Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1941, Blaðsíða 5

Fálkinn - 18.07.1941, Blaðsíða 5
F Á L K I N N a arnir geysuðu, sprengjunum rigndi riiður, rústirnar hrundu saman en sj’ólfboðaliðarnir börðust sleitulaust við ofureflið. Og loksins! Dagsbrúnin skar sig gpgnum eldbjarmann. Skordýr næt- lirinnar flugu heim í skjól hreiðra sinna, skildu eftir dauða og særða, könur og krakka, hóa og lóga, unga og aldraða — skildu eftir rústir k'irkná og einkaheimila, verslana og níatsötuhúsa, sjúkrahúsa og elliheim- ila. — Sprengjuregnið hætti, merki var gefið. En bólin brunnu ófram. Blessuð dagsbirtan sigraðist brátt á hinum válegu hlossum eldanna. Gif- urlegir reykjarmekkir liðuðust upp frá etdstöðvunum víðsvegar um borg- ina. Þeim fór þó smáfækkandi og þegar slökkviliðið hafði sigrast á eld- varginum á einum stað þustu slökkvi- liðsmennirnir með tæki sin til þess að lijálpa fjelögum sínum, sem enn áttu í orustu við eldinn annarsstaðar. Óhreinir, gegndrepa og dauðþreytt- ir en þó brosandi þrátt fyrir skelf- ingar átburðanna um nóttina og meðvitundina um hættuna sem ávalt elti þá, börðust þeir án hvíldar eða Vprulegrar hressingar alla nóttina. Sjálfboðaliðar kvenna, bæoi lv.F.U.K. og aðrar, stóðu sig ekki síður en karl- mennirnir. Þær stúlkurnar voru á- valt á ferli með góðgerðarbifreiðar sínar og.gáfu slökkviliðsmönnum og öðrum er börðust við eldana lieitt te og brauð til hressingar. Þær voru brosandi við starfið eins og engin hætta væri á ferðum. Það er dásam- legt og Jærdómsrít að sjá framkomu þessa fólks á stund hættunnar. Allstaðar var nú fólk ó ferli. Versl- unarmenn fóru að tina saman skemd- an varning. Bóksalar í Charing Cross röðuðu aftur i hillurnar reyfurum og fræðiritum, sem ekki höfðu brunnið eða eyðilagst af vatni, reyk eða ó- hreinindum. Heimilislaust fólk stóð rólegt í röðum með smópinkla í liend- inni —- aleiguna — og biðu eftir að- stoð. Aðrir stóðu með örvæntingar- Svip við rústir þess, sem var höll þeirra í gær, — eina heimilið — og biðu þess að hjálparsveitir næðu út ættingum og vinum, sem inni voru grafnir, tifs eða tiðnir. Allstaðar blasti við hrylling eyðilegingarinnar. Var þetta lieimsendir? Var þetta liá- mark siðmenningarinnar? Við reikuðum lengi niður á Water- loo Bridge. Okkur var litið upp óna að þinghúsinu, Big Ben sló ótta þung traust högg og i gegnum þau fanst mjer óriia svarið við þeirri hræðilegu hugsun, sem barðist í Imga mjer! — „There will always be an England." Jeg kvaddi Hilmar og fórum við báðir heim að leggja okkur í nokkra tíma. Þegar jeg kom aftur á kreik um 12 var ölt umferð komin á sinn vana gang. Jeg fór niður í Gity i verslunarerindum, bjóst varla við að skrifstofan yrði opin þennan dag, viti menn, það voru allir mættir eins og ekki neitt liefði í skorist, og varla var minst á ógnir næturinnar, það var aðeins einn sem sagði við mig „it was rather a noicy night“, þeir eru sem sagt allir eins og klettar i liafi, þessi árós hafði ekki meiri á- hrif á þeirra „moral“ en þó vatni sje skvett á gæs. Tveimur dögum síðar sá jeg nitján líkkistum ekið framhjá Finsbury Square, slökkvitiðsmenn gengu í heið- ursfylkingu fyrir föllnum fjelöguln sínum. Mjer fanst við þessa sjón eiiis og kyrðin strengdi heit þeirra er gófu tíf sitt fyrir lýðræðið. Jeg er sann- færður um, af því sem jeg hefi sjeð, og er jeg búinn að vera í Englandi meira og minna síðan stríðið braust út, að Bretar geta ekki tapað, þeir verða altaf fastari og sterkari við hverja plógu er á þeim dynur. Fálkinn hefir spurt Zoega nokkurra spurninga viðvíkjamli daglegu lífi fólks í London og þeim breytingum, sem á því liafa orðið síðan fyrir sfríð. Og fyrsla spurningin er vitanlega sú, hvort fólk fái nóg að borða. — Já, það er engin þiirð ó mat i Englandi, en vitanlega er alt gert til þess, að afstýra óþarfa eyðstu. Hinir margrjettuðu miðdegisverðir gistilnis- anna sjóst t. d. ekki nú, en það sakn- ar þeirra enginn. Öllum finst for- svaranlegt að fá einn fiskrjett og einn ketrjett í sömu móltíðinni ásamt ábæti eða súpu. Margt er skamtað, sem til matar þarf, en skamturinn er það ríflegur, að enginn þarf að sakna neins. Sama er að segja t. d. um fatn- að. Það hafa verið settar liömlur við því, að fólk sem liefir peninga geti keypt sjer óþarfa fatnað. — Hvernig er ípeð skemtana- og útilíf. — Það hefir lireyst mjög mikið. Nú legja altir stund á að komast sem fyrst heim, er þeir hafa lokið vinnu. Það hefir reýnst þýðingarlaust að hafa t. d. leikliús og kvikmyndahús opin eftir kl. 8 á kvöldin, en í staðin byrja þessi hús nú sýningar kl. 2 síðd. Veitingaliúsin standa líka tóm á kvöldin, það er i „lunch-tímanum“, sem þau hafa nóg að gera, en eftir- miðdags- og kvöldsetur á veitinga- húsum tíðkast nú ekki. Fólk fer sem sagt beint heim, enda hafa flestir meiri störfum að gegna lieima við en áður, eða stunda ýms sjálfboðaliðs- störf utan vinnutíma síns. — Verður maður ekki mikið var við skemdarverkin af loftárásunum? — Auðvitað verður maður það. Þau eru mörg í rústum liúsin í Lond- on. Eri það er alveg ótrúlegt, hve fljótt er verið að gera við þær skemd- ir, sem teppa mundu iunferð og valda almennum vandræðum. Við sjáum t. d. sprengju falla niður á miðja götu í kvöld. Eftir hana er stór gígur og umferðin stöðvast. En að morgni er oftast riær búið að fylla gíginn og meira að segja mal- bika hann eða steinleggja, svo að þarna er eins og aldrei liefði komið sprengja. — Þá er það eitt, sem vek- ur athygli og það eru toftvarnar- byrgin á neðanjarðarbrautunum. Þar liafa þúsundir manna heimkynni sín, raðir af kojum, þrjár liver upp af annari og hver með sínu númeri standa þar ó stjettunum og ])ar gist- ir fólkið. Þar er sjeð fyrir hreinlæt- isaðbúð og þar er hjúkrunar- og eft- irlitsfólk og þar getur maður fengið ti> og brauð. Þetta eru öruggustu stað- ÞÝSKUR NÝLENDUSKÓLI. í Þýskalandi hefir i nokkur ór stíCað öflug stofnun, sem vinnur að þvi að kenna 'ungum Þjóðverjum svonefnda „nýlendufræði“. Þeir eiga að kynnast lífi og nóttúru hinna lieitu landa, til þess að verða við því bún- ir að taka að sjer verkstjórn þar suð- ur í sólinni, er Þjóðverjar liafa tekið nýlendur Frakka og Breta! .4 skóla stofnunarinnar er m. a. vermiskáli með suðrænum gróðri, og þar er myndin tekin. Hún er af tveimur bananatrjám. Safni maður af handahófi 1000 mis- munandi blómjurtum og greini þær i flokka eftir lit þá verður útkoman sú, að 280 reynast hvítar, 22G gular, 220 rauðar, 141 blá, 73 fjólubláar, 30 grænar, 12 rauðgular, 4 brúnar og 2 nærri því svartar. Þrátt fyrir vaxandi áliuga fyrir rannsóknum dýra og jurtagróðurs í hinum niiklu djúpum úthafanna, verð- ui þess eflaust langt að bíða, að komið verði upp „akvaríum“ fyrir úthafsfiska. Þessir fiskar lifa nefni- lega á svo miklu dýpi og undir svo miklum þrýstingi, að það liefir ekki tekist að smíða vatnsker, sem þoli liann. En án þrýstingsins geta fisk- arnir ekki lifað. Þeir tútna út og springa þegar þeir koma í vatn með litlum þrýstingi. KAUPIÐ »FÁLKANN« Myn'din er tekin eftir loftárás, á efstu hæð barnaspítala i London. Hjúkr- unarkonnrnar eiga mikið starf fyrir liöndum, að taka til eftir heimsóknina irnir í stórborginni núna. En þrátt fyrir þessa gesti gengur umferðin sinn vanagang, eins og áður. — Að endingu langar mig, segir Zoiiga, — að minnast nokkrum orð- um á íslenska sendiráðið í London. Jeg hefi þurft mikið á því að halda og mjer hefir aldrei brugðist aðstoð ])ess lieldur þvert á móti. Það er ekki liægt að liugsa sjer ákjósanlegri mann í þá stöðu en Pjetur Benediktsson sendifulltrúa, og þetta er ekki minn dómur lieldur og enskra manna mik- ilsmetinna, sem jeg liefi ótt tal við. Það er eins og hann geti greitt allar flækjur, enda er maðurinn lipur og fylginn sjer í senn og telur ekki eftir sjer að vera hjálplegur. En það veit jeg, að lianri og starfsfólk lians á ekki náðuga daga. Jeg hefi komist að því af eigin reynd, að þar er stund- um cnginn 8 stunda vinnudagur heldur stundum tvöfalt lengri. Við ís- lendingar höfum ástæðu til að vera þakklátir fyrir að hafa eignast svo góða sendisveit á þeim stað í heimin- um, sem mestur varðar nú. j FUGLAVEIDAIÍ MEÐ HUNDI. eru litt tíðkaðar lijer á landi, en er- lendis þykir sá ekki veiðimaður, sem ekki ó vel vaninn hund til þess að sækja veiði húsbónda síns. Hjer er veðihundur með önd i kjaftinum. VATNAVAXTAVERÐIR. Þar sem vorleysingar koma skjót- lega verða oft stórtjón af árflóðum og oft mannskaðar. Víða eru liafðir sjerstakir verðir ofarlega við ár til þess að fylgjast með órvextinum og aðvara aðliggjandi sveitir ef hætta þykir yfirvofandi. Svo er t. d. i Sviss, en þaðan er þessi mynd, af tveimur vatnavaxtavörðum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.