Fálkinn


Fálkinn - 12.03.1943, Blaðsíða 5

Fálkinn - 12.03.1943, Blaðsíða 5
F Á L K 1 N N 5 segja híbýli þeirra (,Lappkojor‘ kallaðar i SvíþjóS) eru úr lirein- dýraskinnum. Þeir notfæra sjer að nokkru mjólkina, ennfrem- ur nota þeir dýrin fyrir sleða. En tamin eru þau ekki frekar en sVo, að til þess að ná kú til að mjólka hana, verða þeir að slöngva lykkju (lasso) um horn hennar, og eins til þess að ná dýri fyrir sleða. Eskimóar í Alaska hafa einn- ig hafið ræktun hreindýra í stórum stíl, en þar höfðu þau vilt gengið til þurðar vegna of mikillar veiði. Lapjjar sumir eru auðmenn á sína vísu, eiga oft stórar hjarð- ir hreindýra, jafnvel 2—3 þús- und dýr.1) Það mun þó teljast til undantekninga. Með þessar hjarðir sínar verða þeir að vera á stöðugu flakki, því að auðvit- að þurfa þeir mikið haglendi. En það segja fróðir menn, að það sje frekar dýrin, en mennir- nir, sem ráða ferðum þeirra. Þau verða að rása, flytja sig til, 1) Hjer er farið eftir sænsku út- gáfunni af Brehm. í bók sinni ,Spen- dýrin' nefnir dr. Bjarni Sæmunds- son 4—5 þúsund dýr. Tvævetur tarfur i Arnarfelli. eins og frændur þeirra í Kan- ada, þó að það sje eklci i eins stórum stíl. Tilraun Matthiasar læknis er að þvi Jeyti sjerstæð, að hann hefir aðeins liaft undir liönd- um kálfa, sem teknir hafa verið snemma frá mæðrunum, en gef- inn matur og mjólk til uppbót- ar móðurmjólkinni, sem þeir höfðu mist. Þeir eru eins og Húöin er enn á hornunum. heimaalningar í Arnarfelli (sum- arbústað Matthiasar) og elta manninn, í stað þess að forðast hann. Styggasta dýrið er kálf- ur, sem fæddist í fyrravor og liefir gengið undir móðurinni, hefir ekki þurft á móðurum- liyggju mannsins að halda. — Hann lætur manninn ekki kjá við sig, hleypur undan ef lcom- ið er of nálægt honum, þó að liin dýrin, meira að segja móðir- in líka, elti manninn. A þrem árum, 1939—1941, hefir Matthías fengið alls 13 kálfa austan frá Fljótsdalshjer- aði. Al' þeim hafa tveir drepist skömmu eftir komuna til Arnar- fells, liöfðu ekki þolað flutn- inginn. Þessir tveir voru sinn af hvoru kyni. Annars hefir hlut- fallið milli kynjanna verið svo óliagstætt, að af þeim 11, sem lifað liafa, eru 7 tarfar og 4 kvígur. Af fyrstu sendingunni (1939), sem var 4 kálfar, voru 3 tarfar og 1 kviga. Þessi kviga hefir nú borið tvisvar, þ. e. hún fæddi kálf tvævetur og aftur í vor, i bæði skiftin kvígur. En tvær kvígur aðrar, sem voru orðnar tvævetrar í vor, komu ekki með neinn kálf og hafði þó verið farið nákvæmlega eins með þær og fyrstu kvíguna. Siðustu frjettir eru þær, að snemma í janúar síðastliðnum kom það slys fyrir, að önnur tvævelra kvígan, sem nú var með kálfi, lærbrotnaði svo illa að það varð að skjóta hana. Fyrstu tilraunir ganga oft mis- jafnlega. ÞAU HAFA ÖLL FENGIÐ NOBELSVERÐLAUNIN. Fyrir nokkru var haldin veisla í New York fyrir fólk, sem hlot- iö hefir Nobelsverðlaun, og búsett er í Bandaríkjunum. Þar voru samankomnir, auk margra annara, 28 Nobelsverðlaunavinn- cndur, þar á meðal þeir þrír, sem sjást hjer á myndinni. Til vinstri sjest sir Norman Angell, sem hlaut friðarverðlaun No- bels árið 1933, en var herraður árið 1931. Norman Angell er höfundarnafn hans, en rjettu nafni heitir hann Ralph Norman Angell Lane, og var um eitt skeið ritstjóri Parísarútgáfu stór- blaðsins IJaiIy Mail. —~ Næst er skáldkonan Pearl Bnck, sem hlaut bókmentaverðlaunin árið 1938. Er hún einkupi kunn hjer á landi fyrir sögu sina „Góð jörð“, sem gerist i Kína, eins og flestar sögur hennar. Er hún talin þekkja Iiina flestum vest- urlandabúum betur. Loks er hinn frægi eðlisfræðingur Arthur H. Compton, sem fjekk Nobelsverðlaunin árið 1936. ECUADOR heimsækir U.S.A. Roosevelt forseta þekkja allir eftir mynd, en færri þekkja manninn sem situr hjá honum i bifreiðinni. Hann er Carlos Arroyo del Rio, forseti lýðveldisins Ecuador í Suður-Ameriku, og einn jieirra forseta, sem hefir sagt öxulveldunum strið á hendur. Del Rio kom fyrir nokkru i heimsókn til Bandarikj- anna og tók Roosevelt á móti honum á flugvellinum í Washing- ton. Er myndin tekin þegar þeir eru á leiðinni þaðan og i Hvita húsið. Del Rio kom á fund i þinginu og hjelt þar ræðu; ennfremur skoðaði hann ýmsar hergagnasmiðjur Bandarikjanna. V

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.