Fálkinn


Fálkinn - 01.01.1943, Blaðsíða 13

Fálkinn - 01.01.1943, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 satt var það nú engu að síður. Loksins, eftir þrjá vindlinga, var hún komin að þeirri niðurstöðu, að engin von væri um að valcna aftur og finna, að þetta væri eklci annað en ljótur draumur. Og alt í einu vissi hún, livað gera skyldi, lil þess að varðveita sjálfsvirðingu sína og stolt og gera sjer fært að lifa áfram. Hún yrði að skrifa Kobba og segja honum, svo að ekki vrði misskilið, álit sitt á honum. Meðan hún var að afklæða sig, velti hún því fyrir sjer, hvað hún gæti sagt, án þess að heimska sig nieir en orðið var. Síðan fleygði hún yfir sig slopp og settist niður að skrifa. Ilún var næstum búin að byrja ávarpið á „Kæri lir. Dorti,“ en sá strax, að það væri kjánalegt. Hann gat jafnvel farið að lilæja að því. „Kæri herra“ var næstum ennþá verra. Lengi leitaði liún í huga sínum að ávarpi, sem gæti falið í sjer nægilegan kulda og viðbjóð, en hvað sem hún reyndi varð alt jafn ankanalegt, og loks ekki ann- að fyrir en notast við „Kæri Kobbi.“ Það var það eina hugsanlega. Þegar hún loks var komin af stað, ritaði hún skjálfandi hendi og með stórkarla- letri, sem stóð í engu hlutfalli við stærðina á henni sjálfri. Brjefið hljóðaði þannig: Iiæri Kobbi: — Jeg skrifa bara til þess að láta þig vita, að jeg vil aldr.ei heyra þig nefnd- an á nafn framar. Ef svo skyldi fara, að við ætluðumst að rekast lworl á annað á götu, gerðir þá mjer mikinn greiða með.því að skjótast inn i ein- hverjar húsdyrnar, svo að jeg þyrfti ekki að sjá þig. Svona ern lilfinningar mínar. Eiturormur eða rotta myndi fylla mig minna viðbjóði en þið feðg- arnir. Eftir það, sem skeði í kvöld, ætti að bera ykkur báiða út úr bo/g- inni á stöng, eins og gert var í gamla daga, meðan J. E. sálugi föðurbróðir minn var á lífi. Jeg reikna hvern klukkutíma, sem jeg hef eytt í þinum fjelagsskap, ver en glataðan. Sjana Baldvins. Hún las brjefið einu sinni yfir, til þess að vita, hvort hún gæti nokkru um það bætt. Síðan tók hún penna og bætti við, neðan við undirskriftina: „Hingað til hef jeg ekki tekið þátt í krossferðinni af heil- um lniga, og jeg vann ekkert í hennar þágu — þín vegna — en nú, þegar jeg veit hvernig þú ert, ætla jeg ekki að liætta fyr en þú héfir verið rekinn úr borginni.“ Sjana sló utan um brjefið, slökti ljósið og reyndi að sofna. En það ætlaði ekki að ganga vel, og lengi lá hún vakandi og kvaldist af áfalli því er stolt hennar liafði orðið fyrir, og þeirri kveljandi staðreynd, að hitt fólkið hafði haft rjett fyrir sjer en hún sjálf rangt, og ólijákvæmilegt var að viðurkenna það. Eina hugunin í þessum hörmungum var sú, að nú var hún frjáls —'eins frjáls og þegar hún kom úr skól- anum til Flesjuborgar. Hún var liætt við Kohba fyrir fult og alt, og' þetta litla, sem henni hafði litist vel á hr. Ríkharðs var liorfið eins og dögg fyrir sólu. Ekki hafði henni brugðið mikið, þeg- ar hann stóð þarna með blæðandi liöfuðið, þó að Villa frænka og Gasa-María og Adda ætluðu alveg af göflunum að ganga. Þær gátu kanske verið skotuar í þessum hlóð- kalda umbótamanni, en hún sjálf var það að minsta kosti ekki. Öðru nær: hún fann næstum hatur til hans, samskonar hatur og til Flynns og Dorta gamla. Ef hann hefði aldrei komið til borgarinnar, hefði alt öðru- vísi farið og sennilega væru þau Kobbi þá bestu vinir enn. Já, alt hefði þá verið öðru- vísi. Þegar hún loksins sofnaði, var síðasta þokukenda hugsunin hjá henni: „Þvi i fjandanum fór lcerlingin að bjarga honum úr fangelsinu?“ Morguninn, sem blysförin átti fram að fara, byrjaði hitinn þegar með sólarupp- komunni, þessi góði gamli rykugi hiti, sem hefir sópast yfir sljetturnar í Suðvestur- ríkjunum síðan tímar hófust. í Franklín- stræti og á Árbakkanum, ætluðu svertingj- arnir, sem unnu þar eyrarvinnu, alveg að kafna í skugganum undir pakkhúsunum. Á Aðalstræti reyndu borgararnir að ganga skuggamegin, en jafnvel þar gaus sv.o mik- ill hiti upp úr gangstjettunum, að mönn- um varð þungt í höfði. í skrifstofu Gunn- fánans hamaðist nýja rafmagns-vindsnæld- an og reyndi að koma svolítilli hreyfingu á hitasvækjuna. Jabbi gamli Nýborg full- yrti, að annar eins hiti hefði ekki komið síðustu fimtíu árin. Já, þetta var alveg samskonar hiti og sá, sem endur fyrir löngu hafði skilið eftir hross og börn dauð á sljettunum, á land- námsárunum, en þrátt fyrir allan hitann, fór æsingin vaxandi lijá ibúum Flesju- borgar. Þrátt fyrir hann, hamaðist Um- bótanefndin allan daginn, sveitt og más- arfdi, að safna gömlum fánum og grínni- búningum og livetja hálfvolga fylgismenn sína lil þess að taka þátt í blysförinni miklu, sem fara átti fram þá um kvöldið. Allur þessi sundurleiti hópur, sem nefnd- ina skipaði, hamaðist sveittur allan dag- inn, og gleymdi öllum mismun á stöðu, lífsskoðunum og trúarbrögðum. Fregnin um árásina, sem aðfluttir leigu- morðingjar höfðu hafið á hr. Ríkliarðs breiddist út um borgina eins og eldur í sinu og miklu fljótar þó. Blakkur, sem var í daglegu lífi sínu, litlu betri en mállaus, gekk krá úr krá, fjekk sjer í staupinu og sagði söguna alla af Ijetta, þangað til klulck- an tvö um daginn, þá var liann svo yfir- kominn af vin- og sigurvímu, að hann sofn- aði í einni kránni. Læknarnir og hjúkrun- arkonurnar í sjúkraliúsinu voru einnig lið- tæk að breiða út söguna, og lögregluþjón- arnir, sem farið höfðu með Bingham, gátu, þrátt fyrir skipanir, ekki stilt sig um að segja konunum sínum frá öllu saman. Og eftir því, sem sagan barst út, óx andstygðin og hatrið á Dorta og fjelögum hans og fylti borgina. Heiðarlegir borgarar spurðu hverir aðra, hvað væri eiginlega að verða úr Flesjuborg. Þeir þóttust varlá óhultir lieima hjá sjer lengur, ef farið væri að flytja leigumorð- ingja inn í borgina. Þegar ritstjóri „Frjetta“ lagði af stað í skrifstofuna sína, sagði vargurinn, konan hans, við hann, sigri hrósandi: „Jæja, nú ert þú næstur! Þú veist líka of mikið.“ Og þessi orð stæltu síður en svo kjarkinn í veslings ritstjóranum. sem var síst of kjarkaður fyrir. Á hálftíma fresti hringdi lir. Ríkharðs, sem enn bar heftiplásturinn á höfðinu, til sjúkraliússins, til þess að spyrja, hvort Malli með svínsandlitið væri orðinn svo liress, að hann gæti talað, en svarið var á- valt hið sama: hann væri ennþá meðvit- undarlaus, og gæti svo sem eins vel hrokk- ið upp af, en hinsvegar væri maðurinn seigur og gæti líka lifnað við aftur. En Ríkharðs vildi láta liann tala og það sam- dægurs. Þrátt fyrir liitann, vann Rikliarðs eins og vjel, allan dagiun. Hann sat snögg- klæddur við borðið sitt og reit ritstjórnar- greinar, svaraði í símann, hringdi upp sjúkraliúsið, Umbótanefndina og lögreglu- stöðina. Það var alveg eins og nú hvíldi krossferðin og alt, sem henni tilheju’ði, á hinum hreiðu herðum hans, eins og hann fyndi til þess, að nú væri úrslitastundin að nálgast, og að alt riði á því að gera nú engar skyssur. Sjana, sem var reið og móðguð, horfði á hann með undrun, og nú datl henni alt í einu í hug, að það hlytu að liafa verið borgarbúar eins og' hann, sem komu af stað bannlagahreyfingunni, lögðu neðan- jarðarjárnbrautirnar og stóðu fyrir Þræla- stríðinu. Ilún gat ekki trúað þvi, að jafn- vel J. E. sálugi, frændi hennar, hefði nokk- urntíma getað unnið svona óskaplega, og það í svona drepandi liita og með öðrum eins ofsa, fyrir málstað rjettlætisins gegn ranglætinu. I stuttu máli sagt: aðgangur- inn í hr. Rikharðs gerði hana hlátt áfram hrædda. En það var annars ekki hitinn einn sam- an, sem gerði Sjönu ónýta lil allra verka, þennan dag, heldur var líka liitt, að lnin fann sig' algjörlega innantóma og svo kæru- lausa, sem henni stæði á sama, hjeðan af, hvernig alt veltist. Brjefið til Kobha hafði hún sent með sjerstökum sendli, til þess að vera alveg viss um, að það vrði komið til hans, meðan reiði hennar sjálfrar væri á hástigi. Brjefið var sem sagt farið og alt búið milli hennar og Kobba. Og nú gal hún ekkert gert annað en setið þarna, eins og illa gerður hlutur og starað niður í horðplötuna. Hún fór ekki einu sinni út til hádegisverðar; hafði enga matarlyst og gat ekki hleypt í sig nógum dugnaði til þess að standa upp og ganga út. Klukkan þrjú vaknaði hún þó ofurlítið af þessu dauðamóki sínu, við það, að Bingham lögreglustjóri kom sjálfur í skrif- stofuna og tilkynti, að lögreglan hefði náð í hinn leigumorðingj ann skamt utan við borgina. En Hemmi kútur virtist ekki ætla að verða mikið fróðari en fjelagi lians hafði verið, Hann myndi sem sje ekki tala oftar í þessu lífi. Þegar hann komst ekki lengra, greip hann til byssunnar, svo að hreppstjórinn þarna á staðnum neyddist til að leggja liann að velli með riflinum sín- um, á löngu færi. „Þvi í djöflinum þurftu þeir að drej>a hann?“ spurði Ríkharðs. „Okkur er lítið gagn í hræinu af honum.“ Þegar veslings frú Lýðs heyrði þessar frjettir, læddist hún inn í skonsuna sína og svalaði tilfinningum sinum með gráti. Síðan hún kom niður stigann heima hjá sjer, kvöldið áður og fann Rílcharðs blóð- ugan, hafði eklci verið meira gagn í henni en þó að hún hefði verið svæfð með ldóró- formi. Hún gat ekki hugsað um neinn hlut í samhengi, og ekki gefið fyrirskipanir —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.