Fálkinn


Fálkinn - 01.01.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 01.01.1943, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN NÝ.JA STJÓRNIN. Frh. af bls. 3. vitað mun það geta sætt mis- munandi dómum, livort því lelcst að finna rjettar leiðir. Ef hinu liáa Alþingi og ráðuneyt- inu tekst að sameina krafta sína til lausnar framangreind- um vandamáluin, þá vonar ráðuneytið, að santvinnan verði þjóðinni til hagsmuna. Að lokum skal ]iess getið, að fyrirhugað er, að ráðuneytið verði skipað fimm mönnum. En ekki hefir enn unnist tími til þess að skipa fimta manninn, sem væntanlega fer með fje- lagsmálin. Þremur dögum síðar, laugar- daginn 19. des. bar stjórnin fram hið fyrsta lagafrumvarp sitt: um alment verðliækkunar- bann, seni gildir fyrst um sinn til loka febrúarmánaðar næst- komandi. Var það afgreitt sam- dægurs í báðum deildum, um- ræðulítið og að kalla samhjóða. Má gera ráð fyrir, að nú á næstunni komi fram ýms önn- ur frumvörp, snertandi fjárhags og atvinnumál, enda lier ræða forsætisráðherra það með sjer, að hánn telur það fyrst og fremst hlutverk stjórnarinnar, að koma þessum málum á heil- brigðan grundvöll og stemma stigu við fargani því, sem verið hefir í þessum málum um lirið. Það eru óvenjlegir atburðir, sem gerst liafa með myndun þessarar stjórnar, og Alþingi síst til sóma. En þjóðin virðist taka hinni nýju stjórn með fögnuði. Hún er orðin þreytt á flokkareipdrættinum á Alþingi. MILO . et■ HtinAájja íc. ficuT utcki. cf.t < u*u j tU. SOOVUX- fitCo'CC, Cv oin MILÓ Lj£-\ MEIÍ.DSÖLU S IRCO I R: ÁRNí J Ó N S S O N, HAFNASJTB.5 SEVKJAVIK. □ rekktö Eglls-fil Er miðstöð verðbrjefaviðskiftanna. KROSSGÁTA NR. 438 Lávjett. Skýring. 1. hlusti, 5. hógvær, 10. hvitd, 12. spekingur, 14. vísdómur, 15. sigur, 17. húsdýri'ð, 19. ílát, 20. sorgina, 23. nudda, 24. grastegund, 26. iðr- ast, 27. gufa (fornt), 28. óliðugt, 30. kend, 31. mjúkir, 32. litla, 34. þungi, 35. þur, 36. veiðarfærið, 38. ráða við, 40. hulstur, 42. hæli, 44. stúlka, 46. kaffi, 48. seinlæti, 49. subbur, 51. ættmenni, 52. danskt timamark, 53. þjóðflokk, 55. óhljóð, 56. afhjúpaður, 58. umhugað, 59. púður, 61. gefa hljóð frá sjer, 63. mann, 64. óklædda, 65. skaddaða. Lóðrjett. Skýring. 1. umsjónarmaðurinn, 2. óheil, 3. vantreystir, 4. upphafsstafir, 6. upp- hafsstafir, 7. kviða, 8. Biblíunafn, 9. tálbeitu, flt., 10. montin, 11. líða skort, 13. tæpa, 14. vargur, 15. streyma, 16. umlukt, 18. tæla, 21. 2 eins, 22. frumefni, 25. handleggja- grannur, 27. ílála, 29. band, 31. bera á, 33. manns, 34. framkoma, 37. þaggar, 39. málugur, 41. láta, 43. skipti, 44. sofa laust, 45. bragðvont, 47. meidda, 49. skammstöfun, 50. kyrð, 53. útlend, 54.’ atviksorð. 57. unga, 60. gróða, 62. ólireinindi, 63. stað. FLOTI BRESKA LANDHERSINS. Laiulher Breta hefir sinn eigin skipaflota, nefnilega strand- uarnarskipin og vjelbátana, sem genga störfum fgrir landher- inn. M. a. flgtja þessi skip hergögn og vistir' milli hafna og eru sifelt á verffi gagnvart flugvjelum og óvinaskipum, sem nálgast ströndina. Ejmfremur lita þau eftir kaupskipum og fiskiskipum, sem fara nœrri landi. Hjer sjest maöur úr land- hernum viff stýriö á einum af vjelbátunum. Bókafregn. SKÁLDSÖGUIt JÓNS THORODDSENS. Stéingr. J. Þorsteinsson gaf út. Helgafellsútgáfan, 1942. Nýlega er komin á bókamarkað- inn heildarútgáfa af sögum Jóns Thoroddsens, brautryðjanda íslensks sagnaskáldskapar í nýjum stíl, sem þó er orðinn gamall. Eru þetta tvö stór bindi, samtals yfir 600 bls. prentuð á ágætan pappír og útgáfan hin snyrtilegasta. í fyrra bindinu eru þessar sögur: Piltur og stúlka, sem hjermeð er komin i 5. útgáfu, Dálílil ferðasaga, sem er fyrsta saga höfundarins, Sögubrot, sem höf. mun hafa byrjað að skrifa á síðari Hafnarárum sin- um, en lauk aldrei við. Þetta sögu- brot hefir aldrei verið prenlað áður, en útgefandi fann handrilið að því í Landsbókasafninu, og er það eina söguhandrit Jóns Thoroddsen, sem vitað er um að varðveist hafi. Þá er loks æfintýrið um Skraddárann frækna, eftir Grimm, sem Jón þýddi á sinum tíina, en áður hefir verið birt i Skírni (1920). í síðara bindinu er svo Maður og kona. Gerir útgefandi grein fyrir því í formála að báðum bindunum, hvaða reglum hann hafi fylgt við útgáfuna, og verður ljóst af þeirri greinargerð, að það hefir engan veg- inn verið vandalaust að gefa út þessar sögur, einlcum Mann og konu. Steingr. J. Þorsteinsson magister hefir nú tekið sjer það hlutverk fyr- ir hendur að kanna Jón Thorodd- sen og skáldskap hans, og er það merkilegt verkefni. Það er alkunna, að hinar stærri sögur hans hafa ár- um saman verið vinsælustu sögurn- ar í landinu, enda lengi vel þær cinu, sem af íslenskum toga voru spunnar og höfðu á sjer merki list- arinnar. Það má þvi vera gleðiefni, nð Helgafellsútgáfan hefir hoðað, að á næsta ári komi út mikið og vand- að rit um Jón Thoroddsen og skáld- skap hans. Það verður ril sem allu mun fýsa að kynnast, sem lesið liafa Pill og stúlku og Mann og konu. Jaroslav Itasek: ÆFINTÝRI SVEIKS. Geysisútgáfan 1942. Tjekkneski rithöfundurinn Jaro- slav Hasek, er einn af einkennileg- uslu rithöfundum þessarar aldar. Ilann varð skammlífur, og ef hann liefði lifað lengur þá mundi æfisaga sögulietju hans, hins dygga dáta, sem hann kallar Sveik, orðið lengri. Því að svo má segja, að höfundur- inn liafi orðið heitnsfrægur undir eins og jietta verk kom út. Hasck var gæddur þeirri náðar- gáfu að kunna að segja eðlilega og skemtilega frá. Hann er „drastiskur" í lýsingum sínum, stórskorinn og ekki altaf fágaður, en segir æfintýri dygga dátans með þeim ágætum, að hálfdauður maður getur hlegið að. Karl ísfeld blaðamaður hefir þýtt bókina. Hann er fyrir löngu orðinn kunnur, sem lipur og ljettur þýðari, sem sjaldan slær skeifliögg á þeim erfiðu útlendu setningum, þar sem alt er ónýtt nema maður „hitti nagl- an á höfuðið". Æfintýri Sveiks eru \issulega erfið þýðandanum, en hann hefir skilist við það mál með mikl- um heiðri og vindhöggalaust.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.