Fálkinn - 12.03.1943, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM
Ritstjúri: Skúli Skúlason.
Framkv.sijóri: Svavar Hjaltested
Skrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6
Blaðið kemur út hvern föstudag
Allar áskriftir greiðist fyrirfram
HERBERTSprení.
Það hafa orðið ærið mikil blaða-
skrif út af samningi, sem útvarps-
stjóri hefir nýlega gert við fulltrúa
sendiherra Bandaríkjanna hjer á
iandi. Þjóðernið er enn einu sinni í
voða, ])að á víst að fara að „amer-
íkanisera“ þjóðina, og svo á að fara
að fræða Bandaríkin og þá sjerstak-
lega setuiið þeirra hjer um ísland.
Hjer er hætta á ferðum, sem vöku-
menn þjóðarinnar telja skyldu sína
að vara við.
En flýttu þjer hægl, vökumaður.
Er ekki hollast að iita á þetta mál
rólega og æsingalaust, fremur en
að hlaupa í gönur, og segja eitthvað,
sem sjálfum þjer mundi þykja of-
mælt síðar.
í fyrsta lagi: Þann mikla tíma, sem
Bandaríkin liafa fengið til útvarps-
sendingar hjer á að nota m. a. til
almenns úlvarps fyrir Bandaríkja-
lierinn og á hans máli, þ. e. frjettir,
stutta fyrirlestra og svo skemtiatriði
og hljómlist. — Með öðrum orðum
líkt efni og Bretar hafa útvarpað
hingað til vegna setuliðs síns hjer,
og enginn hefir amast við. Enda
hafa umvandararnir ekki fundið á-
stæðu til að amast við þessum þætti
útvarpsins.
í öðru lagi: Fræðsluerindi um Is-
land og íslendinga fyr og siðar,
flutt af dómbærum mönnum. Til-
gangurinn er sá, að veita setuliðinu
fræðslu um landið, sem það lifir i,
og þjóðina, sem hefir það í nábýli.
Þetta er landkynning, og allir flokk-
ar hafa áður tjáð hana þarflega og
til þjóðþrifa, enda orðið sammála
um að veita framlög af opinberu fje,
til þess að halda henni uppi. Nú
virðist svo um skipt, að þetta sje
skaðræði. En sje það svo, þá verð-
ur það ekki skýrt nema á einn veg.
Þjóðinni hefir hrakað svo, að lienni
er það til bölvunar, að aðrar þjóð-
ir fái að vita hver hún er. Við eig-
um að gera okkur að huldufólki.
í þriðja lagi: Tilætlunin er að
flytja íslenskum áheyrendum efni
á íslensku máli, sem íslendingar vest-
an hafs leggja til meðal annara, og
sje þetta efni mestmegnis tekið á
talplötur og endurtalað hjer. Stund-
um hafa þjóðræknir menn látið i
Ijós, hvílíkur skaði oss væri, að
missa tengslin við landa vestan hafs.
Nú á að linýta þau. En þá er það
orðið skaðræði. Og umfram alt meg-
um við ekki fá að heyra um menn-
ingarlíf Bandaríkjanna. Það gæti
steindrepið okkur.
Sumir krakkar eru svo kenjóttir,
PÁLKINN
Euíemia UJaage:
Bolludaqurinn on hræðnr hans.
Mjer liefir dottið i hug, að ein-
hverjum kynni að þykja gaman af,
að lieyra sagt frá hinum margvis-
legu hátíðabrigðum, sem menn hjer
í bænum gerðu sjer í föstubyrjun,
á bernsku- og unglingsárum mín-
um. Reykjavik var þá að sönnu hálf
danskur bær, en samt sem áður
dæmalaust indæll og vinalegur bær
eða þannig lifir hann að minsta
kosti í huga minum. Margt af þeim
siðum og skemtunum, sem þá voru
hafðar um hönd, hafa að likindum
verið af erlendum rótum runnar, en
stuðluðu engu að síður að því, að
gera bæjarlifið skemtilegra og drógu
úr fábreytni þess. Margir þessir sið-
ir eru nú gjörsamlega horfnir, en
aðrir breyttir eða eimir aðeins eftir
af þeim. Jeg geri ráð fyrir, að margt
af þessu tiðkist ennþá í Danmörku
og ef til vill víðar á Norðurlöndum,
en um það er mjer litt kunnugt. í
Suður-Evrópu veit jeg að menn gera
sjer margt til gamans á kjötkveðju-
hátíðinni eða karnevalinu, en það
er gjörólíkt því, sem hjer var, enda
mótast slikt mest af staðháttum.
Það er víst inála sannast, eins og
jeg mintist á hjer að framan, að
margir þeir siðir, sem jeg ætla nú
að lýsa, eru ekki sprottnir upp hjá
þjóð okkar, en voru samt sem áður
landlægir hjer um hríð og juku á
litauðgi lífsins og lifsgleði manna og
þá sjer i lagi barnanna og mun sist
af veita og finst mjer varhugavert,
að skera alt þessu likt niður við trog
ræktarleysis og andlegrar fátæktar
þeirra, sem ekki liafa vit á neinu
nema að banna.
Snemma á mánudagsmorguninn
komu fyrstu „marsjeringastrákar-
nir“, var þá uppi fótur og fit á
krökkunum, þeim sem ekki voru
farnir út að flengja, því að nú var
um að gera að missa ekki af neinu
af skemtiatriðunum. Börnunum þótti
besta skemtun að strákunum, þó að
jeg liafi grun um, að fullorðna fólkið
liafi ekki altaf verið eins hrifið, þvi
að þetta voru hálfgerðar snikju-
ferðir.
Strákarnir hóuðu sig saman úr
ýmsum bæjarhlutum, skreyttu sig
með mislitum gljápappir, sem klpt-
ur var út og borðarnir lagðir utan
um húfuna og á ermarnar og jakk-
ann. Allir höfðu þeir trjesverð við
hlið og sumir máluðu á sig yfirslcegg
með korktappa. Þeir skiftu sjer síð-
an í hópa, með tiu til fimtán strák-
um í hverjum, kusu sjer foringja
og fóru úr einu húsi í bænum i ann-
að og sungu þar ýms lög, svo sem:
„Nú skotöld er og skálma“, „Af stað
burt i fjarlægð“ og „Ljómar dagur i
austurátt“ og mörg fleiri, en þessi
minnir mig að væru oftast á ferð-
inni. Þeir komu að skúrdyrunum
og fóru ekki fyr en þeim voru gefnir
peningar. Þetta var heldur illa liðið
af húsráðendum, enda voru peninga-
ráð óviða mikil á þeim árum og fólk,
sem vildi láta telja sig í betri manna
að þau neita því, sem þau heimta, i
sömu andránni. En fullorðið fólk
getur líka verið kenjótt — stundum.
röð vildi ekki leyfa drengjum sin-
um, að taka þátt í þessum „marsjer-
ingum“. Maðurinn minn, sagði mjer,
að einu sinni hefðu drengir nokkrir
úr Þingholtunum verið búnir að
telja sig á, að fara með þeim i eina
slíka ferð, en þegar hann mintist á
það við móður sína, þá tók hún svo
þvert fyrir það, að hann fór þess
aldrei á leit framar. Þegar bræður
mínir stækkuðu, voru „marsjering-
arnar“ löngu úr sögunni og þess-
vegna býst jeg við, að þeir hafi al-
drei óskað að taka þátt í þeim.
Fram, að ])eim tíma, sem Morten
Hansen tók við skólastjórn í barna-
skólanum hjerna, hafði altaf verið
gefið frí á bolludaginn, en hann
breytti til og gaf frí á öskudaginn
og gerði hann það til að binda enda
á ,,marsjeringarnar“, enda lögðust
þær þá niður. En ekki á jeg við hann
þar sem jeg tala um þá menn, sem
ekki höfðu vit á neinu nema að
banna, því að hann hafði vit á mörgu
pn þó hafði hann alveg sjerstaklega
vit á einu, og það var að stjórna.
Jeg hef verið að geta mjer þess
til, að þessar „marsjeringar“ hafi,
ef til vill, verið leifar af sið þeim,
sem tíðkaðist á miðöldum, þegar
skóladrengir sungu fyrir dyrum
manna, eins og margir munu kann-
ast við úr æfisögu Marteins Lúthers.
En þetta er bara getgáta.
Eitt af þvi, sem mjög tíðkaðist í
Danmörku, var „að slá köttinn úr
t þessum mánuði eru liðin fimtiu
ár síðan mennirnir fjórir, sem sjást
hjer á myndinni, luku prófi frá
Stúritnannaskólanum í Reykjavlk.
iHið skeði 8. mars 1893. Hafði Stýri-
mannaskólinn þá fyrir þremur ár-
um verið gerður að ríkisskóla, en
áður hafði um hríð verið haldið
hjer uppi kenslu i siglingafræðum.
Af þeim fjórum, sem sjást hjer á
myndinni, er einn látinn fyrir
nokkrum árum, Þorvaldur Jónsson
netagerðarmaður (lengst til hægri),
en hinir eru allir starfandi i fuil.i
3
tunnunni", en það var sjaldan gert
hjer. Samt man jeg, að einu sinni
fór sú athöfn fram hjer á tjörninni,
en oftar man jeg ekki til þess. Minn-
ir mig, að þessu hafi einu sinni ver-
ið lýst lijerna í einhverju blaði og
ætla jeg því ekki að þreýta menn á
þeirri lýsingu.
Þá voru flengingarnar og voru
þær veigamesti' þáttur dagsins og
lika það, sem helst eimir eftir af.
Krakkarnir ljetu þá vekja sig fyr-
ir allar aldir og lögðu svo af stað
með „bolluvendina“ í höndunum og
gengu síðan milli góðvina sinna og
flengdu þá, telpurnar karlmenn, en
drengirnir stúlkur og konur. Þótti
það hin mesta óhæfa að loka húsum
sínum á bolludagsmorguninn og
sumir góðir menn lágu meira að
segja í rúmunum og biðu gesta. Það
þótti lika ómark, ef drengir flengdu
karlmenn eða telpur konur. Fengu
börnin svo eina bollu hjá hverjum
sem þau flengdu eða rjettara sagt,
enginn var skyldugur að gefa meira,
en sumir karlmenn gáfu miklu meira
og man jeg eftir því, að menn gáfu
fulla kassa af allskonar góðgæti. En
aðrir voru aftur á móti svo neyðar-
legir, að þeir komu alklæddir á móti
manni, þegar maður kom til að
flengja þá og þá varð grátur og
gnistran tanna, að minsta kosti hjá
þeim, sem litlir voru og urðu menn-
irnir þá stundum að bæta fyrir synd-
ir sínar, með því að gefa huggunar-
sklding.
Slæma útreið fjekk faðir minn
einu sinni, þegar hann var drengur
í latinuskólanum og ætlaði að flengja
gamla konu, sem bjó í sama húsi og
hann. Þegar pabbi kom inn, brá
garnla konan sjer fáklædd fram úr
Frh. á bls. /4.
fjöri, þrátt fyrir erfiðan 0g áhættu-
saman vinnudag. Þeir eru (frá
vinstri): Kristinn Magnússon skip-
stjói, Þorsleinn Þorsteinsson skip-
stjóri í Þórshamri og Pjetur Ingjalds-
son skipstjóri, sem enn stýrir ,.Lax-
fossi“ og farið mun hafa fleiri ft.rð-
ir yfir Faxaflóa en nokknr maður
annar, fyr eða síðar. — Tvö skip-
stjóraefni útskrifuðust 1893, auk
þeirra, sem nú hefir verið getið.
Voru það þeir Einar Ketilsson ug
Jón Þórðarson frá Ráðagerði.
Stýrimenn í 50 ár.