Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1942, Blaðsíða 4

Fálkinn - 12.06.1942, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Anna Z. Ostermann: MEÐ LðGUM SKAL LAND BYGGJA Siðari greio. konungsbrjefi Jjví, seni FriSrik I. staðfesti almennu ríkislögin 1734 telur hann markmið laganna og hlutverk dómarans það, að hjálpa hverjum manni hlutdrægnislaust til þess aS ná rjetti sinum og „frelsa ]já, sem þvingaS er meS ofbeldi og ofríki“. ÞaS er augljóst, aS samborgara- legt frelsi er ómögulegt i því landi, sem ekki hagar löggjöf sinni ein- mitt eftir þessari frumreglu. En hinsvegar er ekki liægt aS lialda þessari reglu, ef ekki þeir, sem hafa framkvæmd laganna, þ. e. dóinar- arnir, eru trygðir gegn óviðeigandi þvingun, hvort heldur er af hendi einstaklinga eða ríkisvaldsins. Á flestum skeiðum sænskrar sögu hefir dómarastjett Svía i framkvæmdinni notið slíkrar tryggingar í dómara- starfi sinu, en það er ekki fyr en í núverandi stjórnarfari SvíþjóSar, aS öryggi er ábyrgst meS ákvæð- unum um friðhelgi embættismanna. Stjórnarfar Svía hefir breyst með árunum, mismunandi tilhögun liefir verið reynd og afnumin uns margra alda reynsla hefir að lokum rent stoSum undir núverandi tilhögun, sem fyrst tók á sig fasta mynd með stjórnarlögunum frá 1809. Ytri umgerð stjórnarskipunarinnar er þó æfagömui: SvíþjóS hefir siðan i forneskju verið konungsríki, þ. e. a. s.: aS fremstur í stjórn landsins hefir verið höfðingi, sem bar kon- ungsnafn, þegar frá eru talin nokk- ur timabil, er rikisstjóri fór mcð valdiS eða kona sat á konungsstóli, sem þá bar tignarlieitið drotning. í konungsríkjum — monarkium — fornaldar voru öll völd hjá kon- ungi eða cæsar, keisara, sem stund- um var kallaSur, og drotnarinn einn hafði stjórn landsins og setti þjóS sinni lög. Þesskonar konungaein- veldi eru sjer-austurlenskt fyrir- brigði, einkum í hinum stóru ríkj- um Asiu, en á Vesturlöndum kom upp andstæða til þeirra, í liinum fornu grísku og rómversku lýðveld- um, þar sem öll völd voru í hönd- um borgaranna og þjóðþing fór með þau, þó að þetta fyrirkomulag reyndist á stundum svo óhagfelt, að taka varð upp einræði í stað lýðræðisins við ýms tækifæri, t. d. þegar liætta steðjaði að utan frá. Auk þess fólst i hinu þjóðlega veldi fræ aS innbyrðis deilum og tvístr- un, sem gátu riðið ríkinu að fullu. Þegar Germanir fara aS koma viS sögu kyntist lieimurinn gjörsamlega nýju stjórnarfyrirkomulagi, nfl. skíftingu valdsins milli þjóðarinnar og þjóðhöfðingjans. Þetta er i raun- inni frummynd þess, sem nú á dög- um er kallaS „þingbundin konungs- stjórn“. Þannig er hið germanska kon- ungdæmi að uppruna, í mótsetn- ingu við bæði austurlenskt — asía- tiskt — höfðingjaeinveldi og yiS hið grísk-rómverska ]ýðveldis-fjöl- ræði fornaldarinnar, eða „þjóðarein- veldi“, sem einnig mætti kalla. Germanska konungdæmið byggist á skiftingu valdsins milli konungs og þjóðar, en þetta áskilur einnig samvinnu milli þeirra, að heill al- mennings. Þessi samvinna má segja , að hafi verið rauði þráðurinn, sem þrátt fyrir alla baráttu um völdin. þrátt l'yrir allar innri og ytri breyt- ingar á örlögum landsins, gengur í gegnum og einkennir hið sænska konungdæmi á liðnum ölduin. Sænska þjóðin, hinir frjálsu bænd- ur í ýmsum „landskap“ höfðu frá ómuna tíð ráðið innbyrðis málefn- um sínuin og þetta var snemma gert á hinum sameiginlegu þingum, en konungar hinna ýmsu ættbálka og siðar ,,landskapa“ höfðu einkum það hlutverk að stjórna liði í ófriði gegn öðruin þjóðuni. Sennilega lief- ir konungupinn jafnframt oftast veri'ð æðstiprestur eða allsherjar- goði í ríki sínu, og reynl með blót- um að bliðka goðin og komast að vilja þeirra. AS minsta kosti hefir, að þvi er best verður sjeð, Svea- konungurinn i Uppsölum haft þetta embætti á hendi, en þar stóð tign- asta hof Svíþjóðar. Með kristnitök- unni hvarf vitanlega það starf kon- ungsins að vera allsherjargoði þjóö- ar sinnar. En síðan bættist annað starf á liann i staðinn, sem sje að verða æðsti dómari landsins og livenær konungur varð æðsti vörð- vörður laganna. Það er vafamál, ur laga og rjettar í Svíþjóð, og ekki hægt að svara þvi hjer, eii liitt er vist: i landslögum Magnúsar Eiriks- sonar er þessi rjettur staSfestur i Konungabálki, svo að ekki verður um vilst, eða rjettara sagt skylda hans: „hann skal styrkja alla rjett- vísi og sannleika, elska liana ög og geyma, en bæla niður alla rangs- leitni og ósannindi, bæði með rjett- inum og sínu konunglega valdi“. En sem æðsti dómari var konung- urinn ekki einvaldur nje einráður, heldur bundinn lögunum — þeim lögum, sem sprottin voru upp al' rjettarmeðvitund sjálfrar þjóðarinn- ar, og í konungseiðnum varð hann samkvæmt konungabálki að sverja öllum almúga, þ. e. þjóð sinni, trygð- ir. í þessum trygðum var það m. a. fólgið, samkvæmt orðum laganna, að konungur skyldi halda „öll göm- ul Svíþjóðar lög“, þ. e. þau lög, sem almúginn sjálfur „hefir með góS- vilja og samþykki meðtekið og sem staðfest liafa verið af áðurgengnum konungum og með þeirra lconung- legu makt.“ Þessi lög varð liann að lofa að „halda, styrkja og verja, svo að engin rjett lög gætu lotið lægra haldi fyrir ólögum, sjerstak- lega að engin erlend lög nái gildi í ríkinu, sein lög og rjettur almúg- ans, nje heldur að slík lög sjeu sett almúganum án jákvæðis hans og vilja. Ilann skal og friða og frelsa almúga sinn, sjerstaklega þá hóg- væru, l)á sem vilja Jifa i friSi og samkvæmt lögunum, jafnt gegn of- beldismönnum og ofstopamönnum innlendum sem gegn útlendum; sjer- staklega liafa hugfastan og lialda vel kirkjufrið, þingfrið, kvenfrið og heimilisfrið. Allur friður eyksl og ófriður þverr eftir því sem kon- ungurinn er.“ Konungurinn var þannig trúnað- armaður þjóðarinnar og háður lög- unum í embættisrekstri sinum, ekki síður en lægst settu þegnar hans. Það ætti að mega segja, að þannig er hugmynd sænsku þjóðarinnar um konungdæmið enn þann dag í dag, burtsjeð frá þeim breytingum, sem orðið hafa á konungsvaldinu á um- liðnum öldum, og ýmist haí'a mið- að að því að styrkja það cða veikja. Einnig mætti skilgreina skoðun Svía á konungdæminu þannig: „Konung- urinn er til þjóðarinnar vegna en þjóðin ei konungsins vegna“. í ein- veldisríkjum eftir fornri Asíu-fyrir- mynd er setningin öfug, sem kunn- ugt er, hvort sem höfðinginn skreyt- ir sig heitinu konungur, keisari eða — eitthvað annað. Samstarfið milli konungs og þjóð- far í Svíþjóð hafði verið á þingun- um, auðvitað að undanteknu því, er verið var í liernaði, en á mið- öldum breyttist sænska þjóðfjelagiS smám saman verulega, og af jiví leiddi og það, að breytingar hlutu að verða á ríkisstjórninni. Samkvæmt því sem Vestur-Gauta- Iög hin eldri segja greinilega frá, Skopmynd af afnámi liins gamla 4-stjetta 'þings, árið 18P>r>. — i)c Geer var j>á forsætisráðherra Karls XV. var í fyrstu til aðeins ein frjáls stjett rnanna, bændurnir — þrælar voru ekki taldir menn. Bæði lögmað- ur og biskup voru kjörnir úr hópi bænda. En lögmanns- og biskups- embættið fólu i sjer l'ræ til tveggja nýrra stjetta, eins og síðar mun sjást. Af því að landslögin vantaði eiginlega kirkjulagabálk, voru eigin lög kaþólsku kirkjunnar, kanóniski rjetturinn, látinn bæta upp þennan ágalla liinna þjóðlegu laga. — Því meiri sein álirif róinversku kirkj- unnar urðu í Svíþjóð, vegna þess- ara laga, því berari varð sjerstaða kirkjunnar þjóna með þjóSinni, að því er snerti ýins fríðindi og rjett- indi, sem aðrir l'engu ekki að njóta: kirkjunnar menn l'engu aS skjóta málum sínum til „andlegs“ dóms, samkvæmt kanóniskum rjetti, og þeir voru jafnvel leystir undan skattskyldu. Upp l'rá því fjekk orSið ,,frelsi“ í sænsku þýðinguna: skatt- frelsi, og loks var farið aS nota orðið um þá, sem nulu skattfrelsis og töldust þessvegna sjerstök stjett í þjóðfjelaginu. Þannig myndaðist stjettarhugtak, sem nefndist „and- lega frelsið“ og í þeirri stjett voru kirkjunnar menn mcð biskup í l'ar- arbroddi, eu þeir voru sjálfkjörnir leiðtogar liinnar nýju stjettar. En á þessum öldum myndaðist einnig veraldleg höfðingjastjett. í inngangi að Upplandslögum, 129G, vitnar Birgir konungur Magnússon til 12- manna nefndar, sem samkvæmt fyrirmælum hans liafi endurskoðað og samræmt lög fólklandanna og gert úr jieim eina heild. Sá, sem hafði yfirumsjón þessa verks, var Birgir Persson lögmaSur í Tíunda- landi. Það virðist eðlilegl, að Svea- konungur liafi i sívaxandi mæli notfært sjer lagakunnáttu lögmann- anna, þegar ráða skyldi fram úr flóknum málum, sem komu til úr- skurðar, og það því fremur sem konungi var óhægt um vik vegna mikilla fjarlægða og lielegra sam- göngutækja þeirra tima, aS ráðfæra sig beint við almenning, eins og á tið hinna frjálsu landskaps-þinga. En lögmannsembættið hafði með tímanum orðið arfgengt í sumum æltum, og myndaðist þannig Iji’átt stjett veraldlegra liöfðingja, sem stóðu konungi nær en allur fjöld- inn og höfðu aðstöSu til að lial'a áhrif á ákvarðanir lians og þá um leið á stjórn ríkisins. Þessi höfð- ingjastjett varð þvi milliliður milli konungsins og almúgans úti um bygðir landsins, eins og eðlilegl var ]>ar sem einmitt lögmenn þjóðarinn- ar voru kjarni þessarar stjettar. En i lok 13. aldar bæltist jiessari stjett, sem í fyrstu var aðeins fámenn og skipuð lögmönnum, drjúg viSbót: konungur liafði frá fornu fari rjett til að kveðja bændur úr ýmsum landshlutum til lierferða eða leið- angra. Þessi þjónusta mun í l'yrstu vissulega hafa verið talin til lilunn- inda, en varð smám saman erfið skylda og loks veruleg byrði á landslýðnum. Af auknum stjórnar- farslegum viðskiftum við önnur Ev- rópulönd leiddi einnig, að liaga varð hermálunum á annan hátt og í betra samræmi við kröfur tímans en áður. Þannig atvikaðist þa'ð, aS Maguús ldöSulás kom á alveg nýrri herskipun árið 1280 og bygðist hún á svonefndri „russtjanst“. Þar var ákveðið, að þeir sem væru sjerstak- lega vel til fastrar herþjónustu falln- ir, gætu ráðist til konungs í þeim er- indum, sem og að aðrir, sein liöfðu el'ni til, skuldbundu sig til að und- irhalda hest og riddara handa hern- um. Til endurgjalds fjekk þessi nýja herstjett ákveðin hlunnindi, m. a. skattfrelsi. — Þannig hófst einnig „verslegl frelsi“, en upp af þvi spratt um stutt skeið á 14. öld raunveruleg riddarastjett eftir hinni kunnu fyrirmynd Evrópulandanna. Endurminning um jjetta varðveitist

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.