Fálkinn - 17.11.1939, Blaðsíða 13
F Á L K I N N
13
Setjið þið saman!
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
Ráðtiing á 158: Austurríki — Tjekk-
osióvakía.
í gátunni var misprentað: Drotning
f. drottinn.
FRÁ 14. ÖLDINNI.
Frh. af bls. 5.
1330 (31). „Hvítudagahríð um alt
land í fardögum. Þá varð hinn mesti
fjárfellir um alt land“.
1331 (32). „Óáran af korni á ís-
landi“.
Aths. Harðindi og hallæri voru svo
mörg á þessari öld, að þá hefir að
sjálfsögðu dregið mjög úr kornyrkju
bænda, og svo um síðir hafa þeir
gefist upp við þá ræktun algerlega.
1341. „Snjóavetr svá mikill fyrir
sunnan land, at enginn maðr vissi
dæmi því líkt, lagði á fyrir vetr ok
hélzt til sumars. Fjárfellir mikill
alisháttar, bæði sauða ok nauta, svá
at milli fardaga og Pétursmessu (i
júnímán.) féll ateins fyrir Skálholts-
stól 80 nauta“.
159.
1 Litill spámaður.
2. Arfur.
3. Borg í Frakklandi.
4. Fljót í Evrópu.
5. Endurgjald.
0. Norðlenskt skáldheimili.
7. Mannsnafn.
8. Undan þrumu.
9. Mannsnafn.
10. Uppáhald.
11. ófrjálsræði.
12. Enskur ráðherra.
13. Hundsheiti.
Samstöfurnar eru alls 31 og á að
búa til úr þeim 13 orð er svari lil
skýringarorðanna. Fremstu stafirnir
taldir ofan frá og niður og öftustu
stafirnir, taldir neðan frá og upp
eiga að mynda:
Nöfn tveggja gróðurbletta i öræfum
íslands.
Strikið yfir hverja samstofu um
leið og þjer notið hana í orð og
skrifið orðið á listann til vinstri.
Nota má ð sem d, i sem í, a sem á,
o sem ó, u sem ú, — og öfugt.
SAMSTÖFURNAR:
a—á—að—ar—ar—as—au—bæg—dá
—do n—e—\er f ð—en—el d—f j e—hal d
—hós—i—i—4—is—iv—ing—lubb—
—læt—man—rou—reið—runc—umh
—un.
1348 (47). Snjóavetur mikill og
svo harður „at enginn mundi siík-
an, ok riða mátti umbergis landit
af hverju andnesi um alla fjörðu ok
flóa“. Varð ok auðvitað „grasleysis-
sumar“ á eftir, með sjálfsögðum af-
leiðingum, fjárfelli og hungurdauða
fólks, og þar við bættist: „Bólusótt-
ar vetr. manndauði mikill".
Á þessum árum geysaði drepsótt-
in mikla, „Svartidauði“ um Asíu og
Evrópu, alt frá Babylon til Noregs.
En það varð íslandi lán i óláni i
það sinn, að ekkert skip komst frá
Noregi til fslands árið 1349, svo að
drepsóttin komst þá ekki hingað, og
ekki fyr en 53 árum siðar. —- Svo
ótrúlegar sögur segja annálar af
mannfallinu þá utanlands, að t. d. i
Lundúnaborg i Englandi, hafi „14
menn“ lifað eftir pestina. — Trú-
legra væri 14000 menn, af ca. 100000
íbúum um það bil, en 34000 árið
1377. (Salm. K. s. lexikon).
1350. „Frost allmikit um húsum-
ar“.
1353. Hallæri mikit á sjó ok landi“.
1354. „Eitt skip kom til íslands.“
1355 (54). „All harðr vetr upp frá
áttadegi (nýárs-) héldust í'rost alt
fram til þings (í júní). Batnaði ei
fyr en hinn dýradag, ok varð þá
hinn mesti fjárfellir ok hallæri“. —
Þarf varla að efa hungurneyð og
manndauða, þegar saman fór sigl-
ingaleysi á næstu eða sömu árum og
„mesti fjárfellir“.
1358. „Snjókomr miklar ok hríðar
um Michaelsmessuskeið“. — Þ. e. um
veturnætur. „Var vetr ok nokkut
harðr trl jóla“.
1361. „Vetr harðr frá jólum, komu
smá blotar ok ])ar á milli útsynning-
ar með hörðum ok stórum snjókom-
um. Jókust svá jarobönn á íslandi, al
menn fengu stóra skaða í fjártjónum
hrossa ok sauða. Urðu margir öreiga
af fjárfeiiir. Var og mannfellir nokk-
ur“.
1371 (70). „Hallæri mjök mikit,
vor hart, sauðgrös at Jónsmessu
Baptista“.
1375 (74, 76). „Vetr svá harðr ok
vor, at engi mundi slíkt norðanlands.
Grasvöxtur var engi. Hafísar lágu til
Barthólómeusmessu". — Þ. e. fram
í ágúst. Og svo tvöfaldaði það hörm-
ungar þessara ára (sem hjer ruglast
í röðum annálanna, eins og viða),
að þá 1374 eða 75, kom: „Ekkert
skip til íslands, því at öll urðu aftur-
reka til Noregs‘“.
1376. „Féllu fátækir menn af harð-
rétti um alt land, svá at mörgum
hundrutum sætti“.
1377 (76). „Vetr svá harðr, at fén-
aðr var um allar sveitir fyrir norðan
land, at þrotum komin at langa-
föstu“. En þá batnaði tíðarfar, svo
að ekki varð fellir þau missiri. Og
var þakkað áheiti á Guðmund bisk-
up góða, ásamt áheiti á páfann, eða
loforði um fjárfúlgu í páfagarð: 1
alin af hverju hundraði í eignum
„fremstu manna“. — Betur komið
þar en í hugraða munna lijer!
1381 (80). „Grasvöxtur svá litill,
at engi mundi þvílíkan. Ok regn svá
mikit um haustit er á leið, at viða
hlupu skriðr. Spiltist andviki til ó-
nýtis“. (Sjálfsagt bæði hey og eldi-
viður: þang o. fl.).
1387. „Fjögur skip komu ú Hval-
fjörð, er veril höfðu 2 vetr í Græn-
landi. Hrakti þau öll þangað 1385.
Þar með var Björn Einarsson Jór-
salafari, bæði hirðstjóri ok hirð-
maðr“.
1390 (89). „Var svá hart at kuld-
um ok snjóum, at varla vóru sauð-
grös at Pétursmessu um sumarit“.
(Eftir miðjan júní þá). Ódæma regn
þá um haustið og skriðuföll, sjer-
slaklega á Norðurlandi. „Hlupu
skriðr um alt land, svá at ónýttust
bæði skógar, engjar, töðr ok úthag-
ar“. Féllu þá skriður yfir þrjá bæi:
1. Langahlíð í Hörgsdal. Fórust þar
16 menn, þ. á m. Rafn Bótólfsson
lögmaður, kona hans og 2 hörn. En
lifandi fundust piltar tveir i skrið-
unni, og í fjósi þar björguðust 2
kvenmenn og 1 karlmaður. Kirkjan
fjell þar, með bænum. „Tók þar ok
naut ok nokkut af heyjum. Fanst
nær ekkert af gótsi, ok lcilaði meira
en hundrat manna“.
2. Búðarnes (í Eyjaf.?). Fórust 12
menn, en 1 lijelt lífi í húsarústunum.
3. Hjallasandur í Vatnsdal. Þar
fórst alt fólkið. 6 menn. „Urðu þessi
tíðindi fimtudagskvöldit eftir dag-
setr, fyrir Clementsmessu". (í nóv-
ember).
1394 (93). „Hallæri mikit til kost-
ar ok skreiðar, nær um alt land. Vor
kalt. Grasvöxtur lítill. Fellir nokk-
urr“.
Hjer hafa nú verið talin rúm 20
hallæri og hrakfalla ár, á einni öld,
þjettust um og eftir hana miðja. En
til jafnaðar á alla öldina er það 1
ár af hverjum 5. Er engin furða þó
að þvílík árferði, með jafnstuttu
millibili, drepi dug og kjark að
nokkru leyti úr þjóð vorri. Og þvi
fremur þegar mörg af þessum verstu
árum var afarlítið um aðdrætti, og
sum árin alls engin sigling frá út-
löndum, engar strandferðir, engar
póstferðir, engir lagðir vegir nje
brýr teljandi á landinu, engar vjelar
eða verkfæri nema hin allra ein-
fcldustu til lífsbjargar, og atvinnan
því afar fábreytileg og alveg húð
veðurfarinu til lands og sjávar.
Hallærissaga þessarar aldar er þó
ekki sögð öll ennþá. Eftir eru eld-
gosin, sem á þessari öld eyðilögðu
algjörlega fleiri bújarðir og stærri
svæði lijer á landi — um Suður og
Suðausturland — en á nokkurri ann-
ari öld, siðan landið bygðist.
Niðurlag í næsta blaði.
4. KAPÍTULl.
Sonja Jegorowna kom æðandi í fvlkingar-
broddi flokksins, sem nú geystist inn um
brotið liliðið. Þó hurðarviðirnir væru gildir
stóðust þeir ekki högg uppreisnarmannanna.
— Komið þið á eftir mjer. Jeg skal sýna
ykkur leiðina til barónessunnar. Þú skalt fá
hana.Osinski — bæði hana og verndara henn-
ar, Boris Petrovitsj, svo að þú fáir loksins
hefndina sem þú þráir.
Gjallandi skrækir Sonju heyrðust um allan
hópinn. Ivolsvört augu hennar skutu neistum
í bjarmanum af blysunum og virtust heilla
múginn. Hárið hjelek eins og blaktandi slæða
niður á jherðar lienni. Karlmennirnir og kven-
1 fólkið, sem skynjunarlaust hlýddi foringja
sinuin, Nikita Abramitsj Osinski, sem seint
og snemma hafði innrætt þeim hatur og aft-
% ur hatur, hrópuðu gleðióp til Sonju.
— Við eltum þig gegnum þykt og þunt,
Sonja Jegorowna. Hefnd vTir kúgurum
okkar!
Osinski elti Sonju. Hann var ægilegur út-
lits. Augun eins og glóandi kolamolar í
tærðu og órökuðu andlitinu. Skítug skyrtan
óhnept, svo að sá í loðna bringuna. Um hux-
urnar hafði hann girt leðuról og hengu
skammbvssur í. Undan skakkri kósakkaliúf-
unni hjekk hárið í lögðum niður á ennið.
— Og þú ert viss um, að barónessan sje
i höllinni ennþá? hrópaði liann til Sonju.
— Jeg sá hana með eigin augum í einum
glugganum. Hún situr og bíður eftir föður
sínum, sem fór til hjeraðsstjórans til þess að
fá mannhjálp.
Osinski hló djöfullega.
— Við ráðum lögum og lofum í höllinni
áður en hann kemur aftur. Fjelagar, alt sem
sjáum hjer er okkar eign. Hver vkkar getur
tekið ]iað, sem honum sýnist, og það sem
við ekki tökum það mölvum við — bæði hús-
gögn og myndir, spegla, rúður —- alt sem
fyrirfinst. Jeg skal sýna barónsdrumbinum
bvernig Osinski hefnir sín!
Sonja kinkaði kolli.
— Hvað ætlarðu að gera við barónessuna,
Nikita Osinski?
— Jeg ætla að láta hana kyssa mig þegar
mig langar til. Hún skal fá keyrishöggið sitt
með vöxtum og vaxtavöxtum.
— Og Boris Petrovitsj. .. . ?
—- Sá hundingi, sem hefir bitið mig frá
stallinum, skal ekki ganga úr greipum mjer
lifandi.
Sonja skalf — af ánægju og kviða sam-
tímis og ganaði áfram á undan hópnum.
Sprengið upp hurðina! skipaði Osinski.
Hann æddi inn í forstofuna — hleypti af
skammbyssuskoti i einn spegilinn, svo að
glerbrotin þeyttust út á tiglagólfið — og
æddi svo stofu úr stofu á eftir Sonju, sem
kallaði til lians um öxl sjer:
Skotið kom úr skrifstofunni þau
hafa líklega falið sig þar.
Þau æddu áfram, lamin áfram af lieift
hatursins, en þegar þau komu inn í skrif-
stofu barónsins, var liún tóm.
Osinski stappaði af bræði.
— Helvítis kvikindin hafa brotið upp
skrifborðið og tæmt það. Og hjerna — fjár-
hirslan, sjáðu — alt á burt. Boris, hunding-
inn sá, hefir dirfst að anddæfa áformum
mínum. Af stað, fjelagar — sækið baróness-
una handa mjer, náið í Boris Petrovitsj. Jeg
tvöfalda höfuðgjöldin sem jeg hafði lofað,