Fálkinn - 12.03.1943, Blaðsíða 6
6
F A L K I N N
- LITLfi SflGfln -
Ghanninri Pollock:
Ógreiddi
LÆKNIRINN
T-j VÍNÆR allir þeir, sem mikið
lesa, minnast stundum einhverr-
ar sögu, sem þeim þykir vænt um,
en muna ekki liöfund hennar nje
uppruna. Þannig geymi eg í hugan-
um sögu, sem að jeg hygg að Balzac
hafi skrifað, þó að mjer hafi ekki
tekist að finna hana í ritum lians.
Önnur saga er mjer í minni, sem
jeg las í einhverju blaði fyrir 20—
30 árum. Jeg hefi lagt talsvert á mig
til þess að finna Iivenær og hvar hún
birtist, og hver sje höfundur hennar,
en það hefir ekki tekist. Máske getið
þjer vísað mjer á söguna ef þjer
lesið ágrip það af henni, sem fer
hjer á eftir:
T ÆKNISHJÓN nokkur voru á
■“leið í veislu og fóru afskekta leið.
Tvívegis höfðu þau vilst af rjettri
leið, og nú voru þau orðin of sein,
svo að læknirinn ók eins og bifreið-
in gat komist. Þetta var í New Eng-
land. Þrátt fyrir flýtirinn tólc hann
eftir lágu timburhúsi, fremur niður-
níddu, og utan á húsinu var spjald,
sem sýndi, að þarna ætti læknir
heima.
Svo sem hálfa mílu fyrir ofan hús
þetta bilaði stýrið og vagninn rekst
á trje. Maðurinn við stýrið meiðist
ekki, en tekur konuna sína út úr
brotnum bílnum. Hún er mikið slös-
uð og meðvitundarlaus. Þarna er
mjög stjálbýlt og maðurinn sjer
hvergi bifreið og aðeins fáa húskumb
alda. í vandræðum sínum og ör-
væntingu minnist hann læknisbú-
staðarins í nokkur hundruð metra
fjarlægð. Hann tekur meðvitundar-
lausa konuna í fang sjer og hleypur
við fót með hana, kemst að hrörlega
húsinu og hringir bjöllunni. Hár,
skuggalegur, gráhærður maður og ó-
snyrtilegur opnar dyrnar og segist
vera iæknirinn. Enginn eigi heima í
húsinu nema hann.
Þeir bera konuna saman inn í ryk-
fallna og sóðalega lækningastofu og
leggja liana á skurðarborðið. Hún
hefir ekki enn fengið meðvitundina
aftur. Læknirinn rannsakar hana
með augsýnilegri nákvæmni og seg-
ir síðan, að höfuðkúpan sje brot-
in, og að eina úrræðið til að bjarga
lífi hennar sje það, að gera á henni
uppskurð þegar i stað, og þó sje
vonlitið um að það stoði. Maðurinn
svipast um þarna inni og þykir ó-
vænlegt að sjá, hversu alt er óhugn-
anlegt þarna inni. Hann er hræddur
við að láta þennan lækni gera til-
raunina, en á ekki annars úrkostar.
„Þjer verðið að hjálpa til við svæf-
inguna,“ segir læknirinn, „því að
jeg hefi engan annaii til þess.“
Maðurinn hlýðir honum, úrvinda
af kvíða og illa á sig kominn eftir
áfallið, en þegar hann hefir lokið
við að svæfa konuna er liann nær
yfirliði kominn, svo að læknirinn,
sem stendur þarna með hnífinn í
hendinni, segir við hann: „Það er
víst best fyrir yður að fara út; nú
þarf jeg ekki frekar á hjálp yðar
að halda.“
Maðurinn gengur fram og aftur
um anddyrið og rennur augunum
öðru hverju til Ijósrálcarinnar við
skurðstofudyrnar. Brátt heyrir hann
fótatak úti fyrir, og þrír menn læð-
ast inn úr dyrunum, tveir vopnaðir
en sá þriðji með kaðal. Þeir koma
hægt inn í dyrnar. „í guðs bænum
bíðið þið viðl“ sagði maðurinn
kveinandi. Hann veit að búið er að
opna höfuðkúpuna á konunni hans,
og að henni er dauðinn vís, ef lækn-
irinn er truflaður. Einn maðurinn
svarar hvíslandi: „Hverjir haldið
þjer að við sjeum?“
„Innbro'tsþjófar!“
„Nei,“ svaraði maðurinn. „Við
erum starfsmenn af geðveikrahælinti
hjerna fyrir handan. Maðurinn, sent
er að gera uppskurð á konunni yðar,
er hættulegur geðveilcissjúklingur,
sem tókst að strjúka burt fyrir
tveimur tímum.‘
Þeir talast við i hvíslingum, þess-
ir þrír, og samþykkja að bíða þang-
að til læknisaðgerðin sje búin. Brjál-
aði maðurinn var læknir fyrrum,
segja þeir, og meira að segja mjög
frægur læknir. En hann hafði verið
geðveikur um alllangt skeið og band-
óður nú upp á síðkastið. Fyrir nokkr
um árum fluttist hann úr einni stór-
borginni, keypti þetta hús og settist
þar að og stundaði lækningar, þang-
að til óforsvaranlegt þótti að láta
hann ganga lausan. „Hann hefir
strokið liingað vegna vanafestunn-
ar,“ segir aðalvarðmaðurinn, „og
það gæti farið svo að vanafestan
rjeði því, að honum tækist það,
sem hann er að gera núna. Hvað
sem öðru líður, þá eigum við eklci
nema um eitt að velja — ef við
truflum hann núna, þá er engin von
um, að konan yðar haldi Iifi.“ Þeir
fara út og gægjast inn um glugg-
ann og sjá að læknirinn hefir lok-
ið við aðgerðina. Þá fara þeir xnn
og ráðast á geðveika manninn, sem
verst af öllum mætti, en er loks yfir-
liði borinn og fluttur á burt. Varð-
mennirnir lofa að senda þegar lækni
og hjúkrunarkonu til mannins, og
það efna þeir.
Konan hrestist smámsaman svo,
að fært þótti að flytja hana til New
York og þar var hún lögð á spítala
og frægur læknir fenginn til að
stunda hana. Hann rannsakaði höf-
uðkúpuna og læknisaðgerðina gaunir
gæfilega og segir siðan:
„Konan yðar verður alveg jafn
góð eftir þetta mikla áfall, en jeg
get ekki skilið, hver hefir getað
gert þennan vandasama uppskurð.
Þetta er eini uppskurðurinn, sem
gat bjargað lífi hennar, en aðeins
einum lækni hefir, svo jeg viti, tek-
ist að gera þessa vandasömu að-
gerð. En þetta er þó engin skýring,
þvi að mjer er kunnugt um, að ein-
mitt þessi læknir varð brjálaður
fyrir nokkrum árum, og er nú á
geðveikrahæli í New England.“
Drekklö Egils-öl
ThEodúr Árnason:
TÓNSNILUNGAR
LÍFS 0G LIÐNIR
Eugénz Ysaye
1858—1931
Það inun hafa verið veturinn
1908—9, sem hingað komu fyrstu
grammófónarnir, sem segja mátti
um að skiluðu sæmilega góðri mús-
ik, og þá var einnig farið að flytja
hingað góðar plötur, — sem ein-
staka menn pöntuðu sjer, eftir verð-
listum. Jeg átti þá kunningja á mínu
reki, sem unni tónlist mjög og klauf
það einhvernveginn, að eignast vand-
aðan grammófón og talsvert af
úrvals hljóðfæra-plötum (instrument-
al), sem á höfðu leikið helstu snill-
ingarnir, sem uppi voru um það
leyti. Undi- jeg lijá þessum kunn-
ingja mínum margar kvöldstundir í
algleymingi, hlustandi á hina frægu
snillinga. Þóttist jeg sjá þar inn i
dýrðarríki, sem fýsilegt væri að
kynnast betur. Plöturnar voru af
ýmsu tagi, en það var einkum einn
flokkurinn, sem jeg lijelt mig að:
fiðluleikararnir. Um þær mundir
voru víðfrægastir og vinsælastir 2
fiðluleikarar, sem þá stóðu á hátindi
frægðar sinnar, en það voru þeir
Ysayé, sem hjer verður frá sagt, og
Jan Kubelik, tjekkneskur að ætt (f.
i Prag 1880) og. sá þriðji var i upp-
siglingu, ungur snillingur rússnesk-
ur, sem margir kannast nú við hjer
á landi, Mischa Elman (fæddur 1891
í Talnoi í Kiev) og nú er heimsfræg-
ur. Við fengum nokkrar plötur „eft-
ir“ hvern þessara snillinga og þær
voru oft leiknar. Þetta var það fyrsta
sem jeg heyrði af þessu tæi, og mjer
eru þessi kvöld minnisstæð, heima
hjá kunningja minum. Og það verður
að segja okkur til hróss, þessum
kumpánum, að nokkuð vorum við
naskir, þó að við værum bara is-
lenskir heimaalningar,, að finna per-
sónuleg einkenni þessara manna. En
þau voru í stuttu máli að okkar viti
þessi: Ysayé djúpur og háalvarleg-
ur, tónninn breiður, heitur og inni-
legur, leiknin aukaatriði, sem hann
beitti aldrei á kostnað listarinnar,
en þó af fádæma miklu að taka. —
Kublik fyrst og fremst fádæma fim-
leikamaður i fingrunum, tónninn
mikill en oft kaldur og sjaldan innt-
legur. Elman elskulegur stórsnilling-
ur. Þetta voru n.ú „dómar“ okkar
islensku unglinganna, sem mænd-
um inn í dýrðarríki tónlistarinnar,
— mjer liggur við að segja: grát-
storknum augum, en vorum bundnir
hvor á sinn skrifstofuklakk. Og
þessir dómar komu nokkuð heim við
það, sem heimurinn og listdómar’
arnir sögðu um mennina, og við
heyrðum svo siðar.
Skal nú fyrst sagt frá Ysayé.
Hann var fæddur í Liége i Belgiu
16. júli 1858 og byrjaði faðir hans
að kenna honum á fiðlu, en vegna
þess,, að liæfileikar drengsins virtust
vera — ja, næstum því yfirnáttúr-
legir, var liann tekinn i tónlistar-
skóla borgarinnar kornungur, og
vann þar til verðlauna niu úra gam-
all, enda naut hann tilsagnar bestu
kennaranna, sem þar var völ á. —
Hann kom fram ungur opinbei-lega,
en var litill gaumur gefinn, ein-
hverra hluta vegna. En hann hjelt
ótrauður áfram og var svo heppinn
að njóta tilsagnar tveggja stórsnill-
inga, en það voru þeir Wieniawski,
pólski „virtúósinn" (1835—1880) og
Vieuxtemps (1820—1881), sem var
bæði tónskáld og afburða fiðluleik-
ari. Mun Ysaye hafa haft álcaflega
mikið gagn af því að njóta hand-
leiðslu þessara manna. Meðal annars
beitti hinn siðarnefndi, sem var mjög
„mikilsvirtur“ maður — áhrifum sín-
um til þess að Ysayé var veittur
ríkisstyrkur til þriggja ára fram-
haldsnáms, og veitti honum jafn-
framt sjálfur tilsögn í einkatímum.
Er þessa getið í æfisögu V. s. (Rad-
oux), að hann hafi ekki þóst eiga
nógu sterk orð til þess að lýsa að-
dáun sinni á hinum fágætu hæfx-
leikum Ysayé. Sjálfur kyntist jeg
vestan liafs, snjöllum fiðluleikara,
fransk-belgiskum, Camille Courture
að nafni, sem verið hafði í æsku
saintímis Ysayé á tónlistaskólanum
í Liége, einmitt þetta síðara náms-
ímabil hans, og dáði hann meir en
nokkurn annan fiðluleikara, og
sagði mjer margt um hann.
Árið 1879 fór Ysaye í hljómsveita-
leiðangur til Þýskalands, og hitti þar
hinn mikla meistara og kennara i
fiðluleik, Joseph Joachim og ljek
fyrir liann. Er mælt að Joachim hafi
verið orðlaus, — en sagt um leið
og hann kvaddi Ysaye: „Aldrei hefi
jeg heyrt svona leikið á fiðluna!"
Þessi ummæli gátu að visu verið tvi-
ræð, — en menn efast ekki um,
hvað Jochim átti við.
Ysaye vegnaði vel í Þýskalandi
og var loks ráðinn liljómsveitar-
stjóri i Berlín 1880. En þeirri stöðu
undi hann ekki nema árið. Fór þá
í leiðangur til Noregs — og var
Ole Bull „framkvæmdastjóri“ hans
i þeirri för, en Norðmenn tóku hin-
um unga listamanni með kostum og
kynjum. Næstu ár hjelt hann hljóm-
leika viða i liinurn helstu músik-
borgum Norðurálfu við hinn bezta
orðstý, en 1886 var honum boðin
prófesorsstaða við tónlistaskólann í
Brussel og gegndi hann því embætti
til ársins 1896. Á því timabili fór
hann margar hljómleikaferðir, eink-
um til Þýskalands. En honum gekk
seint að ná sjer þar niðri. Fólkið
virtist þurfa að heyra oft til hans
til að geta áttað sig á honum. Kom
það til af því að hann var raun-
verulega öðruvisi en aðrir fiðlu-
snillingar, fór sinna ferða hvað stíl
snerti, og túlkaði sinn persónulega
skilning á viðfangsefnum, sem oft
var alt annar en það, sem álitið var
hefð-bundið. Það mun hafa verið í
og með þetta, sem Joachim átti við.
Það var ekki fyrr en 1899, sem
liann gekk svo fram af listdómur-
unum i Berlín, að þeir urðu áð við-
urkenna að hann væri allra þálif-
andi fiðluleikara snjallastur, þó að
hann bryti i bág við það, sem menn
hefðu átt að venjast. Ljek hann i
það sinn í filharmónískum hljóm-
leikum fiðlukonsert eftir Bach (í
E-dúr) með hljómsveitar-undirleik,
Frh. á bls, 11.