Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1941, Blaðsíða 3

Fálkinn - 18.07.1941, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjúri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifslofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kémur út hvern föstudag. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverff: 30 aura millim. HERBERTSprent. Til þess að sjá við þessu þarf aukið eftirlit nieð öryggi bifreiðanna, þó að vísu sje það svo, að fæstar bilanir á vegum úti verði að slysi. En til óþæginda verða þær jafnan ferða- fólkinu, sem í hlut á. Hitt atriðið, sem mestu varðar, er að hafa gát á, að ökuhraðinn sje hóflegur. Það er ekki nema eðlilegt, að menn aki hraðar en ella, þegar mikið er að gera. Þessvegna er eft- irlit með ökuhraða stórnauðsynlegur og þarf að aukast, svo að menn freistisl ekki til að brjóta fyrirmæli, sem um ökuhraðann eru sett. í þriðja lagi verður gangandi fólk að gæta meiri varúðar en áður er það fer yfir götu. Fyrir nokkrum árum var hafin af hálfu lögreglunnar starfsemi fyrir bættum umferðabrag og varð mikill árangur af. En betur má ef duga skal. íslendingar eru svo fámennir, að þeir mega ekki við því, að láta fólk brotna til bana undir bifreiðahjólunum. Amerikanskir sjóliffar kaupa íslensk blöð Skraddaraþankar. Bifreiðaslysin eru orðin alvörumál hjer á íslandi eins og víða annars- staðar. Svo að segja daglega lieyrist getið um slys og liefir slysafjöldinn samkvæmt skýrslum orðið 650 á fyrra helmingi þessa árs, eða nær fjögur á dag, en sem betur fer eru ekki nema sum þeirra svo mikilvæg, að getið sje um þau í blöðunum. Á sama tíma í fyrra voru þau helmingi færri. Afsöluin fyrir þessum aukna slysa- fjölda er vitanlega að finna i þeirri staðreynd, að umferðin er orðin svo miklu meiri en áður, bæði vegna bif- reiða bretska setuliðsins og vegna aukinnar bifreiðaeignar landsmanna sjálfra, einkum Reykvíkinga. Ein af- leiðing peningaflóðsins yfir fsland hefr orðið sú, að nú vilja menn, sem loðnast liafa um lófana eignast bifreiðar og kvað því mikið að inn- flutningi þessara farartækja, svo að til vandræða liorfði, þangað til yfir- völdin skárust í leikinn og fóru að banna/ innflutning. Að því er sagt er höfðu þá legið fyrir beiðnir um inn- flutning á bifreiðum fyrir á fimtu miljón króna! Það er vitað, að- bifreiðastöðvar böfuðstaðarins hafa meira að gera iiú en þær hafa liaft nokkru sinni áður. Ef dropi kemur úr lofti þá liverfa samstundis út í buskann þær bifreiðar, sem fyrir voru á stöðvun- um og afgreiðslumennirnir bafa ekki við að neita um bifreiðar i símanum. Þessvegna má ætla, að stöðvarnar freistist til, að taka ekki bilaðar bifreiðar úr umferð fyr en síðar en ella, enda kveður meira að umferða- slysiim vegua ýmsra bilana á bif- reiðunum nú en áður. Fjórir ameríkanskir lögreglumenn dáðst að veðrinu. Einn af fyrstu dögunum í þessum mánuði barst liingað frjett, sem vakti mikla athygli. Bandaríkjaþingmaður- inn Burton Wheeler hafði látið orð falla um það, í viðtali við blað, að Bandaríkin ætluðu að hernema fs- land en bretska setuliðið að liverfa hjeðan, og var í frjettinni nefnd dag- setning: að þetta skyldi fram fara þann 23. júlí. Fregnir um þetta hafa komist á kreik áður; jafnvel í júlí í fyrra sögðu skeyti frá því, að La- Guardia-nefndin (samvinnunefnd Bandaríkjanna og Canada um varnir Norður-Ameríku) hefði lagt til, að Bandaríkin tæki að sjer vernd ís- lands. En ummæli Burton Wheelers voru svo afdráttarlaus, að flestir tóku þau alvarlega. Aðeins þótti það kynlegt, að öldungadeildarmaður i Bandaríkjunum skyldi tilkynna það öllum heimi, að þetta ætti að gerast ákveðinn dag, þvi að vitanlega hafði slíkt hernaðarþýðingu, sem hefði get- að bakað Bandaríkjunum stórtjón. Gátan um Bandarikin varð ráðin fyr en flesta varði. Um næst síðustu h.elgi frjettist í erlendu útvarpi, að Barnarikjaher væri kominn til ís- lands og siðdegis á mánudaginn ann- en var tilkynti forsætisráðherrann blöðum og útvarpi, að Bandaríkúa- her væri kominn til íslands. Þetta sama kvöld skýrði forsætisráðherr- ann nánar frá tildrögum þessa máls og enn nánar á .fundi aukaþingsins á miðvikúdaginn annan en var, sem kvatt hafði verið til út af þessu máli. Bretski sendiherrann hjer hafði, þann 24. f. m. skýrt forsætisráðherra svo frá, að þörf væri á bretska «0111- liðinu á íslandi annarsstaðar og að æskilegt væri, að Bandaríkjamenn tæki að sjer hervarnir þær, sem Bretar hefðu áður haft, vegna þess að varnarlaust mætti ísland ekki vera sökum hinnar miklu liernaðarþýðing- ar sem landið, vegna legu sinnar, liefði í þessu stríði. Væru Bandarík- in reiðubúin til þess, að taka að sjer liervarnir íslands, en forsetinn gæti ekki farið þessa leið nema tilmæli kæmu fram um það frá islensku ríkisstjórninni. Bretski sendiherrann kvað mál þetta ekki þola neina bið. Ríkisstjórnin svaraði þessu með því að senda forseta Bandaríkjanna svar þess efnis, að hún fallist á að æskja verndar Bandarikjanna, en lekur fram ýms mikilvæg skilyrði, í 8 liðum, fyrir því að stíga þetta skref. Skilyrði þessi hafa verið birt orðrjett í dagblöðunum, í síðustu viku og verða því ekki rakin hjer. Svar Bandaríkjaforseta við erindi íslensku stjórnarinnar var á þá leið, að Bandaríkin gangi að liinum settu skilmálum breytiugalítið. Brjef Roose- velts forseta er sjerstakelga vinsam- legt og það tekið fram að: „Þær ráðstafanir, sem þannig eru gerðar af stjórn Bandaríkjanna (þ. e. liernámið), eru gerðar með fullri viðurkenningu á fullveldi og sjálf- stæði íslands og með þeim fulla skilningi, að ameríkanskt herlið eða sjóher, sem sent er til íslands, skuli ekki á nokkurn liinn minsta hátt hlut- ast til um innanlandsmálefni íslensku þjóðarinnar." Ennfremur er það tek- ið fram að undir eins og stríðinu lýkur skuli allur herafli og sjólier látinn hverfa i burt af íslandi. Bandaríkin munu aldrei liafa viður- kent formlega sjálfstæði íslands fyr en með þessari orðsendingu Banda- rikjaforseta. Er það svo mikilsvert, að hafa fengið þessa viðurkenningu þó ekki sje fyr en nú, að sá við- burður einu má teljast til stórvið- burða í sögu íslands. Samkomulag ríkisstjórnarinnar var samþykt á þingfundi, aðfaranólt fimtudags 10. júlí, með 39 atkvæðum gegn atkvæðum hinna þriggja konmiún ista á þingi, en 6 þingmenn voru fjarverandi (og einn hefir lagt niður þingmensku fyrir skönimu, svo að þingmenn eru ekki nema 48 nú). Átta þingmenn úr sjálfstæðisflokkn- um liöfðu fyrirvara á atkvæði sinu. Landganga hins amerikanska liðs (sem einkum er sjólið) hefir gengið Frh. á bls. Í4. Landganga úr bátum í bilinn í fjörunni — --------og upp á bryggjuna. HERVERND BANDARÍKJANNA.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.