að sjá, Louis
Iitla.“
Þessi tvö, sem komu þarna á •’>-
þægilegum og síhossandi fjaðravagni,
er þau höfðu leigt í kaupstaðnum,
tvær mílur undan, voru gamall, hátt-
settur embættismaður í einu ráðu-
neytinu og tengdadóttir hans, Louise,
dóttir eins hinna ríkari víxlara i
höfuðstaðnum.
Sonur þessa gamla manns og unn-
isti Louise, sein hafði verið í kynn-
isför í Suður-Ameríku, hafði horfið
fyrir tveimur árum. Það hafði reyrist
ómögulegt að sþyrja hann uppi.
Brjef og símskeyti til hans voru end-
ursend. Viðtakandinn farinn á burl
— en enginn vissi hvert. Ræðismenn-
irriir voru beðnir að halda uppi
spurnum. Árangurslaust. Ekkert var
látið óreynt — loks hafði faðir hans,
þrátt fyrir háa elli, tekist á hendur
ferð til Brasilíu, þar sem sonur hans
hafði verið síðast — og loks fjeksl
ofurlitil vísbending.
Knud — en svo hjet sonurinn —
hafði Jagt á stað heimleiðis tveinmr
mánuðum fyr en áætlað var, og hafði
ætlað að koina fjölskyldu sinni að
óvörum. Hafði hann tekið sjer far
með ensku skipi, sem ætlaði til Nor-
cgs. En þetta skip hlaut að hafa far-
ist, því að síðan það ljet úr hafi i
Brasilíu hafði ekkert til þess spurst.
Það hefði nú verið til ónýtis bar-
ist að leita frekar, ef fjölskyldunni
hefði ekki af tilviljun borist fregn
af strandinu á Vestur-Jótlandi, sem
nú var flestum gleymt. En þar hafði
bjargast danskur maður, sem mist
liafði minnið.
Harnmr og sifeld vonbrigði höfðu
spill heilsu gamla mannsins, og
Louise, sem ennþá lifði í voninni,
varð að hafa sig aliá við til þess, að
fá hann til að takast þessa ferð a
hendur, á afskektan stað vestur á
Jótlandi, þar sem sagt var að þessi
minnislausi skiþsbrotsmaður ætti
heima.
En loksins hal'ði orðið úr ferðinni
og nú voru þau komin að markinu.
„En ef það er nú ekki hann?“
sagði stúlkan áhyggjufull um leið og
þau beygðu fyrir húshornið.
„Þú verður að vera róleg,“ svar-
aði hann lágt.
„Heldurðu að hann þekki okkur
— ef það er hann?“
„Hvernig get jeg vitað það, Lou-
ise,“ svaraði hanri næstum því ónota-
lega til þess að leyna því, hve órótt
honum var innan brjósts.
„Jeg er svo hrædd,“ hjelt hún á-
fram. „Ef hann hefir nú — liefir
mist vitið?“
Gamli maðurinn andvarpaði.
„Ef það er, þá ætla jeg að hjúkra
honum og aldrei missa sjónar af
honum. Hvað sem öðru liður, þá er
hann minn, til æfiloka.“
Ekillinn stöðvaði hestana fyrir ut-
an lítið en snyrtilegt hús. Undir hús-
gaflinum sat stúlka og andspænis
henni ungur maður í vinnufötum.
Unga stúlkan steig út úr vagninum
og gekk til þeirra, til að spyrjast
fyrir. Nú urðu þau hennar vör og
stóðn upp. Maðurinn leit á ungu
stúlkuna og starði ....
Hann stóð lengi og horfði á hana
án þess að mæla orð. Það var eins
og gríma væri að losna af andlitinu
á honum.
Hún sagði ekkert heldur, en brjóst
hennar gengu upp og niður af geðs-
hræringu.
„Louise,“ sagði hann lágt. „Louise,
Louise!“
Augun stækkuðu og það var eins og
birti yfir öllu andlitinu.
„Louise,“ hvislaði hann enn. Og
hún fleygði sjer í faðm hans.
En hann ýtti henni hægt frá sjer,
eins og hann væri að verjast ofsjón-
um og varð nú litið á gamla mann-
inn, sem var að koma.
„Pabbi?“ sagði hann og strauk
ennið. „Þarna kemur pabbi!“
En alt í einu virtist hann eldast
um tugi ára. Hann nötraði allur,
rak upp óp og tók á rás upp í sand-
hólana.
„Knud! Knud!“ hrópaði unga
stúlkan og ætlaði að hlaupa á eftir
honum.
„Látið þjer hann einan,“ sagði Ann
Martens. „Hann kemur bráðum aft-
ur. Hann hefir fengið minnið.“
Stúlkurnar horfðust i augu augna-
blik. Svo gekk Ann inn í herbergið
sitt, lagðist á hnje við rúmstokkinn,
spenti greipar og hvíslaði: „Jeg
þakka þjer, guð, fyrir að þú liefir
heyrt bænir minar, og látið það ske,
sem gaf honum minnið aftur. Jeg
veit, að viska þín og gæska er ó-
endanleg og að alt sem þú gerir,
verður til góðs. — Jeg þakka þjer
lika fyrir ])essa raun, og vil feta á-
fram þá leið, sem þú visar mjer, svo
að jeg hljóti þína náð.“
Það var hljótt fyrir utan húsið.
Gamli maðurinn og Louise höfðu
gengið upp í sandhólana til þess að
leita að Knud, og vagninn hafði ekið
i burt.
T)AÐ var áliðið kvölds. Ann sat
alklædd á rúmstokknum. Hún
var föl eins og tunglsljósið, sem
lagði inn um glugann. Briiða, sem
hefir verið sett á vísan stað og
gleymst.
Hún hafði sjeð um kvöldmat handa
gestunum og útvegað Louise gistingu
hjá nágrannanum.
Þau höfðu talað mikið saman um
kvöldið, gestirnir og Knud, en stund-
um hafði hann vikið frá og reynl
að fara til Ann. En hún hafði jafn-
an vikið sjer undan. Andlit hans var
svo vandræðalegt, svo órólegt og jafn
vel æst. Nú var hann fyrir löngu
farinn að hátta, en hún hafði sokkið
í hugleiðingar á rúmstokknum.
Þá var barið hægt á gluggann.
Hún hrökk við og fór út að glugg-
anum. Það var hann, sem stóð fyrir
utan. Það var hvast úti, foksandur-
inn var kominn á kreik.
„Komdu,“ sagði hann á rúðuna.
„Jeg verð að tala við þig.“
Hún hristi höfuðið, en skalf eins
og hrísla.
„Jeg fer ekki!“ kallaði Iiann. „Jeg
verð hjerna lijá þjer!“
Hún opnaði gluggann. Vindurinn
feykti gluggatjöldunum.
„Þú verður að fara heim með
föður þínum og unnustu,“ sagði hún.
Framh. á bls. ih.