Fálkinn


Fálkinn - 02.04.1943, Blaðsíða 9

Fálkinn - 02.04.1943, Blaðsíða 9
F Á L K. I N N 9 „Þetta hlýtur að vera slæmur draumur — martröð!“ liugsaði Proc- tor.. „Lögreglan er á leiðinni,“ var sagt með söinu hörðu, skerandi rödd- inni.. „Þjer sleppið ekki. Jeg skýt, ef þjer hreyfið yður!“ - „Lögreglan — þá er úti um mig —Þessi hugsun flaug gegn um Proctor eins og elding. Hjer gat hann engu um þokað. Skammbyss- unni var miðað á hjartað í honum. Hann sat þarna mállaus og grafkyr og starði á óhugnanlega sýn — konuna með andlitið afmyndað af hatri, og manninn, sem lá stein- dauður á gólfinu, þennan mann, sem hann hafði aldrei áður sjeð, en þau mundu verða orsök í því, að hann lenti í gálganum. Hvaða skýringu gat hann gefið lögreglunni á þessu'? Frakkaherfan var drepandi sönn- unargagn. Hann þrýsti honum niður eins og óbærileg byrði, fíni loð- kraginn var eins og járnhringur um háls hans. Hann sneri á sig, eins og hann væri að reyna að losna við þessa lierpandi snöru. „Hreyfið yður ekki, annars skýt jeg!“ Proctor ljet máttlausa liandleggina síga. Stoðaði nokkuð að reyna að gefa skýringu? Vissulega ekki. Enda gat liann ekki komið orðum að neinni skýringu. Það liringsnerist all fyrir hugarsjónum hans — hann var aumur og glataður, fanst hon- um. Raunverulega liðu nú nokkurar mínútur, en Proctor fanst þær heil eilifð. En þá lieyrðist þunglamalegt fótatak úti i anddyrinu, dyratjaldið var dregið frá, og tveir lögregluþjón- ar komu inn, báðir hávaxnir og sterklegir. Þó að þeir munu vissulega hafa ýmsu vanist, þá hafði hin óhugn- anlega sýn áhrif á þá samt — þeir námu staðar i dyrunum eitt andar- tak, eins og þeir væru steini lostnir. í sama bili rak konan upp hljóð, misti skaminbyssuna og tók báðum höndum fyrir andlitið. Þegar lögregluþjónarnir höfðu jafnað sig tóku þeir þegar til starfa, fljótt og ekki viðvaningslega. Annar tók föstu taki í öxl Proctors, hinn lagðist á hnjen við líkið á gólf- dúknum, tók á slagæðinni og siðan lagði hann lófann á hjartastað þess. Þetta gerðist alt i einu vetfangi, en svo stóð hann upp, þreif til simans, heimtaði númer og bað um sjúkra- vagn lögreglunnar og lækni, þegar í stað. Svo sneri hann sjer að kon unni. „Þjer eruð frú Holden, er ekki svor „Jú! — Er maðurinn minn — — er hann — —“ „Það hryggir mig, frú. Þetta er ákaflega sorglegt.“ „Er maðurinn minn — — —“ henni brást röddin og i stað orða kom veik stuna. Lögregluþjónninn svaraði engu, en þögnin var fullnægjandi svar. í kyrðinni lieyrðist tifið í klukkunni i anddyrinu. „Haldið þjer, að jijer hafið þrek til að segja okkur alla þessa hræði- legu sögu núna, frú Holden?“ spurði lögregluþjónninn eftir örstutta þögn. „Já,“ svaraði hún, og nú var rödd hennar örugg og róleg. „Jeg skal gera það. Þetta gerðist alt í svo snöggum svifum. Við höfðum ný- lokið við að hafa fataskifti, og jeg og maðurinn minp yorum uppi á lofti. Við ætluðum okkur i sam- kvæmi, ef þokunni ljetti. Niðri var ekki nokkur lifandi sál, þvi að vinnufólkið hafði fengið leyfi til að fara út. Þá heyrði jeg einhvern um- gang niðri og vakti athygli manns- ins míns á því. Við hlustuðum — og svo heyrðum við bæði, — ein- hver var á ferli niðri. Maðurinu minn safnar fágætum gripum og á talsvert safn af þeim. Hann ætlaði að fara niður undir eins, en jeg reyndi, árangurslaust, að aftra hon- um þess. Síðan hringdi jeg til lög- reglunnar í símann,, úr símatólinu i svefnherberginu — það var á meðan hann var að lilaupa niður stigann. í sama bili sem jeg hafði lokið því heyrði jeg kall, og síðan mikinn undirgang, eins og einhverj- ir væru að takast á. — Og svo skot- hvell. Svo varð alt hljótt. Jeg stóð stundarþögn, án þess að hræra legg eða lið. Svo herti jeg upp liugann og hljóp niður stigann. Þar sá jeg manninn minn — marflatan á gólf- inu — jeg fleygði mjer ofan á liana og reyndi að vekja hann til lífs- ins aftur. Rödd hennar varð að kjökri. „Sáuð þjer ekkert til morðingj- ans, frú Holden?“ „Jú, ofurlítið. Rjett í svip. Það var maður sem hljóp út um and- dyrið, þegar jeg var í miðjum stig- anum. Hann var í yfirfrakka manns- ins mins, og jeg sá andliti hans bregða fyrir, rjett sem snöggvast. —- Jeg sá framan í hann! — — Jeg hjelt að hann hefði flúið, én hann hlýtur að hafa leynst einhversstaðar hjer inni, til þess að ræna meiru, —þvi að þegar að jeg leit upp rjett á eftir — þá var hann staddur hjer inni — sjálfur.“ Frú Holden stóð upp og benti til Proctors. Augu hennar leiftruðu af hatri. „Þarna situr hann. Þetta er sama andlitið! Og hann er enn í frakk- anum. Litið þjer sjálfur á — hægri handlegginn — blóðblettinn!“ Lögregluþjónarnir störðu á Proc- tor, sem sat þarna steini lostinn undir hinni hræðilegu ákæru. „Þjer þekkið þá frakkann, frú?“ „Já.“ „Vitið þjer nafn klæðskerans?" „Já, Simpson, New Bond Street. Maðurinn minn fjekk hann fyrir örfáum dögum, og hann hjekk í and- dyrinu. Það var þjófnum hægðar- leikur að ná í hann.'“ Lögreglúþjónninn hnepti frakk- anum frá og rannsakaði fóður og kraga. Jú, þarna stóð nafn klæð- skerans. Proctor reyndi ekki að sýna mólþróa. „Rannsakið hann,“ sagði lögreglu- þjónninn við yngri starfsbróður sinn. Rannsóknin fór fram, en ekki varð neinn árangur af henni. „Hafi hann náð í eitthvað af gim- steinum manns yðar, þá hefir hann þá að minsta kosti ekki á sjer.“ „Jeg býst varla við þvi. Maður- inn minn kom of fljótt niður, og gimsteinarnir eru geymdir í stóra skápnum þarna i horninu. Þessvegna hefir maðurinn dirfst að koma hing- að aftur.“ „Mjög sennilegt. — Hvað heitið þjer?4' Lögregluþjónninn sneri sjer hvasslega að Proctor. „Henry Proctor." „Gott. Henry Proctor, jeg handtek yður, sakaðan um morð. Það er skylda mín að láta yður vita, að alt það, sem þjer segið hjer eftir, getur orðið notað gegn yður í prófunum.“ Siðustu mínúturnar hafði Proctor reynt af alefli að sigrast á veikleik- anum, sem var að yfirbuga hann. Han varð að bjarga sjer úr þessu neti! Og orð lögregluþjónsins höfðu einkennileg áhrif á hann. Það var eins og þau gæfu honum málið — gæfu honum kraft. „Jeg ætla að tala!“ hrópaði liann ákafur. „Yður skjátlast, bæði yður og frú Holden, ykkur skjátlast hræði- Iega. Jeg hefi aldrei á æfi minni sjeð jiennan mann áðux-, og jeg hefi ekki drepið hann. — Jeg sver að jeg hefi ekki drepið lxann. Jeg lieyrði konu hljóða og fór lijerna inn þessvegna.“ „Þjer heyrðuð hvað jeg sagði. Alt, sem þjer segið verður notað gegn yður siðar ....“ „Já, jeg lieyrði það! En mjer er alveg sama. Jeg vil tala og verð að tala, einmitt nú.“ „Gott og vel. Þjer liafið rjett til þess. — Viljið þjer visa okkur á annað herbergi, frú Holden?" Frú Holden vísaði þeim inn i lítið liHðarherbergi. Lö^regjuþjónninn settist við borð og tók upp pappír og penna. Frú Holden stóð við hlið- ina á honum og einblíndi á Proc- tor. „Jæja, byrjið þá,“ sagði lögreglu- þjónninn. Proctor reyndi að taka sig saman og sagði nú glögt og skýrt frá hin- um dularfullu samfundum sínum og mannsins, sem liafði gefið honum frakkann. „Jeg hjelt að hann væri drukkinn,“ sagði hann að lokum, „og bauðsl til að fylgja honum heim. En hann tók því fjarri.“ „Og hvar gerðlst alt þetta?“ spurði ■•hjónninn kuldalega og efa- blandinn. „Aðeins örfá skref hjeðan. Jeg get sýnt yður staðinn nákvæmlega.'“ Proctor þagnaði sem snöggvast, liugs- aði sig um og lijelt svo áfram:,, Jeg heyrði eitt skot rjett áður en jeg hitti manninn. Það er að segja, jeg hjelt að billiringur hefði sprungið eða eitthvað þessháttar — en nú skil jeg að þetta var skot. Og nú skil jeg hversvegna maðurinn gaf mjer frakk- ann.“ „Það var maðurinn yðar sem skaut, frú Holden, var ekki svo?“ „Jú, það er sennilegt. Hann stakk á sig skambyssunni áður en hann fór út úr svefnherberginu.'1 „Það er þessi skammbyssa hjer?“ „Já.“ „Hvað inörgum skotum var hleypt af?“ „Aðeins einu.“ „Eruð þjer alveg viss um það?“ „Já, handviss um það.“ Lögregluþjónninn athugaði skamm byssuna. „Jú, þetta er rjett. Það vantar ekki nema eitt skot í skamm- byssuna. Hafið þjer meira að segja?“ Jú, Proctor hafði meira að segja. Orðin runnu upp úr honum, — hann endurtók skýrslu sina, bað og grátbændi um að sjer yrði trúað. En jafnframl fann liann sjer til skelfingar, að honum varð ekkert ágengt. Þau trúðu honuiu ekki. Það var úti um hann. En samt lijelt liann áfram að tala og þuklaði í einskonar ósjálfræði á frakkanum, sem hann var í. Alt i einu þagnaði hann; annar- legt efasemdarbros kom á andlitið. „Maðurinn yðar skaut aðeins einu skoti, frú Holden?“ spurði hann með alt annari rödd en fyr. „Þjer hafið heyrt það,“ tók lög- regluþjónninn fram í. Hann var að missa þolinmæðina. „Já, það hefi jeg heyrt! — Hann skaut einu sinni. Og hann hittil Lítið þjer á — hjerna er gatið á frakkanum, sem maðurinn var kom- inn í þá! Sjáið þjer sjálfur. Jeg fann það einmitt í þessu!“ Þau störðu öll á þar sem hann benti. Alveg rjett, þarna var ofur- lítið gat á frakkanum, auðsjáanlega eftir kúlu, sem liafði hitt í lijarta- stað. „Þjer sjáið gatið á frakkanum, er ekki svo?“ Rödd Proctors var sigrihrósandi. „En litið nú á,“ hann fletti frá sjer frakkanum — „á jakk- anum mínum er ekkert gat. Og ef þið rannsakið mig, þá munið þið sjá að jeg er alveg ósærður. Þessvegna get jeg ekki hafa verið í frakkanum þegar Holden skaut!“ Lögregluþjónninn starði forviða á hann. „Hm! Þetta er einkennilegt! Lýsið þjer i snatri fyrir mjer mann- inum, sem þjer hittuð. Eins greinit lega og þjer getið.“ „Hann var svo .lílcur mjer að við vorum nær óþekkjanlegir, liann —“ Rödd Proctors varð veikari og veik- ari. Máttleysið, hungrið og þessi sálarofraun liafði orðið honunx um megn. Honum sortnaði fyrir augum og svo hnje hann niður á gólfið. Þegar hann vaknaði klukkutíma seinna lá hann á sófa og yngri lög- regluþjónninn sat á stól rjett lijá honum. „Liður yður betur núna?“ spurði liann, þegar hann sá Proctor opna augun. „Já,“ svaraði Proctor. „Nú geng- ur ekkerl að mjer.“ „Það er ágætt. Þá er alt i lagi.“ „Hvað eigið þjer við með því?“ „Jeg á við það, að nú er sönnun fengin fyrir sakleysi yðar. Alt sem þjer sögðuð er satt. Maðurinn, senx gaf yður frakkann er fundinn. Hann lá fyrir í porti, sem hann hafði dregist inn í, og var aðfram kom- inn. Holden liafði liitt liann rjett undir lijartað. Og nú er hann dá- inn.“ — Proctor varp öndinni. Hann gat ekkert sagt þegar i stað. „Eins og jeg sagði þá er nú full skýring fengin i xnálinu. Maðurinn liefir ætlað að stela gimsteinunum, en áður en honum tókst að brjóla upp skápinn kom Holden að. Þeim lenti saman í áflogum og glæpa- maðurinn sló Holden lieljarhöggi í höfuðið með einhverskonar kylfu. Siðan hefir liann fleygt bareflinu og við liöfum ekki fundið það, en það finst áreiðanlega. Annars gildir það engu um uppljóstrun málsins livort það finst nokkurntíma eða aldrei. Þetta höfuðhögg hefir orðið mr. Holden að bana, og glæpamaður- inn hefir ekki skotið eina skotinu, sem skotið var, og sem þjer heyrð- uð. Líklega hefir lxann skotið þvi, í sömu svifum og liann datt. Og liann hefir liitt vel. Glæpamaðurinn er dauður eins og áður er sagt. Og þar með hefir hann gert upp reikn- ingana við rjettvisina." Proctor andaði djúpt. Fyrir ein- um klukkutima lxafði liann verið alveg vonlaus um grið. Þá var útlitið þannig, að það þurfti hvorki meira nje minna, en kraftaverk til þess að bjarga honum. En nú liefði krafta- vei-kið gerst. Prh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.