Fálkinn


Fálkinn - 22.09.1939, Síða 5

Fálkinn - 22.09.1939, Síða 5
F Á L Ií I N N 5 til Spánar og ísabella drotning tek- ur sjer tíðindin ákaflega nærri. Til þess að rjettlæta sig gagnvart tengda- foreldrunum lætur Filippus fríði Martin de Moxica vin sinn halda dag- bók, þar sem lýst er öllu hátterni Jóhönnu. Er þessi dagbók ein sorg- legasta hjúskaparlýsing, sem til er i veröldinni. Þegar Filippus flýði undan skömmunum og læsti sig inni í svefn- herbergi sínu til þess að hafa nætur- frið, fór Jóhanna í herbergið, sem var beint uppi yfir, og barði þar með staf í gólfið alla nóttina, til þess að hann gæti ekki sofnað. Og þegar liann fór svo í reiðí sinni á dýraveið- ar daginn eftir, til þess að losna við liana á meðan, settist liún niður og skrifaði honum logandi ástai’brjef. Loks var afbrýðissemi liennar kom- in á það stig, að hún gat ekki vitað nokkurn kvenmann í höllinni. Hirð- meyjarnar voru allar reknar og því næst aliar þernur og vinnukonur. Ilún fjekk MáraS-ambáttir sunnan frá Spáni til þess að ganga um beina hjá sjer og afskræmdi þær í andlitinu, svo að þær yrðu sem ferlegastar. ísabella drotning dó árið 1504, að því er sagt er af sorg yfir dóttur sinni, og nú varð deila milli Filipp- usar fríða og Ferdínands konungs út af erfðum til spánska ríkisins. Eft- ir langa ])vælu og eftir að aðals- menn og stjettafulltrúar Kastiliu höfðu liallast á sveif með Filippusi og Jóhönnu, urðu sættir. Og nú hjelt Jóhanna á ný til Spánar til þess að láta hylla sig sém drotningu ríkisins. Hún hjelt af stað ásamt fjölmennu fylgdarliði á 40 skipum, sem nær öll- um hlektist á i ofviðri á leiðinni. Eldur kom upp i skipinu sém Jó- hanna var í. Jóhanna lá á hnjánum og hjelt um fætur mannsins síns og beið þess, að þau fengi að ganga i dauðann saman, en á síðustu stundu var þeim bjargað við Englandsströnd. Þau dvöldu við ensku liirðina þang- að til í apríl og vakti það athygli þar, að Jólianna skyldi engar hirð- meyjar hafa með sjer. Hún vakti þrásinnis hneyksli við ensku hirðina í afbrýðisköstunum og Filippus var eins og milli steins og sleggju. í júni 1506 liittust þeir á ný Filipp- us og Ferdínand konungur og gerðu þá með sjer samning, sem trygði Filippusi og Jóhönnu ríkið á Spáni eftir daga Ferdínands. En samfara þessum samningi gerðu þeir og leyni- samning, að Jóhönnu óafvitandi, þar sem þeir sverja við „guðs nafn, kross Krists og guðspjöllin fjögur“, að Jó- hanna skuli aldrei fá hlutdeild í sljórn ríkisins. Bygðist þessi samn- ingur á því, að þeir töldu hana ekki með öllum mjalla. Skömmu eftir að Jóhanna hafði loks verið hylt sem drotning og henni svarnir trúnaðareiðar, veiktist Fil- ippus fríði skyndilega og dó eftir nokkra daga. Ýmislegt bendir á, að Ferdínand hafi látið byrla honum eitur, en samtíðarmenn fullyrða, að Filippus liafi bókstaflega verið orð- inn að aumingja, eftir sambúðina við konuna. Drotningin tók sjer lát lians ákaflega nærri. Líkið var sniurt, en drotningin leyfði ekki, að það væri jarðað í Granada eins og hann hafði óskað, lieldur ætlaði hún að hafa það hjá sjer. Nú var ekki á- stæða til afbrýðissemi framar, svo að hún tók hirðmeyjar á ný, en ekki leyfði hún þeim að sjá lík Filippus- ar. Hún hafði það með sjer livert sem hún fór og ferðaðist eingöngu á næturþeli. Hafði hún þá með sjer vopnaða munka, sem höfðu blys í höndum, en sjálf sat hún í burðar- stóli, sem borinn var við hliðina á likkistunni. Á daginn var kistan lát- in standa í klaustrum og hafður um hana strangur vörður, svo að konur gætu ekki sjeð líkið, og vitanlega mátti kistan aldrei standa í nunnu- klaustrum. Hvað eftir annað ljet hún opna kistuna og kysti likið. Á einu af þessum ferðalögum fæddi hún dóttur, ísabellu eða Elísabet, sem síðar giftist Kristjáni II. Danakonungi en dó kornung. Auðvitað sinnir hún engum rikis- stjórnarstörfum á þessu skeiði og faðir Iiennar stjórnar Kastilíu, sem var lienn ar konungdæmi. En um sama leyti gerir Hinrik VII. út menn til að biðja Jóhönnu sjer fyrir konu. Hún bað um umhugsunarfrest, en áður en hann var liðinn sálaðist Hinrik og mátli kalla hann heppinn. Jóhanna vildi ekki skifta sjer neitt af stjórn Kast- ilíu, en allur hugur hennar snerist um liðið lik. Svo að Ferdínand tók til sinna ráða, ljet taka hana höndum og setja i gæslu í Tordesillas-kastala. Þetta gamla skuggavigi hafði staðið autt öldum saman og lilýtur að hafa verið óvistlegur dvalarstaður ekkju, sem var aðeins 27 ára. Hjer sat liún í haldi i 48 óendan- lega löng ár og vitglóran í henni smáfjaraði út. Lik Filippusar friða slóð í kastalakapellunni, þannig að Jólianna gat sjeð það úr glugganum hjá sjer. Hún sat við gluggann frá morgni til kvölds og stai;ði á líkið, en stundum æddi hún um stofuna veinandi og kveinandi, eins og rán- dýr í búri. Sjö árum eftir að hún hafði verið sett i gæslu dó Ferdínand konungur, en ekki var liún látin vita af því. Veit lnin ekki annað, mörgum árum síðar, en að liann sje enn á lifi og muni vernda hana gegn illri meðferð af fangavarðanna liálfu. Haustið 1517 kemur Karl sonur lienn- ar til liennar, eftir að hann hefir verið gerður konungur Aragoníu og Kataloníu, og á að ríkja i hennar nafni. Fær liann undirskrift liennar og umboð. En eftir það lieimsótti hann hana atdrei. Þegar hún sjer 17 ára piltinn, sem hún hefir ekki sjeð síðan hann var fimm ára, segir hún: „En l)vað þú ert orðinn stór á ekki lengri tíma“. Hafa sagnfræðingar tal- ið þetta vott þess, að liún muni um þessar mundir hafa verið orðin geð- veik, en annars er varlega á því að byggja, því að fólk, sem lokað er inni í fangelsi, á erfitt með að gera sjer grein fyrir livað timanum tíður. Henni liafði verið leyft að hafa Katarínu dóttur sína, sem lnin elsk- aði mest allra barna sinna, hjá sjer í fangelsinu. En Karli V. fanst þetta ill meðferð á barninu og ljet nema hana á burt á laun En svo sár var harmur móðurinnar yfir missirilím, að hún fjekk Katarínu aftur um stundarsakir. Siðustu árin neitaði lnin að hafa nærfataskifti eða láta þvo sjer. Hlóðst liún þá kýlum og kaunum af óþrifn- aði og varð svo ferteg, að varðmenn- irnir reyndu að komast hjá að sjá hana. En síðustu dagana sem hún lifði bráði af lienni. Og hún dó að morgni föstudagsins tanga árið 1555, nær 76 ára gömul. Lik hennar var grafið i Santa Clara-klaustri, en árið 1574 ljet Filippus II. sonarsonur hennar flytja það til Granada og jarða það við hlið Filippusar fríða, en lik lians var komið þangað löngu áður. Tíu þúsund manns við hanskagerð. Á síðustu tuttugu árum hefir franski smábærinn Milliau í Suður- Frakklandi orðið mesti hanskagerð- arbær heimsins og farið fram úr Grenoble, sem er gamalfrægur fyrir hanska sína. En Milliau liefir öld- um saman verið mikill sútunarbær. — Milliau er í Aveyronfylki, þar sem mest er búið til af roquefortost- inum, eða gráðaostinum. Eru tengsli á milli atvinnugreinanna. Þarna er nefnilega fært frá ánum, til þess að nota mjólkina í ostana, en tömbin drepin mánaðargömul. Þá eru skinn- in mátulega þykk í hanska. Á hverju sumri er tugum þúsunda af fráfæru- lömbum slátrað í Aveyronfylki og skinnin fara öll til sútaranna i Mill- au og þaðan til hanskagerðanna. Hanskagerð hefir verið stunduð þarna síðan á 16. öld, en það var ekki fyr en upp úr styrjöldinni, sem framleiðslan færist i aukana. Og þarna eru gerðar ýmsar tegund- ir af hönskum, sem engum hefir tekist að eftirlikja. Enda er vandað tit alls'. Lærlingarnir verða að vinna kauplaust i tvö ár, og svo mörg ár í viðbót, þangað til þeir fá sveins- brjef. Stærstu hanskagerðirnar i Milliau súta og lita skinnin sjálf, en hinar minni kaupa þau tilbúin. Alls hafa 10.000 manns atvinnu við hanskagerð- ina — sútarar, litarar, sníðarar og sauinastúlkur, þar af 6.000 úr sjálf- um bænum, en 4.000 úr nágrenninu. Á siðasta ári voru 40.000 tylftir af hönskum saumaðar i Milliau og var söluverð 120 nriljón frankar. Auk þess voru seld þaðan 50.000 tylftir af lambsskinnum, fyrir 25 miljón franka. Væri ekki hægt að gera eitthvað svipað við dilkaskinnin lijerna, þó að lömbin sjeu eldri, í stað þess að selja þau stöðugt óhrein til útlanda?

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.