Fálkinn


Fálkinn - 01.01.1943, Blaðsíða 10

Fálkinn - 01.01.1943, Blaðsíða 10
10 F Á L K. I N N YKCStU LC/&NbWRHIR Leyni-klefinn Yngsta hirðmærin í höllinni var fegursl þeirra allra; hún var með fíngerða glógula lokka, stór, blá augu og varirnar voru eins og kirsiber á litinn og hendurnar nett- ar og hvítar. En drotningin hafði altaf horn i síðu liennar. „Þú lilýtur að vera skelfing heimsk, úr ])vi að þú gelur ekki saumað nærri eins vel og hinar hirðmeyjarnar," sagði gamla drotn- ingin og þreif ísaumsdúkinn af Angelu, en það hjet hún þessi unga hirðmey. „Jeg er altaf að reyna að vanda mig, en það gengur ekki betur en þetta,“ stamaði Angela. Og það komu tár fram í augun á henni. „Jeg liefi ekkert við þær hirð- meyjar að gera, sem ekki kunna úl- saum,“ sagði drotningin. „Þegar hann sonur minn, ungi konungur- inn giftir sig, þá verða allar hirð- meyjarnar að geta saumað fína kjóla handa drotningunni.“ Angela andvarpaði. Hún vissi vel, að konungurinn ætlaði að fara að giftast prinsessunni úr nágranna- ríkinu, sem var svo Ijót og drembi- lát, en svo feikna rík. Hún sárvor- kendi unga konginum að eiga að fá þessa gribbu fyrir konu. og angr- aðist í hvert skifti, sem minst var á hjónabandið hans. Einn daginn þegar hún var á gangi niðri í garðinum kom kongur- inn til hennar og sagði: „Angela, jeg vil miklu fremur gift- ast þjer — þú ert fallegasta og besta stúlkan i veröldinni. En mjer er þröngvað til að giftast prinsessunni.“ Og þá grjet Angela, því að henúi þótti svo vænt um kónginn, og lang- aði svo mikið til að giftast honum. Hún gekk út úr garðinum og út á veg, en þar mætti hún gamalli konu, sem var mjög einkennileg í útliti, en brosti vingjarnlega til hennar. „Þú skalt ekki vera hrædd, Angela fagra,“ sagði gamla konan. „Jeg veit vel hvað þú ert að hugsa um, og jeg skal hjálpa þjer, því að þú ert ekki aðeins falleg heldur ertu líka góð. Heyrðu nú! Farðu inn í gamla hall- arturninn, sem enginn kemur í frarn- ar, og littu kringum þig þar og þá muntu finna silkiband, sem er fest í eina hurðina. Fetaðu þig áfram með silkibandinu, og hjerna eru tveir lyklar, sem þú skalt festa við beltið þitt. Með þeim getur þú lokið upp öllum hurðum. Og svo muntu sjá sjálf hvað þú átt að gera.“ Angela varð forviða á þessu, en hún gerði eins og gamla konan sagði, tók við lyklunum hennar, þakkaði fyrir sig og fór heim. Þegar hun kom upp í turninn sá hún undir eins silkibandið, og hún tók í það og fetaði sig áfram með því. Það lá alla leið upp á efsta loft á turninum, en þar nam hún staðar við dyr. Það var rifa á hurðinni og Angela gægðist inn. Hún varð ekki litið hissa þegar hún sá, að þarna inni sátu þrir dvergar og voru að sauma í undurfallegan siikidúk. Þetta var svo fallegur útsaumur, að Angela hafði aldrei sjeð annað eins. Hvorki gamla drotningin nje unga prinsess- an, sem ætlaði að giftast konginum, höfðu nokkurntíma átt aðrar eins dýrindis hannyrðir. Fjórði dvergurinn stóð yfir þeim með skriðljós i hendinni og horfði á handaverkin. „Þetta verður fallegra og fallegra með hverjum deginum!“ sagði hann hrifinn. „Nú farið þið víst að verða búnir með það?“ „Eftir þrjá daga ætlum við að vera búnir með það. Lítlu á slæð- una, sem hangir þarna — finst þjer það ekki myndarleg brúðarslæða?" sagði einn af hannyrðadvergunum. „Jú, þetta er dýrindis hýalín! Mikið verður hún fín, dvergaprins- essan, í öllu þessu skarti! Og skrítið er það, að við skulum hafa getað tekið alt silkið, gullvírinn, perlurnar og gimsteinana frá konginum hjerna, án þess að hann saknaði nokkurs.“ Nú hlóu hinir dvergarnir, og einn þeirra sagði: „Ef liann vissi, að alt þetta væri hjerna, þá mundi hann svei mjer verða glaður, því að þá þyrfti hann ekki að giftast prinsessunni, sem verið er að neyða hann til að gift- ast. Hún er ljót og drembilát, en for- rik, og hann giftist henni eingöngu af því, að hann er svo fátækur." „Hann mundi eflaust giftast lienni Angelu, fallegu hirðmeynni, ef hann gæti,“ sagði einn dvergurinn. „Og það mundi nú sópa að henni, ef hún klæddist í alt þetta skart!“ Angela stóð grafkyr og hlustaðt, svo læddist hún hljóðlega niður stig- ana aftur. En á þriðja degi, þegar útsaumnum var lokið, fór Angela til kongsins og bað hann að koma með sjer. Þau námu staðar fyrir utan dyrnar og nú heyrðu þau einn dverg- inn segja: „Hjer eru ein ósköpin eftir af gulli og silki!“ „Við getum notað það i kjóla, ein- hverntíma seinna,“ sagði annar. „Nei, það er best að þið afhendið mjer það undir eins!“ sagði ungi kongurinn og gekk með reiddu sverði inn i klefann, og Angela á eftir hon- um. Dvergarnir æptu og lögðu á flótta, en skildu öll skartklæðin eft- ir. Iíongurinn og Angela tíndu þau saman og fóru með þau ofan í höll- ina, og nú sagði kongurinn: „Nú skalt þú verða brúður inín, Angela, klæddu þig ‘ undir eins i brúðarskartið, því að nú þarf jeg ekki að giftast leiðinlegu prinsess- unni.“ Það gerði hún og svo voru þau gefin saman. Og öllu fólkinu í rík- inu þótti vænt um, að kongurinn skyldi hafa fengið svona fallega og góða konu. r* Maðurinn (í örvæntinyu, við kouuna sína): — Hundurinn hefir náð í tennurnar mínar. Blístraðu á hann eins oy þú getur. ------------------------- S k r í 11 u r. _________________________i — Það' hellirignir, og þó spáði út- varpið besta veðri. — Er þaö ekki sem jeg segi: ú varpstækiö okkar hlgtur að vera bilaðt — Ná skaltu bara hegra öll skrítnu orðin, sem hann pabbi kann. — Hvað jeg skammast mín fgrir þessa rifu. Það hefir sjest í bert hör- undið á mjer. GERIST ASKRIFEHDUR FÁI.Ii WS HRINGIB f 2210 , L*“" _______________________________________________________ framleiðanda til negtenda. KAUPIÐ »FÁLKANN«

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.