Fálkinn


Fálkinn - 03.04.1942, Qupperneq 10

Fálkinn - 03.04.1942, Qupperneq 10
10 F Á L K 1 N N VNCS/W liE/6NbURNIR Hortuga prinsessan. Þið þekkið víst öll ljósálfana, er ekki svo? En' kannist þið nokkuð við svartálfana? Þeir eru að ýmsu leyti líkir ljósálfunum, en þeir liafa þann óvana, að þeim þykir gaman að gera ýms spell og að erta menn og skepnur. Og sumir þeirra eru nærri því svartir og skelfing ljótir, svo að þeir eru likastir púkum. En ef að þeir væru allir svona ljótir, þá væri liægurinn lijá að vara sig á þeim. En þegar svartálfar og ljósálfar fóru að leika sjer svo mik- ið saman hjerna forðum, urðu þeir svo líkir liver öðrum, svo að síðan kemur það fyrir, að svartálfar verða svo fallegir og sakleysislegir, að manni de'ttur ekki annað í hug en þeir sjeu ljúflingar eða ljósálfar. Þessu treysti svartálfsstelpan hún Ertikráka, þegar hún yfirgaf Álfa- land og fór til Mannheima. „Heyrðu, sjáðu þennan fallega álf!“ sögðu börnin, þegar þau sáu hana. Og þau voru ósköp góð við liana þangað til þau komust að raun um, live slæm hún var. Nú bar svo við að stórveisla var hjá konunginum og drotningunni, því að það stóð til að skíra litlu prinsessuna hana dóttur þeirra. Og allir urðu upp með sjer, þegar ljóm- andi falleg álfkona kom í höllina og bauðst til að lialda barninu undir skírn. Aumingja fólkið, það grun- aði ekki, að þarna var hún komin svartálfsstelpan! En veisian var nú lialdin samt og Ijósmóðirin gaf litlu prinsessunni afar fágætan gimstein, sem geislum stafaði af í öllum regnbogans litum. Þessi gimsteinn átti altaf að hanga um hálsinn á telpunni og þá mundi henni verða alt til gæfu. Drotningin lofaði að muna þetta og eftir skirnarveisluna fór svart- álfsstelpan á burt. En litla prins- essan var látin bera gimsteininn um hálsinn. „Ekki get jeg skilið, hvað geng- ur að litlu telpunni okkar,“ sagði drotningin einn daginn. „Jeg hefi aldrei vitað jafn óþægt barn.“ „Jeg er viss um, að hortugra og verra barn hefir aldrei verið til en prinsessan okkar,“ sögðu allir, sem þektu hana. Og þetta var dag- satt. Hún mölvaði öll leikföngin sín jafnóðum og hún fjekk þau, eyði- lagði dótið bræðranna sinna, reif kjólana hennar mömmu sinnar í tætlur. gantaðist að öllum og henti jafnvel gaman að föður sínum og móður', erti þau og var ósvífin við þau. Það voru ekki þær vammir til, sem hún ekki gerði sig seka í. En liún var svo falleg, að enginn fjekst til að trúa þessu fyr en hann reyndi það sjálfur. Hvað luin var slæm. Svo var þa'ð, að keisarinn frá Lukkulandi komst yfir mynd af henni og leist svo vel á myndina, að liann afrjeð samstundis, að hann skyldi biðja hennar. Hann sendi lienni dýrmætar gjafir, og faðir liennar sagði: „Nú verður þú að vera vinaleg og kurteis, kæra dóttir inín, þegar þú tekur á móti sendiboðum keis- arans. Annars verður liann reiður og segir okkur strið á hendur!“ Prinsessan svaraði þessu engu, en þegar liún var komin í bestu spari- fötin sín og átti að fara að taka á móti gjöfuiium, úthverfðist luin öl 1 svo, að enginn hafði sjeð liana í verra skapi. Hún fleygði öskjunum með ölluin skartgripunum og djásn- unum heint framan í sendiboðana, svo að þeir flýðu sem fætur tog- uðu, alveg lafhræddir og hissa, og sögðu: „Það er óliugsanlegt að keisarinn okkar giftist svona skassi!“ En lceisarinn varð reiður, þegar liann frjetti þessi tíðindi, og ákváð að hefna sín. Og svo sendi hann menn til konungsins á nýjan leik og lcrafðist þess, að liann framseldi prinsessuna, svo að liann gæti refsað lienni. Annars mundi hann fara yfir land konungsins með báli og hrandi. Konungurinn þorði ekki annað en lilýða og svo sendi liann dóttur sína til keisarans. Þar átti hún að verða fangi. „Færið Jiið hana úr öllum fallegu fötunum og takið þið af henni alla skartgripina!“ skipaði keisarinn. „Færið hana í tötra og látið liana vinna öll verstu verkin í eldhúsinu. Þannig ætla jeg að hegna henni.“ Svo var alt þetta gert og gim- steinninn, sem altaf liafði liangið um liálsinn á henni, var tekinn af henni líka. En Jiegar frá leið varð keisarinn var við, að fólkið, sem var með prinsessunni i eldhúsinu, talaði svo dæmalaust vel um Iiana. „Aldrei hefir jafn yndisleg slúlka verið lijerna í höllinni,“ sagði fólk- ið. „Hún er falleg og góð eins og engill!“ Keisarinn varð mjög forviða á þessu og afrjeð að reyna stúlkuna. Hann gerði boð eftir lienni einu sinni, þegar liann kom heiin af veiðum og stígvjelin lians voru aur- ug upp að hnjám, og sagði: „Hreinsaðu stígvjelin mín, stúlka!“ Og lnin tók við stígvjelunum, kurteis og hógvær og hreinsaði þau. „Þau eru ekki vel burstuð. Þú ert löt stúlka." Hún svaraði engu, en tók stig- vjelin og burstaði þau aftur. Þá sagði hann: „Þú ert víst ekki eins drembin og hrokafull og ]ni varst. Hvað kemr.r til þess? Hversvegna crtu orðin svona breytt ?“ „Jeg veit það ekki,“ svaraði lnin, „en jeg iðrast eftir, livað jeg var slæm á'ður. Jeg bið þig fyrirgefn- ingar og langar til að biðja Jiig um teyfi til að fara heim og biðja for- eldra mína fyrirgefningar líka -..... liá skal jeg koma aftur og vera í vist hjá yður meðan jeg lifi.“ „Nei,“ sagði keisarinn. „Nú átt þú ekki að vinna erfiðisverk hjerna lengur. Ef jeg væri viss um, að Jui yrðir altaf eins og lni ert núna, Jiá mundi jeg gera þig að drotningunni minn., því að þú ert góð og nógu falleg til Jiess!“ Þá kom álfadrotningin fljúgandi og sagði: „Þjer er óhætt að giftast lienni, lnin er góð stúlka. Það var ekkí lienni að kenna, hve slæm hún var forðum.“ Og svo sagði álfadrotningin keis- aranum, hvað svartálfastelpan hefði Aldrei fór það svo, að rnaður r/adi ekki haft eilllwað gagn af homim! i----------—------------------------------------------- S k r f 11 u r. ______________________________________________________i — lhmð ertu að gera hjer inni í fiskasafn in u m ími ? — Fiskasafninu? Jeg hjelt að þetta væri baðherbergið. gerl forðum, Jiegar prinsessan var skírð, og að Jiað væri gimsteinn- inn, sem hún bar um liálsinn, sem ætti sök á því, hve hún var slæm. Kn undir eins og haiin var úr sög- unni, hefði prinsessan orðið eins og hún átti að sjer að vera. Ilvernig Pjetur litli hugsar sjer að reikningarnir eigi að ,,balansera“. — Jcg þart' að fara upp i tuglliús. — Og hvaða erindi áttu þangað? — Jeg þarf að tala við fanga, sem var handsamaður fyrir að stela bílnum mínum. Hann Jiarf að fræða mig á, hvernig í skrnmbanum hann fór að Jivi að lcoina skrjóðnum af stað.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.