Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1940, Blaðsíða 14

Fálkinn - 15.03.1940, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN ÚR STRÍÐINU. Frh. af bls. 5 Starfsmenn flugvallarins- Sjerhver deild flughersins iiefir sinn eigin flugvöll, hver flugvöllur hefir silt verkstœði og hvert slíkt verkstæði hefir skrifstofu nieð símá: ..Fyrirskipun frá deildarforingjan- um: Allar flugvjelar ferðbúnar klukkan 8 i fyrramálið!“ Nú er fjögur e. h. Verkstjórinn, sem hefir tekið á móti jiessari „pöntun“, segir við mig: „.læja, þetta verður þá aft- ur skemtileg nótt!“ Þrem minútum síðar koma for- menn vinnuflokkanna á skrifstofuna, vinnunni er skift niður á l'lokkana. Fyrst er farið yfir skrá, sem gefur upplýsingar um allar þær bilanir, sem hafa orðið á vjelunum, sem til- lieyra þessum flugvelli. A einni vjel- iii.ni þarf að skifta um hreyfil, af þvi að hreyfill sá, sem fyrir er, er búinn að starfa þá flugtíma, sem honum voru ætlaðir. Á jjeirri næstu þarf að gera við lendingarhjólin, á |;eirri þriðju þarf að gera við hæð- armælinn, og' þannig heldur röðin áfram. Hver „fugl“ hefir sin veik- indi, sem geta dregið úr öryggi á- hafnarinnar og þar með getu henn- ar og afreksmöguleikum, nema við- gerðin eða athugunin fari -fram i tæka tið. „Og l^jer ætlið að komast yfir þetta þangað til í fyrramálið?" spyr jeg verkstjórann. „Auðvitað", svarar hann, „einkunnarorð verkslæðis okk- ar og liklegast flestra þeirra er: Alt lil á tilsettum tíma og alt fyrsta l'lokks vinna.“ Síðan förum við út i sjálfa vinnusalina. Verkstjórinn seg- ir: „Hjer getið þjer sjeð„ hvernig okkar menn vinna. Þeir vita allir, að ágæti flugsveitar „okkar“ eru kom- in undir gæðum viðgerðanna, sem þessir menn standa að, þó að tím- inn sje oft naumur. Þeir vita, að þcir bera þunga ábyrgð, ekki ein- ungis á lifi sjálfra flugmannanná, heldur einnig þúsunda manna ann- arra, sem geta orðið fyrir lifs- og eignamissi, ef loftvarnir okkar bregð ast. Flaustursvinna er þessvegna bannfærð.“ Meðal verkamanna þessara, er vinna á slíku verkstæði, ríkir sam- hugur og einlægni, ekki einungis innbyrðis, heldur og við flugmenn þessarar sveitar. Allir elska þeir flugmenn „sína“ og fagna afrek- um þeirra. Um verkamenn þessa er alment lítið talað. Samt standa þeir að baki svo mö'rgum flug- og orustuafrekum, að það þýkir ekki nema rjett, að geta þeirra við tæki- færi. Á göngu okkar um verkstæðið komum við einnig í málningadeild- ina. Þegar verkstjórinn hefir opnað hurðina, staðnæmist hann alt í einu og er aúðsjáanlega yfir sig hissa. Jeg tek einnig eftir því, að hjer er eitthvað á seiði og að verkamenn- irnir eru allir einhvernveginn skritn- ir og inn undir sig. Alt í einu sjáum við, hvernig í þessu liggur. Hingað og j)angað um verkstæðið eru inenn að eiga við gamlar regnhlifar. Verk- stjórinn var rjett byrjaður á skámma- ræðu, er hann tekur eftir þvi, að málararnir mála á regnlilífarnar orð- in: „Mr. Chamberlain, sem vörn gegn sprengjum okkar.“ Flugmennirnir höfðu safnað þessum gripum og æll- uðu að henda þeim niður daginn eftir — á viðeigandi stað. Reiðikast verkstjórans breyttist í hláturskast. Áður en flugvjelin er aftur notuð til baráttuflugs, er farin reynsluferð. Flugmaðurinn stjórnar að vísu sjálf- ur, en i stað fjelaga sinna tekur hann l)á viðgerðarmennina með sjer, svo að þeir geti rannsakað og skoð- að alla vjelina á meðan liún er á flugi. Þetta er sjerstaklega nauðsyn- lcgt með tilliti til allra mæla og öryggistækja vjelanna. Að reynslu- fluginu loknu er verkstjóranum til- kynt, að flugvjelin sje flughæf. Fyrsta flug- yfir Suður-Frakkand. Hærra og hærra lyftist flugvjelin upp í skýin, 4000—4500—5000 mtr. hæð sýnir hæðarmælirinn. Flugfor- inginn, sem situr við stýrið eða „heldur á pinnanum“, eins og flug- menn kalla það, lítur enn einu sinni á landabrjefið: Hann á að fljúga yfir Grerioble. Hann tekur stefnu og flýg- ur nú bliridandi gegn um skýjahafið. Veðurfregnirnar höfðu verið hag- stæðar. Sólskin og hægur vin'dur niðri á jörðu, þykkir skýjabólstrar í 3—7000 mtr. hæð, en fyrir ofan þá glaða sólskin. Betra veður er ekki hugsandi fyrir ungan flugforingja, sem flýgur i fyrsta sinn yfir óvimr lond. Nú hefir vjelin hækkað sig í 0000 mtr. hæð. Um borð er alt í lagi, á- höfnin í góðu skapi. Enginn þeirra hafði áður tekið ])átt í ófriðarflugi, en allir voru þeir ákveohir í að ljúka þessu flugi eins og skipunin gerði ráð fyrir: Fljúga yfir Grenoble, taka niyndir af borginni — og koma lieim með myndirnar. Það er stefnt í suðvestur. Vjelin er nú komin inn fyrir frönsku landa- mærin, og enn hækkar fltigið: 7000 —7300—7500 mtr. „Velkomnir til Frakklands“, kallar aðstoðarforing- inn til fjelaga sinna. Leiðin til Gren- oble er löng, en vjelin er í lagi, á- höldin nýlega reynd, loftskeytasam- band við flugvöllinn er enn óslitið og súrefnisgjafarnir vinna lýtalaust. Nú þarf ekki annað en að halda stefnti eins nákvæmlega og unt er. Yndislegt er útsýnið niður á skýja- hafið. Samkyæmt klukkunni og hraðamælinum ættu þeir nú að vera að nálgast Rhónedalinn, ekki langt frá Lyon. Fiugforinginn lækkar flug- ið: 0000—500 mtr. Engin ský á þess- ari hæð — og ekki eitt einasta á leið þeirra næstu 60, 70 kílómetra. Nú hljóta allar loftvarnarstöðvar á þeim slóðum að taka eftir þeim — og gera sinar ráðstafanir. Það líður ekki á löngu þar til loftskeytamaðurinn kallar: „Óvina eltivjelar.“ Fyrst sjást ekki nema tveir litlir deplar við sjóndeildar- hringinn, en þeir stækka ört, um leið og þeir nálgast og þekkjast sem enskar flugvjelar. — Þær nálgast með ofsa hraða, nú eru eklci nema 1000—500—300—150 mtr. til þeirra, nú skilja þær, önnur flýgur til hægri, hin til vinstri. — Þær hefja skothríð að aftan og frá hliðunum. Loft- skeytamaðuririn í þýsku vjelinni mið- ar með vjelbyssu sinni, sjer aðra ensku vjelina rjett fyrir aftan sig og lætur skothriðina dynja. Enn einu sinni, nú hittir hann; en hinir skjóta lika — það er barist um tilveruna. Brot og brestir í þýsku flugvjel- inni. Brot úr ýmsum hlutum vjelar- innar þjóta um andlit flugforingjans. Rjett i þessu tekst loftskeytamann- inum að hitta aðra ensku vjelina hættulega. Hún legst á vinstri væng- inn, hættir við frekari árás og hverf- ur fljótt. Hin vjelin fylgir henni ■— auðsjáanlega hafa báðir flugmenn- irnir mist álmga fyrir lengri bar- daga. Þýska vjelin lætur enn að stjórn, þrátt fyrir allmörg göt í skrokknum, öðruin vængnum og stjclinu. Loft- skeytamaðurinn hleður vjelbyssu sína að riýju. Alt í einu kallar vjela- maðurinn: „Hana nú, sjáið þið hægri hreyfilinn!“ Skrúfan stansar og fer ekki i gang aftur. Skotskemd- ir hljóta að hafa eyðilagt hann. Á- fram heldur flugið, einn hreyfill verður að duga. Ský taka við að nýju. „Eins og í ])vottahúsi“, hugsa þeir allir. For- inginn ber saman klukkuna, hraða- mælirinn og landabrjefið —- nú bljóta þeir að vera yfir Grenoble — niður úr skýjunum, þarna er þá borgin. Þeir fljúga einn hring, eng- in óvinaflugvjel, ekki einu sinni loft- varnarbyssur — hjer hefir cnginn búist við jiýskri flugvjel. Ilálfan hring í viðbót — þá er aðstoðar- maður flugforingjans búinn að taka myndirnar, sem þeir áttu að ná i. Löng fanst öllum þessi mínúta en nú er liún liðin. Foringinn liækkar flugið eins fljótt og eins mikið og unt er með öðrum hreyflinum. Skýin hylja vjelina að nýju — en 760 klm. löng er leiðin heim til flugvallarins. Hreyfillinn bil ar ekki, djúpt og róandi er liið drynjandi vjelahljóð, er tryggir þess- um fjórum fjelögum l'jör og frelsi eftir að hafa framkvæmt skipunina. Á þýskum kafbát innan breskrar landhelgi- Fleiri vikur hefir báturinn nú ver- ið á verði skamt undan Englands- ströndum. Hjer hafa kafbátsmenn- irnir á svæði einu, sem þeim var ætlað, haft eftirlit með vöruflutn- inga- og hcrskipum óvinaþjóðanna. Erfitt og þreytandi er þetta eftirlits- starf fyrir alla þá menn, sem eru um borð í kafbátnum. Frá hvirfli íil ilja eru þeir, sem standa í turni báts- ins bundnir við handriðið, klæddir sjóklæðum, en inni i bátnum er loft- ið heitt, rakt og kveljandi. Allir eru þeir ávalt í hættu fyrir herskipum og flugvjelum Breta og völduni storms og hafsins. 1 allar ]iessar vikur hefir löng röð enskra varðskipa gert kafbátafor- ingjanum lifið erfitt. Stöðu þeirra hafði hann getað fnudið eftir loft- skeytasendingum þeirra. Með ýtrustu varkárni og nærgætni tókst kafbáts- foringjanum að sleppa aftur og :ift- ur úr klóm þessara óvina sinna, með þvi að kafa undir eins og nokk- ur varðbátur nálgaðist. Nú var tímabil það, sem kafbáta- foringinn átti að halda sjer á þess- um slóðum, á enda og hann ákvað að sökkva öllum varðskipunum, sem hann gat náð i. Hann nálgast fljótt bið fyrsta og skipar því með skoti beint fyrir stafninn að stöðva. Há- setarnir eru ekki lengi að setja út bátana. Kafbáturinn fer nú alveg upp að varðskipinu og eyðileggur það. Fimm sinnum endurtekur þessi saga sig: Viðvörunarskot — bátsferð skipverjanna — eyðilegging skips þeirra. Við fimta og siðasta skipið skeði ó- vænt alvik. Áhöfnin hafði þegar.yfir- gefið skipið í 2 björgunarbátum, og var komin alllangt frá því, er skyndi- lega skaut upp einum manni á þessu „mannlausa" skipi. Hann var ekki klæddur nema í skyrtu og buxum og skimaði í áttina á eftir björgUnarbátn um, auðsjáanlega nærri því að verða örvinglaður af þessari snöggu breyt- ingu tilveru sinnar. Lífsviljinn var þó sterkari en all- ur óttinn, hann fór að leysa flothylki, sem lá á þilfarinu, en þegar hann ætlaði að setja það út, eyðilagði brot- sjór það, svo að segja í höndunum á honum. Þó að atvik þetta væri alt annað en hlægilegt og haettain fyrir kafbátinn aldrei meiri en einmitt nú eftir að varðskipin eru búin að til- kynna það sem skeð liefir, gátu mennirnir, sem stóðu í turni bátsins, ekki varist hlátri. — Þessi snögg- klæddi náungi þarna, nýskriðinn út úr kojunni, var í alt of mikilli mót- setningu við hið ógnandi haf og all- ar áhættur stríðsins! Kafbátsforinginn tók kallarann og kallaði til skipverjanna í öðrum björgunarbátnum, sem höfou hætt að róa eftir að þeir urðu varir við strandaglópinn sinn. Þeir sneru við og tóku manninn um borð. Kafbáts- foringinn kallaði til liðsforingja eins, sem var i þessum bál, og spurði hvort nú hefðu áreiðanlega allir menn yf- irgefið skipið. — „Já, alt í lagi — og kærar þakkir!“ — Þannig lauk þessu friðsamlega at- viki milli óvinanna. Björgunarbátarn- ir fjarlægðust nú ört. Skot nokkur hittu skip þeirra og sendu það á hafs- botn. Svipur kafbátsmannanna var aftur orðinn kaldur og harður eins og starf þeirra. En ávalt þegar minst var Bretans, sem liafði sofið svo vært „fram á síðustu sekúndu", leiftruðu augu þeirra og sáust smávegis bros í skeggjuðum andlitum þeirra. FRANZ LEHAR. Frh. af bls. 3. Hann er ákaflega mikils metinn heinia fyrir, sem fjölhæfur tónlista- maður, en heimsfrægur vorð hann fyrir óperetturnar. Mun hann hafa samið um 30 slíkra leiksviðs-tón- smíðaflokka og má eflaust telja hann merkastan og fágaðastan núlifandi óperettuhöfunda. Hin eiginlega frumraun hans var raunar söngleikur (ópéra), sem leik- in var fyrst í Leipzig 1896 (Ku- kuschká) og aðra óperu hefir hann samið (Rodrigo). En hvorug þeirra hefir fengið verulega áheyrn. Hann náði ekki „hylli lýðsins“ strax, fremur en margir aðrir, og fátl ljetu menn sjer finnasl uin fyrslu óperetturnar hans. En með „Die lustige Witwe“ eða „Ljettlynda ekkj- an“ náði hann sjer niðri. Þeirri óperu var tekið ákaflega vel og með hcnni varð hans heimsfrægur. Kom svo um langt skeið nýtt verk á hverju ári, sem leikhúsin báðumeg- ir. Atlantshafs keptust um að tryggja sjer, og eru höfð i miklum hávegum. Jeg hefi hjer að framan lýst aðal- einkennum þessara leiksviðsverka Lehárs í stórum dráttum, og tók „Brosandi Iand“ (Das Land des Lchelms) sem dæmi, vegria þess, að því liafa menn nú kynst lijer, og er litlu við að bæta. Það er hægt að segja, að Lehár hafi tekið við, þar scm Strauss (Joh.) endaði, og að hann hafi göfgað og fullkomnað stíl hins fræga Vínar-valsa kompónista. Þó er óperettústíll Lehárs raunar alveg sjálfstæður og tónsmíðarnar oft með þjóðlegu ívafi (í „Brosandi land“ er ívafið Austurlanda-ómar og hljómar). Af þeim óperettum Lehárs, sem mest hafa verið „í gangi“, auk „Ljett Iyndu ekkjunnar“, má nefna, Der Mann mit den drei Frauen, Der Gruf von Luxemburtj, Eva, Xigeunerliebe — og svo auðvitað Brosandi land. Theodór Árnason. UM STURLUNGAÖLD. Fr'h. af bls. 3. Qss, síðari tíma mönnum, geng- tir ofl illa að setja oss í spor löngu liðinna kynslóða, að skilja manninn og sálarlíf hans undir öðrum aðstæðum en vjer sjálfir eigum við að búa, á sama llátt og vjer, þegnar dvergrikjanna, eigum tíðuin örðugl með að skilja stjórnmálalegt hugarfar stórveldaþegnanna, þótt samtíð- armenn vorir sjeu. Viðfangsefni dr. Einars i fyrir- lestrum þessum er því eins og áður er sagt: hugarfar Sturlunga- aldar, maðurinn sjálfur og til- finningar lians. Hann hyggir skoðanir og ályktanir á nákvæm- tiin tilvitnunum til þeirra sögu- íita, er um þetta tímabil fjalla. Sturlunga er ekki greiðfært rit við fyrstu yfirferð. Hún streymir frani sem breið elfa með mörgum krókóttum hliðar- kvíslum og óteljandi brotum og strengjum, og viðvaningi veitisl stundum örðugt að þræða vöðin. í sögunni úir og grúir af auka- persónum og atburðum, og er ol't villugjarnt í þeim myrkviði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.