Fálkinn


Fálkinn - 02.04.1943, Blaðsíða 14

Fálkinn - 02.04.1943, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Happdrætti f Háskóla Islands □regiö ueröur í 2. flokki 10. apn'I. 352 uinningap samíals 123.4DD kpónup Endurnýið sem fyrst. Kynnið yður ákvæðin um skattfrelsi vinninganna. Vjelaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar Sími 5753 — Skúlatúni 6 — Reykjavlk FRAMKVÆMIR: Vélaviðgerðir Vélasmíði Uppsetning á vélum og verksmiðjum. GjSrum við oo oiðrom upp bátamótora. SMÍÐUM ENNFREMUR Síldarflökunarvélar ískvarnir Rörsteypumót, Holsteinsvélar. Harmsaga Jagóslavio. Frh. af bls. 5. varð að borga gerfisjálfstæði sitt með því að afhenda ítölum til eign- ar mikinn hluta Dalmatiustrandar, þar með hafnarborgina Split, en Þjóðverjum mestan hluta Slóveniu. Jafnvél ekki í Póllandi liafa nas- istar gengið jafn hlifðarlaust að verki, sem gagnvart þessari minstu og várnarlausustu slava-þjóð. Hinn raunverulegi aðdragandi að þvi, að hertoginn af Spoleto var gerður konungur í Króatiu er enn óljós. Næsta skrefið var það að hefja hlóðsúthellingar og hryðjuverk í Serbiu, reka fjölda af Serbum úr sunnan- og austanverðri Króatiu eða þröngva þeim til að taka kaþólska trú eða kalla sig „ortodoxa Króata“. Það er óþarft að taka fram, að það voru ekki kaþólsku kirkjuvöldin, sem áttu þátt í þessu, þvi að þau tóku Pavelitch-stjórninni mjög fálega, lieldur hin alræmda uppivöðslu- klika Utashi, fyrir hvatir slíkra inanna sem Eugene Kvaternik, sem var aðalsamverkamaður Pavelitch að morðunum i Marseille árið 1934. Kvaternik hefir gengist við þvi opin- berlega að hafa fækkað Gyðingum í Króatiu úr 80.000 niður í 10.000, og er sá glæpur enn hryllilegri, þegar þess er gætt, að móðir hans sjálfs var dóttir Josephs Frank, foringja Gyðinga. Enda fyrirfór móðirin sjer af harmi yfir ódáðaverkum sonar sins. Ástandið í Serbiu tekur út yfir allan þjófabálk, og þjóðin á fulla samúð skilið. Það er rjettlátt að áfellast leiðtoga Króata fyrir það, að þeir skuli ekki hefja eindregnari mótmæli, en þeir hafa gert. En því miður hafa Serbar veikt afstöðu sína með fórnum þeim, sem þeir. hafa fært. í ágúst 1941 hófst nýtt skeið í hörmungarsögunni, þegar Þjóðverj- ar sáu sjer fært að setja á stofn quislingastjórn í Belgrad. Stjórnar- forsetinn, Milan Neditch liershöfð- ingi, er ágætur hermaður, sem lengi hefir hallast að nazistum. — Bróðir hans, sem einnig er hershöfð- ingi og ágætur liermaðiy, var send- ur í fangabúðir í Þýskalandi, er hann neitaði að' eiga nokkra sam- vinnu við Þjóðverja. En vitanlega er ekki hægt að hera Neditch hers- höfðingja saman við Pavelitch. Það sem vakti fyrir Neditch var að koma á friði í landinu og afstýra blóðs- úthellingum og hryðjuverkum. En brátt varð hann verkfæri í höndum Þjóðverja, og nú ræðst hann að stað- aldri á stjórn Jugoslava í London og á bandamenn hennar. Og þó má honum vera Ijóst, að engin jugoslav- isk stjórn, á síðari árum að minsta kosti, hefir fulltrúa fyrir jafn marga stjórnmálaflokka og núverandi stjórn. Þessi stjórn var mynduð í mars 1941 undir forsæti Simovitch hershöfð- ■ ingja, en var endurskipuð af hinum fræga stjórnmálahugsuði Jovanovitch í janúar 1942. Neditch afrjeð að reyna að leika hlutverk sitt sem einskonar serb- neskur Petain og hefir samvinnu við ýmsa alræmda þýska agenta, en hann gat ekki sameinað Serba um þá stefnu. Margir þeirra neituðu að gef- ast upp fyrir þýskri luigun, einkan- lega innan hersins. Þessir menn fiýðu upp til fjalla, að gömlum serb- neskum sið og vörðust þaðan. Mað- urinn, sem fyrst og fremst ber að nefna í þessu sambandi er Mihailo- vitc hershöfðingi. Þvi miður hefir sumum serbneskum flóttamönnum þóknast að gera of mikið úr viðbún- aði hans og hernaðarlegri þýðingu. Frá Istambúl, Cairo og Ankara hafa þessir flóttamenn látið frá sjer fara frjettir um Mihaliovitch, sem vægast talað eru ónákvæmar. Og jugoslavisku stjórninni í Lond- on — sein þá var að starfa að skipu- lagningu stjórnarfarsins — þótti sæma að skipa hann liermálaráð- herra — á pappírnum. Meðan þessu fór fram tók Mihailo- vitch upp hrein-serbneska stefnu og bægði Króötum frá, jafnframt því sem hann hafnaði samvinnu við þá, sem studdu vinstristefnuna i land- inu. Mihailovitch var um skeið mjög dáður, en ýmsir atburðir hafa sið- Jóhannes úr Kötlnm. ÞEGAR TÍMAR LÍÐA uerður her- nám íslands og dvöl hins fjölmenna setuliðs í landinu talinn einn merk- asti atburður í sögu þess. Þessi stór- viðhurður verður skráður í sögunni sem einhver örlagaríkasti atburður- inn fyrir þjóðina á síðari öldum. Hann mun verða ótæmandi efni fyr- ir söguritara og sígilt yrkisefni ís- lenskra skálda og rithöfunda. — Menning íslands og framtið þess hgggist ekki síst á verkum skálda og listamanna, sem þjóðin á og kem- ur til með að eiga. Afstaða þeirra til þess viðhorfs, sem skapaðist t landinu við hernám þess, verður einn snarasti þátlurinn í samheldni þjóðarinnar um hin andlegu og sögtt- legu verðmæti sin. Nú er fyrsta hernámssagan koinin út, VERNDARENGLARNIR efir Jó- hannes úr Kötlum, tjóðskátdið, sem hefir dregið sig út t'tr skarkala fjö'. býlisins og skrifar ósnortið af hon- um um áhrif þessa sögurika tima- bils, eins og þau mæta því. Sumum kann að þykja skáldið á köflum ósanngjarnt, en um alt er deilt —■■ og um samúð og þjóðartil- finningu skáldsins efast enginn eft- ir lestur þessarar bókar um hernám hins ósnortna litla eglands i norð- urhöfum, ósnortna af vígvjelum og styrjatdarhug — og kynningu heim- ilanna, sem það land byggir, af brún- klæddum þúsundum manna, sem tala framandi tungur. VERNDARENGL- ARNIR eru fyrsta hernámsskáldsag- an — og siöar verður hún notuð sem heimild um viðhorf islensku þjóðarinnar og hugsunarhátl á her- náms- og setuliðsárunum Í9-'i0—43. Útg. Meira en þriðjungur af yfirborðl Hollands liggur fyrir neðan sjávar- mál, og verður því að varna vatns- rens'li þangað með flóðgörðum. Einn þessara flóðgarða, við Westkapelle á eyjunni Walcheren, hefir þurft svo mikils viðhalds, að mönnum telst til að hann kosti nú samtals eins mikið og þó hann hefði í fyrstu verið bygður úr silfri. Afbrigði náttúrunnar eru margvís- leg og meðal mannkynsins eru þau ekki ótíð. Þannig var á læknaþingi í Wien, árið 1894 sýnd fimm ára gömul telpa, sem vóg 250 pund. an orðið, sem valdið hafa því, að stefna hans þykir óljós. Svo mikill glundroði hefir yfirleitt orðið í öll- um málum Jugoslava, að þar er nú hver höndin upp á móti annari.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.