Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1941, Blaðsíða 4

Fálkinn - 18.07.1941, Blaðsíða 4
4 F Á L K 1 N N NÆTURÁRÁS Á LONDON Um miðjan apríl gerðu Þjóðverjar eina af sínum stór- árásum á London, eyðilögðu hús og kveiktu afarvíða í borginni. Það er lýsing íslendings sem nákunnugur er í London, Hslga Zoéga kaupmanns, sem fer hjer á eftir. Eins og sjá má af hinni einkar fróðlegu grein hans var hann sjálfur sjónarvcttur að því, sem hann lýsir. — En aftan við greinina er hnýtt ofur stuttu viðtali við Helga um daglegt líf í Englandi. Hann dvaldi í London er styrjöldin hófst og hefir síðan dvalið þar öllu meira en hjer á landi, m. a nær allan síðastliðinn vetur. Nóttin niilli 10. og 17. apríl 1 vor mun ætíð verða mjer minnisstæð og ætla jeg að reyna að gefa dálitla lýsingu á þessari nótt, þó jeg viti að mjer er það ofurefli. Enginn orð geta, að mínum dómi, lýst þvi til fullnustu, sem fram fór þá. Hinn l(i. apríl um morguninn liafði jeg tal af skrifstofu íslenska sendiherrans i London og talaði þar við Hilmar Foss sendiráðsritara. Eftir að jeg hafði lokið erindi mínu þarna bauð jeg hoiluin að horða með mjer um kvöldið. Mæltum við okkur mót og hittmnst á tilteknum tíma á gistihúsi því, sem jeg dvaldi á. Eftir að við liöfðum snætt kvöld- verð, rabbað „um daginn og veginn“ eins og útvarpið kallar það og dáðst að því hve góðan mat er hægt að fá fyrir sanngjarnt verð í London á þessum tínnim, gengum við út okk- ur til hressingar, því veður var gott og stjörnubjart, — annars var varla hægt að fara út á kvöldin þvi all- staðar var svartamyrkur nema rjett þegar blessað tunglið skín. Stórborg- in var sveipuð sviirtu húmi og vart ljósglætu að sjá af mannavöldum þegar hið skerandi og vælandi við- vörunarmerki loftvarnanna rauf kyrðina og tilkynti okkur að óvina- flugvjelar væru að nálgast, og kvaddi jafnframt á vettvang loftvarnarlið, lögreglusveitir og slökkvilið. Brátt þrumuðu loftvarnarbyssurnar sinu alkunna hvella, ögrunarmáli Lund- únaborgar gegn þýsku flugmönnun- uni, sem sveiniuðu í hópum í öruggri heljarhæð og fóru að varpa eggj- uni “ sínum yfir óbreytta borgara, konur og börn. Þegar slík rimma liefst er maður hvergi öruggur nema lielst i loftvarnarbyrgjunum. — Við liöfðum gengið góða stund og litum inn í klúbb í nágrenni við Piccadilly og sátum þar yfir ölglasi. Við heyrð- um sífeldan liávaða, bæði i sprengj- um flugvjelanna og loftvarnarbyss- iiiiuni og vorum að tala um, að þetta yrði „hávaðasamt" kvöld. Alt í einu varð ægileg sprenging rjett við liúsið, sennilega frá „landminu“. Alt ljek á reiðiskjálfi og glugginn, sem við sát- um við, rauk upp og mölhrotnaði af loftþrýstingnuni. Eigandi klúbbsins kom glugganum í rjettar skorður og fór að byrgja hann, svo að ekki skini ljós út, en tautaði fyrir niunni sjer um le-ið og við gengum út, að liann ætlaði ekki 'að láta sekta sig fyrir brot á reglunum um glugga- myrkvun! Sprengjan hafði fallið í niiðja göt- una í Piccadilly, inilli rústa verslun- arhúss eins og St. Jameskirkjunnar, sem urðu fyrir skemdununi nokkr- um vikum áður, rjett við gistihús með sama nafni. Og meðan við óð- um þykt lag af glerbrotum lil þess að nálgast sprengjustaðinn og horfð- uni á klæðnað og annan varning, sem hafði fallið úr sýningagluggum Simpsons og annarar tiskuverslunar, magnaðist eldurinn úr gaspipum niðri i gígnum sem myndast hafði yfir þvera götuna eftir sprengjiina. Lög- regluþjónn stóð á gígbarniinum og varpaði stórum steinum, sem losiiað höfðu og þyrlast upp við sprenging- una, á eldinn. Brátt kom slökkviliðs- bifreið á vettvang og hinir dásam- lega kjarkmiklu sjálfboðaliðar rjeðust á eldinn af alefli með allskonar tækj- um og útbúnaði. Og innan skamms var eldurinn slöktur. -----Þetta var alt ógurleg sjón, en það er eins og maður venjist öllu, og jeg var búinn að dvelja í London á fimta mánuð. Við gengum áfram. Dumbrauðum bjarina sló á svartan næturhimininn. Nú brunnu stórir eld- ar í norðri og suðri. Við lijeldum áfram niður Lower Regent Street að Pall Mall og frá Duke of York Steps litum við eldhafið í suðri. Turnspírur og þakris á kirkjum og stjórnarbyggingum bar við roðann eins og skugagmyndir. Við genguni út að Trafalgar Squarc og litum Nel- sonsstyttuna tignarlegu á hinni him- ingnæfandi og háreistu súlu. Eldur- inn magnast — skærum roðanum sló á borgina frá eldunum fyrir norðan og eldbjarminn teygðist yfir alt. Það var verið að gera geigvænlega árás; lögregluvagnar, slökkviliðsbílar, björg unarsveitir til að grafa fólk upp úr rústuni fallinna hús, og sjúkrabifreið- ar þustu með ótrúlegum hraða. Heima- varnarliðsmenn — Home Guard — og hermenn stóðu vörð við bygging- ar og gatnamót, ef ske kynni að inn- rás kæmi í kjölfar sprengjuárásar- innar, eins og nokkurskonar kaup- bætir. Dásamlega stök regla ríkri allstaðar, hvergi var óróleik að sjá, hver sjálfboðaliði gekk rakleitl og röggsamlega að sínu verki. Big Ben sló tíu högg og enn var loftárásin að magnast um allan helming þegar við komum út á Waterloo Bridge. Skuggi þinghússins stóð sem klettur úr liafinu — táknmyiid liins frjálsa luigsuiiarliáttar og þreks þeirrar þjóð- ar, sem byggir aðalvígi lýðræðisins i heiminum. Meðan við stóðum á brúnni varð alt í einu ógurleg sprenging og eldbloss- ar gusu upp í Lamberth svo að dauf- an bjarma lagði um þinglnisið. Big Ben sló sin dinnnu, þungu ellelu hiigg, íiýir eldar kviknuðu en aðrir niögn- uðust og enn aðrir ljetu undan síga og buguðust fyrir hreystilegri fram- göngú slökkviliðsmannanna. Þegar leið að miðnætli mátti sjá sjö gifur- leg eldhöf hringin í kringum Water- loo Bridge, auk fjölda smærri elda á víð og dreif um borgiiia. Ástandið var alvarlegt, borgin var í Tiættu. Ogurlegur gnýr stórsprengjanna niinti mann á, að eldurinn væri ekki cin- asta raunin, sem Lundúiiabúar ætti við að stríða þessa sorglegu en þó stórfenglegu nótt í sögu borgarinnar. Bæði hermenn, slökkviliðsmenn og allir aðrir börðust við þessar skelf- ingar og stóðu sig eins og lietjur — framkoma þeirra verður ódauðleg i sögunni. Nú bar reykhafið eins og ský fyrir ofbirtu loganna og myrkvaði djöful- roða óvinaeldanna. Eftir að Big Ben liafði heilsað miðnætti og árásin enn stóð með fullum krafti hjeldum við ITelgi II. Zoega kanpmaðnr. heim i gistihús mitt. Við sátum yfir tebolla um liríð en þá varð ægileg sprenging rjett við gistihúsið. Alt ljelc á reiðiskjálfi, allar rúður á vest- urgafli byggingarinnar brotnuðu i mjel og loftþrýstinginn lagði eins og fcljibyl inn um sali og göng, glerbrot, rusl og reykur þyrlaðist upp, svo að vart mátti sjá handa skil. í einum ganginum liittum við konu eiiia, sem átti barn sitt uppi á 7. hæð gistilniss- ins. Við Hilmar fórum upp sinn hvorn stigan og náðum í ungan dreng, sem svaf vært þrátt fyrir all- an gauragangiún. Vábyljum nætur- innar hafoi ekki tekist að raska svefni lians. Jeg fór niður í loftvarnarbyrgi gistihússins og settist þar á stól. Þess varð skanit að bíða að önnur voðaleg sprenging kom niður rjett hjá gistihúsinu. Alt ljek á reiðiskjálfi og hurðir þutu upp. Þarna sem jeg sat á stólnum fanst mjer jiví líkast sem stóllin tækist á loft. Það var mjög svipuð tilfinning og að standa á barmi Stóra Geysis rjelt áður en liann byrjar a'o gjósa — alt nöti'aði uiidfi' fótum manns þó maður væri staddur í kjallara tveimur hæðum undir jörðinni. Og önnur tilfinning er ]ió enn óþægilegri: manni finst þakið vera að lirynja ofan á mann. Oft hjelt jeg þessa nótt, að hún niundi verða mín síðasta. Árásin lijelst í algleymingi þar til klukkan 5 um morguninn. Á ínilli sprenginganna og braksins í eldinum og rústum nálægra húsa mátti heyra þungar clrunur flugvjel- anna. Klukkan fjögur gengum við út enn á ný. Engin sprengja liafði hitt gistihúsið sem jeg dvaldi á en aðeins 5 ikveikjutundur, st'in tókst að slökkva ummerkin eftir jafnóðum, því að gistihúsið liefir sína eigin sveit æfðra slökkviliðsmanna. Eld- Þetta er gfirmaöur eldvarnanna i Lonclon, commander .4. Firebrace, sem cláður er fyrir stjórn sína cí slökkviliðinu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.