Fálkinn - 29.05.1942, Blaðsíða 6
6
F Á L K 1 N N
Litla sagan:
Per Kellberg:
Fyrsta mótlætið.
A RVIÐ var ekki nema tólf ára
en hann var þegar oröinn
skáldhneigður. 1 sumarleyfinu rangl-
aði hann oft einn um akra og engi
og inn í skógana og kjarrið. Þar
naut liann lífsins í fullum mæli og
settist þá stundum á stein og orkti
langar sonettur um svölurnar, sem
þutu á flugi um loftið eins og ör
væri skotið, og um blómin, sem
lineigðu sig í sumargolunni og lilóu
við sólu. Hann var tvímælalaust
lýriskt skáld. Hann fjekkst lítið um
alvarleg efni, um blóð, tár og ástir
og þetta stafaði meðfram af því,
að hann hafði ekki að svo stöddu
kynst þessu beiska kryddi mann-
legrar tilveru. Ásthneigðin var
reynsla, sem beið hans er liann
kæmist lengra áleiðis á lífsleiðinni,
og svo mundi hitt koma í kjölfar
ástarinnar. En eins og sakir stóðu
voru það svölurnar og blómin, sem
heilluðu hann mest.
Ennfremur hafði Arvið þann
vanda á hendi að vera afmælisdaga-
skáld fjölskyldunnar, en þetta taldi
hann ekki list heldur handverk, og
þar þurfti ekki annað en nota
stór orð og íburðarmiklar lýsingar.
Arvið skoðaði þetta sem ábatasama
frístundavinnu, sjerstaklega þegar
amma hans átti i hlut, því þá hrutu
stundum til hans krónur, eins og
fimmeyringar í klinki. Amma átti
einn afmælisdag á ári og hjelt upp
á fimm aðra og þessvegna áskotn-
aðist Arvið talsvert fje annanhvern
mánuð.
Eitt var það, sem Arvið hafði sjer-
staklega gaman af, og það var að
safna jurtum. Þetta var ekki nema
eðlilegt um annan eins náttúruvin
og hann var. Fyrsta sumarið sem
hann hneigðist að þessu var hann
öllum stundum úti um engi og
skoga, með blikkkassa í ól um öxl-
ina og ofurlitið gref i hendinni.
Þetta var liið ákjósanlegasta sam-
bland gagns og ánægju, því að jafn-
framt fræðslunni i jurtafræði knúði
þetta starf hans skáldæð hans til
aðgerða. Og jafnóðum og jurtasafn
hans stækkaði jókst safn hans af
náttúruljóðum. Já, þetta var mikið
þroskasumar fyrir Arvið litla.
Vikuna áður en prófa skyldi
Arvið i þekkingu hans á jurtunum,
sem hann hafði safnað, lokaði hann
sig inni í herberginu sínu á hverju
kvöldi og yfirfór safnið sitt hvað
eftir annað. Hann var næmur og
átti auðvelt með að læra utanað
og þegar faðir hans hlýddi honum
yfir í siðasta sinn fyrir prófið kom
það á daginn, að það var ómögulegt
að reka hann í vörðurnar. Svo
kappsamur var liann, að honum fór
líkt og enska st'jórnmálamanninum,
að liann dreymdi nóttina fyrir —
ekki að hann ætti að halda ræðu i
neðri málstofunni, því að það gat
ekki komið fyrir Arvið — heldur
að hann væri í sífellu að þylja upp
jurtanöfn, og upp úr þessu vaknaði
hann og var þá að romsa körfu-
blómaættina.
Nú var dagurinn og stundin kom-
in og Arvid gekk fram fyrir kenn-
arann, blóðrjóður í andlitinu. Nú
var svo ástatt, að kennarinn hafði
af einhverjum ástæðum horn í síðu
Arviðs. Það kann að vera að Arvið
hafi verið dálítið svörull, en þó
var ekki ástæða til að telja liann
óróabelg. Og hann kunni lexíurnar
sínar altaf vel. En stundum vildi
hann koma með skýringar frá eigin
brjösti á ýmsum náttúrufyrirbrigð-
um og þær skýringar fóru alltaf í
þveröfuga átt við skýringar kenn-
arans. En liann barðist jafnan fyrir
skoðunum sínum eins og hetja, svo
að stundum varð kennaranum
svarafátt. En þetta kunni náttúru-
vísindakennarinn ekki við, heldur
sló hann því föstu, að Arvið væri
svörull og frakkur strákgepill, sem
lialda þyrfti í hemilinn á.
— Nú! sagði liann stutt og rjetti
fram jurt, en lijelt hendinni um
nafnmiðann. -— Hvaða jurt er þetta?
— Þetta er ljett spurning hugs-
aði Arvið með sjer og óx hugur.
Svo sagði hann upphátt: — Það er
primula veris!
Kennaranum fanst votta fyrir
þrjósku í rödd Arvids og hnyklaði
augabrúnirnar. Næst tók hann or-
kideu og spurði um nafnið, og
Arvið svaraði rjett.
— Hvar fanstu hana?
Um þetta blóm hafði Arvið orkt
tvær línur í ljóðabókina sína, það
var það eina sein liann mundi. En
hann mintist ekkert á það. í stað-
inn svaraði hann.
— Við tjarnarbakkann.
— Rangt! Þessi blóm vaxa ekki
við tjarnarbakka. Hefir þú yfirleitt
safnað nokkrum af þessum blóm-
um sjálfur?
— Já, jeg liefi tínt hvert einasta
af þessum blómum sjálfur, sagði
Arvið og lagði áherslu á hverja
einustu samstöfu. Hann var bæði
reiður og leiður.
— Jeg efast um að þú segir það
satt! Nú má jeg ekki vera að sinna
þjer lengur. Næsti!
Arvið stóð þarna eins og steini
lostinn og sagði ekki neitt. Honum
fanst eins og liann liefði verið sleg-
inn linefahöggi i andlitið og fanst
hann ringlaður og geta ekki hugs-
að skýrt. Og aðra eins vinnu og
hann hafði lagt í jurtasafnið silt!
Þetta var ósvifni, sem tók út yfir
allan þjófabálk. Þegar hjöllunni var
hringt gekk hann snúðugt úl úr
kenslustofunni og beint heim, og
þegar hann kom heim lagðist hann
upp i rúm og fór að hágráta, sum-
part af reiði en þó meira af sorg.
hann hafði verið beittur rangindum,
í fyrsta slcifti á æfi sinni.
Frá þessum degi stafar lcvæði
Arviðs, „Lífsleiði“ — fyrsta kvæðið
sem kom á prent eftir hann.
Flugherinn en lykill að sigrinum.
Mikilverðasta einstaka staðreynd-
in, sem komið hefir fram i þessu
stríði er sú, að völdin á hafinu eru
nú ekki komin undir orustuskipun-
um lengur. Yfirráðin í lofti eru
yfirráðin á sjónum.
Ef við viðurkennum þessa stað-
reynd og högum olckur eftir henni,
þá höfum við í höndunum lykilinn
að því að vinna stríðið, þvi að við
erum eina þjóðin, sem getur smiðað
loftflota, sem yfirgnæfir loftflota
annara þjóða.
Á einum stuttum mánuði í stríð-
inu í Kyrraliafinu sáum vjer stór-
kostlegri eyðileggingu herskipa, en
nokkurntíma hefir orðið i sögu sjó-
liernaðar. Fleiri stórskipum var
sökt en í orustunni við Jótland.
forðum, en það er stærsta sjóor-
usta síðari tíma. Og það voru flug-
vjelar, sem óttu mestan þóttinn i
Kyrraliafsorustunum.
Sennilega liefir um fimtungur
allra lierskipa á sjónum verið gerð-
ur óvígur um stundarsakir eða fyr-
ir fult og alt — af flugvjelum. Ekk-
ert hefir gerst jafn stórkostlegt i
sjóhernaði siðan herskipið Merri-
mac sigldi til Hampton Roads 8.
mars 18G2 og sökti skipunum Cum-
berland og Concfress, en þau voru
bæði úr timbri.
Þjóðverjar lögðu undir sig Noreg
1940 með lítilfjörlegum slcipakosti,
fyrir augunum á sterkasta flota
heimsins. Undir vernd flughers síns,
sem þá var meiri máttar hinum
enska tókst Þjóðverjum að flytja
þúsundir af herliði yfir Norðursjó.
Hinn 12. nóvember sama ár söktu
enskar tundurskeytaflugvjelar þrem-
ur ítölskum orustuskipum og tveim-
ur beitiskipum við Taranto, eða
gerðu þau óvíg. Hinn 10. janúar
1941. söktu þýskar og ítalskar flug-
vjelar enska beitiskipinu Southamp-
ton í austanverðu Miðjarðarhafi og
skemdu flugvjelaskipið Illustrious og
orustuskipið Malaya. Hinn 27. mai
skemdu enskar tundurskeytaflug-
vjelar Bismarck svo alvarlega, að
liann laut lægra haldi fyrir her-
skipum á eftir.
Og síðan frjettirnar i Pearl Har-
bor og við Malayaskaga, sem enn
eru í fersku minni, veit allur her-
menskuheimur, að eigi verður um
það deilt, að flugvjelar liafi í fullu
trje við herskip.
Brynreiðar og skriðdrekar geta
þvi aðeins gegnt starfi sínu, að þau
njóti varnar flughers síns. Öll gagn-
rýni Breta á atburðunum við Mala-
yaskaga snýst um þá skissu, að
flugliðið í Singapore skyldi ekki
vera látið aðstoða Prince of Wales
og Repulse. Sú staðreynd að flug-
herinn fjekk ómæli af missi þessara
tveggja skipa, en ekki skipin sjálf,
er besta sönnunin fyrir því, að
völdin á hafinu eru flutt frá her-
skipunum til flugvjelanna.
Hvernig verkar þessi gerhylting
í sjóhernaði á Bandaríkin? Ættum
við að láta liugfallast? Þvert ó móti.
Með árangri þeim, sem Japanar
liafa nóð með notkun flugvjela, hafa
þeir lagt spilin upp í hendurnar á
okkur. Því að völdin í loftinu eru
okkar styrkur. Engin þjóð jafnast
við Amerikumenn í vjeltækni —
Japanar allra þjóða síst. Og vjel-
fræðikunnáttan er hyrningarsteinn
lofthernaðarins. Flugvjelasmiðir okk-
ar standast samkepni við færustu
stjettarbræður sina meðal annara
þjóða. Og stórframleiðsla okkar
tekur fram öllu samskonar í ver-
öldinni.
Með þeim möguleikum, sem við
höfum til stórframleiðslu á flugfloti
okkar að hafa komist fram úr
flugflota Japana órið 1943. En það
er ekkLnóg, að floti okkar sje jafn-
vígur honum að tölunni til, þvi að
Japanar standa betur að vígi land-
fræðilega en við. Þeir hafa, ef svo
mætti segja, „hundrað ósökkvanleg
flugvjelamóðuskip fyrir akkerum“
í vesturhluta Kyrrahafs — Caroline-
eyjar og Mariane-eyjar — milli
Hawaii og Filippseyja. Það eru þess-
ar flugstöðvar öllu frennir en flot-
inn, sem hafa gefið Japönum yfir-
ráðin í liöfunum austur og suður af
Asíu. og við höfum raunalega fá
flugvjelamóðurskip til þess að tefla
fram gegn hinum ósökþvanlegu flug-
völlum Japana.
En ef Amerika og Bretland lialda
Ástraliu og Indlandi sem herstöðv-
um, þá munu yfirburðir okkar í
lofti fá að njóta sín, svo að óvin-
irnir kenni á þeim. Frá þessum
slóðum munum við hrekja þó norður
Fjrrsta loftárásin.
Fyrstu loftárásir veraldarsögunn-
ar voru gerðar fyrir 93 árum, en
þá vörpuðu Austurríkismenn þrá
faldlega sprengjum yfir Feneyjar
úr alt að 4500 feta hæð. Franzj
Ucliatius, austurrískur herverkfræð-
ingur, hafði gert tilraunir með loft-
belgi, sem fyltir voru heitu lofti,
sem liitað var frá eldstó, er fest var
neðan í þá. Lagði hann til að þessa
loftbelgi yrði látið væri látið reka
yfir Feneyjar, og skyldi í hverjum
loftbelg vera tímavjel, er á tiltelc-
inni stundu losaði sprengju úr loft-
belgnum. Yfirherstjórnin vísaði
þessari 'tillögu á hug, en keisarinn
lagði fyrir Ucliatius að koma hug-
myndinni í framkvæmd.
Gerði Uchatius nú 100 loftbelgi,
en tókst ekki að fullgera eldstór
nema í 50 þeirra. Fór hann nú með
þessar nýju vígvjelar sinar um
borð í herskipið Volcano, sendi
upp litla tilraunaloftbelgi og flutti
sig stað úr stað, þanaað til þeir
komust á rjetta staði yfir borgina,
og sendi nú upp fyrsta sprengjuloft-
belginn. Sprengjan sprakk á stræti,
sein fult var af fólki. Komst alt í
uppnám við þessa óvænlu árás ofan
úr skýjunum. Margt fóllc tróðst und-
ir, er það flýði á burt um hin
þröngu stræti og brýr borgarinn-
ar. Uchatius sendi loftbelgi sina
upp dag eftir dag og eyðilegging-
arnar fóru sívaxandi, og það var
ekki síður eldhættan en sprengjurn-
ar, sem unnu tjón. Þvi að belgirnir
hitnuðu oft svo mikið, að það
kviknaði í þeim og komu þeir þá
brennandi til jarðar og kveiktu frá
sjer. Feneyjabúum lærðist fljótt, að
óráð væri að skjóta á helgina, því
að þá hröpuðu þeir og síðari vill-
an var verri liinni fyrri. Eyðilögð-
ust margar byggingar af eldi, áður
en hinir felmtruðu borgarbúar komu
ó hjá sjer brunavörnum, sem dugðu.
En eigi fórust nema fjórir menn í
þessum loftórósum en 26 særðust,
þó að árásirnar orkuðu miklu um,
að veikja baráttulíug borgarbúa.
Sló svo miklum óliug á fólk, að
utanborgarmenn þorðu ekki að koma
í borgina, og vegna aðflutningaleys-
is ló við, að borgarbúar kæmust i
svelti, því að allar lífsnauðsynjar
varð, að flytja að.
Það var að því komið, að Fen-
eyjabúar gæfust upp, þegar árás-
irnar liættu alt í einú. Höfðingjar í
liði Austurrikis, sein litu Uchatius
öfundaraugum, fengu þvi framgengt
að stjórnin neitaði að láta liann
fá fleiri eldstór í loftbelgina 50,
sem hann átti eftir. — En undir
eins og árásirnar liættu tókst Fen-
eyjabúum að rjúfa umsát Austur-
ríkismanna.
frá Filippseyjum og Fonnosa, norð-
ur i lijarta japanska keisaradæmis-
ins og lóta þá finna bragðið frá
Pearl Harbor heima í sínum eigin
liúsagarði.
Mahan aðmíráll hjelt því fram,
að sú þjóð sem hjeldi yfirráðunum
á höfunum, ætti sigurinn vísan.
Þetta er alveg jafn satt í dag eins
og þegar það var skrifað, árið 1890.
Mahan átti vitanlega við orustuskip
og beitiskip, er hann talaði um yf-
irráðin á hafinu. En núna, eftir at-
burðinn á Pearl Harbor eru tundur-
skeytavjelar, sprengjuflugvjelar og
orusluflugvjelar þau tæki, sem gefa
yfirráðin á sjónum. Hjeðan i frá
munu þessi tæki verða undirstöðu-
vopn alls sjóhernaðar. Orustuskip,
beitiskip, tundurspillar og kafbót-
ar verða þeim til aðstoðar og upp-
fyllingar.
Þetta er bylting í sjóhernaðinum.
Ef Ameríkumenn færa sjer þetta í
nyt þá er oklcur lokasigurinn vis.
Strategicus í „Boston GIobe“