Fálkinn


Fálkinn - 12.03.1943, Blaðsíða 2

Fálkinn - 12.03.1943, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N ÓLI SMALADRENGUR Þessi barnaleikur, sem sýndur var hjer fyrir mörgum árum hefir nú verið tekinn til leiks á ný, und- ir leikstjórn þeirra systranna Emilíu Borg og Þóru Borg Einars- son. En leikendurnir eru allir börn og mikið af dönsum gerir bjart yfir ieiknum. Þessi leikur er æfintýri um Óla smaladreng, sem sofnar inni i skógi og vaknar aftur við það, að hann er orðinn konungur i æfintýraríki. Þar á hann tvær hollvættir að, sem geta gert sig ósýnilegar, þegar á þarf að halda, með því að breiða slæðu eða huliðshjálm yfir höfuð sjer og þær hjálpa Óla jafnan þegar þörf- in er mest, svo að honum tekst mæta vel að gegna konungsstörfunum. Meira að segja svo vel, að rjetti kon- ungurinn kýs að iáta hann ráða fram úr vandamálum, sem fyrir honum liggja, en auðvitað dettur konung- inum ekki í hug, að Óli smaladreng- ur geti það. Þetta fer þó á aðra leið. Óli ræður svö snildarlega fram úr vandræðunum að konungurinn gefur honum dóttur sína i stað þess að skipa honum að snauta heim. Enda er Óli vitanlega ógn góður og vandaður drengur, eins og allir drengir eiga að vera. Það er mikið hlegið og mikið klappað í Iðnó, þegar verið er að sýna Óla smaiadreng. Þarna eru sem - sje flestir áhorfendurnir börn, og sum svo Jítil, að þau verða að standa uppi á bekkjunum, til þess að sjá joað sem fram fer. Og svo klykkir leikurinn út með því, að allir leikendurnir koma þramm- andi fram af leiksviðinu og ganga hringinn i kring um allan áhorfenda- hópinn, og því þykir krökkunum nærri því mest gainan að. Leikurinn stendur ekki nema klukkutíma, enda voru tvær sýningar á honum á sunnudaginn var. Og alt af er meira en nóg af krökkum til að sjá hann. Jeg er viss um að það ísTand i myndum Fyrir nokkrum dögum sendi ísa- foldarprentsmiðja frá sjer mikið og vandað safn af myndum frá íslandi. Hjer er í rauninni ekki um að ræða aukna og endurbætta útgáfu af Is- Jands-myndabókinni frá 1938 (sem endurprentuð var, nokliuð breytt, árið 1939) lieldur nýja bók, þó að vitanlega sje þar nokkuð af sömu myndunum. En nær undantekning- arlaust eru þessar myndir svo stór- ar að þær taka yfir lieila síðu bók- arinnar (stærðin er lík og á for- síðumyndum Fálkans). Myndavalið er stórum aukið; m. a. er þarna mikið af góðum mynduin frá Aust- fjöiðum, en þær voru fáar í eldri bókunum. — Bókar þessarar verður getið nánar síðar. (V/V/V/V(V Siysastöð er nauðsynleg. Hjer í blaðinu er birt tilkynning frá stjórnarnefnd og forstjóra Land- spitalans um það, að framvegis taki spitalinn ekki á móti sjúltlingum til minniháttar læknisaðgerða, vegna annríkis læknanna. Verða menn því að snúa sjer til lælcnanna í bænum í þeim erindum framvegis. Það er aðeins þegar um alvarleg slysatil- felli er að ræða, sem Landspitalinn veitir sjúklingum móttöku. — Er orðin brýn þörf á, ,að bærinn komi upp stöð, sem veitir slösuðu fólki viðtöku, og þyrfti hún að vera í miðbænum. I Þorvaldur Guðjónsson. skipstj., Vest- mannaeyjum, varð fimtugur 10. þ. m. er fjöldi, sem ætlar sjer næst, ef pabbi og mamma vilja .gefa þeim ■fyrir aðgöngumiðanum. Hjerna sjáið þið nokkrar myndir úr leiknum. Efst er mynd af Óla smaladreng, hann liggur sofandi úti í skógi; en konungurinn og liirð- menn hans koma að honum. En á þeirri næstu eru hollvættirnar tvær á balc. við hann. Á litlu myndinni sjáið þið vonda bóndann og mein-' lausa bóndann., sem Óli smaladreng- ur sættir. Tóta frænka. Er miðstöð verðbrjefaviðskiftanna. handarkrika CRGAM DEODORANT stöðvar svitan örugglega 1. Skaðar ekki föt eða kari- mannaskyrtur. Meiðir ekki hörtmdið. 2. Þornar samstuntis. Not- ist undir eins eftir rakstur 3. Stöðvar þegar svita, næstu 1-3 daga. Eyðir svitalykt, lieldur handar- krikunum þurrum. 4. Iireint, hvitt, fitulaust. ómengað snyrti-krem. 5. Arrid hefir fengið vott orð alþjóðlegrar livottar- rannsóknarstofu fyrir þv; að vera skaðlaust fatnaði ARRID er svita- stöivnnarnieðal- ið.sem selst mest Reynið dós i dag ARRID Fæst í öllum betri búðum Flugurnar tímgast svo hratt, að þær geta látið eftir sig tólf ættliði á einu sumri. Ein fluga getur á þess- um tíma orðið ættmóðir 100-^-200 miljón flúgna, sem bera sóttkveikj- ur of óþrif á heimili almennings. í flestum menningarlöndum er nú háð barátta gegn flugnaplágunni, en hjer virðist helst, sem þær sjeu heiðursborgarar, eins og rottur og mýs. Frægir læknar fá oft góðan skild- ing fyrir verk sín. Þannig er ;■ agt að enski hálslæknirinn sii; MorelJ Mackennie hafi fengið 400.000 fyrir að stunda Friðrik III. keisara, dr. Lorenz frá Wien fjekk 640.000 kr. fyrir að lækna mjaðmarskekkju á dóttur ameríkansks auðkýfings og annar auðkýfingur bauð dr. James Gale miljón krónur, ef hann gæti læknað í honum lömun, en annars fengi hann ekki neitt. Lækningin tókst og miljónin var greidd. í Þýskalandi eru eins og viðar til söfn, sem geyma á grammófón- plötum raddir ýmsra höfðingja og þjóðkunnra söngvara og listamanna. Elsta grammófónplalan i safninu i Berlin geymir rödd Lúðvíks annars, konungs í Bayern. Hann dó, brjál- aður, árið 1886.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.