Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1942, Blaðsíða 3

Fálkinn - 29.05.1942, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 S. A. Friid, blaðafulltrúi. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og-1-6. BlaðiS kemur út hvern föstudag. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 30 aura millini. HERBERTSprent. Skraðdaraþankar. Davíð Stefánsson kemur óþægiLega við sum kaun þjóðarinnar, með þvi sem liann lætur Jón sinn segja i „Gullna hliðinu“. Skaplyndi Jóns er nefnilega talsvert sjer-íslenskt og ólíkt því, sem gerist meðal álíka „þjóðfjelagsborgara" með frænd- þjóðunum. Jóni tekst einkum upp þegar hann er að tala við postulana Pjet- ur og Pál við lilið liimnarikis. Undir niðri ber karlgreyið tals- verða virðingu fyrir þeim, en und- ir eins og orðinu hallar þá rís hann ' upp á afturfótunum með því „sjálf- stæði“, sem honum er eiginlegast, og þykist þá eiginlega ekki vera minni maður en sjálfir þeir. Hann svarar þeim um, að þeir hafi af- neitað Kristi, að þeir hafi verið bleyður og telur fram aðra ágalla þeirra. En sjálfum sjer telur liann það mest til framdráttar, live vel hann sje ættaður og hvað hann sje sjálfstæður. Hin meinliæga og fyndna lýsing Daviðs er þannig úr garði gerð, að það er ekki aðeins gaman að lesa hana heldur fróðlegt að sjá hvernig hún endurspeglar daglegt líf, og gagnlegt að festa sjer liana í minni, sjálfum sjer og öðrum til eftir- breytni. Við erum ef til vill ekki grobbnari en aðrar þjóðir, en við erum áreiðanlega mestir storbokk- ar allra smáþjóða og þykjumst vera meiri menn og gáfaðri en aðrar þjóðir. Við eigi aðeins þykjumst það lieldur trúum við því statt og stöðugt að við sjeum það. Skyldi það ekki vera vegna lang- varandi einangrunar og vegna þess, hve ókunnugir við höfum verið öðr- um þjóðum og ekki haft tækifæri til smanburðar við þær, sem þessi skoðun hefir komist inn i hug al- mennings? Hún er að visu elcki alistaðar, því að sumir þreytast ekki á að klifa á því, að íslending- ar sjeu andlegir eftirbátar annara þjóða, þó að það sje fágætara. Hvorttveggja er jafn rangt. íslend- ingar eru eflaust þjóð í góðu meðal- lagi að öllu atgerfi, þjóð sem er að hleypa heimdrejganum, vakna til starfa og nugga stýrurnar úr aug- unum. En fyrst af öllu verður þjóðin að skilja, að börn liennar á 20. öld gætu vel verið amlóðar, þó að for- feður þeirra á söguöld væru frækn- ir menn. Og í öðru lagi verður liún að skiija, að þjóðin getur aldrei vaxið á þvi, að draga aðrar þjóðir niður í svaðið. Hún hækkar ekki þó að aðrir lækki í hennar augum, við rógburð og lítilsvirðingar henn- ar sjálfrar. Hjer er neikvæð aðferð notuð til eigin uppliefðar. Til þess að uppliefðin verði raunveruleg verður að beita jákvæðum athöfn- um. Þegar sambandslögin gengu í gildi. árið 1918, var svo ráð fyrir gert, að Danir og íslendingar skift- ust á stjórnarfulltrúum, að venju fullvalda ríkja, sem viðskifti eiga. Þetta var þegar framkvæmt, og skömmu eftir gildistöku sambands- laganna kom hingað út Böggild sendiherra. En Sveinn Björnsson, núverandi ríkisstjóri íslands varð fyrsti sendilierra íslands í Dan- mörku. Böggild sendiherra dvaldi hjer aðeins skamma stund, en við tók af honum Fr. le Sage de Fon- tenay, sem alt fram að sumrinu 1940 var eini erlendi sendiherra erlends rikis á íslandi, á sama hátt og Sveinn Björnsson var fram á síð- asta ár eini sendiherrann, sem fs- land hafði skipað. Ýmsar þjóðir höfðu haft hjer út- senda ræðismenn fyrir 1918, svo sem Norðmenn og Frakkar. Þó var, ef jeg man rjett, enginn slíkur starfandi lijer á landi, er sambands- lögin gengu í gildi. En sá fyrsti, sem skipaður var eftir 1. des. 1918, var aðalræðismaður Norðmanna, Henry Bay. Síðan hefir margt breyst. Nú sitja hjer auk aldursforsetans, dr. Fontenay, sendiherrar Noregs, Bret- lands og Bandarikjanna og sendi- fulltrúi Svíþjóðar. Og við eigum sendiherra hjá þjóðum liinna tveggja stórvelda og Noregi og sendifulltrúa í Danmörku og Svíþjóð. Það er nú svona með sendiherr- ana, að okkur vesælum blaðamönn- um finst viðurhlutamikið að gera lieim aðsúg, ef okkur langar til að spyrja um einfalda hluti eða biðja upplýsinga. Við „piltarnir í sverl- unni“ kysum heldur að tala við konsúlinn eða einhvern honum ó- brotnari, er við leitum upplýsinga um erlenda þjóð. Við kjósum helst, að fá að tala við blaðamann — tala við „einn af oss.“ Norðmenn urðu fyrstir allra til þess, að senda hingað blaðafulltrúa í opinberri þjónustu. Hann kom hingað ásamt konu sinni fyrir rúm- um mánuði. Og íslenskir blaða- menn hafa haft bæði gagn og á- nægju af, að kynnast þessum stjett- arbróður sínum, þó að hann sje ekki blaðamaður í venjulegri merk- ingu, lieldur fulltrúi stjórnar sinn- ar i málefnum þeim, sem varða upplýsingar um norsku þjóðina, jafnframt j)ví, sem hann er athug- andi lieira skoðana, sem fram koma hjer á landi gagnvart landi hans og þjóð. Sigvard Andreas Friid blaðafull- trúi norsku stjórnarinnar hjer á landi, sem valinn hefir verið til jjess að vera fyrsti blaðafulltrúi Noregs og allra rikja lijer á landi, er maður rúmlega hálf sextugur, og á langan blaðaferil að baki sjer síðan liann sleit barnsskónum í Bergen. En sá ferill er þannig, að fáir blaðamenn hafa átt almennri vinsældum og trausti að fagna í Noregi en hann. Stjórnmálalitur blaða þeirra, sem liann vann við, varð aldrei til þess að að baka bon- um nágrannakrit eða óvinsældir. En hann hefir um langan aldur verið einn af kunnustu blaðamönnum Noregs, bæði sem aðalritstjóri ýmsra alþektra blaða, og sem mikilvirkur aðili í fjelögum o@ stofnunum þeim, sem norska blaðaútgáfu snertir. Eins og áður er getið er liann fæddur i Bergen og margir undan- gengnir ættliðir hans lifðu æfi sína í hinum fagra höfuðstað vestur- .landsins, sem frægur er m. a. fyrir ætttjarðarmeðvitund sína. En ætt- feður hans, í föður- og móðurætt fluttust til Bergen úr bygðum sín- um í hinum norsku fjörðum — jjar sem landnámsmenn íslands áttu for- feður sina. Að loknu stúdentsprófi starfaði Friid í nokkur ár hjá skipafjelagi í Englandi, hvarf síðan heim aftur og tók að nema lögfræði, uns hann gekk í þjónustu blaðamenskunnar. Ferill bans sem blaðamanns hófst árið 1910 — fyrir 32 árum — við „Morgenavisen“ í Bergen og fluttist hann þaðan til Osló, og varð starfs- maður við hið kunna hægrimanna- blað „Morgenbladet“. Um þrítugt varð liann aðalritstjóri „Örebladet“, sem var málgagn liinna yngri og frjálslyndari liægrimanna, og gegndi þvi starfi um liríð, uns hann tók að sjer ritstjórn og útgáfu „Hauge- sunds Daghlad“. Síðan varð hann ritstjóri blaðs þess, sem liann hafði fyrst starfað við, „Morgenavisen“ í Bergen. En í ársbyrjun 1930 var liann ráðinn forstöðumaður Innan- landsmáladeildar Norsk Telegram- byrá í Osló, en þessi merka stofn- un var sameign norsku blaðanna, og unnu þar í byrjun stríðsins 50 —-60 manns. Starf lians i þessari stöðu vissi mjög að stjórn opin- berra málefna og ríkisstjórninni sjálfri. Og af þvi leiddi það með- fram, að joegar Þjóðyerjar rjeðust inn i Osló livarf liann á burt þaðan til þess að ganga i þjónustu kon- ungs og stjórnar. Ásamt frú sinni, Astrid Friid, sem einnig dvelur hjer á landi, sem ritari eiginmanns sins, upplifði liann hina tvo þungbæru mánuði, frá innrásinni og til 7. júní, á sífeldum ferli frá suðri til norð- urs eftir fósturjörð sinni, Noregi. Hann stóð tvær klukkustundir í skothríðinni, sem ætlað var að gera útaf við konung, krónprinsinn og ráðuneytið, tveim dögum eftir að hin lúalega árás á Noreg var gerð. Og seinna skall oft liurð nærri hælum, er vjelbyssum og sprengjum þýskra flugvjela var beint að bifreiðinni, sem hann var i, á jjjóðvegum Noregs. í fimm dægur var hann á ferða- lagi með konu sinni og 25 öðrum Vestlendingum úr liöfn í Noregi til Tromsö, í fiskibáti. Hann fór framlijá Kristianssund meðan bær- inn stóð í björtu báli, eftir margra daga látlaust sprengjuregn Þjóð- verja. Það liefir verið fepð, sem kom við taugarnar — sífeldur ótti við að verða fyrir sprengjum þýsku flugvjelanna eða lenda í greipum liýskra varðskipa. Með samþykki norska landvarnarstjórans, Otto Ruge hershöfðingja, sem nú er í fangabúðum í Þýskalandi, sendi Friid í umboði Norsk Telegrambyrá skeyti frá þeim hluta Noregs, sem enn var frjáls til Englands, Frakk- lands og Svíþjóðar, allar síðustu vikur stríðsins, er bann liafði bæki- stöð sina í Tromsö, og hafði sam- vinnu um jjetta við Jacob heitinn Vidnes, forstöðumjann frjettastofu utanríkismálaráðuneytisins. í fyrstu varð liann að annast l)essi störf fyr- ir Norsk Telegrambyrá einn, en sið- ustu tíu dagana komu hinir starfs- Frh. á bls. U Frú Astrid og Sigvard Friid líta yfir síðupróförk af „Norsk Tidend“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.