Fálkinn


Fálkinn - 01.01.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 01.01.1943, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Vigfús Guðmundsson: BRAUÐNEYSLA ÍSLENDINGA FYRIR 1890 í ritum ferðamanna o. fl. um ís- land, liafa ýmsir útlendir höfundar talið svo, að landsbúar hafi ekki bragðað brauð öldum saman. Harð- fiskurinn hafi verið eina brauðið þeirra á öllum öldum. Villu þessa og misskilning liefir Þorv. Thor. hrakið rœkilega. En örskamt er öfg- anna milli, þar sem hann dýfir svo djúpt árinni, að fullyrða: „má óhætt segja að allir íslendingar liafi dag- iega smakkað og etið brauð nú í tvær aldir.“ Þetta ritar hann fyrir aldamótin 1900 (Lfrs. II. 354). Auð- sæjar eru ýkjurnar á báðar hliðar, og tel jeg vafasamt hvorar eru nær sannleikanum, eða a. m. k. livort hinar fyr nefndu eru ekki afsakan- iegri, lijá ófróðum útlendingum. Þó eigi sé farið lengra aftur i tim- ann, til að byrja með, en 10—15 árin áður en Þ. Th. ritaði lilvitnuð ummæli, þá man jeg vel brauðlausa daga. Þá var þó orðin gjörbreyting frá fyrri tíma, á aðflutningi korn- vöru til Eyrarbakka. Og ólst jeg þá upp á einu efnaðasta heimilinu á Rangárvöllum, sem árlega keypti margar tunnur af rúgi, ásamt fleiri kornvöru. Rúgið (og bankabyggið) var malað í vatnsmylnu og notað mjög mikið í grauta og slátur. Frá þvi um fyrstu rjettir og fram til jóla kom mjög sjaldan fyrir, að gerðar væru kökur.og brauð aldrei bökuð úr rúgmjelinu — hveiti var ekki um að tala. Var þvi bæði hlakkað til og þóttu hátiðabrigði, þegar orðlofskerlingar komu með kökur sínar. Og þótt jóla- hangiketið væri sælgæti, var elcki minna hlakkað til þess að fá jóla- kökuna, lieila, stóra rúgköku og lummurnar 3 úr bankabyggsmjelinu góða. Líkast var þvi, sem þorstlátar rætur i munni og maga, fengju þá vökva og þráða svölun. Jafnt fyrir því, þó að öðru leyti væri góður og nógu mikill maturinn allan árshring- inn. Harðfiskurinn var þá enn svo að ségja daglegt „brauð“, ásamt slátrinu, ketsúpunni, grautunum og hvítunni. Eftir sláturtíðina og jólin var fremur gefinn fjórði partur eða hálf kaka með fiski, og á sunnudög- um á útmánuðunum hálf eða heil kaka af „púlsbrauði“ eða „skon- roki“. Var þá oftast tekin sín tunnan af hvoru,^á vorlestum. í lokaferð á vorin, lestaferðunum tveimur (júni —júlí) og í frálegu á engjum, var með fiski og hangiketi matbúið dá- lítið meira af kökum en endranær, og lika um túnasláttinn, í fjallferðir o. s. frv. Þegar nú á þessum árum, á þessu efnaða, stóra 15—20 manna heimili, var ekki meira brauðát en nú var lýst. Hversu mikið halda menn þá að það hafi verið „daglega“ fyr á tíma og hjá bláfátæku skylduliði? Eftir fellirinn 1882, þrengdi svo að fátækum heimilum að sá á fólk- inu. En gjafarkorn mikið frá út- löndum og jarðarávöxtur, sem þá var orðið alment að rækta, (gúlrófur sjerstaklega) bjargaði þá þjóð vorri frá hruni fólks af hungurdauða, í fyrsta sinn á 1000 árum eftir jafn- mikil liarðindi og fjenaðarfelli. En fullyrt var — og mun ekki ofmælt — að fátækustu fjölslcyldurnar í lág- sveitunum, hafi vikum saman og mánuðum, áður en fór að fiskast, dregið fram lífið næslum eingöngu á nýmjólkurlögg og jarðarávexti. Gjafarkornið dreifist viða og varð fljótt etið upp, og ekki von á neinu brauöi fyr en þá, ef kostur var að kaupa ögn af korni í næstu kauptíð. Litið lengra aftur í aldir. Þegar litið er aftur i fornaldir ís- lendinga, má það undrum sæta hversu heimildir allar eru þögular um brauð, ef það hefði þá verið matreitt alment, eða til nokkura muna. Fornsögur vorar geta um slátur, ket, ost, smjer o. fl., en hvar er þar getið brauða? í Fornbrjefa- safni þjóðarinnar um 5 aldir (1050 —1560), er oft á flestum öldunum getið um margar og jafnvel allar lielstu matartegundir af landi og sjó, sem notaðar liafa verið til manneld- is. Ilvaða ályktun vilja menn þá leiða af því, að meðal slikra upp- talninga skuli alclrei brauö vera taliö nema eitt sinn utanlands? Væri það ekki veruleg' gleymska, ef bráuð hefði þá verið algeng fæða? Aftur á móti er oft nefnt kirkjubrauð („ob- látur“) og jafnvel brauð, sem em- bætti. Nefnt er líka að vísu brauð til matar á 13. öld, með endurtekn- ing síðar, einungis þó sem liegning við vatn og brauð. Og þetta er í kirkjulegum afbrotum og fyrirskip- unum biskupa, sem eru að uppruna liingað komnir frá Noregi. Kemur þar og fram eftirtektarverður var- nagli (íslenzkur?): Fasta skal við „vatn og brauð, eöa merkurstykki af skreiö". Þar næst er nefnt hveiti- brauö, 1447. En hvorki er það al- menningseign né innlend matreiðsla, heldur mun það keypt vera af Eng- lendingum vestur á Snæfellsnesi. Mikilsmetinn prestur, Einar Öldu- hryggjarskáld á Staðarstað, færir Stefáni biskupi i Skálholti brauð þetta og þar með bæði fikjur og rúsínur. Eigi gat þó verið mikið af hverju einu, þvi alt til samans kost- aði það ekki nema 12 fiska. — Að auki komu ýmsar aðrar smávörur útlendar. Loks eru í Fornbrs. þessar 5 ald- ir nefndar tvíbökur („tuibakad braud“), tvisvar utanlands og tvisar hjer á landi. í fyrra skiftið er það Gissur biskup Einarsson, sem lætur í ferðanesti sitt til Danmerkur 1 tn. af tvíbökum, 1542. Og þar með lika i skipið: 1 naut, 4 sauði, 5 tn. bjórs, 360 fiska, 40 saltfiska og litla titlinga (þyrsklinga) 1 tn. Svo og 4 vað- málspakka (líklega voðir, 20 áln. hver). Hitt skiptið var það Eggert Hannesson hirðstjóri á Bessastöðum, sem 1553 segist hafa látið baka sjálf- ur og lagt til skips 2 tn. af brauði. („Item bleff fforteritth fför skiff löb aff fforvden thet som iegh lodt seluff bage ij tonder brö“. — Svona fallegt(I) mál var notað þá. Eigi sjest hvort þetta hafa verið tvíbökur eða annað brauð. Harðbakað verð það að vera til sjóferða, og gat því verið skonrok, úr rúgmjelshveiti, eða púlsbrauð (svartabrauð) úr grófu rúgmjeli. Síðar á öldum flutlu kaupmenn töluvert til landsins af þeim tegundum báðum, en minst af því hefir lent lijá fátæka fólkinu, eða kornið að notum almenningi. Jafnan fluttist mikið af mjeli til um- boðsmanna konungs á Bessastöðum og mikið mjel var keypt til biskups- stólanna. Má því vel vera að þar hafi oft verið bakað eitthvað af brauðmat, og á einstöku stórhöfð- ingjasetrum, en alment gat það ekki orðið fyr en siðla á 19. öld. Þó vegið væri út fæðið á stóru stöðunum, Skálholti, Bessastöðum og Viðey, til vinnumanna, vermanna o. fl., til viku, mánaða eða árs, þá finst þar aldrei nefnt brauð eða kökur, og fátt annað en fiskur (alt að einum á dag) og smjer (alt að mörk á dag). Tvær aldir. Hjer á eftir vil jeg nú aðeins drepa lauslega á fáein sannsögulcg dæmi, frá þeim tveimur öldum, sem að sögn Þ. Th. áttu allir íslendingar að eta brauð daglega. Og dæmi þessi takmarka jeg við það verslunar- svæði, sem jeg liefi helst leitast við kynna mjer: sýslurnar þrjár í fyr- verandi verslunarsókn Eyrarbakka. 1. Um nokkur ár á 18. öld (1731, 43, 54, 55, 65,66, 91 og 92) verður ekki sjeð að flust hafi til Eyrarbakka meira af rúgmjeli og rúgi til sam- ans, en 400—950 tunnur livert árið. Þegar svo ráðsmaðurinn i Skálholti (sem sat á Eyrarbakka þegar varan kom) var búinn að taka það alt er 100 manna búið i Skálholti, ásamt gestagangi þar, þurfti að nota alt árið. Svo og kaupmaður sjálfur. sýslumaður og stærstu viðskifta- menn höfðu lekið í sínar þarfir, þá má geta nærri liversu mikill sá skammtur hefir orðið, sem skiftast átti milli 1200 og 1500 búenda. Eða hvort 8000—10000 manns hefir getað fengið brauð á hverjum degi, alt árið, af % tn., kvarteli eða áttungi mjels, er þeir einir búendur liafa svo fengið, sem keypt gátu. Og vit- anlega hefir þessi mjelögn verið treynd i slátur og vatnsgrauta, hjá þeim, sem eitthvað gátu eignast. 2. Búendur (100) í Stokkseýrar- hreppi lcæra til sýslumanns 1767, yfir því meðal margs annars, að Jens Lassen kaupmaður dragi „til síns búskapar 30 eða 40 tn. mjels“. (Og limbur í „praktugleg" hús og fjalagólf fyrir kýr sinar og hesta). Nokkuð af mjelinu sje gefið hestum kaupmanns „og þó það sje ekki so mikið, þá er það þó meira eu marg- ir hverjir 4 eöa 5 búsiljandi fá kegpt, og mikill stgrkur væri það nú í þessari hörðu tíð fgrir 8 til 10 bændur". 3. Sumarið 1797 fluttust á Eyrar- bakka þessar kornvörur: 420 tn. rúgmjels, 4 tn. rúgs, 20 tn. byggs, 6 tn. hafra, 10 tn. bauna, 6 tn. bóg- hveitigrjóna og 5 tn. malts. Þar að auki talsvert af brauði, skonroki, skipsbrauði, kringlum og tvíbökum. —• Ekkert kaffi, en 8 pund tegras, 101 pd. livítasykur, 92 pd. steinsykur og 12 pd. „sukkerlade“. (Tóbak alls 3292 pd. og 50 tn. brennivín). 4. Á skipunum tveimur 1801 komu ekki meiri matvörur en þetta: 291 tn. rúgmjel (hver = 160 pd. mjel), 237 tn. rúg, 78% tn. byggmjel, 1Vi tn. bankabygg, % tn. hafragrjón, Vi tn. bókhveitigrjón, 3 tn. malt, 57% tn. skonrok (hver 70 pd. brauð), 116 tn. skipsbrauð (hver 80 pd. púlsbr.). — 100 tn. salt, 100 pd. kaffibaunir, 150 pd. hvítasykur, 150 pd. steinsykur (kandíss.), 295 pd. sveskjur og 181 pd. rúsínur. Svo og 6550 pd. tóbak (þrenskonar), 90 tn. brennivín, mjög misdýrt og fáeinar víntunnur. 5. Ennþá, árið 1826, sjest ekki að meira komi ætilegt á Eyrarbakka en þetta: 690 tn. rúgmjel, 51% tn. bankabygg, 86% tn. baunir, 67 tn. skonrok, 60 tn. skipsbrauð, 261 pd. kaffibaunir, 155 pd. hvítasykur, 326%pd. steinsykur og 150 pd. morsykur (púðurs.). Ekkert krydd annað af neinni tegund, er lijer tal- ið í haustskýrslu sýslumanns. Ekki salt einu sinni. Er því annaðhvort að salt o. fl. kann að hafa komið síðar, eða nægar birgðir liafa þótt vera til áður. — Ekki gleym'dist þó í þetta sinn að flytja 80 tn. af brennivíni, 1257 pd. af tóbaki, á- samt allskonar venjulegum vörum öðrum. Halda menn nú að íbúum þriggja sýslna, liafi orðið bumbult af brauð- áti á þessu aldartímabili? Eða kaffi- drukkur og sykurát meðal almenn- ings, líkt því sem nú gerist? Þessi nefndu ár virðast vera nokk- uð nærri meðallagi, sem matvöru- birgða- og nautna-ár, en hvorki eru það liin bestu árin nje verstu. Meira var flutt af matvörum á sumum ár- um konungsverslunar, en þá var líka segin saga, að óseldar urðu miklar birgðir til næsta árs. Hins- vega var oft kvartað um skort allra helstu nauðsynja og ekki að ástæðu- lausu, þegar þær þrutu alveg á miðju ári eða fyr. Og reið alveg um þverbak þegar litlu vöruskipin komust ekki heil i höfn. 6. Ofan á Móðuharðindin bætlisl það 1784, að bæði Eyrabakkaskipin fórust. Geta iná nærri að éldsýslan sjálf, Skaftafellssýsla, og næstu sýsl- ur hafa ekki orðið varhluta af þeim hörmungum, er þá dundu yfir. Og sem Hannesi biskupi taldist svo til, að drepið hefði á öllu landinu 9000 manns, 12000 nautgripi, 28000 hross og yfir 236000 sauðkindur — og minna en 50 þúsund þeirra eftir lifað. 7. Á stríðsárum Dana (1807—14) segir Steindór sýslumaður í árs- skýrslu sinni til amtmanns, 31. des. 1812, að menn liafi orðið að sækja útlendar nauðsynjavörur, rán dýrar, suður í sýslur. Engar slíkar vörur hafi komið sjóleiðina, síðan 1809, á Eyrarhakka. Og er þó víðfrægt, að einmitt á þvi sumri (1809), skipaði Jörundur hundadagakóngur að Ár- nesingar og Rangæingar sendu til Reykjavíkur 60 hesta alreidda, með mönnurn, og að flytja korn til Eyr- arbakka. Var því lilýtt og flutning- urinn framkvæmdur. Þrátt fyrir fleiri en eina ferð, hefir slcamturinn orðið lítill á 3 sýslur. 8. Vetrarforðinn á Eyrarbakka af

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.