Fálkinn - 20.02.1942, Síða 10
10
F Á L K I N N
VNQ/flf
U/&NQURNIR
Hættulegu börnin.
Al) VAR ÓLAFUR frœndi, sem
liafði gefið þeim þetta nafn,
því að hann var vanur að segja:
-— Það er aldrei hægt að vita,
liverjum skollanum krakkarnir taka
upp á. Það er beinlínis hættulegt
að hafa þau í húsinu!
En eigi að síður bauð liann Axel
og Binnu, Klöru og Danna heim til
sín í hverju einasta sumarfríi, þó
að altal' færi það svo, að eittlivað
óvænt kæmi fyrir meðan þau voru
þar.
— Nú verðið þið að muna, að
vera skikkanleg í sumar! sagði
Ólafur frændi, þegar hann tók á
móti fjórmenningunum. Og þau
lofuðu að reyna það. Enda leið
fyrsta vikan ofur rólega að öðru
ieyti en því, að Axel var einu sinni
rjett druknaður, Danni datt ofan úr
trje og telpurnar tvær höfðu vilst
inn í skóg og komust ekki heim
fyr en komið var fram undir háttu-
tima — en þetta voru nú ekki nema
smámunir.
En einn morguninn sagði frændi:
— Nú liefir verið kvartað undan
ykkur, fjórmenningar! Hann Korne-
líus skipstjóri hefir kvartað undan
því, að þið sjeuð að skjótast kring-
um húsið hans og hafið troðið nið-
ur blómabeðin hans — hvað á það
nú að þýða? Jeg vil umfram alt
halda friði við skipstjórann, því að
hann er að vissu leyti nágranni
minn. Reynið þið að stilla ykkur
um, að vera að þvælast kringum
húsið hans!
— Já, en frændi, hann er víst
— smyglari! sagði Klara, — við
Benta heyrðum liann hjerna um
daginn vera að tala við svo undar-
legan mann úti í skógi. Þeir sáu
okkur ekki, en við læddumst á eftir
þeim, og — —
— Hafið þið gát á ykkur sjálfum
og verið þið ekki með nein bjána-
pör! tók frændi fram í, og svo
fjekk Klara ráðningu á eftir, af því
að hún hafði minst á uppgötvunina,
sem fjórmenningunum þótti skrítn-
ust.
— Jeg lield, að það sje nú ekki
liann, heldur vinnumaðurinn hans,
hann er svo skrítinn og hvar
sem maður kemur, þá skýtur honum
upp, jafnvel á ólíklegustu stöðum.
- Ætli það sje ekki líkt um þá,
en við skulum nú liafa gát á þeim!
sagði Axel. — Frænda rennur víst
reiðin, þó að við gerum einhverja
brellu. Og ef þeir væru nú smygl-
arar, báðir tveir, eða kanske sjó-
ræningjar... .
Þetta var nú girnilegt til fróð-
leiks og fjórmenningarnir- hjeldu
njósnunum áfram. Það var um að
gera að fá vitneskju um sem flest,
sem snerti þennan dularfulla Korne-
Hus skipstjóra, sem átti heima i
litla Jiúsinu, skamt frá húsi Ólafs
frænda. Maðurinn bjó þarna og
liafði engan lijá sjer nema þjón og
vinnumann, en oft komu gestir og
heimsóttu hann — altaf á nóttinni,
])ví tóku börnin eftir — og oftast
nær hitti liann sjálfur einliverja ó-
kunnuga, þegar hann fór sjálfur frá
bæ. Fjórmenningarnir gengu líka út
á sama tíma, til skiftis og án þess
að nokkur tæki eftir því heima Iijá
frænda.
—- Við stöndum vel að vígi, að
við skulum vera fjögur og geta
skifst á að sofa og altaf geta haft
gát á lionum! sagði Axel ánægður,
þegar hann tók við vaktinni af
yngra bróður sínum eina nóttina.
Ólafur frændi hafði ekki hug-
mynd um neitt af þessu. Hann vissi
ekki annað en börnin háttuðu á
rjettum tima og steinsvæfu alla nótt-
ina.
Það var ekki aðeins Kornelíus
skipstjóri, sem börnin njósnuðu um,
heldur einnig þjónninn hans, sem
var bæði stirðbusi og draugur. Og
fæst af þvi, sem þeir höfðust að,
fór framhjá börnunum. — —
— — Eitt kvöldið sáust fjórar
verur læðast út úr húsi Ólal's frænda
og upp með girðingunni kringum
húsið hans Kornelíusar skipstjóra.
Þetta voru hættulegu fjórmenning-
arnir, sem fylktu öllu liðinu.
— Hann ætlaði að koma út, þeg-
ar þremur skotum væri skotið, til
merkis. — Hann sagði það við
manninn, sem sat og talaði við hann
eitthvað mál, sem jeg skildi ekki!
Og þá átti báturinn að vera tilbú-
inn, það væru ekki nema fimm mín-
útur að honum og alt væri tilbúið.
— Hann skal nú ekki lialda, að
þetta gangi svona vel! livíslaði Ax-
el. — Fjórir móti einum, það ræð-
ur liann aldrei við — og við meg-
um vera svo mörg á móti honum,
þvi að hann er fullorðinn, en við
erum börn.
Þau lögðust í leyni. Danni lædd-
ist á burt og nú lieyrðust þrjú skot.
Þau voru svo óhugnanleg í nætur-
kyrðinni. Fáeinar minútur liðu og
nú kom þjónninn út.
— Á liann! skipaði Axel og að
vörmu spori lá maðurinn kylliflat-
ur og fjórir krakkar ofan á hon-
um. Þau höfðu með sjer kaðal og
tókst að binda hann og líka bundu
þau klút fyrir munninn á honum,
svo að ekki var hægt að heyra,
hvað hann sagði, og það sást illa
framan í hann. En i sama bili kom
Ólafur frændi að þeim.
— Nú tekur út yfir allan þjófa-
bálk! sagði hann reiður! — Við
höfum haft mikið fyrir því að ná
í lögregluþjón og koma honum í
vist hjá Korneliusi þessum, og hann
álti að hafa gát á skipstjóranum,
sem er hættulegur glæpamaður.
En nú hafið þið eyðilagt þetta alt
með því að ráðast á manninn.
Leysið þið hann i snatri — en
annars kemur það ekki að notum
lengur, því að þið hafið aðvarað
Kornelíus og kumpána hans. Það
stóð til, að hann flýði með ýms
verðmæt skjöl, þegar skotin riðu
af og svo — —. Halló! sagði hann
svo alt í einu, um leið og hann
beygði sig og skoðaði fangann bet-
ur: — Þetta er þá Kornelíus sjálf-
ur! Dulbúinn eins og hann væri
þjónninri! Jæja, þá hafið þið veitt
vel, börn!
Ólafur frændi rjetti úr sjer og
varð litið á andlitin á börnunum
fjórum, þegar það hýrnaði yfir þeim
eftir hræðsluna.
— Hjerna er þrjóturinn. Og þá
hlýtur lögregluþjónninn að vera
inni í liúsinu, við skulum flýta okk-
Adamson pressar buxurnar sínar.
— Þuð er nú samt óþœgilegt að
vanta annað afturhjólið.
í kanínubúrinu: — Verið þið nú
hœg, börn, þvi að þurna gengur
hann afi ykkar.
— Hvenær fer næsta lest, herra
■ stöðvarstjóri?
— Eigið þjer við vörnflutninga-
lestina?
ur að ná í hann! sagði frændi. —
Hvernig datt ykkur þetta í hug?
— Við hleruðum og njósnuðum,
og svo skaut Danni þremur hvell-
hettum til að gabba liann — og svo
— svo veidum við hann, sagði Axel.
— í þetta skifti skuluð þið hafa
Hvernig múlarinn fór að losna
við ónœði ú bekknum.
heiður fyrir, börn, en nú skuluð
þið flýta ykkur heim. Það er best
að láta lögregluna um það, sem ó-
gerl er. —