Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1941, Blaðsíða 15

Fálkinn - 18.07.1941, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 GORT- LÁVARÐUR TIL GÍBRALTAR. Gort lávaröur var í sumar falið þaS starf, að stjórna setuliðinu í Gibraltar, sem að jafnaði er nefnt ramgerasta vigi heimsins. Jafnframt er hann landstjóri í liinu litla „bygðarlagi“ kringum vígið. Hjer á myndinni, sem er tekin áður en hann steig upp í flugvjelina er flutti hann til hinna nýju bækistöðva, sjest hann vera að kveðja kunningja sinn og starfsbróður Robert Hein- ing generallautinant. Strætlsvagnar R.vikur h.f. bauð blaðamönnum i ,,kynnisför“ og borðhald fyrra fimtudag. Hafa nokkr- ar deilur verið um fjelagið i blöðun- um undanfarið út af því, að það hafði sótt um teyfi til þess til Bæj- arráðs að hækka fargjöld með vögn- unum uin 5 aura á farseðil og er það í rauninhi litil hækkun á vorum á- standsdögum þegar eldspítustokkur- inn kostar 15 aura og kartöflupundið 90 aura. Samt treystist bæjarráð og bæjarstjórn ekki til þess að vera meðmælt hækkuninni og vísaði Heró- des til Pílatusar, þ. e. bæjarstjórn vísaði málinu til umsjónarnefndar bifreiðaferða. Það heyrðist í umræð- unum í bæjarstjórn, að Strætisvagna- fjelagið hjéldi ekki vögnum sínum í því standi, sem æskilegt væri og eitt- livað fleira var fjelaginu fundið til foráttu. í kynnisför sinni skoðuðu blaða- menn fyrst hús fjelagsins, skrifstof- ur og verkstæði en síðan var ekið um bæinn í einum strætisvagninum. Að lokinni þeirri ferð var matur framreiddur á Hotet Borg og yfir borðum skýrðu þeir Ásgeir Ásgeirs- son frá Fróðá, sem er formaður fje- lagsstjórnarinnar, og Egill Vilhjálms- son framkvæmdastjóri fjelagsins frá sögu þess og rekstri. Er fjelagið bráð- Um tíu ára og hefir jafnt og þjett færl út starfsvið sitt, þó stundum liafi á móti blásið. Fjelagið hefir fjÖrutíu starfsmenn, af þeim eru 24 bilstjórar á vögnum fjelágsins en hinir vinna á verkstæði þess og skrif- stofum. Seytján almenningsvagna hef- ir fjelagið og af þeim eru jafnan 10 í föstum áætlunarferðum frá snemma á morgna til miðnættis, en sjö eru hafðir til vara og til sjerstakra ferða þegar annir eru sem mestar. Þess má geta til fróðleiks, að á síðasta ári óku vagnar fjelagsins samanlagt 1.150.000 kílmetra eða sem svarar þrjátiu sinnum kringum jörð- ina við miðjarðarbaug. Það sem helst amar að fjelaginu nú er, live erfitt er að fá nýja vagna til viðbótar og endurnýjunar, svo og það, að afar torvelt er að fá til lands- ins ýmsa liluti til viðhalds og endur- nýjunar því, sem úr sjer gengur. Hvaðau koma drykkirnir? Ef Ameríka liefði ekki fundist þá hefðum við aldrei smakkað bolla af súkkulaði eða glas af ananasvatni, segir svissrieska blaðið Baseler Nachricthen. En Ameríkumenn geta liinsvegar þakkað gamla heiminum fyrir sítróndrykki, appelsínusafa, engiferöl og bjór. Babylóníumenn og nágrannar þeirra hafa látið eftir sig leirflögur og leir- muni með frásögnum af því, að þar hafi verið búið til öl. Hafa forn- fræðingar fundið leirflögur um þetta mál, frá árunum 2800 f. Kr. Vín og víndrykkja er enn eldra og er minst á það í Gamla Testamentinu. Heimild vantar fyrir því, hvenær Kínverjar byrjuðu að drekka te. En um 2700 f. Kr. gaf liinn vísi keisari Chen-Mung út ávarp þess efnis, að þjóðinni væri holt að drekka „ofur- litinn bolla af te“, og benti á, að þetta væri „hollara en vín vegna þess að það væri óáfengt og leiddi mann- inn ekki út í, að segja fávíslega hluti, sem hann iðraðist eftir þegar liann fengi vitið aftur, — og betra en vatn, vegna þess að þáð hefði ekki neina smitunarhættu i för með sjer.“ Japanar byrjuðu ekki að drekka te fyr en um 3600 árum síðar og það var ekki fyr en á 16. öld, sem te- drykkja fór að ryðja sjer til rúms í Evrópu. í París var byrjað að drekka te árið 1635 og í London 1650. Tíu árum síðar þótti teið enn höfðingja- drykkur eingöngu og var aðeins selt á fínustu kaffihúsunum i London. En í dag er það þjóðdrykkur Englend- inga. Heimurinn á Abessiníumönnum kaffið að þakka, en Abessiniumenn þóttust miklir al' „baunaseyði" sínu í margar'aldir áður en nokkur önnur þjóð fór að nota það. Það var ekki fyr en á 12. ökl sem Arabar fóru að drekka kaffi og eftir það liðu þrjár aldir þangað til kaffidrykkja þektist í London og París. Sítrónvatn með ís var daglegur drykkur keisarahirðarinnar í Kina fyrir löngu. Kínverjar voru svo sann- færðir um að þessi drykkur hefði lækninganáttúru (hver veit nema þeir hafi vitað um fjörefnainnihald ýmsra ávaxtasafa), að einn af ráðherrum lceisarans hafði ekkert annað að * 0 í o * BIFREIÐAEIGENDUR. Athygli skal hjer meö vakin á, að iðgjöld fyrir ábyrgð- artrygingu bifreiðar yðar fyrir tímabilið 1. júlí 1941 til 1. júlí 1942 fjellu í gjalddaga 1. þ. m , og eruð þjer á- mintir um að greiða þau á skrifstofu okkar nú þegar, eða til næstu umboðsmanna okkar. Reykjavík, 15. júlí 1941. * o í o f o í o * 0 í o o ♦ o * Sjóvátryggingarfélag íslands h f. f ♦ O o o -■uciiM' o o ■*>»>' o -'iffl*.' o -*»(•' -'111111.' -'sa.K o -m’i'- o -"’ín- o -wm..' o o -#8*- o Trolle & Rothe h. f. Gúmmístimplar Eiginhandarstimplar, stimplar af firma- merkjum og til aliskonar skrifstofunotk- unar búnir til með stuttum fyrirvara. ^éfcuf&prenhmfejan ft£ starfa, en að sjá um áð aldrei yrði skortur á sítrónum. Kalt súkkulaði var drykkur, sem Montezuma, liinn síðasti keisari Azteka, ljet færa sjer fimtíu sinnum á dag! Sagnfræðingar lýsa þessu svo: „Keisarinn drakk aldrei annan drykk en súkkulaði, blandað með vanilíu og öðru kryddi. Það var blandað þannig að það varð þykt eins og rjómi, og leystist sundur i munninum eins og hunang. Þessi keisaradrykkur var borinn á borð i gullbollum og hrært í honum með skeiðum úr gulli eða perluskel." „LIFI FRELSIÐ!“ Fhr. af bls. 2. McLaglen). Enginn veit livaðan hlað- ið kemur fyr en síðar meir, og gerast þá ægileg slagsmál milli Steve og Mulligans og heitir Mulligan því, að hann skuli snúast gegn Knox, ef hann liali miður. Það verður og Muligan heldur orð sín. Sagan, scm er eftir Ben Hecht, skal ekki rakin lengra. En af þeim leik- aranöfnum, sem nefnd hafa verið hjer að framan, verður öllum ljóst, að sjaldgæft er að sjá jafnmarga úr- valsleikara í sömu myndinni, og eru þó ýmsir ónefndir, svo sem Charles Butterworth, sem leikur píanóleikara, er gengur í lið með Steve Logan og hjálpar honum í baráttu hans. Leik- stjórinn er Jack Conway. Það er þó Nelson Eddy, sem gnæf- ir yfir alla hina leikendurna í þess- ari mynd, sem liinn ungi lögfræð- ingur frá Harvard. Og fólk fær að lieyra hina dásamlegu rödd hans í 7 ljómandi fallegum söngvum. Syng- ur liann 5 þeirra einn, en tvo með Virginiu Bruce. Þá syngur og járn- brautarmannakór gamalt lag, sem „gerir sig“ prýðilega í myndinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.