Fálkinn - 12.03.1943, Blaðsíða 8
I
8
F Á L K I N N
John Falcon:
Bónorðsför sir Algemons
SIR ALtíERNON TREVELYAN
hafði tekið ákvörðun. Alt i einu,
^egar hann kom út á tröppurnar,
eldsnemma um morguninn, var hon-
um þetta ljóst. Hann ætlaði að biðja
hennar Önnu Moore! Hann hafði
liaft góðan tíma til að taka þessa
ákvörðun, því að Anna hafði verið
í s-seitinni um það bil ár. En þó
var það ekki fyr en nú, sem hann
var staðráðinn.
Hinsvegar var ákvörðunin óbif-
anleg eins og allar ákvarðanir sir
Algernons. Og hann ætlaði að fara
strax. Hann ljet leggja á hestinn
sinn og reið áleiðis til heimilis frú
Burton.
Hann var glaðari og frjálsari á
leiðinni um skóginn, en nokkru
sinni áður, fanst honum. Það var
eins og hann hefði komist yfir hátt
fjall, sem hefði verið honum þránd-
ur í götu. Hann var síðasta af-'
sprengi ættar sinnar — gamallrar
og forríkrar ættar, sem hafði set-
ið í Glencourt Castle öld eftir öld,
og var orðinn svo samgróinn sveit-
inni og fólkinu, að það lá við að
hann hafði gleymt að það var til ver-
öld utan greifadæmisins Glencourt.
Svo að nærri stappaði, að hann
yrði hræddur, þegar hann fann til-
finningar sínar í garð konu, sem
eigi aðeins var frá Ameríku, heldur
líka blaðamaður — að vísu atvinnu-
laus í bili, en þó — starf hennar
Og tilvera var svo fjarri þvi, sem
iolkið i Glencourt Castle hafði jafn-
an liugsað sjer að það ætti að vera.
En nú hafði hann sigrast á öllum
samviskunnar mótmælum. Hann gat
blátt áfram ekki hugsað sjer fram-
tíðina án hennar. Hún átti að verða
drotning í Glencourt Castle. Hann
ljet hestinn fara á stökk; ekkert að
hopa, því að þetta var alt afráðið.
Þegar frú Burton tók á móti hon-
um var .* vipurinn á henni eins og
jarðskjálfti hefði dunið yfir hana
og að hún væri að bíða eftir nýjum
kipp.
„Ja, hjer er alt á tjá og tundri,“
sagði hún, „en svona eru þessir
Ameríkanar! Maður veit aldrei
hverju þeir taka upp á. Frænka mín
hefir lifað hjer í friði og ró i allan
vetur og kynt sjer enska staðháttu
og þjóðlíf, en svo fær hún símskeyti
í morgun — og lialdið þjer ekki að
hún sje komin á bak og burt með
alt sitt hafurtask eftir liálftíma.
„Síniskeyti?" hváði sir Algernon
ákafur. „Hvaðan var það simskeyti,
kæra frú Burton? Góða, segið þjer
mjer það. Það er .... það hefir
ákveðna þýðingu fyrir mig.“
„Jeg get vist sýnt yður það — •
það lá hjerna inni rjett áðan. Jú,
alveg rjett, hjerna er það.“
Sir Algernon las það í flýti: „Kom-
ið strax. Atvinna. Norton. Greys
Inn 16. Temple."
Hm! Þó ekki lengra en til London.
Sir Algernon hugsaði sig um eitt
augnablik. Svo kvaddi hann i flýti
og reið á brott í sprettinum. Frú
Burton horfði forviða á eftir hon-
um.
Hesturinn hans sir Algernons varð
að þenja sig meira, en hann hafði
gert nokkurntíma áður. Og eftir fim
mínútur komu þeir í Glencourt
Castle.
„Stóru bifreiðina!“ hrópaði sir
Algernon til stallsveinsins, sem tók
á móti honum við dyrnar. „Fljótt!
James á að aka henni!“
Innan tíu mínútna þaut bifreið
sir Algernons út um hliðið.
Honum gafst gott tækifæri til að
hugsa á leiðinni til London. Hann
brosti er hann hugsaði til einkunn-
arorðanna, sem stóðu í skjaldarmerki
Trevelyananna, milli gylta svans-
ins og hins einkennilega bláa dýrs,
sem sagt var að ætti að tákna ljón.
„Jeg skal aldrei gefast upp“ stóð
þar. Þetta var táknrænt einkunnar-
orð, því að Trevelyanarnir voru
bæði þráir og seigir, þegar þeir tóku
eitthvað í sig. Jæja, hann hafði hag-
að sjer samkvæmt einkunnarorðun-
um. Og ekki skaðaði að flýta sjer.
Best að framkvæma áformin þegar i
stað. Hann iðraðist ekki eftir það.
Og hann þráði svo ótrúlega mikið
að hitta Önnu, — aldrei hafði hann
haldið, að hann gæti þráð svo mik-
ið.
Það kom á daginn að hr. Norton,
Greys Inn 16, Temple, var einskon-
ar agent, en sir Algernon gaf sjer
ekki tíma til að rannsaka til hlitar
fyrir hvað hann var agent.
„Ungfrú Moore,“ sagði hann, „já,
einmitt það. Hún kom hingað. Það
var út af ráðningu við blaðið „Sun“
í New York, — jeg veit ekki hvers
eðlis þetta er, en mjer virtist að hún
mundi hafa sótt um eitthvað starf
þar, og mundi þekkja einhvern út-
gefandann."
„í New York —“ tautaði sir Al-
gernon og það virtist koma á hann.
,Og hvar er ungfrú Moore núna?“
Norton leit á klukkuna. „í Soutli-
ampton; hún fór þangað með flug-
vjel og er likast til að fara um borð
í „Carinthia" núna. Jeg pantaði far
handa henni símleiðis. Skipið siglir
eftir tuttugu minútur."
„Tuttugu minútur!“ hrópaði sir
Algernon. — „Flugvjel —“
„Nei, góði herra,“ svaraði Nort-
on, sem nú var farinn að veita gest-
inum athygli, „það er ekki hægt að
ná skipinu, jafnvel ekki með flug-
Nei nei, látið þjer yður ekki detta
það i hug. ,Carinthia‘ er ekkert móð-
urskip fyrir flugvjelar. En ef yður er
um að gera að komast vestur í
snatri, þá kemur franska skipið við
í Southampton eftir sex tíma. Þjer
getið náð i það!“
Sir Algernon þakkaði fyrir sig og
kvaddi. Hann var ekki augnablik í
vafa, — sjálfsagt að ná í franska
skipið. Hann tók stóra fjárupphæð
út i bankanum sinum í London og
hjelt til Southampton.
Farþegunum um borð í franska
skipinu „La Marseillaise" fanst sir
Algernon var óvenjulega þögull sam-
ferðamaður, — jafnvel af Englend-
ingi að vera. Hann hjelt sig einkum
uppi á efsta þilfari og spígsporaði
þar. Hefði liann getað farið sniðug-
legar að þessu? Senda símskeyti,
til dæmis? — Hm! ekki var hægt
að biðja hennar símleiðis, — ó-
hugsandi! — Nei, hann varð að
hitta hana sjálfur.
„Jeg skal 'aldrei gefast upp —“
hugsaði hann og brosti í kampinn.
Sir Algernon hafði aldrei fyr á
æfinni komið út fyrir landamæri
Englands og i fyrstu fanst honum
ferðalagið beinlinis óþægilegt. En
áður en langt um leið fór liann að
venjast þvi. Hann vissi, að Anna
hafði bókstaflega lifað á ferðalagi
árum saman. Það var þessvegna —
að minsta kosti upp á vissan máta
- hennar lífsvenja; og þessvegna lík-
aði honum þetta sæmilega. Og í
rauninni var eitthvað skáldlegt við
að vera á ferðalagi, þegar öllu var
á botninn hvolft. Ómæli hafsins,
fallega skipið, sem óð öldurnar i
háleitri tign, já og jafnvel þessi
heimur þarna um borð, þessar tvær
þúsundir manna. Hann kunni í raun-
inni sæmilega við þetta og þótti vænt
um, að hann skyldi hafa reynt það.
Og daginn sem skipið sigldi inn í
höfnina í New York, þegar Man-
hattan kom fram úr móðunni —
þá skildi hann að heimurinn var
nýr og stór, og að hann var að breyt-
ast sjálfur.
Og altaf óx þráin eftir Önnu.
Blaðið „Sun“ var auðvitað til
húsa í skýjakljúf, og sir Algernon
varð að taka á allri sinni ensku ró
til þess að verða ekki að viðundri
innan um allar þeysandi lyfturnar,
ærustuna i simunum og háværu,
ameríkönsku raddirnar. Hann bað
um að fá að tala við aðalritstjórann!
Allsendis ómögulegt, aðalritstjórinn
væri önnum kafinn næstu sex tim-
ana! En hr. Langton mundi víst
geta gefið honum þær upplýsingar,
sem hann þyrfti.
Eftir alllanga bið komst sir Al-
gernon á fund hr. Langtons, sem
var snöggklæddur, með hornspang-
argleraugu, og fjekk sjaldnast að
tala heila setningu, án þess að sím-
inn hringdi.
„Hm, nú, ungfrú Moore! Jeg man
elcki eftir því nafni! — Ja, svo.
Nýkomin frá Evrópu til þess að taka
við starfi hjerna við blaðið, segið
þjer. Nú, þá veit jeg við hvað þjer
eigið. Talar spönsku eins og inn-
fædd, er það ekki?“
En það vissi sir Algernon ekkert
um. En það var mjög sennilegt.
Anna var vel að sjer í flestu.
„Það var þessvegna, sem hún fjekk
starfið, Og auðvitað hefir hún unn-
ið fyrir okkur áður. Jæja, þetta
mál heyrir undir Larkin — augna-
blik----------“ Langton þreif sím-
ann: „Ilalló, — já, er það Larkin?
— Heyrið þjer — stúlkan frá Evrópu
skiljið þjer, — já —! Nú svoleiðis
—! Já, auðvitað. Þakka yður fyrir!“
Langton sneri sjer að sir Algernon.
„Já,“ sagði hann, „þetta er óheppi-
legt, ef þjer hafið ætlað að tala við
ungfrúna. Því að hún var að fara
um borð í skip, sem siglir til Vest-
ur-India. Larkin fór þangað með
henni sjálfur, til þess að leggja henni
lífsreglurnar. Og svo sigldi skipið.“
„Til Vestur-India?" Sir Algernon
hnje agndofa niður á stól.
„Til Colon, sjáið þjer. Og þar hefst
eiginlega sjálft ferðalagið.
„Og hvert er því eiginlega heit-
ið?“ spurði sir Algernon og var fast-
mæltur.
„Um öll vesturríkin í Andesfjöll-
um, alla leið til Chile Ágæt hug-
mynd, sjáið þjer. Allir eru forvitni'-
um þetta fólk, sem á heima þarna,
en enginn þekkir það. Þetta kváðu
vera æfintýralönd — uppreisnir,
Indiánar, villidýr og þar fram eftir
götunum. Það er hægt að skrifa
skemtileg ferðabrjef úr slíkum leið-
angri.“
„Og þjer sendið kvenfólk í svona
glæfraför?“
„Vitanlega, herra minn, vitanlega!
Það er einmitt púðrið í þvi! Les-
andinn mun fylgjast með henni með
áðdáun og hryllingi. Það væri ekkt
þriðjungs virði, ef karlmaður væri
sendur í svona ferð.“
Nú hringdi síminn enn, og nú
kom iangt samtal. En á meðan kom
sendill másandi, rjetti sir Algernon
miða, og hvarf aftur. Sir Algernon
leit á miðann. Þetta var próförk,
sem enn var vot svertan á, og sýndi
uppdrátt af Suður-Ameríku. Frá Pan-
ama og alla leið suður í Chile hafði
verið dregið feitt strik á uppdrátt-
inn. „Þessa leið mun kvenfrjetta-
ritari vor fara,“ stóð efst á blaðinu.
—- Fyrir neðan var lýsing á hættu-
um þeim og erfiðleikum, sem þessari
nýju för yrði samfara.
„Nú —“, Langton hafði lokið sím-
talinu, — „svo þetta er þá kornið.
Jeg bað Larkin um að senda það
hingað. Þarna sjáið þjer leiðina og
helstu viðkomustaðina. Get jeg gert
nokkuð annað fyrir yður. Jeg hefi
mikið að gera, skiljið þjer.“
Nei, í rauninni var það ekki ann-
að. Sir Algernon kvaddi og sveif,
dapur í bragði, með lyftunni ofan
af 24. hæð. , 1
Hann fjekk sjer herbergi á gisti-
húsi og fór að hugsa málið.
Honum datt í liug simskeyti, á
nýjan leik. Hann gæti símað til
hennar, og beðið hana um að bíða
á ákveðnum stað, til dæmis i Colon,
En hvaða ástæðu ætti hann að til-
greina? — Gat hann símað: „Elska
þig. Sje það gagnkvæmt þá bíddu
í Colon.“ — Vitanlega var þetta
ekki viðlit. En að segja: „Biddu i
Colon.“ — Nei, það var ótækt líka.
Setjum svo að hún vildi ekki líta við
honum, þegar á ætti að herða.
í rauninn var það víst þessi snögg-
lega óvissa, sem reið baggamuninn.
Hann hafði til þessa verið svo örugg-
ur, en nú greip nagandi efinn hann.
Hann gat ekki afborið að vera í þess-
um vafa, þangað til hún kæmi aftur
að ári liðnu. Og hann gat ekki af-
borið að hugsa til þess, að hún væri
innan um nöðrur, Indíána, uppreisn-
ir og alt annað, sem var svo algengt
þarna i Suður-Ameriku.