Fálkinn - 17.11.1939, Blaðsíða 14
14
F Á L K I N N
Sigurður I{ jaltested, bakara-
meistari, verður 65 ára I!). þ. m.
Ruiiólfur Einarsson, Baldursg.
28, varð 80 ára 13. þ. m.
Þorvarður Björnsson, hafnsögu-
maður, varð 50 ára 15. þ. m.
MARIA ANTOINETTE.
Frh. af bls. 3.
ar sjaldan í því, að finna skýringu á
orsakasanibandinu, svo að hver við-
burður verðlir hlekkur í sterkri keðju
raunasögunnar, sem hefst ineð því,
að litla Toinette er að leika sjer i
hallargarðinum i Schönbriinn við
W'ien, en endar þar sem hún stígur
á höggstokk byltingarinnar lfi. okt.
1793, tœpra 38 ára gömul.
Þýðing Magnúsar Magnússonar rit-
stjóra á hókinni virðist mjög vönduð.
Orðtæki og setningaskipun Zweigs er
mjög óvenjuleg og hefir þýðandi
reynt að halda henni sem best, því að
annars mundi þýðingin missa marks
mjög víða.
Þetta mun vera vandaðasta útgáfan.
sem komið liefir út af þýddri bók á
ísiensku, hvað allan frágang snertir
og liefir útgefandinn ekkert til spar-
að. Meðal annars fylgja bókinni marg-
ar myndir, prentaðar á ágætan mynda
pappír. Er bókin þvi tilvalin gjafabók.
Merkir tónsnillingar lífs og liðnir.
eftir Theodór Árnason.
Hector Berlioz.
(1805—1869).
Það, hvort spámaður nýtur trausts
og virðingar eða ekki, i föðurlandi
sínu, fer mikið eftir því, hvort skiÞ
yrði eru til þess að fólkið skilji og
kunni að meta boðskapinn, sem spá-
maðurinn flytur. Það gildir einu
hversu myndugiega hann er fluttur,
ef fólkið kann ekki á hann að hlýða
eða er ekki móttækilegt fyrir hann.
Og þannig var um tónsnillinginn Ber-
lioz og hans þjóð. Hann var stórbrot-
ið tónskáld — óþjáll nokkuð og óhefl-
aður, að vísu, — og hann lifði það,
að verða dáður og viðurkendur ail-
staðar annarsstaðar en einmitt þar.
sem hann þráði mest að njóta skiln-
ings og samúðar. Hann var Frakki í
húð og hár, en svo lauk æfi hans, að
aldrei naut hann neinnar verulegrar
viðurkenningar i Frakklandi. En að-
dáun sú og hylli, sem hann naut með-
a! annara þjóða, gat aldrei bætl hon-
um þetta tómlæti landsmanna hans.
Ilector Uoflioz var borinn í La
Cote-Saint-André, smábæ einum í
Isére-hjeraði á Frakklandi, 11. des-
ember 1805. Ekki bar á neinum yfir-
burða tónlistahæfileikum hjá honum
í bernsku, þó að eftir því væri
snemma tekið, að liann hafði mikið
yndi af tónlist. l’egar hann var tólf
ára gamall, er sagt að hann hafi verið
„stautandi" á nótur, sungið laglega og
leikið ofurlítið á flautu og gítar. En
bóknám hans vildi vera alt í „rykkj-
um“. Hann hafði verið' hraðnæmur á
ait, sein einhvern keim. hafði af róm-
antík, — en við klassisku fræðunum
skelti hann skolleyrum. Faðir hans
var læknir og vildi láta son sinn
stunda læknisfræði. En þegar piltur-
inn var orðinn það stálpaður, að al-
vöru átti úr þvi að gera, spunnust út
úr því sifeldar erjur milli hans og
foreldranna. Þvi að þá var H. B. orð-
inn staðráðinn í því, að gerast tón-
skáld og undi sjer naumast við ann-
að, en einhverjar tónlistaiðkanir. Og
í trássi við foreldra sína sótti hann
um upptöku í tónlistarskólann í Barís
og fjekk þar vist, fyrir kantötu, sem
bann hafði samið. Kennari hans þar
hjet Lesueur, — liann er nú einn
liinna gieymdu tónlistamanna, en var
atkvæða-listamaður á sinni tíð og vel
mentaður. Berlioz stundaði námið af
miklu kappi og með góðum árangri.
En lítið þótti í tónsmíðarnar varið,
sem hann samdi á þeim árum. All
miklar voru þær þó að vöxtum. Hann
kepti um námsstyrk til Bómaborgar-
farar (5 ára styrk), en varð þá fyrir
þeim miklu vonbrigðum, að tónsmíð-
in, sem liann sendi dómnefndinni,
var ekki tekin til greina. Þótti hann
þá vilja fljúga fyrr og hærra, en
hann hafði vængjastyrk til. Og faðir
hans skipaði honuin nú að koina heim
aflur og setjast \nð lækningaskræð-
urnar.
Þetta var H. B. svo mikil skapraun,
að faðir hans sá, að ekki tjáði að
halda honum að því námi nauðugum
og 1 jet það loks eftir honum, að leyfa
lionum að fara aftur til Parísar og
stunda þar tónfræðinám tiltekið tíma-
bil. Ef honum tækist ekki betur, að
því loknu, en í fyrra skiftið, skyldi
það þykja fullreynt, að ekki væri til
þess ætlast „af náttúrunni“, að liann
vrði tónlistamaður — og skvldi hann
þá verða læknir.
Hector Berlioz gekk að jiessum úr-
slitakostum, og dró nú ekki af sjer.
En erfið voru kjör hans i Paris á
jiessu námstímabili. Hann Ijet í veðri
vaka, að hann hefði ofan af fyrir
sjer með því að veita tilsögn á flautu
og gítar. En á laun hafði hann ráfeist
i kór á einu leikhúsinu. Það þótti
fremur lítilmótleg atvinna og ósam-
boðin manni af slíkum ættum. En
tekjurnar voru það miklar, að hann
gat keypt sjer píanó — og tilsögn
hjá færum kennurum.
Og nú fóru ýmsar tónsmíðar lians
að vekja athygli. Hann tók nú öðru
sinni þátt í tónsmíðakeppni á tónlista-
skólanuni, bar sigur úr býtum, — og
brá sjer siðan heim til foreldra sinna
til þess að biðja um biessun þeirra og
fyrirgefningu.
Eftir þetta koinu svo fram, hver af
annari, tónsmíðar, sem skipa honum
á hekk með snillingunum, sem urðu
til þess að ryðja nýjar brautir, — þó
að mönnum komi enn ekki saman um
gildi takmarksins.
Sýmfóníur eða hljómdrápur Berlioz:
— en þær eru með kórsöngvum, eins
og t. d. níunda hljómdrápa Beethov-
ens, — eru sem sje „skáldlegar or-
kester-myndir", eða það, sem nefnl er
„prógrammiúsik“ (Guðmundur Finn-
bogason vill nefna það „Hermitön-
list“), þar sem reynt er að lýsa á-
iveðnum tilfinningum eða „mála ytri
ídvik“, i tónum og hljómum. Um þessa
tegund tónlistar er mikið deilt enn
í dag. Meðmælendur hennar halda
því fram, að allar tónsmíðar, sem
ekki eiga að tákna eða tiilka eitthvað
ákvefeið, sje ekki annað en „innan-
tómur leikur að tónum“. Hinir segja
hinsvegar vægast, að prógram-músik-
in sje ekki „hrein tónlist".
Franska rómantikin sat um þetta
leyti i öndvegi, borin uppi af skáld-
unuro Chateúbriand, Lamartine,
George Sand og Victor Hugo. Bérlioz.
var mjög snortinn af þessari stefnu,
sem valdið hafði byltingu i frakk-
neskum skáidskap, og síðar var liann
nefndur „Victor Hugo tónlistarinnar",
því að verk lians voru svo ,mörg af
sama toga spunnin, — þau stofnuðu
til byltinga í „ríki tónanna“. Og svo
mikið þótti til þeirra koma, annars-
staðar en í Frakklandi, að ekki var
hikað við, að líkja höfundinum við
Hugo.
Hin fyrsta stórbrotna tónsmíð þessa
unga snillings, var „Symfónía fant-
astique“ (1830) og varð liún til í
sambandi við það, að tónskáldið hafði
felt ástarhug til enskrar leikkonu,
sem hvorki vildi heyra hann nje
sjá. En „undir-titill“ tónsmíðarinnar
var: „Þáttur úr lífi listamanns“. Aðal-
heitið ber þessi tónsmíð með rjettu,
því að svo er hún „hrikaleg og ó-
hugnanleg“, að ekkert afkvæmi llinn-
ar rómantísku stefnu tekur henni
fram að því leyti.
Þessi „sjervisku“-tónsmíð Berlioz
(en svo var liún nefnd) var bæði dáð
og hraklega fordæmd. í öðrum „tón-
kvæðum‘“ hans, sem síðar komu fram,
svo sem „Harold á ítalíu“ (yfir kvæðL
Byrons: „Harold júnkari“). „Rómeó og
Júlíetta“, „Fordæming Fausts“ og ,Sálu
messa liinna framliðnu“, úir og grúir
af allskonar „hljómabrellum“, sem
áður liöfðu ekki heyrst, og liljóðfærin
í hljómsveitinni eru látin leika ýms
grátleg og kátleg lilutverk, sem aldrei
hafði áður tíðkast, til þess að túlka
ákveðin liugtök og lýsa ákveðnum at-
vikum.
Um „Harold“ er það sjerstaklega
einkennilegt, að sóló-bratch (arm-
fiðla), er látin syngja áberandi, í
gegnum alt verkið, — röddin liðast
um það, „eins og rauður þráður“. Er
mælt, að með þessu hafi tónskáldið
verið að votta Paganini, fiðlusnill-
ir.gnum mikla, þakklæti sitt fyrir það,
að liann hafði gefið Berlioz rausn-
arlega peningagjöf (20 þús. franka),
þegar hann var sem verst staddur.
„Romeo og Juliette“, sem samið er
eftir leikriti Shakespeares, er alt i
senn: „Melo-drama“, — liljómdrápa
og hreinn óperu-stíll. Og eins er um
„Fordæmingu Fausts“, að þar skiftist
á söngur og orkester-þættir.
í „Sálumessu hinna framliðnu" eru
mestar kröfurnar gerðar til hljóm-
sveitarinnar. Þar heimtar tónskáldið
t. d. 16 „trompeta“ og 16 básúnur, —
og ekki færri en 16 „pákur“. Þar ger-
ist þá líka slíkur fádæma hávaði, að
ógn er á að hlýða, t. d. þar sem ver-
ið er að lýsa ógnum og kvölum sáln-
anna á dómsdegi.
En öllum þessum verkum úthúðuðu
listdómararnir í Frakklandi og „lýð-
urinn“ gerði að þeim óp, — og flest-
um öðrum verkum Berlioz.
Einu verki hans var þó vel tekið
strax, en það var hið undur fagra
óratoríum: „Bernska Krists“. Eink-
um vakti mikla hrifningu hinn dá-
samlegi kórsöngur hirðanna: „Flótt-
inn til Egyptalands". En með þeirri
tónsmíð vildi Berlioz sýna, að sjer
væri þáð leikur einn, að yrkja líka „i
fornum stil“, og Ijet upphaflega í
veðri vaka, afe þetta væri verk eftir
einhvern gamlan óþektan höfund, —
og hcfði það fundist af tilviljun. Og
svo vel tókst honum að stæla liinn
gamla stíl, að þessi brella lánaðist, og
engum datt í hug, að verkið væri eft-
ir einn af helstu forkólfum hinnar
nýju stefnu.
Lengst af átti Berlioz við þröngan
kost að búa, því að litlar tekjur hafði
hann af tónsmíðum sínum. Varð hann
]iví lengst af að hafa ofan af fyrir
sjer með ýmsu öðru, einkum með
ýmiskonar ritstörfum, sem honum var
þó Jivert um geð að fást við. Sárast
lók hann þö það, hve kalt var í kring-
um hann.heima fyrir. Og saddur var
liann lifdaga er hann ljest 9. mars
1869, í Paris.
Nýjar bækur.
Gtufflaug Benediktsdóttir:
VIÐ DYR LEYNDARDÓM-
ANNA. — ísafoldarprent-
smiðja h.f. gaf út.
Þessi bók er framhald af „Einstæð-
stæðingum“, sem út komu í fyrra og
hefir að geyma átta sögur, sem heita:
Gamla brunnhúsið, Reikningsskil,
Áhrifaríkar stundir, í þokunni, Söl-
tiorg og jeg, Lóa, Endurminningar
og Hver er það? Höfundurinn er
mikil trúmann^skja og trúir á mátt
hins góða í þessum heimi, þrátt fyrir
alt hið' illa, Sem daglega ber fyrir
augu og eyru. En hún er jafnfranit
gædd skygnigáfu og sjer oft þær or-
sakir, sem aðrir ekki sjá, fyrir því
sem er að gerast, bæði til góðs og ills.
Það er uiii slíkar orsakir og afleið-
ingar, sem flestar sögurnar fjalla.
Þær stefna allar að því marki, að
minna fólk á, hve nærgætnin og í-
liyglin geta afstýrt mikilli þjáningu
og böli i heiminum, og er síst van-
þörf á að minna fólk á slíkt nú á