Fálkinn


Fálkinn - 01.01.1943, Blaðsíða 12

Fálkinn - 01.01.1943, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Louis Bromfield: 38 AULASTAÐIR. maðurinn allur hinn hermannlegasti. Stóri munnurinn var helmingi stærri en hann átti að sjer og stóru, ójöfnu tennurnar blikuðu i svörtu andlitinu. „Jæja, einn náði jeg í,“ sagði hann er þeir litu spyrjandi á hann. „Hvað áttu við?“ spurði hr. Ríkharðs. „Beint i gegnum hausinn. Þeir eru að bera hann inn.“ Þegar liinir komu fram í forsalinn voru lögregluþjónarnir að bera inn meðvitund- arlausan mann, sem þeir höfðu fundið úti í blómarunnunum. Þeir lögðu hann á gólf- ið. Annar þeirra tók ofan húfuna, þurkaði svitann af enninu og síðan svitaskinnið í húfunni. „Hvar er síminn?“ sagði hann, „við verðum að fá sjúkravagn.“ Adda íylgdi honum að símanum, muldr- andi, og þegar liún kom inn aftur, lá hr. Ríkharðs á hnjánum hjá morðingjanum meðvitundarlausum. „Hann er elcki dauð- ur enru en það er ekki hægt að segja, hversu hættulegt þetta er, fyr en læknir- inn kemur.“ Síðan leit hann á Bingham og sagði: „Ef að þessi maður fær nokkurn tíma málið aftur, er jeg hræddur um, að Hirsli, vini yðar, fari hvað úr hverju að finnast heitt undir fótum, hjer í Flesju- borg.“ Lögreglustjórinn stai'ði snöggvast á liann, eins og hann skildi ekki málið, en síðan áttaði hann sig og sagði: „Þetta er skrítið! Aldrei liefði mjer dottið í hug, að Hirsh stæði að baki þessum mönnum.“ Og liann reyndi að brosa, eftir föngum. Adda klappaði á bakið á Blaklc og sagði: „Það er naumast að þú ert orðinn góð skytta. Það hlýtur að hafa verið engill drottins, sem miðaði fyrir þig.“ En Blakk- ur svaraði ekki öðru en breiðu brosi. Þá opnuðust dyrnar og Gasa-María kom inn. Hún var i bælaháum inniskóm, í nátt- kjól og kápu þar utan yfir, með hatt á liöfði. Þegar liún sá hópinn, sem þarna var samaii kominn, sneri hún sjer að hr. Rik- harðs og sagði: „Eruð þjer særður?“ „Það er ekki neitt,“ svaraði hann. „Minna heyrði um þetta hjá Jóa,“ sagði hún, „og jeg fleygði kápu yfir mig og kom í snatri.“ Síðan leit hún á manninn, sem lá á gólfinu og sagði: „Ójá, það er ekki um að villast, það er liann Malli með svíns- andlitið, hann gat ekki breytt verulega á sjer hausnum, þó að hann litaði hárið og ljeti sjer vaxa yfirskegg. En liver liitti hann?“ „Það var BIakkui',“ svaraði Rikharðs, en María faðmaði þá Blakk að sjer og sagði: „Guð blessi þig, Blakkur minn.“ En við lögreglustjórann sagði hún: „ Þetta er dá- falleg lögregla .... tekur mig fasta og læt- ur svona menn ganga lausa.“ Loks ýtti hún við fætinum á „líkinu“ með tánni og sagði: ,.Það var verst, að hann skyldi vera að skilja eftir nokkra liftóru í þessu kvik- indi.“ „Jeg er nú íeginn, að hann gerði það,“ svaraði Ríkharðs, „því að það getur verið gaman að hlusta á hann, ef hann fær mál- ið aftur.“ Nú kom sjúkravagninn og Malli var bor- inn burt meðvitundarlaus, en lögreglan gekk á eftir, eins og líkfylgd. Lögreglustjór- inn var feginn að losna við skammirnar í Öddu, skapið í Sjönu, fyrirlitningu Gasa- 'Maríu og hóglegt ásökunaraugnaráð frú Lýðs. En þó var sú huggun, að hr. Rík- harðs hafði gefið honum bendingu, sem gat orðið mikilvæg. Hirsli hlaut að hafa staðið fyrir komu þesssara morðingja til borgarinnar. Nú gat verið von um, að hann sjálfur — lögreglustjórinn — lenti að minsta kosti ekki einn í allri skömminni. Læknirinn, sem koin með sjúkravagnin- um leit á sár Ríkharðs, sem kvenfólkið hafði reifað með mörgum stikum af ljer- efti. Þegar hann sá sárið, setti liann yfir það smábindi og heftiplástur og sagði það myndi du,ga. Þegar læknirinn var farinn, sagði Adda: ,.Jeg ætla að hita ykkur svolítinn kókó- sopa.“ En Ríkharðs fanst þau eiga eftir al- vikum annað sterkara skilið en kókó, og sendi hana eftir viski og ísvatni. „Við skulum öll fá okkur eitt glas og fara svo í háttinn,“ sagði liann. „Á morg- un verður mikill dagur!“ „Já, það ætti að verða almennilegur dag- ur,“ sagði Gasa-María. Nú gat hún hrósað sigri, því hún leit fyrst og fremst á þetta, sem skeð hafði, frá pólitísku sjónarmiði og gerði sjer fyllilega ljósa þýðingu þess. Þegar Adda var komin með hressinguna, fór frú Lýðs að smá-grála og sagði: „Ef jeg liefði vitað fyrirfram öll vandræðin, sem af þessu hafa hlotist, hefði jeg aldrei byrjað þessa krossferð.“ Ríkharðs klappaði á hönd hennar. „Nú skuluð þjer ekki hafa áhyggjur hjeðan af, því nú gengur alt af sjálfu sjer. Þetta, sem fyrir mig kom, er minna en ekki neitt. Jeg hefði vel viljað vinna til að fá helmingi verra skot en þetta er. Og svo býst jeg ekki við, að margir myndu sakna þessa herra, enda þótl liann lifnaði ekki við aftur.“ „Þar er jeg á sama máli,“ svaraði Gasa- María. Nú kom Adda inn aftur og þau drukku fyrir velgengni krossferðarinnar. Sigurinn virtist ekki eiga langt í land. Ríkharðs, sem þurfti enn að hughreysta frú Lýðs, sagði: „Nú höfum við náð þeim í gildruna, og hjeðan af verður þetta mest bardagi þeirra sjálfra milli. Þeir reyna að kenna lögreglu- stjóranum um alt saman og hann kemur hinsvegar upp um Hirsh.“ Hann sló á lær- ið. „Bíðið þjer bara þangað til þjer sjáið blaðið á morgun.“ Síðan bauð Gasa-María góða nótt, en þegar Ríkharðs stakk upp á því, að Blakk- ur skyldi fylgja henni heim, sagði hún: „Nei, jeg hef bíl, sem bíður eftir mjer. Blakkur verður hjer kyr og lítur eftir yklc- ur öllum.“ Síðan sneri hún sjer að Blakk og sagði: „Þú sefur hjerna á legubekknum í forsalnum, og ef liitt svínið skyldi koma, þá treysti jeg þjer til að hitta það líka.“ Síðan veifaði liún hendi i kveðjuskyni og bætti við: „Nú höfum við ráð þeirra í hendi okkar hjeðan af.“ Síðan tók hún að sjer kápuna, og gekk út um dyrnar og niður eftir stígnum, þar sem ljótu blómrunnarnir voru til beggja handa. Sjana varð fyrst til þess að fara upp á loft. Hún fór, án þess að hin yrðu þess vör, enda sagði liún ekki einu sinni góða nótl, af hræðslu við það, að hún færi að kjökra. Geðshræringin þyrlaðist yfir hana, rjetl eins og hvirfilbylurinn, sem slundum kom ofan úr fjöllunum fyrir ofan Mylluhorg og gi’óf Flesjuborg í moldarmekki, og þetta var sumpart reiði en sumpart bitur sorg. Og jafnvel reiðin var tvöföld, því hún beindist bæði gegn Ivobha og svo jafnframt gegn henni sjálfri fyrir það að liafa nokk- urntíma trúað honum eða viljað við hon- um líta, en sorgin hinsvegar stafaði af því að hafa látið hann hafa sig að ginningar- fífli. Því hún hafði treyst lionum, þrátt fyrir alt. Hún hafði látið bendingar Öddu eins og vind um eyrun þjóta og heldur ekki skipast við það þótt Villu frænku væri sýnilega illa við þennan samdrátt þeirra. Hún hafði meira að segja neitað að lála segjast, þegar sagan um hann og Fríðu Halts komst á kreik. Hún hafði barist gegn áhrifum allra hinna og jafnvel gegn eigin betri vitund, gegn stolti Lýðsættarinnar, en útkoman hafði ekki orðið annað en auð- mýking og vonbrigði. Því að nú gat hún elcki lengur hlekt sjálfa sig; nú gat hún eklci lengur sagt, að Dorlarnir væru skárri en óvinir þeii’i’a vildu vera láta. Þeir höfðu útvegað leigumorðingja til borgarinnar, til þess að skjóta hr. Ríkharðs. Þar var ekki neitt um að villast. Hr. Rik- liarðs sat nú þarna niðri með bindi um höfuðið en í sjúkrahúsinu var ósvikinn leigumorðingi með kúlu gegn um hausinn. Það var ekki annað en tilviljun, að lir. Ríkharðs var eklci liðið lík, og svo hefðu þeir getað skotið kerlingarsauðinn hana Villu frænku og Villa Frikk og jafnvel hana sjálfa. Þegar Sjana var komin upp í herbergi sitt, settist hún í hægindastól og kveikti sjer i vindlingi. Hún gat ekki afklætt sig eða burstað tennurnar eða neitt gert, fyr en liún hafði komið einhverju skipulagi á huga sinn, vegna þess, að enn var liún ekki viss um nema þetta væri alt saman mar- tröð, og verið gat, að hún ætti eftir að vakna og finna, að eklcert af þessu hefði raunverulega skeð. Því að svona viðburðir gátu ekki skeð i Flesjuborg. Jafnvel fanturinn hann Dorti gat ekki staðið fyrir svona verknaði, og áreiðanlega ekki Kobbi — ekki sá Kobbi, sem var með vingjarnlega, saklausa brosið og hafði farið með henni til Mylluborgar og svo oft boðið henni út til kvöldverðar. En

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.