Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1940, Blaðsíða 10

Fálkinn - 15.03.1940, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N K— -- - - 36 cm x Sjáið þið til, hjer er kaíbátur, sem yetur kafað — i alvöru. Og mest er þó gaman, að geta smíðað hann sjálfur, en svona eigið þið að fara að þvi: 1. Við eigum að nota kvistalausan furubút, 85 cm. langan, 10 cm. breið- an og 7 cm. þykkan. 2. Á stórhliðina teiknið þið, bvern- ig báturinn á að vera í laginu. — Takið eftir, að báturinn á að vera breiðastur framan við miðju. 3. Þessi teikning er gerð á báðar bliðar. Allar ójöfnur eru beflaðar burt, og þvi næst er teikningin 2 söguð út og allur bátsskrokkurinn er heflaður og fægður með sand- pappir. 4. Fallbyssan er söguð út úr i cm. fjöl. 5. Stjórnturninn er sagaður út úr 5 cm. fjöl og með þeim málum, sem sýnd eru á myndinni. 0. Þilfarið er sagað úr krossvið eftir teikningu 2. Áður en það er neglt á, er fallbyssunni og stórnpall- inum fest á þilfarið með skrúfum, neðan frá. Stjórnturninn á að vera nákvæmlega á miðjum bátnum og fallbyssan á fremri hluta þilfarsins. 7. Hringsjáin er búin til úr mjórri pípu, sem er bogin í annan endann. 8. Loftnetsmöstrin tvö eru gerð úr járnvírsspottum og eru sett göt i efri enda þeirra fyrir loftnetsþráð- inn. — 9. Loftnetsþráðurinn er lagður í gegnum götin á möstrunum og fest- ur á smáskrúfur í skut og stefni. 10. Handriðið kringum fallbyssuna er búið til úr fjórum stinnum vir- spottum, en á milli þeirra er svo festur seglgarnsþráður. 11. Skrúfan er smíðuð úr trje. Öxullinn, (sem er beygður í krók í hinn endann), er látinn ganga í gegnum gat i 12. kubb, sem festur er i skut bátsins (takið vel eftir myndinni). 13. Sterk teygjusnúra er aðal-bif- vjel bátsins. Fremri endi hennar er festur á krók, sem negldur er i fer- strenda spítu 14, sem verður að geta snúist ljettilega í þar til gerðri skoru, neðst í bátnum. 15. Stutt gúmmiband er notað sem „hjálparvjel“ við djúpstýrið. — Teygjan er fest á krók á fremri enda spýtunnar 14,en hinum megin á krók í stafni bátsins. 16, 17 og 18 er djúpstýrið. Á aðal- öxlinum 16 eru tveir vængir 17, þeir eru úr blikki. Hornrjett við þá er sett stýrissveifin 18, sem kemur í gat á ferstrendu spítuna 14. (Væng- irnir eru utanborðs.) Nú farið þið sennilega, að skilja ganginn í þessu. Vjelin er „dregin upþ“ með því, að skrúfunni er snúið öfugt, þá herðist á teygjunni, og það gerir það að verkum, að djúpstýrið beinist niður á við. Báturinn fer ])vi i kaf, þegar hann er settur af stað, en kemur aftur upp, þegar dregur úr braðanum. 19. Hliðarstýrið er búið til úr lít- illi blikkplötu og er fest á gildan stálvír, sem boraður er í gegnum trjekubb, eins og sýnt er á teikn- ingunni. í þilfarið er tylt nokkruin smánöglum, og er svo liægt að setja stýrissveifina í ýmsar stellingar á milli þeirra, og má þannig beina skipinu í ýmsar áttir. 19. Botninn er útsagaður úr þunnri fjöl og verður auðvitað að vera jafn breiður og skipsskrokkurinn. Að lokum er báturinn klæddur járni. Tvær, þunnar blikkþynnur, 8 cm. breiðar og h. u. b. 90 cm. langar eru kliptar til, svo að þær sjeu liæfilegar á hliðarnar Þeim er síðan fest með smánöglum. Gegnuin þær (og bátinn) er borað gat, sem öxull djúpstýrisins kemur í gegn- um og eru vængirnir (17) síðan festir á hann. Báturinn er grámálað- ur með lakki (emaille-lakki) eða aluminiumlit, og að því búnu er hægt að reyna hann. S k r f 11 u r. Hvernig líður ungu málarahjón- nnum? — Vel. Hann teiknar og hún málar. Sonur trumbuslagarans fær fgrir fcrðina. Maður nokkur, sem ætlaði til Bóm spurði Greogorovius hve lang- an tíma það tæki að skoða borgina. Hann svaraði: — Mjer er ómögulegt að segja yð- ur það. Jeg hefi ekki átt heima þar nema í fimtán ár. Ungverji, sem var á ferð í Frakk- landi kom á pósthús og spurði eftir brjefi til sín — Arpad Lajos. —■ Poste restante? spurði inaður- inn i lúkunni. — Nei, nei, ekki prótestant. Kaþólskur, svaraði Lajos. —- Hversvegna hafið þjer látið myrða Protogerolf keppinaut yðar? spurði einhver Makedóníumanninn Mihailoff. — Jeg gerði það til þess að eng- inn yrði til þess að spyrja hann um hversvegna hann hefði látið myrða mig! svaraði Makedóníumað- urinn. — Heyrðu, manni - er þetta Lam- beth Walk? Tónskáldið Gluck var á æfingu að óperunni „Iphigenia i Aulis“ og fanst Söngvarinn Larrivée syngja hlutverk Agamemnons bölvanlega og ljet bann heyra það á sjer. — Bíðið þjer við þangað til jeg er kominn í leikbúninginn, sagði söngvarinn. Þá er jeg viss um að þjer þekkið mig ekki aftur. Á fyrstu búningsæfingunni hróp- aði Gluck neðan úr salnum: — Larrivée! Larrivée! Jeg þekki yður!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.