Fálkinn


Fálkinn - 03.10.1941, Page 12

Fálkinn - 03.10.1941, Page 12
12 F Á L K I N N LUKKULEITIN ÁSTARSAGA EFTIR LUDWIG BLUMKE FRAMHALDSSAGA —- 3. að einmitt núna sje afar mikil eftirs'ijurn eftir verkfræðingum. Jeg vildi óska, Karen, að jeg gæti fengið peninga einhversstaðar fyrir síðasta veðrjettinum. Jeg er hræddur um, að Wenzel fari að þrjóta þolinmæðina bráðum, þrátt fyrir okurvextina, sem hann tekur.“ Hann lijelt áfram að byggja loftkastala, lalaði í sífellu um Walter og reyndi að gera konunni sinni skiljanlegt, hvernig þessi lireyfill lians eiginlega væri. Carsten kenn- ari hafði sagt honum það. Eldhnöttur sólarinnar stakk sjer niður í purpurarauðar öldur Norðursjávarins og lofaði góðu veðri á morgun. Loftið titraði af vorhug og fuglarnir sungu af kappi í skóg- unum milli Ellernbrúar og Bólstaðar. Hvítar og gular anemónur höfðu ofið ábreiðu milli hnútóttra eikarstofnanna. Nú hafði Walter Hartwg aftur stigið fæti á fósturlandið. Hjartað bærðist fastar í brjósti hans og þráin eftir vinunum heima ágerðist. Hvílikir endurfundiir eftir svo margra ára aðskilnað! í huganum sá hann alla kæru og kunnu staðina heima: Bólstað, bernskuheimilið, fiskiverið á Strönd, frjó- samt merskilandið og hvíta f jörusandana og freyðandi, öldur Norðursjávarins. Og Ingibjörgu, ástvininn, sem nú var orð- in Ijómandi falleg fulltíða stúlka, að því er Haraldur sagði. Hvað skyldi hún segja þeg- ar hún sæi hann? Hann hafði komið með eimskipi frá Lon- don tit Vlissingen um morguninn og hafði án lafar haldið áfram með lestinni norður á bóginn. Núna um miðdegisleitið sat hann aleinn i biðsalnum á stöðinni i Oldenburg og beið óþolinmóður eftir lestinni, sem bann ætlaði með til Wilhelmstad. Þaðan ætlaði hann svo að ganga lieim að Bólstað, ef hann hitti ekki á vagn af tilviljun. Hvað eru tíu kilómetrar fyrir ungan og æfðan íþrótta- mann? Á morgun var páskadagur og þá vrði liann hjá sínu fólki. Hún var óþolandi, þessi langa bið i Oldenburg !Hann vildi ekki drepa tímann með því að ganga út á meðan, ef ske kynni að hann yrði að ganga frá Wilhelmstad að Strönd á eftir. Og þá var ekki um annað að gera en að híða átekta þarna í biðsalnum og lesa i bók. Hann bafði tekið upp bók og sökti sjer nú niður í ferðasögu. En þá varð alt i einu ys og þys á stjettinni og i biðsalnum. Hraðlest- in að sunnan var að koma. Walter ljet sem hann sæi ekki fólkið og leil ekki upp úr bókinni. Þegar hann las þá las hanss. En alt í einn sperti hann eyrun og ljet bókina siga. Hvað var þetta þarna fyrir utan gluggann? Há, prúðbúin og Ijómandi falleg slúlka var að pexa við einn járnbrautarvörðinn. Rödd hennar skalf af reiði og úrræðalyesi. Augun skutu neistum, nasirnar titruðu, og hún baðaði út mjóum og löngum liöndum með gulum höskum, eins og hún ætlaði að lumbra á járnbrautarmanninum með rauðu einkennishúfuna. En maðurinn ypti bara öxlum og gat auð- sjáanlega ekki greitt úr vanda liennar. „Þessa fögru dís ættir þú að þekkja,“ hugsaði Walter með sjer, liann hafði kann- ast við röddina og horfði nú á hana. „Edel- gard Lund, dóttir stoltu greifafrúarinnar á Ellernbrú!“ Hún var fyrsta manneskjan sem hann sá af bernskuslóðunum eftir margra ára út- legð. Líklega var hún að rífast út af ein- hverju, sem hún hafði mist. Sennilega tösk- unni sinni. Nú kom annar járnbrautarmaður, full- orðinn. „Herra stöðvarstjóri,“ heyrði Walter ung- frúna segja, því að hún var all-hávær, en þó ekki eins gjallandi og áður. „Jeg hefi verið svo óheppin, að gleyma handtöskunni m-inni með buddunni og farmiðanum, i lest- inni, sem er nýfarin. Jeg er viss um, að jeg fæ þctta aftur, því að vinkonur mínar sitja í sama klefanum og hirða töskuna. En hvernig á jeg að komast áfram til Wilhelm- stad?“ „Kaupa nýjan farmiða,“ svaraði stöðvar- stjórinn stutt. „Þfegar jeg er buddulaus!" hrópaði stúlk- an og varð nú áköf eins og áður. Þjer hafið nægan tíma til að ganga inn í hæinn og fá yður lánaða peninga áður en lestin fer. Annað ráð get jeg ekki gefið, þó jeg sje allur af vilja gerður.“ „Nú tekur út yfir!“ lieyrði Walter hana segja, og mjóum stígvjelaliæl var stappað i sementhelluna. Meðfædd lijálpsemi hans Ijet nú til sín finna og þarna stóð líka svo á, að hann varð sóma síns vegna að hjóða hjálp sína. Ungfrú Lund var frá Fríslandi alveg eins og hann. Að vísu höfðu fósturforeldrar hans aldrei verið í neinu vinfengl við Ell- ernshrúarfólkið, og þegar Edelgard var barn hafði hún oft grætt Ingbjörgu — og enda sjálfan hann — með rosta sínum og mikillæti. En hver hugsar um slíkt þegar svona stendur á? Hann stóð upp og gekk hratl út á stjetl- ina, hneigði sig kurteislega fyrir reiðu ungfrúnni og sagði, en hún starði forviða á hann, fallegum dinnnum augum: „Afsakið, ungfrú, en jeg hlustaði af til- viljun á samtal yðar og járnbrautarmann- anna. Jeg heiti Hartwig og hefi þann heið- ur, að mega kalla mig landsmann yðar, língfrú Lund.“ „Já, þjer eruð Walter Hartwig, verkfræð- ingur frá London, hugvitsmaðurinn frægi, sem jeg var að lesa um í blöðunum í gær,“ sagði hún og hrosti glaðlega og rjetti hon- um hendina. Hann hneigði sig aftur og tók i hendina á henni, roðnaði eilítið undir sólbrunan- um og sagði: „Frægur er jeg nú tvímælalaust ekki, en það skyldi gleðja mig ef jeg mætti greiða fyrir yður í þessum vandræðum yðar.“ „En hvað þetta er fallega sagt, góði hr. Hartwig. Þakka yður hjartanlega fyrir. Þjer komið hjer eins og al' himnum send- ur! Jæja, jeg þakka yður fyrir lipurðina, herrar mínir,“ hún sneri sjer að járnbraut- armönnunum tveimur og faílega andlitið á henni afmyndaðist við háðskudrættina um kirsiberjarauðan, málaðan munninn. „Eins og þið sjáið eru ennþá til kurteisir menn hjer. í heiminum. Svo að jeg þarf ekki að fara á veðlánarastofuna." „Ilvað er langt þangað til lestin okkar fer?“ spurði hún Walter og rendi aftur á liann aðdáunaraugum og fór ekki dult með. „Hálftími.“ „Éf þjer hafið ekki á móti því Jiá sting jeg upp á, að við setjumst inn í biðsalinn á meðan. Jeg tek vitanlega liinu göfug- mannlega tilboði yðar með þökkum og vona að jeg fái einhverntíma tækifæri til að launa það á einn eða annan lnitt. Jæja, svo að þjer eruð þá á leið heim að Bólstað, herra Hartwig? Frá minu sjónarmiði er það óskiljanlegt, að nokkur maður skuli sjálfviljugur geta fengið sig til, að setjast að í þeirri eyðimörku.“ Walter fór með henni inn i biðsalinn, en alt í feinu fanst honum þetta æfintýri ekki vitund spennandi lengur og liann óskaði, að hann gæti sest aftur við hókina sína. Það var eitthvað í fasi þessarar fögru stúlku, sem hann hafði andúð á, og ekki bætli það úr, er liún talaði með lítilsvirð- ingu um bernskustöðvar lians. Var ekki sama drembilætið í svip hennar og fasi sem í gamla daga, þó andlitið væri orðið fríð- ara? Og hláturinn meir lokkandi. Nú sátu þau þarna ótrufluð andspænis hvoru öðru í biðsalnum. Edelgard Lund var meistari í viðræðum og ljet hverja spurninguna af annari fjúka. Hún lilaut að vera greind. Og það var eins og eldur hrvnni í augitm hennar, undir löngum augnahárunum. Hún hafði hættuleg, mjög hættuleg augu, þessi Edelgard Lund frá frá Ellernbrú! llún virtist liafa afar mikinn áhuga á verkfræðingsstarfsemi Walters Hartwigs og einnig mikilsverðu uppgötvun lians, sem mjög lofsamlega liafði verið getið um í „Wilhelmstadt Zeitung“. Hún þóttist ekki i vafa um, að þessi laglegi ungi maður ælti mikla fraintíð fyrir liöndum. Ilver var það, sem hafði skrifað svona lofsamlega um hann þarna í blaðinu? Það gat tæplega verið annar en Haraldur. Ilann var ekki að sýla þó að farið væri ofurlítið út fyrir staðreyndirnar, þegar hugmynda- flugið hljóp á sprett með hann. en þess- konar auglýsingastarfsemi var alls ekki Walter að skapi. Jæja, vinur hans hafði vist ætlað að gera honum greiða með þessu. Og maður varð að sjá í gegnum fingur við hann þó að liann reyndi um leið að láta geisla frægð- arinnar falla á sig sjálfan. Jú, Hartwig verkfræðingur hafði vissu-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.