Fálkinn - 20.02.1942, Blaðsíða 8
8
F A L K 1 N N
K. G. BROWNE:
SMITH!
l-ÍERRA minn trúr!‘ ‘ hrópaði
Tumi forviða. „Er þetta húsið?“
„Já, þetta er húsið,“ svaraði mr.
Dalchett, málaflutningsmáður hans.
„Það verð jeg að segja, að jeg
heí'i ástæðu til að vera Andrew
frænda þakklátur," hjelt Tumi á-
fram. „Þetta er svei nijer almenni-
legt hús.“
Og það var lika almennilegt lnis
í orðsins besta skilningi. Það stóð
í miðjum stórum garði, var tilaðið
úr, rauðum tígulsteini, þakið var
rautt og gluggarnir margir. Og það
hvildi svoddan friður yfir því, að
manni fanst, að hvað sem á gengi
fyrir utan þá gæti maður lifað í
ró og ótruflaður innan jiessara
þykku veggja.
„Frændi yðar kostaði miklu til
þessa garðs,“ sagði mr. Datchett.
„Ef satt er það sem sagt er þá var
garðurinn mesta yndi hans.“
„Já, mjer hefir skilist það,“ sagði
Tumi. „En meðal annara orða: haf-
ið þjer náð í hann, hinn manninn,
sem nefndur er i arfleiðsluskránni?“
„Mr. Sidney Mannering? Mjer
hefir ekki tekist að ná til hans enn,
þó mjer skiljist svo, sem hann hafi
um eitt skeið verið skrifari hjá
frænda yðar.“
„Jæja,“ sagði Tumi hugsi. „Ef
jeg man rjett á hann að fá 300.000
krónur og jeg sömu upphæð og
húsið að auk. Var það ekki þann-
ig?“
„Jú, alveg rjett. Þetta er eiginlega
kynleg arfleiðsluskrá, en frændi
yðar var í mörgu tilliti einkenni-
legur maður. Að vísu þekti jeg ekk-
ert til einkamála hans.“
„Jeg ekki heldur,“ sagði Tumi.
„En nú er best að líta betur á
þessa arfleifð sína.“
Þeir gengu inn um lilið, með
grindum úr smiðajárni og inn á
veginn upp að húsinu. „Halló,“
sagði Tumi. „Hver er þetta?“
Mr. Datchett setti upp gleraugun.
„Það er sennilega annarhvor garð-
yrkjumaðurinn. Að því er jeg veit
best er ekki annað eftir hjer af
heimilisfólkinu en garðyrkjumenn-
irnir tveir.“
„Eftir útlitinu að dæma getur
Iiann verið góður og gamaldags
vinnumaður,“ sagði Tumi.
Þessi góði og gamaldags vinnu-
maður var eins og forn kirkjuhöfð-
ingi, gráhærður og boginn í baki,
í vesti úr moldvörpubjórum og leð-
urbrókum. Hann liafði hrifu i hendi.
Hann gekk liægt i áttina til þeirra
og horfði á þá eins og hann liefði
illan bifur á þeim.
„Góðan daginn,“ kallaði mr. Dat-
'cliett hátt. „Eruð þjer garðyrkju-
maðurinn?"
„Já,“ sagði öldungurinn. „En jeg
er ekki heyrnarlaus,“ bætti hann
við.
Datchett skildi sneiðina og varð
lágværari: „Þetta er mr. Vane, nýi
húsbóndinn yðar. Hvað heitið þjer?“
„Hogg,“ svaraði öldungurinn og
starði fast og alvarlega á Tuma.
„Eruð þjer eini maðurinn hjer
á heimilinu, mr. Hogg,“ spurði Dat-
cliett.
„Nei,“ svaraði Hogg, „Smith er
hjerna líka.“
„Hver er Smith?“
„Hinn garðyrkjumaðurinn. Hann
er þarna upp frá.“ Og llogg, sem
auðsjáanlega fanst þetta óþarfa hjal,
sneri að þeim bakinu og hvarf að
vinnu sinni.
„Ljómandi skemtilegur, gamal-
dags maður,“ sagði mr. Datchett.
„Það er að minsta kosti ekki
hægt að sgja að hann sje málskrafs-
niikill,“ sagði Tumi. „Ef Smith er
líkur honuuin, þá verður ánægju-
legt að vera lijerna.“
En það kom á daginn að Smith
var ekki líkur Hogg. Þegar þeir
komu nær sáu þeir að hann var að
bisa við hjólbörur, en sneri baki
við þeim, svo að þeir sáu ekki ann-
að en brúnan frakka þunnan og
dökkleitar buxur. Maðurinn var
auðsjáanlega ungur og grannur.
„Þetta er þá stráklingur!“ sagði
Datchett og virtist forviða.
En Datchett skjátlaðist. Smith
var ekki stráklingur heldur alt ann-
að. Hann leit við er hann heyrði
til þeirra og þá kom það á daginn,
að þetta var ung stúlka — og ineira
að segja ljómandi lagleg stúlka.
Hún var með jarpt hár, brún augu
og rólegt bros var á vörum hennar.
Og þegar hún kom á móti þeim
voru hreyfingar hennar fullar ynd-
isþokka, líkt og drotningar, sem
ætlar að veita þegnuni sínum á-
heyrn.
„Herra minn trúr!“ sagði mr.
Datchett.
„Hvert í heitasta,“ sagði Tumi.
En er mr. Datchett náði von
bráðar stjórn á sjer eftir furðuna,
lyfti hann hattinum og hneigði sig
lítið eitt.
„Góðan daginn,“ sagði hann.
„Eruð þjer .... Smith?“
„Já,“ sagði stúlkan, „og jeg geri
ráð fyrir, að annarhvor ykkar sje
mr. Vane?“
„Alveg rjett, þessi ungi maður er
mr. Vane.“ *
Tumi lieilsaði henni vandræða-
lega og rjetti fram hendina. Hann
var óvanur að sjá ungar og falleg-
ar stúlkur í buxum. En Smith lieils-
aði honum ofur rólega og sneri bak-
inu að inálaflutningsmanninum.
„Langar yður ekki að sjá garð-
inn áður en þjer farið inn að skoða
luisið. Hann er Ijómandi fallegur
núna.“
Hálftíma síðan fylgdi Tumi mr.
Datchett út að gamla vagninum,
sem beið við garðshliðið. Málaflutn-
ingsmanninum virtist liggja eitthvað
á hjarta.
„Þetta er óvenjulega dugleg
stúlka," sagði liann hugsandi. „Þjer
vitið náttúrlega, að samkvæmt arf-
leiðsluskránni er yður óheimilt að
segja Smith og Hogg upp vistinni?“
„Segja upp?“ sagði Tumi. „Sem
jeg er lifandi maður, þá langar mig
ekki til þess. Stúlkan elskar auð-
sjáanlega garðinn.“
„Já, jeg tók líka eftir þvi. Jæja,
nú verð jeg að fara, mr. Vane. Mjer
þykir vænt um, að þjer eruð ánægð-
ur með arfleifð yðar.“
„Þetta er yndislegt heimili. Elisa-
beth verður stórhrifin af þvi.“
Mr. Datchett leit spyrjandi á liann
og Tumi roðnaði ofurlitið.
„Já, unnustan mín. Hún er leikr
kona.“
„Jæja!“ Datchett hikaði um stund,
eins og hann ætlaði að segja eitt-
bvað, en svo tók liann sig á, rjetti
Vane liendina og kvaddi.
Tumi sá vagnræfilinn hverfa fyrir
liornið, svo sneri liann við og gekk
upp garðinn. Smith var enn við
hjólbörurnar, eins og hann hafði
búist við.
„Smith,“ sagði Tumi. Hún leit
upp, brosti og fór til lians.
„Já, sir,“ svaraði hún.
„í guðs bænum segið þjer aldrei
sir við mig. Þá finst mjer jeg vera
orðinn áttatíu og sjö ára. Hve lengi
voruð þjer hjá frænda minum?“
„Þrjú ár.“
„Jeg geri ráð fyrir, að þjer vitið,
að jeg má ekki segja yður upp vist-
inni, jafnvel jió mig langaði til
þess.“
„Já,“ sagði Smith rólega. „En jeg
býst ekki við, að yður langi neitt
til að segja mjer upp. Mjer þykir
of vænt um garðinn til þess, og
þjer fáið aldrei annan í garðvinn-
una, sem vinnur yfir timann mögl-
unarlaust.“ I
„Það er satt,“ sagði Tumi hlæj-
andi. „En hversvegna stundið þjer
garðrækt?"
„Það varð ýmislegt til þess. Eitt-
livað verður maður að gera og jeg
vil ekkert fremur gera.“
„Eigið þjer heima hjerna, eða
komið þjer hingað á hverjum
morgni?“
„Jeg á heima í litlu lhisi, spotta-
korn hjeðan.“
„Jæja, Smith, þó skömm sje frá
að segja Jiá þekki jeg ekki begóniu
frá rhododendron og þessvegna
verðið þjer að bera ábyrgð á garð-
inum. All sem jeg krefst er það, að
Jijer egnið ekki Hogg upp á móti mjer.
Hann sýnist nefnilega halda að jeg
sje einskonar innbrotsþjófur."
„Hann hefir unnið hjá frænda
yðar í meira en tuttugu ár,“ sagði
Smith brosandi, „og liað tekur á-
valt tíma að venjast nýjum andlit-
um.“
„Jeg efast ekki um það,“ sagði
Vane, ekki síst mínu ....“
Hann kinkaði vingjarnlega kolli
til hennar, fór upp að húsi og inn
í herrastofuna. Þar tók hann saman
brjef til miss Elisabeth Welton við
Royal-leikhúsið og bauð þessari há-
dramatisku leikkonu og frænku
liennar að heimsækja sig um næstu
helgi.
j^^ESTU tvo daga talaði Tumi
~ mikið við Smith. Það var margt
sem liann þurfti að fræðast um og
Smith vissi deili á öllu. Smith lijálp-
aðyi honum að ráða til sín vinnuhjú.
Smith sýndi bonum sjálf hvern
królc og kima í garðinum, þangað
til að liann var orðinn nærri jivi
eins hrifinn af honum og lnin var;
í stuttu máli: það var Smith sem
bar uppi hlutverk leiðbeinandans,
spekingsins og hollvinarins — og
gerði það eins og alt annað: ró-
lega, varlega og vel.
Þegar komudagur þeirra Elisa-
beth Welton og frænku hennar
rann upp, fanst Tuina hann hafa
þekt Smith i mörg ár.
Það brakaði og brast í gamla vagn-
inum er hann ók niður hlíðina frá
járnbrautarstöðinni. Mr. Tómas
Vane sat brosandi í aftursætinu en
Frændi Tuma ljet honum eftir sig
300.000 krónur, hús og tvo garðyrkju-
nienn — og annar þeirra var ekki
allur þar sem hann var sjeður!
andspænis honum var Miss Elisa-
beth Welton og við hliðina á henni
óákvarðanleg en óhjákvæmileg
frænka.
Elisabetli var há, vel limuð og
ljóshærð stúlka, en staða hennar á
leikhúsinu var engan veginn svo
mikilvæg, sem hún liefði átt að
vera, að því er henni sagðist sjálfri.
En í hópi sinna nánustu var hún
mikilsverð persóna, og jiað vissi
hún. Hún hafði einbeittan vilja, ó-
takmarkað traust á sjálfri sjer og
liæfileika til að láta fötin sín altaf
líta vel út. Hvað gat leikhúsið heimt-
að meira?
Elisabeth fanst að minsta kosti,
að Jiað gæti ekki heimtað meira,
og hún var staðráðin í Jivi, að áður
en heimurinn yrði mikið eldri,
skyldi nafn hennar verða skráð með
rafljósum á húsaþökunum, með svo
stórum stöfum, að allir gætu lesið
það.
Það var sumpart af liessari á-
stæðu, að liún hafði trúlofast Tuma
Vane. Tumi samdi nefnilega óper-
ettur, meira að segja skrambi góðar,
og óperettusöngkonu var mikill
hagnaður að því að eiga óperettu-
skáld. Þetta hafði ungfrú Welton
verið fljót að sjá.
Þegar svona maður á frænda í
þokkabót, sem arfleiðir hann að
300.000 krónum og sveitasetri, l>á
verður liann enn girnilegri. Þess-
vegna var ekki nema sjálfsagt, að
miss Welton væri einstaklega ljúf
við Tuma á leiðinni frá járnbraut-
arstöðinni.
„Nú erum við að koma,“ sagði
Tumi og sneri sjer í sætinu. „Þarna
er húsið.“
Elisabeth ljel augun fylgja bend-
ingunni.
„En hvað l>að er litið!“ sagði hún.
„Finst þjer ekki, Mabel frænka?“
„Það er einstaklega snoturt,"
sagði frænkan til að segja elcki of
mikið.
„Lítið?“. sagði Tumi. „Það er að
minsta kosti nógu stórt handa okk-
ur. Bíddu við þangað til þú hefir
sjeð það að innan.“
Vagninn. beygði inn um gainla
hliðið og spyrntist móti á leiðinni
upp að híúsinu. Smith, sem var að '
berjast sinni venjulegu baráttu við
illgresið, varð verkfall í svip og
sveigði til hliðar meðan þau óku
framhjá. Miss Welton spurði frem-
ur hvasst: „Hver er þetta?“
'„Það er Smith,“ sagði Tumi.
„Vinnur við garðinn lijerna."
„Ó!“ át miss Welton eftir. „Vinn-
ur við garðinn hjerna!“
Klukkustund síðar þegar gestirnir
böfðu haft fataskifti og borðað og
Mabel frænku hafði verið komið
fyrir í einu horninu á svölunum
með nægilegu af hekludóti kringum
sig, fór Tumi að sýna Elisabeth
h/isið.
„Það er ekki stórt,“ sagði hann,
„en það er gott það sem það er.
Líttu nú til dæmis á stigann hjerna!“
Elisabeth horfði á breiðan, dökk-
an eikarstigann, en virtist ekki
verða hrifin af.
„Já,“ sagði hún, „það er nokkuð
dimt á stiganum, en við getum sett
rafljós á hann.“
Tumi leit sem snöggvast á hana,
en sagði ekki neitt. Þeir tveir dag-
ar, sem liðnir voru, höfðu nægt til
að fylla hann aðdáun á húseigninni
og honum hefði verið að skapi, að
Elisabeth hefði verið ánægðari með
hana en raun bar vitni. Hann hafði
verið of bjartsýnn, er hann sagði
við mr. Datchett, að Elisabeth yrðí