Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1941, Page 14

Fálkinn - 18.07.1941, Page 14
14 F Á L K I N N SIGURINN í AGORDAT. í styrjöldinni í Eritreu var ein af aðalorustunum háð um bæ- inn Agordat. Þar börðust breskar og indverskar hersveitir við ítali og höfðu betur. Tóku þeir þar mörg liundruð fanga og mikið af ítölskum bergögnum, þar á meðal ljettu skriðdrekana, sem sýndir eru lijer að ofan. BBJÖRGUNARBÁTAIt ENSKRA FLUGMANNA. Þetta er einn af bátum þeim, sem Bretar hafa jafnan á ferli þar, sem belst má búast við, að enskir flugmenn bafi orðið fyrir skakkafalli og orðið að nauðlenda. Ganga þeir 35 sjómíl- ur á klukkustund. Það eru ekki aðeins enskir flugmenn, sem eiga þessum bátum líf sitt að launa, heldur einnig fjöldinn all- ur af þýskum flugmönnum, sem bátarnir hafa bitt fyrir úti á reginliafi og bjargað. „Jeg var langelsisfjelagi Stalins.* „Fæstum er kunnugt um þann bverfleika beimsgæðanna, sem Stalin átti við að búa áður en bann reis til valda eftir fráfall Lenins,“ segir Símon nokkur Veretschak í grein í „Neue Zúricher Zeitung". Veretscliak hitti Stalin fyrst í einu af fangelsum zarsins árið 1908 og oft síðan, fram lil 1917. Stalin var fyrst varpað í fangelsi árið 1908. Þá var hann settur í Bail- ov-fangelsið í Baku, þar sem stjórn- málafangar og glæpamenn voru látn- ir dvelja saman, stundum svo árum skifti. Ein forrjettindi liöfðu stjórnmála- fangarnir. þeim var leyt að liafa sam- eiginlegt „fjármálasamband" og kusu framkvæmdastjórn þess sjálfir. Þessi nefnd mátti annnst sameiginleg inn- kaup matvæla, er föngunum voru send í fangelsið. Lika máttu þeir lialda liljómleika og fundi. Stalin var ávalt fremstur í flokki þessara liáværu marxista, sem eink- um höfðu orðið á málfundunum. Hann var meðalmaður á hæð, grann ur og andlitið ávalt alsett grafbólu- nöbbum. Hann breyfði sig aldrei nema hljóðlega, eins og köttiuv Ilinir stjórnmálafangarnir forðuð- ust alt samneyti við glæpafangana, en það gerði Stalin ekki. Hann forð- aðist persónulegt þref þegar hann gat, en bvatti menn jafnan til að taka afstöðu til þeirra stjórnmáli- raka, sem hánn liafði frarn að færa. En rök hans voru óþjál og grimm, og flestir af fjelögum hans höfðu frekar andúð á honum. Hann varð hærra settur en fjelagar hans, vegna kænsku sinnar, og það er vitað, að innan kákasisku fjelags- nefndarinnar var hann skilgreindur sem „lautinant Lenins". Það er stað- reynd, að þegar hann var rekinn úr skólanum i Tiflis fyrir kommúnista- áróður, þá setti hann það ekkert fyrir sig, að ljósta upp við skóla- stjórnina nöfnum þeirra félaga sinna, sem voru honum samsekir um ávirð- inguna. Samskonar aavik gerðist í fang- elsinu og undir eins frá byrjun var Stalin fullur af tortryggni, óáreiðan- legur, samviskulaus í tiltektum sín- um og takmarkalaus í liatri sínu — en hann hafði jafnan lag á því, að hafa sig í skugganum. Einn dag kom það fyrir að nærri lá að einn af Georgíuföngunum væri laminn til bana, af því að sá orð- rómur liafði spunnist, að liann væri svikari við fjelaga sína. Varðmenn- irnir báru hann á burt, lagandi í blóði. Þegar fangaverðirnir fóru að rannsaka þetta barsmiðamál kom það á daginn, að Stalin hafði átt upptök- in að þessum orðrómi, eftir orða- sennu, sem honum hafði lent í við manngarminn. Það vakti athygli annara fanga, hvernig úrræði Stalin gat fundið, til þess að forðast refsingar. Samt ljek enginn vafi á því, að hann hafði per- sónulegt luigrekki. Páskadaginn 1909 liafði öllum föng- unum verið skipað að ganga í röð milli tveggja raða af hermönnum, sem höfðu stafi og keyri að vopni. Þeir börðu fangana miskunnarlaust. Stal- in gekk á milli raðanna, án þess svo mikið sem að kinka kolli. Um kvöldið, þegar aftaka ein átti að fara fram og allir fangarnir biðu hinnar hryggilegu stundar með hroll i hjarta, sat Stalin alveg ósnortinn í klefahorni sínu og var að læra esperanto. Hann var sannfærður um það þá, eins og hann er enn, að þetta mál yrði framtíðartunga í hinu komandi veraldarþjóðfjelagi alþjóða. Árið 1912 liitti Veretschak Stalin i Narym, Norður-Rússlandi. Það hafði verið gefin út skipun um, að senda Stalin í útlegð norður að íshafi. Tvisvar sinnum á leiðinni gafst hon- um tækifæri til að flýja, en þriðja tilraunin mistókst. Hann var tekinn höndum og settur í flokk manna, sem unnu þrælavinnu í Narym. En innan fárra mánaða tókst honum að flýja á ný og nú komst hann alla leið til Capri. En hann fór aftur til Rússlánds og var þá handtekinn á, ný og settur i fongelsi. Þaðan losnaði hann ekki fyr en 1017, er keisarastjórnin leið und- ir lok. Veretscliak var viðstaddur fyrsta sovjet-þingið í Leningrad og sá þá Stalin sitjandi aftarlega i húsinu, þar sem lítið bar á honum, og jafnvel þar var því líkast, að hann kynni illa við sig á mannamótum. Samt mátti lesa fullvissuna um, að liann ætti eftir að hækka í tigninni, út úr and- litinu á honúm. Hann sagði við Veretschak: „Gaktu í lið með okkur, Símon, áður en það er orðið of seint. Annars verðurðu að láta þjer lynda að verða „batman“ minn.“ Sex mán- uðum síðar bófst október-byltingin mikla, sem lyfti Stalin upp til valda. Útbreiðið „Fáikann“ Egils ávaxfcadrykkir HERVERND BANDARÍKJANNA Frh. af hls. 3. fljótt fyrir sig. Hafa þeir ýmist stigið á land við bryggjurnar eða rent upp- skipunarbátum sínum upp í fjöru lijer í nágrenninu og stigið af bátun- um upp í bifreiðarnar. Upplýsingar og hve margt sje komið af herliði að vestan eru ekki fyrir liendi, en gera má ráð fyrir, að það sje ekki nema lítið brot af því, sem koma skal. Enn sem komið er ber meira á Bretunum á strætum höfuðstaðarins en hinum nýju hernámsmönnum. Bretska herliðið verður flutt burt smátt og smátt og má ætla, að brott- flutningurinn taki langan tíma. „FYRSTA SKOTIÐ HITTIR MARKIÐ.“ Þettá er ein af fallbyssum þeim, sem Bretar bafa meðfram allri strönd sinni til varnar, ef Þjóðverjar gerðu tilraun til að lenda her á Bretlandseyjum. Starfsmennirnir við byssur þeirra eru æfðir sí og æ við það að skjóta af byssunum, svo að þeim á ekki að geta skeikað, ef árás bæri að höndum. Hjer er verið að skjóta af einni af þessum byssum. Hlaupvídd þeirra er 9.2 ensk- ir þumlungar. * Allt með íslenskuin skipum! f Fálklim inn á hverfc lieimili.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.