Fálkinn


Fálkinn - 10.04.1942, Síða 6

Fálkinn - 10.04.1942, Síða 6
0 F Á L K I N N - LITLfl SflBfln - Mark Hellinger: MIKIÐ TIL MATARINS UNNIÐ. Harry Jackson var á peninga- veiðum .... en ekki var hann svo sólginn í þá, að hann vildi drýgja glæp þeirra vegna eða vinna fyrir þeim. Hann gerði það þriðja ......... PJ ARRY JACKSON svipaði til margra í einu: Hann vildi græða peninga .... helst verða ríkur .... en óskin var ekki nógu sterk til þess, að knýja hann fram til dáða. Einn góðan veðurdag kyntist Jackson fólkinu, sem bjó á hæðinni uppi yfir lionum'. Hann hafði rekist á frú Wilson i stiganum nokkrum sinnum, en ekkert gefið því gætur, því að hún var hvorki sjerstaklega lagleg eða eftirtektarverð á annan hátt. En daginn, sem Harry frjetti, að frú Wilson væri minst 5000 doll- ara virði, fór hann að taka betur eftir henni. Harry hafði lengi dreymt um að eignast dálitla fúlgu, svo sem 5000 dollara; það var einmitt upphæðin, sem liann þurfti á að halda til að koma sjer upp svolitilli verslun. Nánari viðkynning þeirra Harry og frú Wilson varð með svofeldu móti: Harry liafði síma, en Wilsonfjöl- skyldan liafði ekki síma. Eitt kvöld- ið síðla barði frú Wilson á dyr lijá Harry og spurði, hvort liún mætti lána síma. Hún þurfti að hringja til læknis. „Maðurinn minn er liættulega veikur, sjáið þjer, og í kvöld er sóttin á hámarki. Jeg þori ekki að láta hann vera einan meðan jeg hleyp út í turninn á horninu." Harry sagði, að lienni væri vel- komið að lána símann .... og glað- ur varð hann, þegar hann sá, að hún gleymdi ekki að leggja 5 cent á borðið. Göfugmenskan í Harry var nefnilega dálítið útundir sig. Hann bauð henni ótilkvaddur að koma með henni upp í ibúðina og vera lijá henni þangað til iæknir- inn kæmi. Á þeirri stutlu stund, sem þau töluðu saman, þangað til læknirinn kom, varð Harry margs vísari. Til dæmis um það, að Robert Wilson liefði ólæknandi sjúkdóm. í öðru lagi að hjónin ætluðu að flytjast vestur, þangað sem loftslagið var hetra, undir eins og Robert yrði ferðafær. í þriðja lagi, að þau hefðu átt að fara fyrir löngu, en ekki haft efni á þvi. En fyrir nokkrum vikum, sagði frú Wilson, hafði ættingi sálast og iátið þeim eftir 5000 dollara. Frú Wiison ætlaði að nota þessa pen- inga til þess að gera síðustu til- raun til að bjarga heilsu Roberts. Þegar Harry kom ofan til sin aftur hugsaði hann margt um þess- ar uppiýsingar, og næstu daga komst iiann að þeirri niðurstöðu, að það væri rjett að heimsækja Wilsons- lijónin við og við. Henrietta var alt í einu orðin falleg — eða aðlaðandi — í augum hans, af því að hann liafði fengið að vita, að hún átti dálítið til. Hann dró engar dulur á, að liann dáðist að henni, þegar þau voru ein. Já, eftir hálfan mánuð elsk- aði hann liana, blátt áfram. „En Harry,“ sagði Henrietta, „það er ekki rjett að liafa þesskonar liugs- anir, þegar liann Rohert liggur veikur. Þú mátt ekki tala svona.“ ,,En .... liykir þjer þá ekki vænt um mig?“ sagði Harry bliður. Henrietta kinkaði kolli með sem- ingi. „Jú, Henry .... mjer þykir vænt um þig .... jeg lield nærri þvi, að jeg elski þig’.“ Harry þótti vænt um þessi orð, en hann var ekki ánægður lengi. Henri- etta mundi eflaust giftast honum, þegar Robert væri iirokkinn upp af. En það gat orðið langt þangað til .... og þá gat svo farið, að allir peningarnir yrðu búnir. Auk þess var Henrietta iika altal' að hugsa um þessa hressingarferð .... og það var hugsanlegt, að Ro- bert næði sjer svo við ferðina, að hann lifði mörg ár enn. Harry varð si og æ staðráðnari í því, að hann yrði að afstýra þessari ráðagerð. Eitt kvöldið, þegar Henrietta var úti, fjekk Harry tækifæri til að tala við Robert. Hann sagði ekki söguna eins og hún var, en ljet Robert renna grun í, hvernig ástætt væri. Og hon- um var tíðrætt um liina miklu fórn, sem Henrietta ætlaði að færa. „Það er sorglegast,“ sagði Harry, „að þetta fer alveg með líf þessarar fíngerðu, viðkvæmu konu. En . . . það verður víst ekki við jiví gert.“ Meðan hann talaði var liann að fitla við glas með svefntöflum, sem stóð á borðinu við rúmið. „Eru þær ekki hættuiegar þess- ar töflur?“ spurði liann. „Jeg á við .... eru þær ekki sterkar? Ef mað- ur tæki of margar í ógáti, mundi maður víst ekki vakna aftur? Rless- aðir farið þjer varlega með töfl- urnar, Wilsoni11 Robert tautaði eitthvað í barminn en starði eins og dáleiddur á svefn- töflurnar. Tveimur dögum siðar var Robert Wilson dauður. Hann hafði tekið ol' margar svefntöflur í ógáti .... eða kanske liafði liann stytt sjer aldur viljandi. Hann vissi að sjúkdómur- inn var ólæknandi. Enginn vissi gjörla hvernig þetta liafði atvikast. Harry nenti yfirleitt ekki að brjóta heilann um það. Hann liugsaði um það eitt, að síðasti tálminn milli lians og Henríettu var nú ekki leng- ur til og 5000 doiiararnir voru lausir. Undir eins og hann heyrði lát Roberts fór liann til Henriettu. „Harry!“ sagði hún, „af einhverj- um ástæðum hefi jeg fengið sam- viskubit. Getur þjer dottið í hug að Robert liafi framið sjálfsmorð .... til þess að þú og jeg næðum saman?“ „Nei, hann liafði ekki hugmynd um, hvernig á stóð á milli okkar,“ sagði Harry. „Jeg ætti víst að segja að jeg samhryggist lijer, en jeg verð að vera hreinskiiinn. — Henrietta — nú gettim við orðið farsæl!“ Henrietta steig skref aftur á bak. „Harry,“ sagði hún. „Við skulum ekki tal um þetta núna, Kanske —- kanske seinna!11 Harry kinkaði' kolli. „Þú hefir víst rjett að mæla,“ sagði hann. „Það fer ekki vel á því, svona strax eftir að maðurinn þinn er skilinn við. Heyrðu, Henrietta, jeg ætla að bregða mjer í ferð nokkra daga. Jeg skal skrifa þjer og láta þig vita hvar jeg er. Þegar alt er afstað- ið — jarðarförin og svoleiðis, þá getur þú komið til mín og þá gift- um við okkur eftir mánuð, til dæm- is. Ætlarðu að lofa mjer því.“ Henrietta kinkaði kolli og sagði já- Nú var Henry í sjöunda himni. Hann leigði íbúð, fór til fógetans, hitti skiftamenn sína — og þegar lestin með Henriettu kom dæsandi inn á stöðina, stóð liann á stjett- inni og tók á móti henni með blóm- vönd í hendinni. Hann fór beint af stöðinni með hana til fógetans og þar voru þau pússuð saman. Harry var i sjöunda himni þegar þau sátu í bifreiðinni á leiðinni heim. Hann kysti brúði sína og hvíslaði í eyrað á lienni: „Ertu nú sæl, elskan mín?“ Henrietta brosti og þrýsti sjer að lionum. César RugustE Franck. 1822—1890. Eitt af Jjví, sein sjerstklega hlýtur að vekja athygli þess, sem vill kynna sjer lífs- og listarferil þessa einkenni- lega tónsnillings, er það, hvern þátt faðir hans áfti í þvi, að listferillinn varð svo auðnulaus, sem raun varð á, — manni hlýtur sem sje að virð- ast, sem það hafi verið að miklu leyti föður lians að kenna, að hann fann ekki sjálfan sig, fyrr en hann var kominn um fimtugt,- Þetta er eitl af mörgum athyglisverðum dæmum um það, hvílik feykna á- byrgð hvílir á foreldrum barna, sem hlotið lial'a ntiklar gáfur að vöggu-gjöf, — gáfur, sem síðan þroskast svo ört, að foreldrarnir ná ekki „upp i“ þær, — skilja ekki hverl „krókurinn beygist,11 en vilja svo sjálf beygja krókinn, eða ráða stfenunni, vilja liafa „vitið fyrir börnum sinum,“ sent þau hafa ekki skilyrði til að skilja, og hlýta ekki ráðunt jteirra, sem slík skilyrði hafa. Þetta hlýtur auðvitað að leiða af sjer það, að mikið at' góðum hæfi- leikum fer til ónýtis, á meðan slík- ir foreldrar geta beitt valdi sínu á uppvaxandi listamanni. Og um Cés- ar Franck er það að segja, að líklega hefir minstu munað, að hans gáfur og hæfileikar yrðu veröld vorri að engum notum, vegna þess að faðir hans þráaðist við að leyfa honum að fara sinna ferða, eða öllu heldur, beitti öllu áhrifavaldi sínu til þess, að' halda honum í öðrum farvegi en þeim, sem hæfileikum hans var eðli- legastur. Jeg sagði að listarferill Francks liefði verið auðnulaus. Og það er satt, því að fá hinna merkari tón- skálda munu notið hafa jafn lítillar samúðar samtíðarmanna sinna og farið svo gjörsamlega á mis við viðurkenningu þeirra. En honum var þá líka gefin slík stilling og geð- prýði, að hann gat afborið þetta tómlæti með dásamlegri rósemi Dæmið, sem jeg vil tilfæra um þetta er raunar átakanlegt, en það lýsir persónunni César Franck betur en hægt væri að gera i langri ritgerð. Fyrsta opinbera sigurinn vinnur hann, sem tónskáld, þegar hann er orSinn röskra sextiu og átta ára gamall (19/4 1890), — eða á síð- asta æfiári. Þá er leikinn strok- kvartett lians í D-dur (saminn árið áður) á hljómleikum hins þjóðlega tónlistafjelags í París, — og hlýtur verðuga viðurkenningu. Daginn eft- ir, er mælt að Franck liaf sagt i kunningjahóp, „i mesta sakleysi11, eins og honum var eiginlegt: „Þarna sjáið þið! Fólkið er farið að skilja mig!“ — Ekki voru æðrurnar yfir „Já,“ sagði liún, „nú er jeg glöð. Fyrstu dagana eftir að Robert dó hafði jeg samviskubit. Mjer fanst að jeg væri með einhverju móti orsök í dauða hans .... En nú er alt breytt. Undir eins og jeg liafði keypt fallega steininn yfir hann, fansl mjer jeg hal'a gert yfirbót.11 Harry hváði en tók sig á. „Jæja, svo þú keyptir lallegan slein á gröfina hans, ástin mín?“ sagði hann. Henrietta hrosti sæl. „Sá var nú ekki billegur,“ sagði hún hreykin. „En jeg notaði ekki nema upphæðina, sem átti að ganga til þess að Robert fengi heilsuna. Rjetta 5000 dollara.“ því, að það hafði ekki skilið hann fyrri (!) Nokkrum dögum siðar var honum fagnað ágætlega í annað sinn á æfinni. Tók hann þá þátt i hljómleikum liins fræga Ysaye-kvar- tetts í Tournai, þar sem leiknar voru eingöngu tónsmíðar lians sjálfs. Þar með er raunverulega talin öll sú opinbera viðurkenning, sem hann hlaut meðan hann var Iifs. César Augnste Franck lijet hann íullu nafni og var belgiskur að upp- runa, fædur í Lúttich hinn 10. des. 1822. Var faðir lians af flæmskum ættum, sem dvalist hafði i marga ættliði í Gemmenich, í Walloon- hjeraði. Nokkrir forfeður lians höfðu verið málarar og merkastur þeirra Jérome Franck (1540:—1610), er var „hirðmálari" Hinriks þriðja, í París. César er og sagður liafa haft tals- verða hæfileika á þessu sviði, og er talið vera samband á milli þessa arfs frá l'orfeðrunum og þess, hve tónsmíðar hans voru oft mjög „krómatískar.11 Gáfur og hæfileikar Césars munu hafa verið áberandi mjög snemma, þvi að kornungur mun hann hafa verið, þegar liann fjekk inntöku i tónlistarskólinn í Lúttich, þar sem hann var tæpra ellefu ára, þegar náminu þar var lokið, — og var þá strax farið með hann í hljómleika- ferðalag, •— „undrabarnið, píanó- snillinginn César Franck!“ Ári síðar flntti fjölskyldan til Parísar, til þess að drengurinn hefði betri þroska- skilyrði. Áður en hann tók próf inn í tónlistarskólanum þar (1837), naut hann nokkurra mánaða einka- tilsagnar hjá góðum kennara, en á tónlistarskólanum var Zimmerman kennari hans í píanó-Ieik, en Le- borne í hinum „bóklegu11 fræðum. Virðist Franck hafa verið bráðgáf- aður og gæddur fádæma miklum hæfileikum, — þannig, að liann ljek sjer svo að segja að öllum við- fangsefnum, og vakti þannig jafn- vel andúð „æsðtu prestanna11 fyrir þær sakir, — hann gekk svo fram af þeim. Og þar með hefst „auðnu- leyji“ hans á listarbrautinni, — ef hægt er að nefna það því nafni. Árin 1838, ’40 og ’41, vinnur liann til fyrstu verðlauna í hverri keppn- inni á fætur annari. Og hann leikur sjer þannig að viðfangsefnunum, að jafn ágætur maður og Clierubini, — sem þá var aðal-stjórnandi skólans, firtist af, og neitar að samþykkja að veita honum fyrstu verðlaun í píanó- leik. Hinsvegar var samþykt sú miðl- unartillaga, að veita honum alveg sjerstök verðlaun, Grand Prix d’- Honneur", sem aldrei hafa veitt verið fyr eða síðar. Frank hafði sem sje farið þannig með þá prófraun sína, að „leika frá blaðinu11 eða ó- Frh. á bls. 11. Theodor Árnason: Merkir tónsnillingar lífs og iiðnir:

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.