Fálkinn


Fálkinn - 17.11.1939, Blaðsíða 6

Fálkinn - 17.11.1939, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Mark Hellinger: ÞÁ ERUM VIÐ KVITTIR tOHN WATSON barði á skrifstofu- J hurðina hjá Paul Markham. Svo fór hann inn og vinirnir tveir lieils- uöust innilega og sögðu báðir i senn: „Nei, en hvað það er langt síðan Þeir settust og röbbuðu saman — forðuðust hvor um sig að látast taka eftir, hve gamall hinn væri orðinn i sjón. Svo sagði Watson og andvarpaði: „Jeg þarf að biðja þig fyrirgefn- ingar, Paul.“ Og svo dró hann upp úr vasabókinni sinni marga seðla og rjetti vini sínum þá: „Jeg get ekki lýst þvi, hve mikið samviskubit jeg hefi haft út af þessu, en nú — nú erum við þá loksins kvittir." ar. Hann sagði við vin sinn um kvöldið: „Jeg á frænda í New York, skal jeg segja l>jer, og hann hefir ágæt sambönd. Jeg fjekk nýlega brjef frá honum og hann segir, að ef jeg komi þangað þá skuli hann útvega mjer nóg að gera.“ „Gerðu það,“ sagði Paul. „Vitanlega,“ svaraði John. „En það er sá galli á gjöf Njarðar, að jeg get ekki komið þangað eins og hver ann- ar betlari. Jeg verð að minsta kosti að útvega mjer peninga fyrir fötum, farmiðanum og uppihaldi fyrstu vik- una. Jeg á, segi og skrifa hundrað dollara, og jeg get bjargast af, ef jeg fæ tvö hundruð í viðbót. Þröskuldur- hraut þegar John læddist á tánum út úr herberginu um morguninn, með ferðatösku í hendinni. Fyrsta árið sem John Watson dvaldi i New York hafði hann sannast að segja úr litlu að spila. En loks fór frændi hans að gerast lionum hjálp- legur. Hann fjekk skjólstæðinga — sem borguðu! Hefðarfólk, ríka menn — hann fjekk orð á sig sem mála- flutningsmaður. Árið 1928 græddi hann rúma 20.000 dollara og helm- ingi meira árið eftir. En þá kom dá- lítið sem hann hafði ekki búist við: sainviskubit. Iðrun. Sjálfsásakanir Hin nistandi tilhugsun um, að hann liefði sýnt þeim manni þorparabragð, sem hafði lijálpað honum svo oft. Hann gat ekki varist sinni eigin samvisku og loks fór svo að hann sendi fornvini sínum Paul Markham 200 dollara og brjef með, þar sem hann bað fyrirgefningar. En hvort- tveggja var endursent með árituninni: Finst ekki hjer! Nú greip iðrunin John Watson svo að um munaði. Hann skrifaði kunn- ingjum sinum frá fornu fari og spuröi um heimilisfang Pauls. Enginn vissi um það. Hann reyndi að friða sam- visku sína með þvi, að hann hefði gert það sem hann gat til að finna Paul — ekki var það lionum að kenna, þótt hann hefði flutt búferl- um? En það stoðaði ekki. Þetta kvaldi hann meir og meir. Hver vissi nema Paul þyrfti einmitt nauð- synlega á þessum peningum að halda, kanske gæti það hjálpað honum i augnabliks vandræðum .... Þegar samviska manna vaknar á annað borð, getur hún gert þá hamslausa og rekið þá út í örvænting. John leigði njósnara til þess að leita vin- inn uppi.... Þessir 200 dollarar kostuðu hann orðið þúsundir dollara. En Paul fanst hvergi. Svo liðu níu ár. Jolin Watson setti auglýsingar i blöðin og hjet verð- launum þeim, sem gætu gefið upp- lýsingar um Paul Markham. John Watson náði sambandi við allar eftirgrenslunarstofnanir i borg- inni. John Watson gerði sjer ferð í litla þorpið, þar sem hann hafði búið með vini sínum forðum, ef ske kynni að1 hann gæti fengið ein- hverjar upplýsingar. Og i níu ár leið John Watson verstu kvalir, sem nokkur maður getur liðið — að geta ekki bætt fyrir brot sín. Og svo, einn góðan veðurdag — fann hann Paul Markham. Þó skömm sje frá að segja átti hann heima ekki meira en tiu mílna leið frá þorpinu. — Og — eins og jeg skýrði frá áður — þá labbaði hann beint inn á skrifstofuna hans til þess að biðja afsökunar og endurgreiða þessa bansetta 200 dollara. Áður en við höldum þessu samtali lengra áfram verðum við að bregða okkur sem snöggvast aftur i fortiðina. Ellefu ár, nánar tiltekið. í þann mund var John Walson ungur og nýbakað- ur málaflutningsmaður. Paul Markham var hinsvegar kaup- sýslumaður, en John Watson var vin- ur hans. Hann hafði skrifstofu í Main Street — á þeirri skrifstofu var skrifpúlt og einn stóll. Watson leyfði Paul að setja annað skrifborð og og annan stól inn í stofuna. Og John setti nafnið sitt með gullletri út i annan gluggan. Til þess aö spara alt sem mest leigðu þeir sjer íbúð sam- an. Og eiginlega gekk þeim vel, þeg- ar frá er skilið, að skjólstæðingar Johns borguðu sjaldan nokkra þókn- un? John varð að taka alt sem bauðst — og þó einkennilegt megi virðast valdist eingöngu til hans fólk, sem ekki gat borgað. Og svo var það einn góðan veður- dag, að hann afrjeð að taka sig upp frá þorpinu og fara til New York og reyna að grípa gullgæsina annarsstað- iiin milli mín og New York og upp- gripanna þar, er sem sje skitnir 200 dollarar. Getur þú lánað mjer þá?“ Paul brosti. „Ertu bandvitlaus?" sagði hann. „Hverjum ætti jeg að geta stolið 200 dollurum frá? Annars þakka jeg þjer fyrir traustið ....“ Svo var það eitt kvöld, þremur dögum seinna. John sát á rúmstokknum og var niðursokkinn í bollaleggingar. Hann vantaði enn þessa 200 dollara og varð að verða sjer úti um þá, hverju sem tautaði. Nálægt klukkan þrjú um nóttina lcom Paul slagandi inn úr dyrunum. Hann hafði verið í samáti sjúkrasjóðs verslunarfjelagsins og var vægast tal- að — þreyttur. John liáttaði hann og lagði hann til í rúminu. Um leið og liann liengdi smokingjakkann hans í klæðaskápinn, datt veskið úr vasanum á gólfið. John tók það upp — og það voru 200 doll- arar í því. John lagði veskið í vasa Pauls en peningana í sinn vasa. Paul svaf svefni hinna rjettlátu. Hann Paul góndj á seðlana, sem liann lijelt á í hendinni: „Mjer þykir gott að við.erum kvitt- ir, en hvað erum við eiginlega að kvitla?“ „Daginn sem jeg strauk frá þjer til New York,“ sagði John mæddur, „stal jeg 200 doljurum úr vasabók- innj þinni, Paul. Þú getur ekki geri þjer í hugarlund, hve þetta hefir kvalið mig, í öll þessi ár. Paul Markham linyklaöi brúnirnar og hristi höfuðið — en loks rann ljós upp fyrir honum: „Æ, þessir 200 dollarar!“ sagði hann, „jeg hafði ekki hugmynd um. að þú hefðir hnuplað þeim! Jeg hjelt sannast að segja, að jeg liefði fengið þjer þá, þarna um nóttina, þegar jeg kom fullur heim. Sjáðu nú til. — Johnson, sem var í veislunni, bað mig fyrir þá til þín — manstu ekk> að þú vanst mál út af bifreiðar- árekstri fyrir hann? Hann sagðist hafa skuldað þjer þessa tvö hundruð dollara svo lengji, að hann væri far- inn að skammast sín fyrir það?“ — Bdö samtíöapinnar: — Sir Nevile Henderson. Þegar enski sendiherrann í Berlin fór á fund Hitlers með orðsendingu frá stjórn sinni föstudaginn 25. ágúst í sumar, segir sagan, að Hitler hafi varla getað stjórnað sjer fyrir reiði og hreytt í sendáherrann þessum orð- um: „Komið þjer vitinu fyrir Pól- verja, þá fáið þið friðinn, sem þið eruð að nauða um“. Sendilierrann sem fjekk þetta i nefið var sir Nevile Henderson. Hann ljet sjer hvergi bregða. Og morguninn eftir boðaði Hitler liann á fund sinn og sir Nevile flaug síðan til London til þess að flytja stjórninni skilaboð lians og fór samdægurs með svarið til baka. Og allur heimurinn stóð á öndinni og spurði: Hvernig eru skilaboðin, sem Henderson er með? Á því valt hvort strið yrði eða friður. Þessa daga valt meira á honum en sjálfum utanríkisráðherranum, meira en á nokkrum öðrum stjórnmála- manni í veröldinni. Hann sat í ágúst í vandasamasta stjórnarerindreka-sæti heimsins. Smám saman hafði hann þokast upp í þenna sess, en hann hefir verið 34 ár á leiðinni þangað. Sir Nevile er höfðingjasonur og fjekk uppeldi sitt i Eton, Oxford og Cambridge og sýndi þá þegar, að hann var fljótur að finna merg hvaða máls sem var og liafði gott vit á stjórnmálum. Fyrir það fjekk hann viðurnefriið „Quick“ lijá skólabræðr- um sínum. Að loknu námi gerðisl liann undirtylla í utanríkisráðuneyt- inu og fjekk kaup, sem entist fyrir flibbum og hálshnýtum. En 1905 var liann fyrst sendur út af örkinni og fór þá í ensku sendisvedtina í St. Pjetursborg og var nýkominn þang- að þegar byltingin varð í borginni. Þar var liann í þrjú ár en var nú sendur til Japan og síðan hefir hann verið stjórnarerindreki i flestum löndum hins gamla heims. Frá Japan fór hann til Róm og þaðan til Tyrk- lands, en á heimsstyrjaldarárunum var hann í Petrograd. Eftir friðarsamn ingana i Varsailles var hann sendur til Suður-Ameríku til þess að athuga hinn vaxandi undirróður nasista þar. Síðustu árin hefir hann verið í tíerlín. fyrst sem sendiráð og síðan sem sendiherra. Sir Nevile Henderson hefir kynt sig vel i Berlín og stundum hefir honunv verið borið á brýn, að hann væri heillaður af nasismanum meira en góðu hófi gegndi. En það viður- kenna allir nú, að hann hafi staðið vel á hinum vandasama verði, sem þjóð hans hefir sett hann á.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.