Fálkinn - 17.11.1939, Blaðsíða 12
12
F Á L K I N N
SUNDRUÐ HJÖRTU
Skáldsaga Eííir Blank Eismann
S)^BE
3.
Þá þreif stóri sterki maöurinn liana og
spyrnti henni frá sjer eins og því sem mað-
ur hefir andstygð á.
Svei, hefirðu enga blygðunartilfinn-
ingu, Sonja Jegorowna, að þú skulir ekki
skammast þín, að bjóða þig fram, þó að
þú vitir, að mjer er alveg sama um þig?
— Þessa skalt þú iðrast! vældi Sonja og
gnísti tönnum af heift. — Varaðu þig
Boris Petrovitsj. Ást konunnar snýst í liat-
ur, þegar hún er fyrirlitin og troðin undir
fótum.
Natasja hafði ekki kjark til að standa
undir glugganum lengur. Eins og hundelt
liind flýði hún upp í herbergið sitt og
fleygði sjer grátandi i rúmið.
— Pabbi — Dimitri — hversvegna liafið
þið yfirgefið mig? Við sjáumst aldrei fram-
ar. ó, pabbi — Dimitri —.
3. KAPlTULl.
Barónessa Natasja — náðuga ungfrú!
Unga stúlkan spratt upp. Andlit hennar
var þrútið af gráti og liana sveið í livarm-
ana, svo að hún sá aðeins hávaxinn ráðs-
manninn eins og í þoku, þó liann stæði al-
veg hjá henni.
— Boris Petrovitsj, ert það þú? Þú flúðir
þá ekki eins og hitt fólkið. Jeg hjelt að —
Tíminn er dýrmætur, barónessa. Við
verðum að flýja þegar í stað. Uppreisnar-
mennirnir eru á leiðinni. Blysin þeirra sjást
niðri í dalnum. Þeir geta verið komnir liing-
að eftir hálftíma.
Við getum ekki yfirgefið höllina fyrst
hann faðir minn. .. .
— Baróninn hefir liklega ekki getað feng-
ið lijálp í tæka tíð, eða máske hefir hann
ekki komist til baka fyrir uppreisnarmönn-
unum. Jeg skal koma yður á óliultan stað,
ungfrú. Sjáið þjer, hjerna er sveitastúlku-
búningur. Hafið þjer fataskifti í snatri. Við
getum ekki komist yfir landamærin nema
þjer sjeuð dulbúin. Jeg liefi sleðann tilbú-
inn hjerna rjett lijá og þrír bestu bestarnir
eru fyrir lionum. Flýtið yður, svo að við
höfum dálítið upp á að hlaupa þegar þeir
uppgötva að við erum flúin. Jeg skal vera
vörður yðar.
Natsja horfði á unga ráðsmanninn. Skyldi
það vera satt, sem Sonja sagði um hann
áðan, að hann elskaði hana?
-— Já, en liann pabbi, Boris — hann
pabbi?
Hann greip óþolinmóður í handlegginn
á henni.
— Frestið þessum harmatölum og kveini
þangað til seinna og hikið ekki eina sek-
úndu framar. Ef yður er lífið kært og yður
langar að sjá unnusta yðar aftur þá flýtið
yður að fara í þessi föt. Hversvegna horfið
þjer svona á mig? Jeg játa að þau eru
hvorki falleg eða hrein, en þau eru ekta,
því að jeg fann þau úti í fjósi. Farðu þarna
bak við forhengið og klæddu þig, jeg bíð
hjerna. En flýttu þjer í guðanna bænum,
flýttu þjer!
Ósjálfrátt og án þess að vita af því liafði
hann þúað liana eins og í bernsku — en
annars hafði aðeins Nalasja þúað hann, því
að það var siður í Rússlandi. Ilúsbændurnir
á heimilinu þúuðu jafnan vinnufólk sitt, alt
frá ráðsmanninum til lægst settu vinnukon-
unnar.
Natasja færði sig úr kjólnum sínum með
skjálfandi höndum og fór í fellingapilsið
mjaltakonunnar, treyjuna með litríka út-
Svo greip hann þunga mgnd úr bronsi og hjó
henni ofan i skrifborðsplötuna.
sauminu, þykku togsokkana og klossaskóna.
Ljósa hárið vafði hún saman undir rósótt-
um hettuklút og loks fór hún í gæruskinns-
jakkann, sem rússneskar bændakonur nota
að vetrarlagi.
Meðan hún hafði fataskifti í skyndi bak
við forhengið stóð Boris og starði á litinn,
ilmandi vasaklút, sem bún hafði mist rjett
við fæturnar á honum. Hann beygði sig
eftir lionum og þrýsti honum að vitum sín-
um. 1 nokkrar sekúndur gleymdi liann
hættunni, sem vofði yfir þeim.
Bláköld alvaran birtist honum aftur er
Natasja kom fram i sveitabúningnum. Hann
flýtti sjer að stinga klútnum í barminn.
— Flýtið yður svo að ná i skartgripina
yðar og það sem þjer hafið af peningum,
svo að þjer hafið eitthvað úr að spila.
— Skartgripi — peninga — það er alt i
skrifborði föður míns.
Förum þá þangað inn. Hann greip í
handlegginn á henni og dró hana á eftir
sjer.
— Æ, þjer meiðið mig, kveinaði hún,
en hann sinti þvi engu.
— Afsakið ungfrú, en þegar svona stend-
ur á er ekki hægt að taka tillit til alls. Mun-
ið að lif okkar beggja er í veði.
Þau komu inn í skrifstofu barónsins.
Boris kveikti á rafljósinu.
— Nei, kveikið ekki, sagði Natasja ang-
istarfull-
— Jú, einmitt. Það getur máske vilt upp-
reisnarmennina. Að þeir haldi, að húsbænd-
tirnir sitji hjer og gruni ekki að nein hætta
sje á ferðum.
— Æth það væri ekki best að við settumst
hjerna og biðum átekta?
— Það væri glapræði. Hvað gætum við tvö
gegn heilum hóp vopnaðra þorpara? Hvar er
skrifborðslykihinn? Og þú ert viss um, að
skartgripirnir og peningarnir sjeu hjer í
skrifborðinu?
— Já, í leyniliólfi í vinstri skrifborðsskúff-
unni geymir pabbi lykilinn að veggskápnum
þarna, undir myndinni af afa mínum.
Boris Petrovitsj htaðist um í stofunni. Svo
greip hann þunga mynd úr bronsi og hjó
henni ofan í skrifborðsplötuna af svo miklu
afli, að gat kom á hana.
Áður en Natasja bafði áttað sig hafði Boris
náð í lyklakippu, hljóp að veggnum og reif
myndina af afanum ofan. Hann reyndi á-
rangurslaust tvo lykla en þá kom sá rjetti
og hurðin opnaðist.
1 sama hih fór rúðan í mjel og glerbrotin
komu þjótandi inn á gólf. Kúla þaut rjett
við eyrað á honum og fór á kaf í þihð.
Fyrir utan heyrðust hróp og köll og var
barið þungum höggum á hallarhliðið.
— Þarna eru þeir, Boris. Það er úti um .
okkur. Bjargaðu mjer! grátbændi hún og
hjekk utan í honum.
Hann tók fast um báða úlfliði hennar svo
hún kiknaði.
Róleg! skipaði hann. — Ekki nokkurt
hljóð. Skríddu á hnjánum fram að dyrun-
um, svo þeir hitti þig ekki. Jeg kem undir
eins.
Hann greip i snatri það sem hann fann af
skartgripum og peningum og setti það í loð-
húfuna sína. Svo flýtti hann sjer út að glugg-
anum og skaut nokkrum skotum út í
myrkrið.
— Opnið liliðið — annars brjótum við það
upp, heyrðist hvell karlmannsrödd kalla fyr-
ir utan. — Nú er timi hefndarinnar, Natasja
barónessa! Af stað, fjelagar - gerum á-
hlaup á höllina. Há verðlaun fær sá, sem af-
hendir mjer barónessuna -— enga vægð!
Skjótið! Sprengið upp hliðið!
— Hjálpaðu mjer, Boris! lrrópaði Natasja.
Hann hljóp iit að dyrunum og gat gripið
hana í sama bih og hún fjell i yfirlið. Svo
tók liann hana í fang sjer og hljóp eins hratt
og hann gat að bakdyrum hallarinnar.
— Vertu ekki hrætt, Natasja, hvíslaði
hann — jeg legg lif mitt við þvi, að ekki
skuli verða skert eitt hár á höfði þínu. »
Kæmi hann henni óhultri gegnum hliðið
úr hallargarðinum og út í skóginn, þá mundi
honum veitast ljett að komast undan upp-
reisnarmönnunum á sleðanum með þremur
gæðingum fyrir. En ef bófarnir kæmust að
hliðinu á undan honum þá..........