Fálkinn - 17.11.1939, Blaðsíða 2
2
F Á L K I N N
Fálkinn
er fjölbreyttasta blaðið.
GAMLA BIO
MAIUA ANTOINETTA.
ÞaÖ hefir víst aldrei verið talað
eins mikið um Maríu Antoinettu, hina
ógœfusömu Frakklandsdrottningu,
hjer i Reykjavík, eins og þessa dag-
ana. Þvi að svo einkennilega vill til,
að það bar svo að segja upp á sama
daginn, að bók Zweigs um hana kom
út og að Gamla Bíó fór að sýna i
hljómmynd sögu hennar. — í þessu
blaði Fálkans er bókarinnar getið
og væri því. að bera í bakkafullan
lækinn að rekja efni myndarinnar
hjer, þó að í ýmsu sje það ekki í
fullu samræmi við Zweig og myndin
leggi áherslu á sumt, sem fyrirferð-
arlítið er í bókinni — og öfugt.
Hinsvegar skal drepið hjer nokkuð
á myndina sjálfa. Hún er tekin af
Metro-Goldwyn-Mayer, og er „jubil-
eumsmynd" fjelagsins, svo að nærri
má geta, að ekkert liefir verið til
sparað. Stærstu hlutverkin, drotn-
ingin og sænski greifinn Axel Fer-
sen, sem verður elskliugi hennar,
eru leikin af Norma Shearer og
Tyrone Power. Annars er talið, að
i myndinni sjeu 152 sjálfstæð hlut-
verk og 5500 aukahlutverk! Eru flest-
ir ágætustu leikkraftar Metro í eld-
inum í myndinni, svo sem John
Barrymore (leikur Lúðvík XV.), Ro-
bert Morley (Lúðvík XVI.), Joseph
Schildkraut (hertoginn af Orleans),
Gladys George (Madame Du Barry).
<)g af öðrum persónum myndarinnar
má nefna Maríu Theresíu Austur-
rikisdrotningu, Rohan kardínála, greif
ann af Artois og Robespierre.
„Maria Antoinetta,, er talin íburð-
armesta mynd nútímans. Norma She-
arer sýnir sig t. d. í 34 mismunandi
húningum, sem samtals vega 800 kg.
(eða 1G—17 sinnum meira en hún
sjálf). í hrúðarkjól drotningarinnar
fóru 500 metrar af efni. Fimm þús-
und parruk voru búin til veg.ia
myndarinnar. Og 320 lampar, 500
kerta, voru notaðir á leiksviðinu,
þegar verið er að kynna prinsess-
una Maríu Antoinette fyrir Lúðvík
XV. í viðhafnarsalnum í Versailles-
liöll. Alls var notað við töku mynd-
arinnar álíka mikið rafmagn eins og
50.000 íbúa borg þar í 8 klukku-
tíma. Tiu þúsund vopn voru notuð
í aðeins eina sýningu myndarinnar.
Og við undirbúninginn voru notaðar
59.277 skýrslur um búninga, hús-
gögn og húsakynni, en 1538 bækur
voru lesnar til þess að fræðast um
hið rjetta umhverfi á tima þeim, sem
myndin gerist á. — Gefur alt þetta
nokkra hugmynd um undirhúning-
inn. En árangurinn hefir oroið eftir
því. „Maria Antoinetta“ er mynd,
sem þótti heimsviðburður í sögu
kvikmyndanna.
[ nfESTfl BLflÐI FflLKflH5
Hverjir eiga jörðina? Þeirri spurningu er kastað fram
í greininni, sem birtisl i næsta blaði og skýrt frá helstu
auðsafnendum veraldar, sem eru svo voldugir, að þeir
geta neytt þjóðir út í styrjaldir, skapað verðfall og verð-
hækkanir og boðið stjórnarvöldum byrginn.
Svarta Mamba-naðran heitir lengri sagan í næsta blaði.
Iíún segir frá dularfullum atburði í Suður-Afríku, sem
lesandinn finnur ekki ráðningu á fyr en í síðustu lín-
unum. Sagan er eftir Dennis Wheatley, frægan höfund
„stuttra reyfara". Stutta sagan er eftir James Ashwcll
og heitir Söngmeyjarnar, bráðsönn og skemtileg.
Á forsíðunni er Ijómandi falleg mynd af Landmanna-
helli.
Fylgist þið með framhaldssögunni? „Sundruð hjörtu“
er saga, sem ötlum þykir vænt um að lesa. Ilver er
næsti maðurinn? Þekkið þið þá, sem komnir eru?
Lesið FÁLKANN! Og gerist áskrifendur, svo að ekkert
blað falli úr!
Frá Jóhanna Hróbjartsdóttir,
Barónsstíg 59, verður 60 ára 20.
þessa mánaðar.
Sigurður Árnason, forstj. Nor-
dalsíshúss, varð 50 ára 16. þ.m.
er miðstöð verðbrjefavið-
skiftanna.
í. R. - spilifl.
Ný íslensk spil eru komin á mark-
aðinn. Útgefandinn er íþróttafjelag
Reykjavíkur og það nýmæli er um
spil þessi, að í stað venjulegra mynda
á myndaspilunum, eru þar myndir af
allskonar íþróttaæfjngum, sem hjer
yrði of langt upp að lelja. Spilin cru
lagleg útlits og munu vera sæmilega
endingargóð að tiltölu við verðið,
enda ræður efnið i spilunum mestu
um verð þeirra. Er þessi hugmynd
I. R. — að gefa út spil með íþrótta-
myndum — í alla staði lofsverð og
gerir tvent í einu, að minna fólk á
fjelagið sjálft og á íþróttirnar.
NVJA BIO
JÓI FfíÆNDI.
Manngæska — Hiildi —- ástúð —
þetta þrent eru efnkunnarorð mynd-
arinnar „Jói frændi“, sem Nýja Bíó
sýnir á næstunni. Hún gerist í amer-
íkanskri horg og hefst í hliðargötu,
þar sem fátæka fólkið á heima, og
þar sem börnin verða að leika sjer á
götunni eins og hjer. En sól barn-
anna er hann Jói frændi, ítalskur
smákaupmaður, sem eftir mikla mæðu
og strit er kominn svo langt áleiðis,
að nú er hann hættur götusölu, en
hefir komið sjer upp dálítilli húð.
Börnin elska Jóa, af því að hann er
altaf góður við þau, og .1 ói elskar
börnin, af því að hann er einstæð-
ingur og góður maður. En ekkert
barnanna þykir honum þó eins vænt
um og hana Winnie litlu Brady, og
það kemur liklega af því, að hún er
bækluð og örkumla og getur ekki
leikið sjer eins og önnur börn. Og
þegar móðir hennar deyr, tekur Jói
liana til fósturs, þó að það ætli ekki
að ganga greitt að fá leyfi barnaum-
sjárnefndarinnar til þess.
Þannig byrjar sagan. Hún skal ekki
rakin áfram, en þeir sem lialda, að
alt gangi hljóðalaust með uppeldið
á Winnie litlu, geta skakt. Alt leggur
hann í sölurnar fyrir hana, rúinn
inn að skyrtunni verður hann að
láta hana fara frá sjer, En það er
ekki henni að kenna og sjálfur held-
ur hann, að það verði henni til góðs.
Það er þessi ást og umhyggja fóstr-
ans til barnsins, sem myndin segir
svo fallega frá, að liún gleymist ekki.
Það eru til margar fallegar myndir
um föðurást og móðurást, en jeg
hygg að aldrei hafi nein talmynd
sagt jafn fallega frá fóstra-ást og
þessi gerir.
Litla stúlkan er leikin látlaust og
Ijómandi fallega af Edith Fellows.
En Jóa frænda leikur Leo Carillo,
sem ýmsir munu kannast við úr slík-
um myndum, að þeir eiga hágt með
að trúa, að hann leiki þennan fá-
tæka ítalska kaumann, sem er ímynd
fórnfýsinnar. Hann er sem sje van-
astur að leika bófa eða hálfgerða
misyndismenn. En svo mjög hefir
hann féngið vinsældir fyrir leik
sinn í þessari mynd, að ekki aðeins
almenningur lieldur og „blaseraðir"
kvikmyndaleikarar elska hann, fyrir
túlkun hans á fegursta þættinum i
mannseðlinu. Myndin er tekin af
Columbia Film.
i
D r ?. k k i ð E g i I s - ö I