Fálkinn - 10.04.1942, Blaðsíða 9
V
FÁLKINN
9
reka liann úr stöðunni, eða....
eða leggja einhvern óþverra í
skrautkerið, eitthvað, sem vond
lykt væri af. . . . dauða, úldna
rottu til dæmis. Það væri ekki
heldiu’ sem vitlausast að stela
Ijrjefi konunnar sinnar úr ker-
inu og láta þar i staðinu kjána-
hrjef með undirskriftinni: „Þín
elskandi Maren“ eða eitthvað í
þá átt.“
Turmanov þrammaði lengi um
svefnlierbergisgólfið og dreymdi
ýms heillaráð til að hefna sín.
Alt í einu nam hann staðar
og rak hnúann í ennið á sjer.
„Fundið! Bravó!! Bravó!!“ öskr-
aði hann og ljómaði útundir
eyru af ánægju. „Þetta verður
ljómandi .... alveg afbragð!!1'
Þegar konan hans var sofnuð
settist hann við skrifborðið sitt
og hugsaði sig lengi um. Svo
byrjaði hann að skrifa, með
klunnalegri, breyttri rithönd:
„Dulinoff kaupmaðu£,
Heyðraðe Hera!
Ef þjer í kvölld henn tólta
sebtenber klukkan firir segs
liggið eggji 200 rúpplur i
sgrautkjerið við söluturdninn
í sgemmdigarðenum, þá verði
þjer sgodin og verrslunin iðar
sbrengd í lovt ubb“.
Þegar liann liafði skrifað þetta
spratt hann upp og hoppaði. „Ha,
þetta var vel samið," tautaði
liann og njeri saman höndun-
um. „Útsmogið! Betri liefnd er
eklci liægt að fá. Auðvitað verð-
ur kaupmaðurinn lafhræddur og
fer undir eins lil lögreglunnar
og liún setur vörð í runninum
hjá skrautkerinu og þegar Detj-
Ungi maðurinn iók upp úr kerinn tvo miða — tvo peninga'seðla
areff kemur að vitja um ástar-
brjefið, þá grípur lögreglan hann
og tekur hann fastan sem fjár-
þvingara. Ha, ha, ha. ... sá fær
fyrir ferðina. Bravó!"
Turmanov setti frímerki á
brjefið og fór sjálfur með það
í póstkassann.
Hann sofnaði með hros á vör-
unum og svaf værar en hann
hafði gert lengi.
Daginn eftir þegar liann vakn-
aði og mundi, hvað hann liafði
gert, malaði liann af ánægju eins
og köttur og kitlaði jafnvel hina
ótrúu konu sína undir hökunni.
Þegar liann fór á skrifstofuna
og eins siðar um daginn, gat
hann ekki stilt sig um að út-
mála fyrir sjer svipinn á Detjar-
eff, þegar hann uppgötvaði að
hann hefði gengið i gildruna.
Þegar leið að klukkan 6, gal
liann ekki stilt sig lengur, en
hljóp niður í skemtigarðinn til
þess að sjá sjálfur þegar frið-
illinn lenti i klóm lögreglunnar.
„Hí, hi,“ skríkti liann þegar
liann sá lögregluþjón ganga lijá.
Þegar hann kom að söluturn-
inuin faldi hann sig bak við
runn og starði í sífellu á skraut-
kerið. Og beið. Hann var að ær-
ast af óþolinmæði.
Detjareff kom klukkan ná-
kvæmlega sex. Ungi maðurinn
var auðsjáanlega í besta skapi.
Pípuhatturinn sat á ská á liausn-
um á honum, frakkinn upplmept-
ur svo að sá í vestið og opna sál-
ina. Hann blístraði og var með
vindil.
„Jæja, bráðum hittir þú kalk-
únhanann, afglapann", hugsaði
Turmanov. „Já, bíddu bara hæg-
ur!“
Detjareff gekk að skrautkerinu
og staklc hendinni gætilega ofan
í það.
Turmanov rjetti úr sjer og
glápti á liann.
Ungi maðurinn tók upp úr lcer-
inu tvo miða, skoðaði þá í krók
og kring, ypti öxlum og vissi
ekki hvaðan á hann stóð veðrið.
200 rúblur. Hann starði lengi á
seðlana. Loks stakk hann þeim í
vasann og tautaði: „Merei!“
Og Turmanov veslingurinn
heyrði þetta „merci".
Alt liðlangt kvöldið stóð liann
fyrir utan verslun Dulinoffs og
reiddi hnefa .... æstnr, bölv-
anúi og tautandi: „Raggeit! ....
Bleyða! Raggeit! .... Blevða!"
pr* Baráttan gegn farsóttnnum
Til skamms tíma vildu læknavís-
indin ekki meira en svo aðhyllast
þá kenningu, að smitunarsýklar
gætu borist milli manna í loftinu,
að minst kosti ekki nema örstutta
ieið. En rannsóknir, sem fram liafa
farið á þessu i Pennsylvanía-háskólu
liafa sýnt að sýlclar sem valda ýms-
um algengum sjúkdómum geta verið
í loftinu lengri tíma; má þar nefna
sýkla þá, sem valda lungnabólgu, al-
mennu kvefi, inflúensu og barna-
sjúkdómum, svo sem mislingum,
hettusótt og chicken-pox. Einu
sinni var talið, að maður smitaðist
ekki af kvefi, ef maður gætti þess
að koma ekki nær kvefuðum
manni en sem svaraði tæpum faðmi,
en nú vitum við að smitun er
möguleg, ef maður er í sömu stofu
sem kvefaður maður er eða hefir
nýlega verið i.
Visindamennirnir komust að þessu
með því að hengja búr með sýklu
tilraunadýri nokkur fet frá öðru
búri með smituðu dýri sörnu teg-
undar. í langflestum tlifellunum,
sem þetta var gert, smitaðist lieil-
brigða dýrið. Og þegar líkur voru
fengnar fyrir því, að smitun gæti
orðið loftleiðis var opnuð leið til
þess að verjast ýmsum smitandi
farsóttum.
Veturinn 1940—41 gekk einn
versti mislingafaraldur í sögu
Bandaríkjanna yfir landið og var
sjerstaklega skæður í stóru borgun-
um við Atlantshafsströnd. í sunnun
bekkjum í skólunum í Philadelphia
fengu um 70% af þeim nemendum
veikina, sem á annað borð voru
móttækilegir fyrir hana. En í þrem-
ur skólum í Philadelpía voru sýk-
ingartilfellin, sem rakin urðu til
smitunar i skólastofunum, aðeins
fimtungur á við það, sem var í öðr-
um slcólum.
Þetta veriðst vera undur, en skýr-
ingin er ofur einföld. Börnin, sem
vörðust mislingunum svona vel sátu
á daginn í skólastofum, sem upp-
lýstar liöfðu verið með lömpum
með út-fjólubláu ljósi, svipuðum
„háfjallasólarlömpum“, en með út-
geislun af enn styttri bylgjulengd.
Þegar hringrás komst á loftið í
skólastofunum við uppliitunina,
drápu geislarnir „virusa“ þá og
sóttkveikjur, sem í loftinu voru, eða
gerðu þessa sýkla óvirka.
Þessi tilraun gæti reynst ein af
mikilsverðustu uppgötvunum í lækn-
isfræði síðustu tíma. Með tímanum
mun þeim skólum og samkomuhús-
um fara sífjölgandi, sem nota svona
lampa og munu þá sjúlcdámar er
stafa af sýklum, sem berast í lofti,
svo scin kvef, inflúensa, lungna-
bólga og ýmsir barnasjúkdómar
smámsaman fara að tilheyra liðinni
tíð. Nú geta menn, fyrir tiltölulega
lítið verð, dregið mjög úr áliætt-
unni af þessum sjúkdómum með því
að nota þessa lampa í þeim lier-
bergjum, sem einkum eru notuð
til veru, svo framarlega sem þeir
gæta þess að koma ekki í troðfulla
samkomusali þegar kvef eða in-
flúensa gengur.
Á barnahæli einu skamt frá
Chicago eru sum börn látin vera i
stofum með hinu nýja Ijósi, en
önnur ekki. Einu sinni bar það við,
að tólf af hjúkrunarstúlkunum á
þessu barnahæli kvefuðust samtím-
is, en svo margar gátu þó ekki
verið frá verki í einu. Af þessu
leiddi, að öil börnin nema eitt
kvefuðust, i stofum þeim, sem ekki
höfðu útfjólubláu lampana. En þó
að kvefuðu stúlkurnar önnuðust um
börnin i þeim stofum, sem höfðu
hina nýju lampa, fór svo, að þar
kvefaðist ekki eitt einasta barn. A
tveggja ára tíma veiktust 04 börn
í stofunum með venjulegum lömp-
um af kvillum, sem rekja mátti til
smitunar um andrúmloftið, frá öðr-
um börnum, hjúkrunarkonum, lækn-
um eða gestum. En á sama tima
veiktist ekki nema eitt barn í stof-
unum með útfjólubláu lömpunum.
Á skurðstofum sjúkrahúsa liefir
tekisl að draga nijög úr smitun við
uppskurði með því, að beina sterku
ljósi frá sýkladrepandi lömpum á
sjúklinginn, læknirinn og verkfærin
meðan á læknisaðgerðinni stóð. Er
það augljást mál livílikt gagn sjúkra-
húsum getur orðið að þessum lömp-
um, því að sýking frá sjúklingi tii
sjúklings eða frá sjúklingi til lijúkr-
unarkonu eða gest, eða gagnkvæmt,
er alvarlegt viðfangsefni.
Nýjar tilraunir, sem gerðar hafa
verið í svefnskálum skóla í austan-
verðum Bandaríkjunum sýna, að ef
nemendur, sem sitja á daginn i
þjettskipuðum hóp í óvörðum
skólastofum, liggja í svefnstofum
með útfjólubláum geislum á nóll-
inni, fá þeir miklu síður kvef en
annars mætti búast við. Virðist
þetta benda til, að sýklar sem ber-
ast ofan í fólk á daginn rýrni við
það, að andað er að sjer sýkla-
lausu lofti alla nóttina.
Sýkladrepandi lömpum liefir ver-
ið komið fyrir í loftræstingarkerfi
ýmsra sjúkrahúsa, verksmiðja og
samkomuhúsa. Loftið streymir gegn-
mn glerhylki, sem lýst er með
geislunum, og þeir drepa sýklana.
En saint er það einfaldara og á-
hrifameira, að koma lömpunum
fyrir i stofunum sjálfum.
Þrjár verksmiðjur eru nú farnar
að srníða þessa lampa og' fást þeir
nú víðsvegar um Bandarikin. Verð-
ið er 10—40 dollarar, eftir stærð
og frágangi. Sjerkunnáttu þarf til að
koma þeim fyrir, svo vel sje. Vegna
þess að útfjólubláu geislarnir eru
óþægilegir fyrir augun, verður ljós-
ið að leggja upp á við, svo að geisl-
ana leggi ekki beint að augunum.
Einn meðalstór larnpi nægir í slofu,
sem er 12x10 fet að gólfrými og 8
fet undir loft, og straunxeyðslan er
mjög áþeekk og í vcnjulegum raf-
magnslömpum.
Af fullkomnun þessa lampa leiðir,
að lxeilsufræðingar og vísindamenn,
sem liafa eftirlit með mjólk, vtani
og ýmiskonar fæðu, geta nú far.ð
að hafa eftirlit með loftinu, sem
maður andar að sjer. Þegar það
skref er stigið, er nýr sigur unn-
inn á framfarabraut mannkynsins.
nmce Bliven.