Fálkinn


Fálkinn - 26.03.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 26.03.1943, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N OXFORD-HÁSKÓLINN OG HÁSKÓLINN í PRAHA Karls-háskólinn í Praha er einn af elstu háskólum i Ev- rópu. Hann var stofnaður af Karli fjórða Bæheimskon- ungi árið 1348. En það urðu fyrst og fremst stúdentar þessa háskóla, sem urðu fyrir barðinu á Þjóðverjum, er þeir höfðu gerst „verndarar“ Tjekkíu, vorið 1939. — Þeir ráku stúdentana á burt og drápu marga, en lokuðu síðan háskólanum. — Ýmsir stúdentar gátu flúið úr landi og komust margir þeirra til Englands. Þar opnaði Oxford-háskóli þeim aðgang til þess að halda áfram náminu, og ýmsir ágætir kennarar frá Karls-háskólan- um starfa nú við Oxford-háskóla. Hjer sjest bákasafn Karlsháskólans i Praha. Dyrum jicss hefir verid' lokaö samkvæmt skipun nazista, en útlægir stúdentar við Oxford-háskóla varðveita anda þess. með atvinnulausum prófessor- um og kennurum tjekkneskum, var K. H. Frank forsætisráð- herra verndarríkisins tjekkn- eska harðyðgislega ómvrkur i máli. „Ef við töpum stríðin,“ sagði liann, „þá munuð þið opna allar þessar æðri mentastofnan- ir sjálfir. En ef við vinnum það, þá er undirstöðufræðsla nógu góð handa ykkur.“ Síðan hinn dimma dag í nóv- ember hefir andstaða Tjekka haft tækifæri til að taka á sig skýra mynd. Tjekkneska stjóni- in, sem sett var á stofn í Lon- don, hefir vex-ið viðurkend af Stóra-Bretlandi, Bandaríkjun- um og Rússlandi, ásamt fleiri löndum. Sjálfstæðar sveitir tjekknesks liers eru í Bi-etlandi, Canada, Rússlandi og Miðjarð- arhafslöndunum, en þar tóku m. a. Tjekkar þátt í vörn Tob- ruk. 1 London er tjekkóslóvak- iskt ríkisi-áð, sem er ráðunaut- ur stjórnarinnar og stai'far eins og einskonar skugga-ríkisþing að liagsmunum hinnar hrjáðu þjóðar í heimalandinu Tjekkó- slóvakía hefir raunverulega komið skipun á utanríkismála- þjónustu sína erlendis. En þó að Tjekkar hefðu ærið að hugsa meðan þeir voru að koma stjórnarkérfi sínu á laggimar í útlegðinni, hafa þeir aldrei gleymt örlögum hins fræga há- skóla, sem stofnaður var af Karli konungi fjórða, hinum mikla menningarfrömuði og húmanista og fyrsta konungi Bæheims, sem fjekk keisara- nafn. Hann var þjóðhöfðinginn, sem endurbygði háborgina Hradcany í Pralia og kom þvi til leiðar að dómkirkjan þar, sem bygð var vegna þess að stofna skyldi erkibiskupsdæmi í Bæheimi, átti að verða stærri en liin frægá dómkirkja í Köln. En frægastur varð Karl þó af háskólastofnun sinni, sem svo mikið kvað að, að áður en hann dó höfðu meira en tíu þúsund stúdentar sótt nám sitt til þessa nýja Praha-háskóla. Hver eru hin rjettu örlög þessa háskóla? Margir munu halda því fram, að ekki sje hægt að lolca liáskóla eða leggja liann niður. Þessir sömu menn lelja, að með lokun háskólans hafi Þjóðverjar færst of mikið í fang. Prófessorarnir eru at- vinnulausir. Stúdentarnir eru í fangabúðum. Kensludeildirnar geta ekki starfað. En hið and- lega líf háskólans hefir ekki verið drepið. Heimur mentanna bygist ekki einvörðungu á bvgg- ingum, kenslustofum og gild- um bókasöfnum, Háskólaborg- ararnir geta hitst og rökrætt undir beru lofti og á almanna- færi, alveg eins og Sokrates og nemendur hans í Aþenuborg. Á miðöldum bar það við oftar en einu sinni að mentamenn voru hraktir frá mentastofnun- um. Burtrekstur mentamanna frá París varð á sínum tíma til þess að háskóli var stofnaður í Oxford, og hinsvegar á háskól- inn í Cambridge sinn veg að þakka því, að eitt sinn voru stúdentar flæmdir frá Oxford. Forseti tjekkneska lýðveldisins Oxford-háskólinn hefir tekið undir verndarvæng sinn stúd- enta, sem hafa verið liraktir í ýmsar áttir frá fyrsta háskólan- um, sem stofnaður var innan endimarka hins heilaga róm- verska keisaradæmis. Fyrir rúmum þremur árum — liinn 17. nóvember 1939 — gerðust þau tiðindi, að Gesta- po-þjónar gerðu aðsúg að stúd- entahverfinu í Praha.Yfir þús- und stúdentum var safnað sam- an á torg eitt, og' þar voru þeir látnir liorfa á aftöku niu há- skólabræðra sinna. Síðan voru þeir reknir upp í vagn og ekið með þá i fangabúðir, og þar eru enn flestir þeirra, sem á ann- að borð eru á lífi. Þetta var gert í refsingar- skyni. Stúdentarnir höfðu minst afmælis hins endurfengna sjálf- stæðls Tjekkoslóvakíu, hinn 28. oklóber 1939. Þetta var fyrsti fullveldisdagurinn eftir að Þjóð- verjar höfðu lialdið her sínum til Praha. Sú herganga hafði gert tjekknesku þjóðina agn- dofa. Síðan gerðist það, að Bret- ar og Frakkar sÖgðu Þjóðverj- um stríð á liendur, og við það glæddist ný von með þjóðinni. Það var, eins og Þjóðverjar Vissu mætavel, óhugsanlegt að fullveldisdagurinn gæti liðið hjá, án þess að til árekstra og uppþota kæmi. Tilefnið, sem Þjóðverjar vonuðust eftir, kom. Forustumenn stúdentanna í Praha voru skotnir, en hinir sendir i fangabúðir, og Karls- háskóla og öðrum menningar- stofnunum í borginni lokað um þriggja ára skeið. Þjóðverjar liafa síðan ekki farið dult með, að þeir ætli sjer ekki að opna Karls-háskólann framar. Þeir kjósa heldur að uppræta hina tj ekknesku men tamannastj ett, þannig þannig að þeim veitist hægara að gera þjóð verndar- rikis síns að vatnsberum og skógarhöggsmönnum. Á fundi Hjer á myndinni sjest yfir hina frœgu turna háskólans í Oxford.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.