Fálkinn


Fálkinn - 01.01.1943, Blaðsíða 6

Fálkinn - 01.01.1943, Blaðsíða 6
G F Á L K 1 N N Theodór Árnason: Operur, sem lifa. fieorgskrossinn, sem Malta fjekk. La TDsca Efnis-ágrip. Ópera (melodrania) í þrem þáttum eftir ítalska tónskáld- ið Puccini (1858—1924). Text- inn bygður á samnefndum harmleik Sardous, stílfærður af sömu höfundum og Madame Butterl'ly. Frumsýning á Cosl- anzi-leikliúsinu í Róm, 14. jan. 1900, síðan á öllum ó- peruleiksviðum heimsins, og er altal' vel fagnað, þó að tvísýnt þætti um gengi ó- perunnar við fyrstu raun. Leikurinn gerist i Rómahorg um aldamótin 1800 og fyrsti þátturinn i Sant’Andren kirkjunni. Inn í kirkj- una kemur maður í fangafötum, og er var um sig'. Er þar kominn Ange- lotti, sem verið hefir „konsúll“ hins rómverska lýðveldis, en hafði verið hneptur i varðhald. Systir lians lief- ir hjálpað honum til að sleppa úr fangelsinu, og nú er liann að sækja lykil, sem hún hefir falið í kirkj- unni, en lionum er ætlaður. En þegar hann er búinn að finna lykil- inn og býst til að laumast út ai'tur, lieyrir hann fótatak, verður skelk- aður og felur sig. Cavaradossi list- málari kemur inn í kirkjuna, og tek- ur til starfa. Hann er að mála Madonna-mynd. Eftir stundarkorn heyrir hann eitthvert þrusk fyrir aftan sig, fer þegar að rannsaka, hverju þetta sætir, og finnur Ange- lotti. Það kemur á daginn að þeir eru gamlir kunningjar. Cavaradossi býðst til að hjálpa Angelotti til að komast undan, en samtal þeirra er truflað, því að Tosca kemur inn i kirkjuna. Hún er dáð söngmær >— og alvarlega í ástum við Cavaradossi. Ifún sjer mennina ekki, en heyrir hvíslingar. Vekur það hjá henni grun um að Cavaradossi sje lienni ótrúr. Cavara- dossi kemur fram og hefir mikið fyrir því, að sannfæra hana um sakleysi sitt og fá hana til að hverfa á brolt. Þegar hún er farin liygst hann að fara með vin sinn heim til sin. En þá 'kveður við dynjandi fallbyssuskot. Er það merki um, að fangi liafi sloppið úr fangavist- inni. Þeir hraða sjer sem mest þeir mega út um liliðardyr, en í sama mund og þeir hverfa kemur Scarpia með miklu fasi inn i kirkjuna, til þess að rannsaka, livort fanginn muni hafa leitað skjóls þar. Tosca kemur nú aftur, að hitla elskhuga sinn, en Scarpia, sem er lævís ó- þokki, og öfundast óstjórnlega við Cavardossi, því að sjálfur lítur hann Tosca girndaraugum, telur lienni trú um, að áslvinur liennar sje ný- farinn út úr kirkjunni með stúlku. Því til sönnunar sýnir hann Tosca blævæng, sem hann hafði komið auga á, — en honum hafði systir Angelottis gleymt þar. Annar þáttur gerist í salakynnum Scarpia, sem er einskonar lög- regðlustjóri, og býr í svonefndri Farnese-höll. Cavaradossi hefir ver- ið handtekinn að lieimili sínu og er nú leiddur fyrir lögreglustjórann. Þess er krafist af lionum, að liann láti uppskátt, hvar Angelotti sje falinn. En Cavara'dossi neitar því, að hann viti nokkur deili á því. Scarpia hugkvæmist þá fólsku-bragð til þess að komast fyrir hið sanna. Hann lætur sækja Tosca. En hún er nú búin að fá vitneskju um að það hafði ekki verið keppinautur, sein Cavaradossi liafði flúið með úr kirkjunni, heldur strokufangi. Hún verður þvi alls liugar fegin, jiegar liún sjer Cavaradossi þarna heil- an á húfi og varpar sjer í faðm hans. Scarpia nístir tönnum af heift og afbrýðissemi og skipar, að láta fara með Cavaradossi inn í pindingaher- bergið. . Heyrast brátt stunur hans og óp jiaðan og Tosca verður svo buguð af þvi að heyra kvalaóp ást- vinar síns, að hún lætur loks til leiðast að segja til um það, hvar Angelotti er falinn. Scarpia hefir nú náð tilgangi sínum, og þó aðeins að nokkru leyti. Lætur hann nú koma með Cavaradossi inn i salinn, — en hann er í öngviti og alblóð- ugur. Og í álieyrn Tosca gefur Scarpia skipun um, að liann sje tekinn af lífi. Tosca verður nú alveg miður sín af harmi og örvæntingu og grátbænir Scrapia um að afturkalla þennan dóm. Og óþokkinn Scrapia lofar því loks, að verða við ósk hennar, ef hún láti að vilja sinum. Tosca ansar þessu ekki fyrst i stað, en heldur áfram þrábeiðni sinni um að Scarpia láti elskliuga lienn- ar lausan. Skarpia situr liins veg- ar við sinn keip, og loks sjer Tosca sjer engan annan kost en að lofa honum þvi, að hún skuli láta að vilja lians, en þó með því skilyrði, að hann skrifi vegabrjef handa þeim báðum, henni og Cavaradossi, sem heimili þeim að fara oáreitt af landi burt. Scarpia þykist vilja ganga að þessu, en að Tosca óafvitandi gefur liann fyrirskipun um, að Cavaradossi sje skotinn um sólar- lag, — sest síðan niður og fer að skrifa vegabrjefið. En á meðan liann er að því, laumast Tosca aft- an að honurn, og stingur hann bana- sár með rýtingi, rifur vegabrjefið af borðinu og forðar sjer síðan. Þriðji þáttur: Fangaklefi í Sant’ Angelo virkinu, þar sem Cavara- dossi húkir og bfður aftökunnar. Tosca kemur inn i klefann, móð og í mikilli geðæsingu. Hún sýnir Cavaradossa vegabrjefið og segir honum að liún hafi drepið Scarpia. Kveðst hún hafa komið jiví til veg- ar, að varðmennirnir skjóti hann ekki, þó að þeir hleypi af byssun- um, en að hann verði að falla við og láta, sem hann sje örendur. Hún muni síðar koma honum undan á laun og flytja hann á brott í vagni sinurn, sem bíði tilbúinn útifyrir. Nú koma varðmennirnir með byssur sínar og Cavaradossi er lát- inn standa upp við vegg og síðan er hleypt af byssunum. Hann liníg- ur til jarðar, eins og Tosca liafði fyrir hann lagt. En þegar varð- mennirnir eru farnir hleypur Tosca til hans og lýtur ofan að honum; sjer liún þá að hann er örendur og hkaminn allur sundurtætur af byssu- kúlum. Hún verður örvita af harini og fleygir sjer yfir lík ástvinar síns. En nú koma hermenn og ákæra hana fyrir að hafa myrt Scarpia. Gera þeir sig líklega til að handtaka Enginn staður á hnettinum hefir orðið fyrir jafn þrálátuin árásum og eyjan Malta. Síðan striðið hófst liafa flugvjelar varpað sprengjum á Malta dags daglega að kalla má og stund- um oft á dag, og jafnframt liafa öx- ulríkin liaft sterkan vörð skipa kringum eyjuna, til þess að varna skipum Breta að komast þangað með vistir og hergögn. En íbúarnir á Malta hafa tekið öllu þessu með liinni mestu rósemi, og Bretum hef- ir tekist að sjá eyjunni fyrir vistum og vopnum og nýju herliði til þess að koma í skarðið fyrir þá, sem hvíldar þurftu við. Malta var liáð konungsrikinu Sik- iley frá 1090 til 1530, en komst liá undir yfirráð St. Jóhannesarriddar- anna. Rjeðu þeir lögum og lofum á Malta, uns Napoleon tók eyjuna 1798. En Bretar lögðu þá samstundis liafn- bann á Malta og lijelst það næstu tvö ár. íbúarnir á Malla báðu Breta ásjár og gengu þeim á vald og með friðnum í París, 1814, varð Malta bresk eign. Árið 1921 fjekk Malta sjálfstjórn, ásamt eyjunum Gozo og Comino, og enska og ílalska eru jafn rjettháar á eyjunni. Þar er nú háskóli. — Malta er aðeins 247 for- hana, en henni tekst að forða sjer úr höndum þeirra. Hleypur liún fram á svalirnar og upp á brjóst- vörnina, hikar livergi og fleygir sjer fram af. Ejn hermennirnir standa eftir sem þrumu lostnir af slcelfingu. Músik Puccinis í Tosca er mjög stórfengleg og áhrifamikil og víða stór-frumleg, enda mun tónskáldinu hafa fundist allmikið liggja við af hans hálfu, því að textaefnið mun lionum hafa þótt óþjált. km. að stærð, en íbúatalan er um 250.000, svo að eyjan er nálægt þús- und sinnum þjettbýlli en ísland. Flestir eiga lieima i höfuðborginni, La Valetta, sem er einn helsti við- komustaður skipa i Miðjarðarliafi, og setuliðið á Malta hleypir íbúa- ,tölunni mjög fram, því að eyjan er eitt mikilsverðasta virki Breta í Mið- jarðarliafi, svo sem komið hefir í ljós í núverandi styrjöld. Samkvæmt heimastjórnarlögum Malta frá 1921, er löggjafarþingið i tveimur deildum, sem kosnar eru með hlutfallskosningu, en æðsti höfð ingi eyjarinnar er landstjórinn. í sumar sem leið var eyjan Malta, eða íbúar hennar í lieild sæind Georgskrossinum — æðsta virðing- armerki Englands — fyrir hetjudáð og hollustu". Afhenti lord Gort her- stjóri eyjarbúum heiðursmerki þetta sunnudaginn 13. september 1942, á- samt eiginhandarbrjefi Georgs kon- ungs, sem hljóðar svo: „Til heiðurs hinum dáðríku íbúum eyvirkisins Malta sæmi jeg þá Georgskrossinum, svo að hann megi bera þeim vitni um þá hetjudáð og hollustu, sem lengi mun verða fræg i sögunni.“ Hjer að ofan er mynd af krossin- um og brjefinu, þar sem þau eru á sýningarspjaldi á Palace Square í Valetta, eftir að afhendingin fór fram. Alt með Eimskip

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.