Fálkinn - 14.11.1941, Blaðsíða 1
16 síður
ÚR TJARNARGARÐINUM.
Það má heita mikil mildi, jafn lítil forsjá og hefir verið höfð á skipulagi bæjarins frá upphafi, að takast skyldi að varðveita
óbygðan þann blett, sem nú er að verða skemtigarður Reykvíkinga. Sumpart er garðurinn jaðrar af gömlu túnunum, sem
nú eru horfin undir tún og götur, en sumpart er hann uppfylling í mýrar og í sjálfa Tjörnina — grafreitur ryðgaðra blikk~
dósa og annarskonar rusls. En það sjer enginn nú, því að þetta er alt horfið undir grænan vallgróður og blómabeð. Og með
tímanum rísa þarna fögur trje, sem veita skjól gegn nægingnum, sem er talsvert mikill þarna stundum. — Myndina tók
Halldór E. Arnórsson.