Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1942, Blaðsíða 12

Fálkinn - 29.05.1942, Blaðsíða 12
12 F ÁLKI.NN Louis Bromfield: iO AULASTAÐIR. „Jeg man svo langt, að J)ú varst það lika, Villi. Og jeg' man þegar þú varst helsli kavalérinn i öllum Suðurríkjunum.” Fhi þetta gerði Villa bara upp með sjer. Hrukkótta, gamla andlitið varð að einu brosi. Haim rak upp hjáróma hlátur, sem átti að vera kæruleysislegur, og tók í'lösk- una upp úr skrifborðsskúffunni. „Hvernig væri að fá sjer einn lítinn, frú Lýðs?“ Villa til mikillar furðu, svaraði hún: „Það væri kanske ekki svo vitlaust.“ Gamla prentvjelin dunaði á neðri hæð- inni. Dagsverkinu var lokið og hún var ein- kennilega þreytt, sigruð og gömul, í lmga sínum. Villi náði í tvo pappírsbikara úr vatnskæl- inum, helti í þá og lyfti sínum. Einhver ein- kennilegur, fjarlægur svipur kom í augna- ráð hans. „Skál J. E.!“ sagði hann. Þegar hann hafði rent úr sínum bikar, bætti hann við: „Einhvernveginn er eklíi x-jetl bragð að konjakinu úr pappírsbikar.“ Þessi tár gerðu það að verkum, að Sjana varð að koma við í Bostonbúðinni, fara þar inn í kvennaherbergið og laga á sjer máln- inguna. Þetta tafði fyi'ir henni og varð því síður en svo til þess að bæta skapið. En Kobbi Dorta var þegar farinn að bíða eftir lienni, í græna bilnum sinum, fyrir framan húsaþyrpingu föður síns. Bæði það að sjá bílinn og svo það, er Kobbi sjálfur stökk út, brosandi og kom á móti henni, varð lil þess að hressa huga liennar, en ekki vissi hún, hvort átti meiri þált í því bíllinn eða Kobbi. „Fyrirgefðu, að jeg kem svona seint,“ sagði liún, „en það hefir alt gengið öfugt hjá mjer i allan dag.“ „Þú ert vel þess virði að bíða eftir þjer, livenær sem er.“ „Mjer leiðast svona gullhamrar.“ Nú klifruðu þau bæði upp i bílinn og hann setti vjelina i gang. „Þú ert slæm með það að snúa mann út af laginu,“ sagði Kobbi. „Hvernig þá það?“ „Altaf að segja nxjer að þegja.“ „Fyrirgefðu, en mjer finst bara svona gullhamrar minna mest á talmyndir." 1 rauninni var hún ekki eins andvíg svona tali og hún ljet. Henni þótti í rauninni vænt um það -7— nenxa livað hún var hrædd um að svona væri hann búinn að tala við hxxndr- að stúlkur áður. Ósjálfrátt fanst henni Kobbi vera þannig maður, og það sem vei'ra var: hún dróst að honxuxx einmitt vegna þess, að haixn var svona nxaður. Ilún skammaðist sín fyrir að kunna vel við svona tal og kunna vel við liann fyrir að lala svona. En verst þótti lxenni, að hún sjálf skyldi vera óhamingjusöm og því afundin við þá, seixx henni þótti vænst um. Eftir augnabliks þögn sagði hún: „Já, jeg' er að minsta kosti i illu skapi i dag.“ „Hversvegna?“ „Það hefir alt gengið mjer öndvert síðan í morgun.“ „Hvað, til dænxis ?“ „Æ, ekkert. Við skulunx ekki vara að tala unx það.“ Hún hvorki gat nje vildi segja honum alla söguna, sem hófst unx morgunin. á ó- notuixx Öddu. Hún vildi ekki einxi sinni segja lionunx einn af atburðuixx dagsins, al' því það hefði verið drottinssvilc gagnvart Villu frænku. Þetta var einmitt aðalgallinn á vináttu þeirra Kobba — að hún gat ekki liaft liann að trúnaðarmanni án þess að svíkja frænku í tryggðum um leið, og ofur- selja hana og alla Lýðsættina Dortaættinni. Og hún sagði við sjálfa sig, að heldur skæri hún úr sjer tunguna en aðhafast slíka fúl- mensku. „Get jeg nokkuð hjálpað þjer?“ „Nei.“ Hann glotti og notaði þannig það vopnið, seixx best beit lil þess að gera hana ósjálf- bjarga. „Þú verður orðin góð, þegar við komuin til Mylluborgar og fáuxn okkur einn strammara.“ „Getur vei'ið.“ „Hvað senx öllu öðru líður, er veðrið ynd- islegt.“ Og þarna sagði liann satt. Veðrið gat ekki hetra verið og hann fann á sjer veður, eins og skepnur gera. Voi'ið var þegar konxið með græna slikju yfir sljetturnar og fram með skurðununx. Þetta var veður, þegar hver maður hefði átl að finna til velsælu af því að vera til. Þannig voru tilfinningar Kobba, en hún sat þarna við hliðina á lion- um, önug og í illu skapi. En eftir því sem þau óku lengra, færðist einhver friður yfir hana og taugarnar konxust nokkurnveginn í sanxt lag. Altí einu sagði liann: „Frænka þín konx að heimsækja okkur i nxorgun.“ llún þóttist heyra eitthvert háð í rödd- inni og vissi, að hann glotti, en vildi ekki líta á liann, til þess að verða ekki reið. IJún svaraði því heldur stuttai'alega: „Hvaða frænka? Frú Lýðs?“ „Já, jeg veit ekki af neinni annari." „0, jeg á frænkur unx landið þvert og endilangt. Mín ætt er orðin görnul í land- inu.“ Þarna náði hún sjer niðri á honum fyrir háðið, en næstum samstundis skanxm- aðist hún sin fyrir það. „Okkur þykir altaf gaman þegar hún kemui'.“ „Já, þið hlægið visl dátt, þegar hún er komin út úr dyrunum?“ í þetta sinn ansaði liann henni ekki, en alt í einu, eftir að þau liöfðu ekið stundar- korn áfram þegjandi, sagði liann: „Þú erl einhver leiðinlegast kvenpersóna, sem jeg hef nokkurntíma fyrir liitt. Jeg veit eklci lxvei’svegna jeg er að kæra mig nokkurn hlut unx þig,' en liklega er Jxað af því, að þú ert svo lagleg.“ „Þakka þjer fyi'ir orðið." „Og svo veg'na þess, að þú erl ekki svona í raun og veru.“ „Jeg veit vel, hvernig jeg er raun og veru.“ Hana langaði til að hæta því við, að hún væri eigingjörn, önug og þrætugjörn, en vildi þó ekki gefa svo mikinn höggstað á sjer. „Maður af í-jetta taginu gæti haft þig góða.“ Þetla fanst henni heldur móðgandi. Tár- in komu franí í augu hennar, blinduðu hana og fyltu hana nýrri reiði. Hún svar- aði: „Ef þú hættir ekki að tala um mig, stekk jeg út úr bílunum og fer gangandi heim.“ Hann svaraði engu, en lxenni lil mikillar undrunar ók liann bílnum út á vegarbrún- ina og stöðvaði vjelina. Siðan sagði hann: „Sjáðu nú til! Við verðum að fá einhvern botn i þetta. Það er eirigin ástæða til að fara til Mvlluborgar, ef við þurfuni að vera að rífast all kvöldið. „Jeg er ekki að rífast.“ „Jeg veit ekki hvað þú vilt kalla það, en víst er um það, að hvorugt okkar líefir sjer- lega ánægja af samtalinu.“ „Fyrirgefðu. Jeg slcal reyna að hætta, en þetta er líka þjer að kenna.“ „Kann að vera.“ IJann tók liönd hennar. Höndin á lionum var stór, falleg og hlýleg. Hann sagði: „Jeg skal vera góður, ef þú vilt lofa því sama.“ Hún svaraði drænxt: „Golt og vel. Ef þú segir ekki nxeii'a, fyrr en við erum komin til Mylluborgar." „Jeg skal lofa því.“ Hann setti vjelina í gang aftur og þau óku af slað þegjandi, en hún fór að hugsa unx þetta sarna, sem svo oft hal'ði haldið fyrir hénni vöku, sem sje, að það væri heimskulegt af henni að vera að lialda á- fram að hitta Kobba, þegar lnin vissi að alt mælti í gegn því, að neitt gotl gæti af þvi hlotist. Hún sagði við sjálfa sig, að þelta skyldi vei’ða í síðasta skifti, sem hún hitti hann. Eftir kvöldið i kvöld skyldu samvist- ir þeirra hætta og þá lilyti hún ef til vill sálarfrið og kæmist í hetra skap. Og allir yrðu ánægðir, Villa frænka, Adda gamla, og jafnvel viðbjóðurinn liann Villi Frikk. Þau voru þögul alt þangað til þau konxu upp að undirhlíðurium, en þá varð henni að orði, hugsunarlaúst og óviljandi: „0, jeg elska þetta land. Hjer vil jeg vera og livergi annarsstaðar.“ „Viltu ekki einusinni fara aftur til Aust- urrikjanna?" „Nei, þar er ekkert svigrúm. En hjer er liægt að dx-aga andann.“ „Já, víst er hjer víðlent.“ „Víðlent, þó, þó! Sá hann nú ekkerl ann- að við landið en víðáttuna? Hana langaði U1 að rek% upp fyrirlitningarhlátui', en stilti sig. Hvað gat aðskotadýr eins og liann, vil- að um landið, þar sem hvert trje og liver steinn minti á Lýðs-ættina — þessa iniklu frumhérja-ætt? Eftir því senx þeim miðaði upp eftir fjalls- hlíðunum og áleiðis til Mylluborgar, gleymdi lxún rifrildinu og skapið batnaði. Fjöllin höfðu einhvernveginn þá náttúru, að þau

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.