Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1941, Blaðsíða 4

Fálkinn - 03.10.1941, Blaðsíða 4
4 F Á L Iv I N N NY VEROLD OPNAST MEÐ LAGNINGU JÁRN- BRAUTARINNAR UM TURKESTAN OG SÍBERÍU. >AR HÓFST NÝ ÖLD, ER ÞESSI AFSKEKTU LÖND, SEM VORU GLEYMD í ÞÚSUNDIR ÁRA, FENGU SAMGÖNGUR VIÐ UM- HEIMINN. - Á ÞESSUM GLEYNDU SLÓÐUM HEF- IR VAGGA MANNKYNS- INS MÁSKE STAÐIÐ. T4VERNIG lítur heimurinn út efti'' ■*■ 100 ár? Verður Evrópa þá mið- hik menningar og viðskifta eins og nú eða hefir nýrri menning annara heimsálfa tekið við? Það hefir verlð venjan að menningin færðist vestur á bóginn, en þeir, sem veitt hafa at- hygli framtíðarmöguleikunum hinna æfagömlu lánda í Mið-Asiu, halda því fram, að þar muni rísa upp með tím- ánum ríki, sem taki forustuna i ver- öldinni. Hafa þeir það m. a. til síns máls að þarna hafa fundist ríkustu kola- og málmnámur veraldar og að þar eru ágæt skilyrði til bómullar- ræktar og silkiframleiðslu. Þúsundir ára áður en nú verandi tímatal hófst lifðu menningarþjóðir þarna og síðar lögðu þeir Timur Lenk og Alexander mikli þessi lönd undir sig. En síðan hefir alger kyr- staða ríkt þar. Gömlu lestaleiðirnar, sem fyr á öldum gerðu Mið-Asíu að verslunarmiðstöð, lögðust niður. — Veituskurðirnir fyltust af sandi og landið bijes upp. En flugvjelin og bifreiðin hafa fært þessi lönd nær menningunni á ný. Og vegna hráefnanna, sem fundist hafa, iiafa stórborgir risið upp. Sami stáðurinn, sem forðum var miðstöð um verða iðnaðarmiðstöð heimsins. Eins og Síberia er einskonar endur- nýjun Ameríku, verður Mið-Asía ný Evrópa. Þegar Usbeskistan hafði rekið emírinn af höndum sjer og gerst ráðstjórnarríki árið 1924 hófúst þar framfarir i atvinnuháttum og menningu, sem engan liafði dreymt um. Og þegar Turksib — Turkestan- síberíu-járnbrautin — var opnuð 1930 var Usbeskistan orðið land, sem liafði þýðingu fyrir alla veröldina. Járnbrautin nýja er 1440 kílómetra löng og tengir saman Tasjkenl, sem er höfuðborg Mið-Asíu, og Novosi- birsk, sem oft er kölluð Chicago Síberíu og er nýtisku borg með skýjaktjúfum og risavöxnum verk- smiðjum. En þarna var aðeins ó- ásjálegt þori) fyrir tuttugu árum. Það var vöntun Rússlands á vefn- aðarvöru og bómull, sem knúði fram lagningu Turksib-brautarinnar. Us- Myndir, T. h.: Síðustu uiidir- stokkarnir eru lagðir í Turksib- brautina. — T. v. Fyrir tuttugu árnm voru úlfaldinn, hesiur og asni einu samgöngutækin. lestaferðanna og krossgata úlfalda- leiðanna, verður nú miðstöð flug- leiðanna. Ameríka er ekki lengur riýr heim- i;r. í framtíðinni munu Evrópu- menn horfa i austur. Um leið og Síbería tekur við af Ameríku sem kornforðahúr heimsins verður Mið- Asía iðnaðarmiðstöð veraldarinnar. Asía liin gamla verður framtiðar- landið. Hver hefir til þessa kannast við Usbekistan? Landflæmi í Mið-Asiu, ófrjóar eyðimerkur og steppur með deyjandi þjóð. Ásamt Tadshikistan er landið sá hluti af Vestur-Turkestan, sem aðeins fjórir vísindaleiðangrar hafa heimsótt — þangað til fyrir skemstu — þar á meðal Sven Hedin. Land, sem hefir verið gleymt í þús- undir ára, þó að það sje landfræði- lega miðbik veraldarinnar. „Þak veraldarinnar" kalla menn suðurhlutann, Pamir, en þar byrja Himalayafjöll. Usbekistan og Tadshi- kistan nú ti! suðurs að Indlandi, til vesturs að Afganistan og Persíu og til austurs að Kína. Usbeskar, sem eru mórauðir á hörund, og hinir blökku Tadshikar, eru skyldir Ind- verjum og Persuni. Tunga Usbeska líkist tyrknesku. Kirgísarnir eru hins- vegar líkir Kínverjum, þeir eru mon- gólsk riddaraþjóð, sem á sínum tíma hefir verið 'hrakin upp til fjalla. Tvær stórár, Syr-Darja og Amu- Darja falla um Usbeskistan. IComa þær frá jöklum í Mið-Asíu og falla út í Aral-vatn. Á þessum slóðum telja ýmsir, að vagga mannkynsins hafi staðið, og að þaðan hafi bygst bæði Indland og Iivrópa. Og blómleg menning hef- ir verið í þessu landi fyrir þúsund- um ára. Það var spurt um það fyrir fimtán árum, hvort Usbeskisian ætti nýja blómaöld í vændum og nú er enginn í efa um svarið. Hin dularfullu lönd Mið-Asiu munu á næstu mannsöldr- I-að á að sigra eyðimörkina með járnbrautum og bifreiöum. Funkishótel í Taslikent, }>ar sem áður stóðu leirkofar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.