Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1940, Síða 7

Fálkinn - 15.03.1940, Síða 7
FÁLKINN / Að ofan sjáum við finska skíða- kappann Niemi, sem vann 50 km. skíðagönguna við Holmen- kollen á 3 klst. 29 tn. 23 sek. Nœstur varð landi hans Vanni- nen. Nú evu þessir vösku skíða- garpar á vígstöðvunum að verja föðurland sitt. Þessi mynd er af rússneskri liðsveit, sem gefst upp og gengur Finnum á hönd. Rússarnir koma fram á meðal trjánna og rjetta upp hendurnar til merkis um uppgjöfina. Sumir þeirra eru greinilega berhentir, þrátt fyrir snjó og bruna frosi. Mörg finsk börn, sem styrjöldin hefir svift heimilum og for- sjá, hafa verið send til nágrannalandanna til umsjár. Þess- ir þrír ungu Finnar, sem við sjáum hjer að ofan, virðast hyggja gott til framtíðarinnar og nýju heimilanna. Þeir eru á leið til Svíþjóðar, myndin tekin af þeim í járnbrautarvagninum. 1 bandi um hálsinn hafa þeir spjald, sem á eru rituð heimilis- föng þeirra í Finnlandi og ákvörðunarstaðir í Svíþjóð Myndin sýnir það sem eftir er af finskum bæ. Fyrir stríðið var þarna heimili friðsamrar fjölslcyldu. Nú leggur snjórinn sína mjúku voð yfir rústirnar, sem eru það eina, sem ber þess merki, að hjer hafi verið mannabústaður.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.