Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1941, Blaðsíða 6

Fálkinn - 03.10.1941, Blaðsíða 6
c F Á L K I N N Samkomiihöllin i Samarkand forn viðhafnarbygging. landið og fluttu með sjer múhameðs- trú. Bróðir spámannsins, Hassim-ibn- Abbas er grafinn í Samarkand og þessvegna er borgin heilög i augum múhameðstrúarmanna. — Eldgamall kóran, afar stór, sem geymdur er í kapellu í Usbeskistan, þykir einn af mestu helgidómum Islams. Berserkurinn Djengis Khan fór yfir landið með herskara sina. Eftir hann kom Tinuir Lenk — þjóðhetjan mikla. Nafn hans er enn á vörum allra Usbeska. Fólkið kann hvorki að lesa nje skrifa, en minnið er í góðu legi og þjóðsögurnar geymast vel. I Samarkand er talað um Timur Lenk, eins og hann hefði verið uppi skömmu fyrir rússnesku byltinguna. Hann dó í Samarkand árið 1405 og er grafinn í veglegri kirkju, sem hann Jjet byggja sjálfur. Við höfða- lag Iians er grafinn kennari lians og til fóta cinn af lærðustu mönnum þeirra tima, stjörnufræðingur. Til vinstri Jiandar er sonur hans og ti! hægri ráðgjafi hans. En fallegasta liúsið í Samarkand og máske allri Asíu er grafliýsið Bibi-Ghanum, sem Timur Lenk ljet reisa yfir uppáhalds- konu sina. Ekki fjekk hún þó að hvíla í grafhýsinu, sem bygt var yfir hana, heldur i lítilli hvelfingu tii liliðar. Islamstrúin kennir, að kon- an liafi ekki sál og megi ]jví ekki hvílast í lielgidómi. 1924 var fjöl- kvæni enn í Mið-Asíu og konur gengu kaupum og sölum. Konur urðu fið ganga með slæðu — vef úr hross- hári — fyrir andlitinu og var það mest kvöl, þegar heitt var. Konan var eign mannsins og alveg rjett- indalaus. Hefir sovjetstjórninni geng- ið illa af fá þessu breylt. Englend- ingar liafa ekki kært sig um að breyta fornum venjum í nýlendum sínum, en Rússar vilja breyta þjóðum þeim, sem þeir ráða yfir, í tísku- horf. Nú eru konur jafnfætis körl- um að lögum um ajla Mið-Asiu. SJæð- an er ekki bönnuð, en þær konur, sem kjósa að vera án hennar, njóta verndar gegn árásum. J ráðstjórn- unuih eiga konur sæti eigi síður en karlar, og stúlkurnar úr kvennabúr- unum ganga nú á skóla og lifa frjálsu lífi. bað er Jiætt að byggja skrautleg grafhýsi yfir látnar ambáttir, en í staðinn eru reist barnaliæli, elliliæli, spítalar og skólar. Rússar byrjuðu að nema land í Usbeskistan I8C5, en ekki markaði sá innflutningur spor í lifi þjóðar- innar. Keisarastjórnin rússneska viðtir- kendi emírinn af Bochara sem þjóð- liöfðingja og keisarinn ljet sjer nægja að taka skatta af landinu. Síðari emirinn, Olim Khan, sem var ann- álaður fyrir grimd, flýði 1920 til Dosjambé, sem nú heitir Stalinabad og hafði með sjer auðæfi sín, en gat ekki flutt ambáttirnar. Stofnaði hann nýtt kvennabúr i Dosjambe og tók í það fallegustu stúlkurnar í bænum, nauðugar viljugar. Nú starfa margar fyrverandi „drotningar" úr kvenna- búrunum á sjúkrahúsum og í verk- smiðjum og þykir betra en áður. T. h.: Dúkavefari frá liochara Rafmangssporvagn i Tash- kent, sem fyrir 15 áram var miffaldabœr. Eftii' heimsstyrjöldina tóku Bretar landið til þess að verja Indiand gegn þýskri innrás í Indland. Emírinn var rekinn á flótta eftir langa viður- eign, en Rússar náðu landinu. Eftir það lifði emírinn landflótta í Algan- istan, en fangelsi hans, þar sem hann píndi fólk til dauða að gamni sínu, er nú þjóðmenjasáfn. NÝR HEIMUR. Endurreisnarstarfið á þessum slóð- um er aðeins fárra ára gamajt, en það boðar nýja tíma. Gleymda landið á nýja framtíð fyrir höndum, og liin gamla höfuðborg' Alexanders mikla verður höfuðborg á ný. í gaiiila daga risu bygðirnar upp kringum kirkjur og musteri. Nú myndast þeir kring- um verksmiðjurnar. Og verksmiðj- urnar eru reistar þar, sem orkan og hráefnin voru fyrir hendi. Bóniullar- uppskeran í Usbeskistan er unnin i verksmiðjum á staðnum. Og þarna fundust fyrir skömmu afar aúðugar járn- og kolanámur, svo að þarna verða reistar málmsmiðjur, sem fram- lciða þann iðnað, sem Rússa skortir mest. Þar, sem úlfaldalestirnar mætt- ust forðum, er nú miðdepill flugleið- anna um Asíu. Þarna eru að rísa upp stórborgir. Síðan að kvenfólkið var leys úr þrældómi er það næsta skrefið að gera fólkið læst og skrifandi. Hefir verið búið til nýtt latínustafróf lianda þeim þjóðflokkum, sem ekkert ritmál höfðu. Það eru enn margar sveitar- stjórnir í Usbeskistan, sem ekki halda neina gerðabók, því að enginn í hreppsnefndinni kann að skrifa. En þar er jafnan einhver, sem man vel og getur sagt eftir.á, hvað gert hefir verið og úrskurðað. í nýju skólunum sitja gamlir bænd- ur og ambáttir úr kvennabúrunum hlið við hlið og læra að leSa og skrifa og furða sig á, hve stór og margbrotinn heimurinn cr. En fyrsl og fremst er þó lögð stund á að kenna börnunum. Könur í Usbes- kistan höfðu þá hjátrú, að ekki mætti snerta við smábörnum. Þau voru lögð í umbúðir og látin eiga sig. Móðirin mátti lúta yfir barnið, þeg- ar lnin gaf því brjóst, en ekki snerta það. Með slíkum óþrifnaði varð barnadauðinn vitanlega ferlegur. Nú er mæðrunum kent á barnaheimilum, livernig þær eiga að liirða börnin og hefir heilsufarið stórbatnað síð- an, en ganha fólkið hristir höfuðið yfir öllu nýja siðleysinu. Usbeskistan er alls ekki stjórnað sem nýlendu, heldur er það sjálf- stætt land, og þó að fólkið liafi verið á lágu stigi, þá tekst því furðu vel stjórnin. Usbeskistan hefir ekki verið sjálf- stætt land í nema 15 ár og enn styttra er siðan viðreisnarstarfið hófst í landinu. En þarna í eyði- mörkinni og á steppunum eru að rísa upp blómlegar borgir. Hinar gömlu menningarþjóðir Mið-Asíu eru að vakna af dvala. Tækniöldin er gengin í garð i hinu gamla ríki Alexanders mikla og Timur Lenks. Elliot Roosevelt, sem var lrjer á ferðinni fyrir skemstu og dansaði við stúlkurnar á Borg, að því er hlöð- in hermdu, er tæpra 30 ára að aldri. Er hann þriðji að aldri í röðinni af börnum forsetans. Ilann hefir lagt margt fyrir sig. Eitt sinn rak liann auglýsingaskrifstofu, síðar varð hann varaforstjóri í flugfjelagi einu, einnig liefir hann fengist við bú- skap og rekur nú stóra bújörð í Texas. Við blaðamensku liefir hann fengist og sömuleiðis verið útvarps- þulur. Hann rjeri á móti föður sín- um við síðustu forsetakosningar og vildi láta kjóSa Garner, fyrrum vara- forseta. Dallskákarmeis tarinn. Ljósmyndarinn: Nú ætla jeg að biðja yður að brosa til konunnar yðar! — Þjer eigið að taka myndina, en jeg hefi ekki beðið yður að sletta yður fram í einkamál okkar hjón- anna. — Hvernig stendur á, að það verða miklu fleiri bifreiðaslys en járn- brautarslys? — Það kenuir til af því, sjerðu, að það er svo sjaldan, sem eimreiðar- stjóranum dettur í luig að kyssa kyndarann. Forstjórinn (þegar skrifarinn kem- ur inn til hans): — Hvað er nú þetta? Það var maður að hringja til min rjett núna og segja, að þjer gætuð ekki komið af því, að þjer væruð veiluir. ■—• Afsakið þjer klaufaskapinn í honum. Jeg sagði honum, að ]>að væri á morgun, sem hann ætli að hringja. — Mamma, jeg vildi óska, að jeg ætti ofurlitla systur. — Af hverju óskarðu þjer þess? — Af þvi að nú er jeg orðinn dauðleiður á að erta köttinn. Stubbur: — Jeg var einmitt núna að fá símskeyti um, að hún systir mín hafði eignast barn. En það stendur ekkert um, hvort það sje strákur eða stelpa. Kubbur: — Hvaða skrambans vand- ræði. Svo að þú getur þá ekki sjeð, livort þú ert orðinn móðurhróðir eða móðursystir. i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.