Fálkinn - 22.09.1939, Síða 14
14
F Á L K I N N
George Bonnet.
Þessi maður hefir einkum vakið at-
hygli fyrir það, að honum hefir lek-
ist betur en fyrirrennurum sínum að
ná jafnvægi á fjárliagsáætlunum
franska ríkisins, en eins og kunnugt
er hefir Frakkland tíðasl liaft nær
óhotnandi tekjuhalla á fjárlögum sín-
um síðan styrjöldin mikla gekk um
garð. Bonnet er alls ekki vinsæll
maður. Hvorttveggja er, að niður-
skurðarmenn eru sjaldan vinsælir og
svo er hitt, að hann er ekki við al-
þýðuskap, kaldur og þur á manninn.
En hann liefir liins vegar getið sjer
frægðarorðs sem einn allra skarpasti
fjórmálamaður Frakklands nú á dög-
um, og á slíkum mönnum þurfa Frakk
ar að halda nú. Árið 1925 gaf hann
út bók, „Hvernig á að fá verðfestan
franka?“ Og margar af tillögunum
úr þeirri bók voru teknar til greina
af .Poincaré á næstu árum. Fleiri
fjármálarit hefir hann gefið út og að-
eins 24 ára gamall skrifaði hann bók
um þýska rjettarspekinginn Sivigny.
Bonnett er eljumaður mikill og
vinnur aldrei minna en 14 tíma á dag.
Hann er aðeins fimtugur og hefir að
baki sjer dagsverk, sem of langt
yrði að tíunda hjer, en nefna má, að
liann hefir setið í flestum merkari
fjármálanefndum Frakka eftir stríð
og í mörgum alþjóðanefndum. Hann
hefir verið ráðherra þrettán sinnum,
eins og Chautemps, 4 sinnum versl-
unarmálaróðherra, 4 sinnum fjár-
málaráðherra og stjórnað fimm öðr-
um stjórnardeildum, sinni í hvert
skifti. Og um eitt skeið var liann
sendiherra Frakka í Washington. Svo
að hann hefir haft mörgu að sinna.
Mörgum er kalt til hans, en allir
bera virðingu fyrir honum, líka þeir,
sem gagnrýna hann mest. Hann er
í hægri armi „socialradikala", og er
hann varð ráðlierra í hinu núverandi
ráðuneyti Daladiers, var það talinn
vottur um, að samljand vinstriflokk-
anna mundi gerast hógværara.
Og sem fjármálaráðherra tókst hon-
um að ná jafnvægi á fjárlögunum,
þar sem sífeldur tekjuhalli hafði ver-
ið síðan 1931. Það ár var hallinn 12
miljard frankar, og missirið sem
Leon Blum sat var hallinn 4.5 milj-
ard. Svo að það þótti kraftavérk,
sem Bonnet gerði, er hann á næsta
missiri skilaði tekjuhallalausum fjár-
hagsreikningi, án þess þó að skera
niður að nokkru marki fjárveitingar
til þjóðfjelagsþarfa.
Yerksmiðjan sprakk í loft upp.
Japanar framleiða afar mikið af
allskonar smádóti og glingri úr sellu-
loid. Það er afar eldfimt eins og
kunnugt er, og nýlega varð bruni
og sprenging af völdum þess, í einni
verksmiðjunni í Tokío. Hún sprakk
í loft upp, en 80 verkamenn týndu
lífi og 200 skaðbrendust, en fjörutíu
hús í nágrenninu brunnu til ösku.
E.s. L’Atlantique i björtu báli úti á Ermarsundi i janúar 1933.
Stórir skipsbrunar.
Bruni franska stórskipsins „París“
núna fyrir skömmu rifjar upp fyrir
manni ýmsa aðra stóra skipsbruna,
fyr og siðar. 1 Frakklandi liafa brun-
ar í stórskipum verið svo margir á
síðustu árum, að það getur ekki hjá
því farið, að þeir sjeu viljandi gerðir
af manna völdum. En sjaldnast tekst
þó að sanna þessi hermdarverk.
Brunar eru ávalt ægilegir, skips-
brunar ekki sist, þegar þeir verða
úti i rúmsjö, þar sem engrar hjálpar
er að vænta. Fólkið ó brennandi
skipi á oft ekki nema um tvent að
velja: að láta steikja sig lifandi eða
kasta sjer í sjóinn og drukna. Og
flestir kjósa hið síðara. — Skulu nú
rifjaðir upp nokkrir skipsbrunar.
Bruni skipsins „Georges Phillippar“
vakti mikla athygli á sínum tíma.
Þetta var spánýtt hreyfilskip, 23.000
tonn, eign franska fjelagsins Messa-
geries Maritimes og var á leið til
Marseille austan úr Asíu. Skamt frá
Aden kom eldur upp í skipinu, 16.
mai 1932, og breiddist óðfluga. Sumir
farþegarnir komust ekki úr klefum
sínum, aðrir köstuðu sjer fyrir borð
og urðu hákarlinum að bráð, svo að
sjórinn varð rauður af mannablóði.
Þar fórust 225 manns. Orð ljek á
því, að kveikt hefði verið í skipinu
í hefndarskyni.
Blaðamaður einn, sem á skipinu
var, tók myndir af skelfingunum, sem
urðu um borð í skipinu, meðan það
var að brenna. Hann bjargaðist og
hugðist mundu gera sjer mat úr
myndunum og tók flugvjel til París
til þess að komast sem fyrst. En
flugvjelin hrapaði í Alpafjöllum, fór
i mjel og allir um borð fórust.
Þann 5. janúar 1931 fórst norska
skipið „Tricolor" eign Wilhelmsens-
fjelagsins mikla í Tönsberg, skamt
frá Ceylon. Eldur kom upp í skipinu
i rúmsjó, en aldrei tókst að komast
fyrir, hvernig hann hafði komið upp.
Var helst lialdið að hafnarverkamað-
ur i Colombo hefði fleygt sígarettu-
stúf ofan í lestina. En þar voru
birgðir af klórsúru kali og urðu svo
miklar sprengingar í því, að skipið
rifnaði sundur og sökk. Allir um
borð hlupu í sjóinn og björguðust
flestir þeirra. Aðeins einn farþegi og
sex af skipshöfninni druknuðu. —
Hinum var bjargað úr bátunum af
franska skipinu „Porthus", sem var
eign sama félagsins, sem átti „Georg-
es Phillippar". Skömmu síðar varð
sprenging i öðru norsku skipi á lík-
um stað og fórust þar 16 manns.
Eftir bruna „Georges Phillippar"
var nefnd sett á rökstóla i Frakk-
landi, til þess að atliuga um, hvernig
gera mætti skip tryggari gegn elds-
voða. Meðan sú nefnd sat, varð nýr
stórbruni. Hinn 5. janúar 1933 kvikn-
aði i stórskipinu „L’Atlantique" rjett
fyrir utan Cherbourg, er það var á
leið í þurkví þangað. Þegar loks
tókst að slökkva eldinn, var litið eftir
af þessu nýja og fallega skipi nema
skrokkurinn. Og tíu lík fundust i
brunarústinni.
Rannsóknarnefnd var sett til þess
að komast fyrir upptök eldsins, en
árangurinn varð enginn. — Um tima
hjeldu menn að helst væri til að
dreifa skammhlaupi á rafmagns-
leiðslu, en síðar var liallast að því,
að kveikt hefði verið í skipinu. Enskt
félag keypti skrokkinn til niðurrifs
fyrir 57.000 sterlingspund.
Nú varð kyrt um stund í Frakk-
landi. Næsti stórbruninn varð í amer-
íkönsku skipi. — Það hjet „Morro
Castle" og var á heimleið til New
York úr skemtiferð til Havanna, með
328 farþega innanborðs, en skips-
höfnin var 258 menn. Eldurinn kom
upp, þegar skipið var fyrir utan New
Jersey, og var skipstjórinn þá dá-
inn fyrir klukkustund, en yfirstýri-
maðurinn, Warms, liafði tekið við
stjórninni. Klukkan 2,30 um nóttina
gaus eldur upp úr bókasafnsklefan-
um í skipinu. — Fæstir farþegarnir
voru farnir að hátta, þvi að dans og
gleðskapur var um borð.
Þegar hrópað var, að eldur væri
kominn upp, varð ægilegt uppnám
meðal farþeganna. Konur og börn
tróðust undir. Skipsmenn gátu ekki
framkvæmt skipanir yfirmanna sinna
vegna þrengslanna, sem farþegarnir
gerðu við björgunarbátana. Og flest-
um af bátum þeim, sem settir voru út,
hvolfdi jafnharðan, því að sjór var
mikill.
Innan skams var alt skipið i björtu
báli. — Neyðarmerki höfðu verið
send þegar í stað og kom vöruskip-
ið „Monarch of Bermunda“ fyrst á
vettvang. En þarna fórust 71 manns
og flestir þeirra, sem björguðust
voru meira og minna særðir.
Svo tóku franskir brunar við á ný
og hafa þeir einkum ásótt hið stóra
fjelag Compagnie Génerale Transat-
lantique-fjelagið, sem á risaskipið
Normandi. Hinn 5. maí 1938 lá skip-
ið „Lafayette“, sem oftar en einu
sinni hefir komið til Reykjavíkur, i
þurkví. Sama kvöldið og það kom i
kvina kviknaði í þvi. Fjörutíu smið-
ir voru um borð, en rok var all-
mikið, svo að eldurinn breiddist
fljótt út. Leið ekki á löngu þangað til
skipið varð eitt eldliaf enda kviknaði
í oliubirgðum um borð, og hitinn var
sao mikill, að slökkviliðsmenn kom-
ust hvergi nærri. Tókst þeim þó að
hjarga öllum, sem um borð voru.
Klukkan tvö um nóttina urðu tvær
sprengingar í skipinu og um leið
lauk æfi eins fallegasta skipsins, sem
smíðað hefir verið i Frakklandi.
„Lafayette" var fullgert árið 1930 og
var 25.000 brúttotonn og gat tekið
1800 farþega. Það var 185 metra langt
og vjelafl þess 18.500 HA. Ekki befir
enn orðið uppvíst um upptök eldsins.
Og núna í vor var það skipið „Par-
ís“ frá sama fjelagi, er varð eldin-
um að bráð. „París“ var þriðja
stærsta slcip Frakklands, næst „Nor-
mandie“ og „Ile de France“, en tólfta
stærsta skip í lieimi — 36.000 þúsund
tonn.
Ekkert vita menn heldur um upp-
tök þess hruna. Lögreglan hafði
fengið 'aðvörunarbrjef og vissi um
brunan fyrirfram, svo að vitað er,
að hann var af mannavöldum. Og
lögreglan hafði þarafleiðandi sjer-
slakan vörð um skipið. En eldurinn
kom upp samt, og það munaði
minstu, að „Normandie“ væri kvíac
inni í sama básnum og yrði eldinum
að bráð líka.
HJÓLREIÐAR f PARÍS.
Myndin er frá hinu árlega hjól-
reiðamóti Parisarbúa og sýnir
nokkra þátttakendur beygja fyrir
Herkúlesarstyttuna. — Fótstallurinn
hefir verið varinn með heypokum,
til þess að hjólreiðamennirnir skyldu
ekki brjóta hann, — eða kanslce
fremur til þess, að hann skyldi eklu
brjóta þá.
Hann: Ætlarðu svo að luigsa reglu-
lega oft til mín, þegar jeg er farinn?
Hún: — Já, já. Jeg skal altaf hreinl
hugsa til þín. Bara að þessi lest fari
nú að komast af stað, svo jeg geti
byrjað.
Hún: — Segi maður karlmanni
eitt eða annað, fer það venjulega inn
um annað eyrað en út um liitt.
Hann: Og segi maður konu eitt
eða annað, fer það venjulega inn um
bæði eyrun, en út um munninn.