Fálkinn - 20.11.1942, Blaðsíða 10
10
F Á L K I N N
YHC/Tli
LE/eHbURNIft
Rauða flaueliskápan
Jörundur var ungur riddara
sveinn og hafði þ.jónað húsbónda
sinum með trú og trygð í þrjú ár;
en nú var riddarinn daúður og Jör-
undur lijelt út i víða veröld til þess
að leita sjer að nýrri vist.
A göngu sinni rak liann augun
í gamla konu, sem sat við veginn
og grjet sáran. „Hvað gengur að
þjer, kona góð?“ spurSi Jörundur
og nam staðar. „Get jeg nokkuð
hjálpað þjer?“ ,
„Æ, nei,“ andvarpaSi gamla kon-
an. „Enginn getur hjálpað mjer,
eða að minsta kosti ekki nema for-
ríkir menn. Og mjer sýnist þú ekki
vera það.“
„Nei, ríkur er jeg ekki. En segðu
mjer nú samt af liverju þú ert að
eráta.“
„Geturðu sjeð litla húsið jiarna
upp frá? Það er heimilið mitt, ag
þar hefi jeg átt heima í meira en
hálfa öld og jeg get ekki hugsað
mjer að eiga heima annarsstaðar.
En ríki bóndinn, sem á alt landiS
hjérná um hverfis, ætlar aS reka
mig út og taka húsið mitt af mjer.“
„Hvernig má það ske, að hann
geri það?“ sagði Jörundur. „Hjer
eru þó lög og rjettur i landi.“
„Já. En í vetur, þegar hálkan var
sem allra mest hjerna á vegunum,
datt jeg og fótbrotnaði og þessvegna
hefi jeg ekki getað unnið neitt í
þrjá daga. Þá lánaði hann mjer pen-
inga og mat, en í staðinn l.jet hann
mig skrifa undir skjal, og í því stóð,
að jeg lofaði að borga þetta áður en
árið væri liðið, anars ætti hann
húsið mitt, og nú get jeg ekki borg-
að honum skuldina, mig vantar
tuttugu dali, og þessvegna tekur
hann af mjer húsið.“
,,Nei,“ sagði Jörundur fastmæltur,
„það skal hann ekki gera. Líttu nú
á!“ Svo tók hann upp budduna sína
og helti þvi sem í henni var í lófa
sinn. „Hjerna eru tuttugu dalir —
taktu við þeim, þú hefir meiri þörf
fyrir þá en jeg.“
Konan þakkaði honum fyrir og tók
við peningunum, en þegar hann var
að skilja við hana sagði hún;
„Komdu með mjer heim — jeg á
rauða flauelskápu, sem jeg ætla að
gefa þjer sem lítilifjörlegan þakk-
lætisvott fyrir hjálpina. Hún er ekki
tuttugu dala virði, en hún er hlý
og gott að hafa hana þegar kalt er.“
Jörundur þakkaði henni fyrir og
tók við kápunni og fleygði henni
undireins á herðarnar á sjer, því
að það var orðið kvöldsett og farið
að kólna.
Þegar hann var kominn út á veg-
inn aftur hugsaði hann meS sjer;
„Jeg vildi óska að jeg lenti í veru-
legu æfintýri! Bara að jeg gæti rek-
ist á kongsdótturina, og ef hún væri
falleg og góð þá vildi jeg óska, að
liún fengist til að tala við mig. Hver
veit þá nema jeg fengi að verða
henni samferða upp í höllina og kan-
ske gæti jeg orðið riddari hennar.
Og loks mundi jeg óska, aS hún
vildi giftast mjer.“
Indlandi fresli, heldur mundi land-
Jörundur vissi auðvitað ekki, að
það var óskakápa, sem hann bar á
öxlunum, en svona var það nú samt.
Og óskir hans fóru undir eins að
rætast. Hann kom að beygju á veg-
inum og þar sat Ijómandi falleg
stúlka við vegarbrúnina.
„Æ, mig verkjar svo í fótinn,
það stakst þyrnir upp í ilina á
mjer,“ sagði stúlkan. En hún var
nú hvorki ineira nje minna en
prinsessa, en var í dularbúningi.
„Lofaðu mjer að hjálpa þjer að
ná hoinum út,“sagði Jörundur og
lagðist á hnjen hjá henni. Hann gat
dregið út þyrninn og svo urðu.
þau samferða um stund.
„Þú ættir að fara heim í höll-
ina,“ sagði stúlkan, „hver veit nema
Jjú getir fengið atvinnu hjá kong-
inum.“
,Það jiætti mjer gaman,“ svaraði
Jörundur, og Jiegar þau nálguðust
höllina kvaddi hún hann og laum-
aðist hliðargötu inn í hallargarðinn,
en Jörundur fór að garðshliðinu
og var undir eins hleypt inn í borg-
arstofuna. En þar sat þá maður,
sem þekti óskakápuna og hugsaði
sjer gott til glóðarinnar að ná i
hana.
Þessvegna hjelt hann sig að Jör-
undi og fór meS honum inn í her-
bergið, sem hann átti að áofa í, og
þegar Jörundur var háttaður, lædd-
ist maðurinn til hans aftur og stal
kápunni. Morguninn eftir þegar
Jörundur ætlaði að hafa tal af kong-
inum, var honum vísað fra. Hins-
vegar fjekk hinn maðurinn undir
eins að tala við konginn, og þegar
kongurinn sá hann tók hann hon-
um eins og hann væri prins.
„Mig langar til að fá prinsessuna
fyrir konu,“ sagði þjófurinn og þeg-
ar prinsessunni var sagt þetta svar-
aði hún undir eins játandi, þvi að
hún hjelt, að Jjetta væri Jörundur.
En þegar hún kom inn til Jiess að
heilsa hrúðgumanum skildi hún,
að hún hafði verið göbbuð, því að
vísu var þarna rjetta kápan, en mað-
urinn var ekki sá sami fríði og
föngulegi riddari, sem hún hafði
hitt, heldur ljótur og illmannlegur
náungi, sem hún hafði aldrei sjeð
áður.
Nú svaraði hún nei, en kongurinn
gat ekki tekið orð sín aftur og skip-
aði prinsessunni að fara út og ganga
sjer til skemtunar með unnustanum.
Þegar þau komu út mættu þau. Jör-
undi, sem var á vakki og ætlaði að
reyna að hitta fallegu stúlkuna, sem
hann hafði sjeð daginn áður.
„Þarna kemur stúlkan!“ hrópaði
hann. „Og kápan mínl“ og svo þreif
hann kápuna af bófanum.
Prinsessan rjetti Jörundi hönd-
ina. „Þú ert rjetti riddarinn oð þú
skalt verða maðurinn minn,“ sagði
hún. Og svo fóru þau heim í höll.
Kongurinn og öll hirðin ur'ðu
mikið glöð yfir Jiví, að Jörundur
hafði fengið kápuna sína aftur, en
prinsessan sagði þeim frá hvílíkur
máttur fylgdi henni. Hún vissi
nefnilega að gamla konan, sem Jör-
undur hafði gefið kápuna sína, var
í rauninin álfkona, sem hafði ver-
ið að reyna, hvað hann væri hjarta-
góður.
Nú fjell alt i Ijúfa löð og svo
hjeldu þau brúðkaup, sem stóð í
sjö vikur. Og gamla konan úr skóg-
inum kom í brúðkaupið, en Jiegar
hún fór þá hafði hún töfrakápuna
með sjer, liví að Jiað getur vel
hugsast, að aðrir þurfi á henni að
halda seinna.
.CQPYRIGMT DIB 90X6 COPEHMAGEN
P
Adamson tekur í nefið.
S k r í 11 u r.
Foringi norður&kautsleiffangursins.
við skipstjórann: Eruð þjer mí al-
veg viss um að áttavitinn gðar hafi
verið rjettur.
—- Þegar grafkýrin opnaði ginið
göptu allir áhorfendurnir líka —-
af tómri aðdáun.
Henr/ot /6
—- Hvernig er heilsan?
— Æ, minnist }>jer ekki á það. Nú
er gigtin hlaupin úr vinstri síðunni
í þá hœgri síðan hann snerist á
úttinni.
Heimkoman.
Útbreiðið „Fálkann