Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1942, Page 3

Fálkinn - 10.04.1942, Page 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. BlaSiS kemur út hvern föstudag. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 30 aura millini. HERBERTSprent. Skraddaraþankar. Það kveSur oft við, að við lifum á breytinga tímum og byltinga, núna eins og stendur. Sökum gestakom- unnar af völdum styrjaldarinnar bera ýmsir góðir menn kvíðboga fyrir þvi, að þjóðerni vort verði grátt leikið, og þá fyrst tungan og venjur ýmsar. Síst er ástæðulaust að vera á vað- bergi í þessu tilliti. En þeir, sem leyfa sjer bjartar vonir, vitna að jafnaði til þess, að arfleifð vor sje svo mikil og þung á metunum, að hún bjargi við málinu, að því er íslenska tungu snertir. Og víst er sú arfleifð svo mikil, að það væri skritin þjóð, sem týndi henni. Við eigum bæði fornbókmentir og við eigum góðskáld morgunaldarinnar, sem kendu þjóðinni íslenskt mál og glæddu smekk hennar fyrir fögru ljóði, á þeim tima sem „IsafolS var illa stödd.“ Þessvegna mun mörgum sárná, er óvaldir menn og smekklitlir gerast til þess, að fara að „endurbæta“ það, sem við höfum gott talið. Ágætt skáld varð til þess í fyrra, að snúa I.axdælu til nútímamáls, og var til- gangurinn sá, að gera hana aðgengi- lega íslenskum unglingum nútimans. Er þess skamt að minnast, að mjög var deilt um þetta mál, og þó mest áður en verkin sýndu merkin. Hjer skal enginn dómur lagður á, hvort verkin rjettlættu merkin, en þó má segja, að hugsjón liafi verið að baki þessu fyrirtæki. En um annað nýrra fyrirbrigði verður það að segjast, að illa sje á stað farið. Maður einn, sem senni- lega telur sjálfan sig hvorttveggja í senn, málfróðan betur en alla aðra islenska menn, og næmari fyrir bragreglum en þá, sem lslendingar hafa talið skáld bæði í fortíð og nútíð, hefir orðið til jmss að sýna kynslóðinni, sem nú lifir, að ýmsir menn, sem hún hefir haft í há- vegum, hafi beinlínis misboðið ís- iensku máli og kunni elcki að ríma vísu. Og liann ræðst ekki á garð- inn, þar sem hann er lægstur, þessi nýi spámaður íslenskra bókmenta. Hann tekur eitt fallegasta erindi fornbókmenta vorra og sýnir á því veilurnar. Og -Jónas Hallgríms- son verður lieldur en ekki óþyrmi- lega fyrir barðinu á honum. Jónas auminginn hefir hvorki haft mál- smekk, rímsmekk nje óbrjálaða hugs- un. Þessvegna er hann orktur upp — „færður til betra máls“, á mað- ur víst að segja — og ekki þar með búið, heldur þarf að gerbreyta meiningu þess, sem hann hefir sjálf- ur talað, svo að það verði fram- bærilegt. — Það þykir ljótt að guð- lasta. En er þetta nokkru betra? STYRIMANNASKÓLINN NÝI. Hreyfing er nú að komast á það, að veglegur stýrimannaskóli verði reistur hjer i Reykjavík, og er lion- um ætlað að verða einskonar endur- minning um árin, sem nú eru að líða, til heiðurs íslenskum farmönn- um, sem halda uppi fiskveiðum og siglingum, til þess að bjarga þjóð- inni og afkomu hennar. Er ráðgert, að skólinn standi sunnanvert við Suðurlandsbraut, i Rauðarárholti norðanverðu, rjett fyrir norðan vatnsgeymirinn, á há-holtinu. Á síð- astliðnu ári var efnt til verðlauna- samkepni meðal húsameistara, um tillögur að byggingunni og bárust margar teikningar, sem dómur hefir nu verið feldur um. Urðu úrslitin þau, að engin teikningin fjekk I. verðlaun. En liæstu viðurkenningu hlaut teikning húsameistaranna Sig- urðar Guðmundssonar og Eiriks Einarssonar, og sýnir efri myndin norðurhlið skólans, eins og hún á að verða samkvæmt tillögum þeirra. — En neðri myndin sýnir teikningu þriggja húsameistara, Bárðar ís- leifssonar, Gunnlaugs Halldórsson- ar og Harðar Bjarnasonar, en hún fjekk II. viðurkenningu. Fleiri við- urkenningar voru veitta, en þó mun dómnefndin ekki hafa verið ánægð LÆíStí með neina af teikningunum. í dóm- nefndinni sátu: Friðrik Ólafsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, M. E. Jessen, skólastjóri Vjelstjóraskólans (en Vjelstjóraskólanum er einmg ætlað húsnæði i liinni nýju bygg- ingu). Hafsteinn Bergþórsson út- gerðarmaður, Sigurjón Á. Ólafsson alþingismaður, Ásgeir Sigurðsson skipstjóri, Þorsteinn Árnason vjel- stjóri og Friðrik Halldórsson loft- skeytamaður. En af hálfu húsa- meistara skipa nefndina Einar Er- lendsson og Einar Sveinsson. Alls bárust nefndinni átta upp- drættir að skólahúsinu. Sundmót K. R. Sýningarstúlkur K. R. Þann 26. mars hjelt K.. R. sitt ár- lega sundmót í Sundhöllinni. Þar mættu til kepni bestu sundmenn landsins, en mesta eftirtekt vöktu 8 ungar stúlkur, sem höfðu skraut- sýningu undir stjórn Jóns Inga Guð- mundssonar, sundkennara K. R. Vonandi væri það, að sundhallar- gestir gætu oftar fengið ánægju af að sjá slika sýningu sem þessa. Takmarkiö er: FÁLKINN inn á hvert heimili. Jón Ólafsson, fyrv. Mentaskóla- vörður, Þórsgötu 8, verður 80 ára í dag (10. apríl).

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.