Fálkinn - 20.02.1942, Side 9
FÁLKÍNN
9
hrifinn. En eftir á saka'ði hann sig
um óþolinmæði. Hann varð að gefa
henni ráðrúm til þess að sann-
færast um þetta við eigin athugun
og rólega yfirvegun.
Hann fór með liana stofu úr
slofu, um herbergi vinnufólksins,
upp og niður og svo aftur fram i
framstofuna. Þar sneri hann sjer
að unnustunni og liorfði á hana
með eftirvæntingu.
„Jæja,“ sagði hann, „finst þjer
ekki, að við Jiöfum verið heppin?“
,Þetta er ansi laglegt gamalt liús,“
sagði Elisabeth hugsandi, „en það er
þörf á að skinna það upp. Það er
ekki einu sinni neinn staður til
að dansa á hjerna.“
„Jeg kæri mig ekkert um að
dansa.“
„Fólk drepst úr leiðindúm, ef það
fær ekki að dansa, þegar það kem-
ur hjerna.“
„Fólk?“ sagði Tumi og varð sár.
„Ert þú--------jeg á við, jeg hjelt,
að við ættum að verða hjerna út af
fyrir okkur. Sjáum við ekki nóg
af fólki inni i borginni?" •
Elistabeth hló. „Góði minn, þjer
dcttur varla í liug, að jeg ætli að
grafa mig lifandi hjerna, þegar jeg
á fri? Það getur verið, að þú sjert
hrifinn af sveitalífinu, en þú veist
vel, að það laðar mig ekki. Jæja,
nú skulum við líta á garðinn."
Tumi fór með henni út í garðinn,
en það voru hrukkur á andlitinu á
honum. Þó að honuin væri ekki
lagið að hugsa djúpt, þá duldist
honum ekki, að þetta var ekki eins
og helst yrði á kosið. Hann hafði
ávalt álitið, að maður ætti að vera
húsbóndi á sínu heimili. En hann
gat ekki varist að skilja, að þetta
var ekki skoðun Elisabeth og hon-
um fanst á sjer, að óveður væri í
aðsigi.
Þegar þau gengu hjá Smith, sem
keptist við eins og hún var vön,
leit hún upp og brosti, til að bjóða
þau velkomin.
Elisabetli horfði á hana kulda-
lega.
„Jæja, Smith,“ sagði Tumi, „livað
ei að frjetta? Hvernig gengur?“
„Ágætlega,“ sagði Smith, „alt er
í blóma hjerna núna. Sumarið liefir
verið svo gott. Jeg var að hugsa
um að gróðui'setja rósir hjerna í
beðið. Þær fara vel hjerna, með
húsinu að baki.“
„Það er laukrjett," sagði Tumi,
„þetta er ágæt hugmynd.“
„Þvert á móti,“ sagði Elisabeth,
„jeg hata rósir, þyrnarnir á þeim
eru svo þrælslegir.“ Hún leit fóls-
lega á Smith.
„Hvar er tennisvöllurinn?“
„Hvergi,“ svaraði Smith ofur blátt
áfram, „hann er enginn til.“
Elisabeth sneri sjer að Tumg með
gallsúru brosi.
„Góði Tumi, hvar hefirðu holað
mjer niður? Erum við í miðri Af-
riku? Til hvers er að hafa hús,
ef enginn er þar tennisvöllurinn?
Þú verður að láta gera tennisvöll
undir eins.“ Hún leit á Smith. —
„Hvar er best að hafa hann?“
„Jeg ræð eindregið frá því,“ sagði
Smitli rólega, „það skemmir alveg
garðinn. Það er ómögulegt að gera
tennisvöll hjer nema með þvi að
eyðileggja fallegustu blómabeðin.“
Elisabeth kiptist við. Hún var
ekki vön svona svörum af fólki,
sem hún taldi sjer uiulirgefið. Ef
þessi stelpa hjeldi, að hún gæti
leyft sjer eitthvað af því, að hún
gekk í buxum og kallaði sig garð-
yrkjumann, þá skyldi hún, Elisa-
beth Welton, koma henni í skilning
um annað.
Hún leit til Tuma, eins og lil að
leita aðstoðar hjá honum.
En Tumi gat ekki hjálpað nein-
um joessa stundina. Honum leið
sannast að segja bölvanlega. Hin
rólega og hreinskilnislega fram-
koma Smith hafði haft þau áhrif,
að honum fanst Elisabeth argsöm
og ókvenleg.
Hann sá hana alt í einu frá nýrri
hlið. Ekki var það efamál, að liún
var fríð og engin var sambærileg
við hana í borginni. En hjerna,
þar sem hún stóð við hliðina á
Smith, sólbakaðri i andlitinu, gat
jafnvel karlmanni ekki dulist, að
mest af yndisþokka sínum átti
Elisabeth legrunarstofunum að
þalcka. En það liafði hann ekki gert
sjer ljóst áður.
Því var heldur ekki að neita, að
Smith var fremri livað klæðaburð
snerti. Þó að Elisabeth væri í fal-
legum og dýrum kjól, þá var hann
hentugri fyrir ljósin á leilcsviðinu
en fyrir gamlan skrautgarð. Bux-
urnar og jakkinn liennar Smith voru
i óendanlega miklu betra samræmi
við umhverfið.
Enginn skyldi ætla, að Tumi færi
að láta jietta í ljós, hann var nær-
gætnari en svo. En hann liafði gert
samanburðinn og sá samanburður
mundi ekki gleymast. En nú skarst
hann í leikinn.
„Við getum altaf talað um þetta
seinna, Elisabeth. Nú skulum við
skoða meira.“
Elisabeth fór með honum eftir
augnabliks hik og hnyklaði brún-
irnar. Þegar þau höfðu gengið stutt-
an spöl, nam hún staðar.
„Tumi, hvaða manneskja er
þetta?“
„Smith? Nú, hún hirðir um garð-
inn hjerna.“
„Vertu ekki svona kjánalegur.
Hvernig hefir hún komist hingað?
Hvar hefirðu náð í hana?“
„Húii var hjerna. Er hjer í fastri
visl. Var hjá frænda í mörg ár.“
„Jæja, þá verð jeg að segja, að
liann frændi þinn hefir gefið henni
of lausan tauminn. Sú frekja, að
segja við mig, að jeg geti ekki feng-
ið tennisbraut! Næst ætla jeg að
spyrja hana, hvort jeg megi ganga
um garðinn."
„Þú hlýtur að sjá,“ sagði Tumi
í besta rjettlætisróm, sem hann álti,
að þetta mundi eyðileggja garðinn.
Það hefir verið margra ára vinna
að gera hann eins og hann er orð-
inn, ef maður ætti að gera þar tenn-
isvöll, yrði maður að eyðileggja
hjartað úr skákinni.“
„Já, mikil vandræði,“ sagði Elisa-
beth súr. „Maður skyldi halda, að
blóm væru það eina, sem hefði
tilverurjett lijer. Hvað eigum við
eiginlega við blóm að gera? Held-
urðu, að jeg ætli að ganga á milli
og hnusa af þeim frá morgni til
kvölds?“
„Við skulum nú bíða við,“ sagði
Tumi og reyndi að miðla málum.
„Nú skulum við koma og líta á
fikjutrjen.“ En hugur hans var eins
og sjávarrót. Og nóttina eftir lá
hann andvaka og hugsaði. Útkoman
af þeirri umhugsun var í fyrsta lagi
efasemdir — að vísu smávægilegar
en efasemdir þó. Og í öðru lagi
vanst það á, að hann tók ákvörðun.
Þegar Tumi kom út fyrir hádegið
nlorguninn eftir til þess að gá að
unnustu sinni, sá hann hina ungu
snildarleikkonu koma meðfram svöl-
unum. Honum varð órótt, er hann
sá, að hún var hörð og reiðileg á
svipinn, augu hennar skutu neistum
og hreyfingarnar vissu ekki á gott.
„Jæja,“ sagði hann og reyndi að
vera alúðlegur, „varstu úti nð
ganga?“
En Elisabeth batt enda á allar
alúðartilraunir.
„Þú verður að reka þessa kven-
snipt á burt!“
„Hvaða kvensnipt?“ spurði Tumi.
„Smith! Jeg líð hana ekki hjer
deginum lengur. Fari hún ekki, þá
fer jeg!“
„Hvað hefir hún gert fyrir sjer?“
„Gert?“ Elisabeth hvæsti. „Hun
hefir móðgað mig og staðið uppi i
hárinu á mjer og látið mig skilja,
að hún liti á mig eins og rusl.“
„Við skulum nú athuga þetta frá
upphafi.“
„Fyrst var það tennisvöllurinn.
Og svo kom jeg að henni og jiess-
um Hogg, eða hvað hann heitir.
þar sem þau voru að gróðursetja
rósarunnana, þó að jeg hefði sagt,
að jeg vildi ekki sjá þá. Auðvitað
sagði jeg henni, að hún mætti ekki
gera þetta. Og þá sagði hún“ —
nú skalf Elisabeth af reiði — „að
þetta væri besti staðurinn að sétja
þá á, og að þetta væri samkvæmt
þinni ósk! Þú verður að reka hana
strax!“
„Jeg get jiað ekki!“
„Getur ekki? Hversvegna?“
„Af því að arfleiðsluskráin til-
skilur, að liún og Hogg eigi að
fylgja heimilinu. Jeg get hvorugt
þeirra rekið. Ef jeg geri það, þá
missi jeg liúsið og þessi Mannering
fær það.“
„Láttu hann bara fá það,“ sagði
Elisabeth fyrirlitlega, „þetta er ekki
nema gamall fúahjallur livort sem
er. Þú hefir þó peningana eftir.“
Nú afrjeð Tumi að framkvæma
ákvörðunina, sem hann hafði lekið
um nóttina.
„Mig langar til að tala við þig
um dálítið mál, Elisabeth. Mundi
jiað taka jiig sárt, ef jeg fengi ekki
þessa peninga?“
„Fengir eklci — — —?“
„Þegar öllu er á botninn livolft,
þá skiftir það minstu, bara ef við
liöldum húsinu. Það virðast nefni
lega vera liorfur á, að hjer sje tim
misskilning að ræða. En jeg á ofur-
lítið af peningum sjálfur, svo aö
við getum komist af, jafnvel þó að
þú yrðir að hætta við að leika. Jeg
er orðinn hundleiður á að semjn
óperettur og langar til að snúa mjer
að alvarlegri verkefnum. Og lijerna
er svo ágætt næði-----------“
„Eigi þetta að vera spaug1 þá er
það ljelegt spaug,“ sagði Elisabetli.
„Það er eklti spaug.“
„Þá hlýtur þú að vera orðin.n
brjálaður. Hætta að leika! Núna,
þegar jeg er að verða fræg! Hætta
við alt og lifa í þessu meljetna hýði
fyrir 100 krónur á viku? Og þú að
skrifa um alvarleg efni? Hvað geng-
ur að þjer, Tumi?“
„Jeg vil eiga heima hjerna," sagði
Tumi alvarlegur, „og jeg hjelt, :ið
þú vildir það lika. Mjer finst við-
kunnanlegt hjerna og vildi helst
verða hjerna alla mína æfi.“
Elisabeth hafði ekki vanist því
að liafa stillingu á sjálfri sjer og
nú hrópaði hún fokreið: „Liklega
þá með Smith?“
Tumi hrökk við. Orð Elisabeth
liöfðu liau áhrif, að þokunni var
svift af og hann sá, hvað í raun-
inni „gekk að honum“. Hann leit
á miss Welton með augnaráði, sem
sýndi, að nú skildi hann hana rjett.
Og hann fann alt í einu til ósegj-
anlegrar gleði.
„Já, jeg get ekki rekið Sniith,"
sagði liann og hugsaði með þakk-
læti til Andrexv frænda. Elisabeth
starði á hann.
„Jú, jú, jeg skil, hvað fyrir þjer
vakir,“ sagði hún kuldalega. „Ef
þú vilt gera boð eftir vagni, þá
skulum við Mabel frænka hverfa
sem fljótast. Hjerna er hringurinn!“
Hún sneri frá og dikaði inn í
liúsið og hrópaði hástöfum á frænku
sina, en Tumi stóð þar sem hann
var kominn og starði á hringinn í
lófa sínum. — — —
Klukkutíma síðar stóð Tumi á
svölunum og liorfði á eftir vagn-
inum, sem var að liverfa með miklu
hafurtaski, Elisabeth og Mabel
frænku.
Þegar vagninn var horfinn dró
liann djúpt andann og leit kringum
sig. í fjarska sá' hann Smith, grann-
vaxna með lúpínurót i hendinni.
Hann var í þann veginn að fara til
liennar þegar síminn hringdi inni
í stofu.
Skömmu siðar kom liann út aít-
ur og hnyklaði brúnir, eins og
hann hefði fengið óþægilegar frjett-
ir. Hann gekk niður í garðinn til
Smith.
„Jeg þarf að tala við yður, Smitli.
Við skulum setjast á bekkinn þarna.“
Smith hlýddi og settist lijá lion-
um. Tumi einblíndi á liægri skóinn
sinn.
„Hún er farin — sína leið, Smith!“
„Hver?“ sagði Smith, sem vissi
þetta þó vel.
„Elis —. Miss Welton. Við höfum
rofið trúlofunina.“
„Ó — það var leitt að lieyra
það.“
„Sannast að segja þykir mjer það
ekkert leitt,“ sagði Tumi. „Jeg þekti
ekki EL... miss Welton rjett, sjáið
þjer. Við trúlofuðumst eftir frum-
sýningu á einum leiknum mínum.
Hún var dáð það kvöld og jeg töfr-
aðist af lienni. Það var kanske af
þakklætiskend, en jeg hjelt það væri
annað. Og síðan höfum við ekki
haft tækifæri til að kynnast. Jeg
hugsaði þetta mál dálitið i nótt, og
í morgun sagði jeg henni — að jeg
hefði mist peningana mína. Það
hafði áhrif, eins og þjer sjáið.“
„En merkilegast var,“ hjelt hann
áfram, „að klukkutíma eftir að jeg
liafði talið Elisabetli trú um, að
jeg hefði mist peningana og ætfi
aðeins húsið eftir hringdi Datcliett
gamli til min og sagði mjer, að
jeg hefði mist húsið, en peningarnir
væru vísir.“
„Mist húsið!“ sagði Smith óða-
mála.
„Já, svo að segja. Þeir liafa víst
fundið eittlivert ákvæði um, að áð-
ur en jeg fái húsið, eigi þessi Mann-
ering, ritari frænda mins, að gefa
samþykki sitt til þess. Frændi liefir
auðsjáanlega falið honum að ákveða,
hvort jeg muni vera maður til að
eiga húsið. Ef hann álítur það ekki,
þá eignast' liann húsið sjálfur. Og
það er ólíklegt að jeg finni náð
fyrir augum hans, þegar svo er uin
hnútana búið. Það væri of mikils
krafist af dauðlegum manni. Ann-
ars hljótið þjer að hafa þekt þennan
Mannering. Vitið þjer ekki, hvar
hann er niður kominn? Jeg vildi
helst ganga úr skugga um þetta sem
fyrst.“
„Jú, auðvitað veit jeg það,“ sagði
Smith rólega. „Hann er lijerna. Það
er jeg!“
„Hvað? Þjer? En þjer eruð....?“
„Jeg er Sidney Mannering. Þjer
vitið, að það er líka kvenheiti. Lítið
þjer á, mr. Vane. Frændi yðar hafði
ekki sjeð yður í mörg ár og var
hræddur um, að jijer munduð ef
til vill ekki lialda eins mikið upp
á húsið og hann ' gerði. En hann
langaði til að það gengi til yðar,
því að þjer voruð eini ættingi hans..
Svo fjeltk hann mig til að lofa því,
að jeg yrði hjer áfram undir gerfi-
nafni til að sjá, livernig þjer reynd-
ust. Mjer þykir eins vænt um jienn-
an stað og honum þótti, svo að jeg
gekk að þessu. Hogg veit auðvitað
um þetta, en aðrir ekki.“
„En....“ stamaði Tunii og vissi
ekki sitt rjúkandi ráð.
„Þetta er alt i besta lagi,“ sagði
Smith og stóð upp. „Jeg tel yður
nógu góðan til að taka við húsinu.“
Tunii reyndi að kæfa niðri í sjer
stunu. „Þjer verðið að lilusta á mig,
Smith, kæra -------miss Mannering
— jeg vil ekki liafa þetta---------“
„Jeg ætla bara að koma þessum
lúpínum fyrir,“ sagði miss Manner-
ing ákveðin, „svo tek jeg saman dót
mitt og fer.“
---------En það fór nú öðruvísi.
Því að hún er þarna enn og heitir
nú — frú Vane.