Fálkinn


Fálkinn - 02.04.1943, Blaðsíða 11

Fálkinn - 02.04.1943, Blaðsíða 11
F 'ÁiK'INN 11 Bjiirnstjgrng BjDrnsan. Frh. af bls. 6. hafa mikinn áhuga fyrir verslun, en vísar á bug manninum, sem er að draga sig eftir lienni — Sannæs, fulltrúa hjá föður hennar. Við liittum Tjælde, þegar hann er að koma af gjaldþrotsuppboði hjá Möller, fyrr kunningja sinum, og hefir Tjælde tapað stórfje á gjald- Jjroti lians. Þau Valborg eru að tala um málið og hún lætur í ljós, að Möller sje ekki vorkunarverður heldur dætur hans, sem Möller hafi farist miður við, er hann ljet þær ekkert vita um, hvernig fjárliag lians var komið. Það kemur á daginn, að fjárliag- ur Tjældes sjálfs er alls ekki á traustum grundvelli, þegar Sannæs kemur og tilkynnir, að engir pen- ingar sjeu fyrir hendi til þess að borga fólkinu kaupið næsta dag, og að bankarnir neiti um ný lán. í kjöl- far þessara frjetta keniur lögfræð- ingurinn Berent í óvænta heimsókn til Tjælde; hann er aðkomumaður og sjerfræðingur i gjaldþrotum. — Berent telur hann á að birta yfirlit yfir hag fyrirtækja sinna, að jiví er virðist til þess að vera einlivers- konar fyrirmynd að skýrslu um önnur fyrirtæki á þessum slóðum. Tjælde gerir miklu meira úr eign- um sínum en rjett er, og treystir því, að hann geti fengið fje hjá slcifta- vinum sínum í Kristianiu lil þess að fleyta öllu áfram; sjerstaklega treystir hann á Lind nokkurn, sem hann á von á í heimboð l>á um kvöldið. Þegar Liml fer aftur virðist sem Tjælde hafi orðið vel ágengt. En Berent kemur á nýjan leik og segir Tjælde, að liann sje mikils til of bjartsýnn á fjárhag sinn, og að í raun og veru sjeu skuldir hans um 40.000 kr. umfram eignir. Ber- eút segist og liafa símað til Lind og ráðlagt honum að synja um lánið sem liann hafði lofað Tjælde. Tjælde brestur hugrekki til að skjóta Berent, eins og hann hafði hótað að gera, og skrifar i staðinn beiðni um að taka bú sitt til gjald- þrotaskifta. Eftir að Berent er far- inn reynir Tjælde ag koma undan nokkru fje, sem kona lians hafði sparað af húshaldskostnaði, og kom- ast undan með það. En flóttatil- raunin méstekst því að varðmenn voru við húsið, og peningarnir, sem stela átti undan, eru notaðir til þess að greiða verkafólkinu kaupið, en það var þegar farið að hafa i hót- unum. Og leiknum lýkur með þvi, að fjölskyldan " stendur eftir eignalaus, en einsetur sjer nú að berjast áfram baráttunni fyrir þvi að borga upp skuldirnar, eftir að tilvera þeirra er komin á heilbrigðan grundvöll i slað hins falska grundvallar, sem alt hefir verið bygt á áður. Um megn. Fyrri hluti leiksins kom út 1883, en var ekki sýndur fyr en 1893, á Théatrc Libre í Paris, en á Berlin- er Theater í mars 1900. — Leikur- inn fer fram á heimili Sangs prests í norsku þorpi. Clara, kona Sangs prests, hefir legið rúmföst mánuðum saman. Hann er góður maður svo af ber og trúir á almætti guðs og með bænum sínum hefir hann gert marga undraverða hluti. En eigi hefir hon- um tekist að láta konu sína fá lieils- una aftur, en það telur hann vera vegna þess, að hana brestur trú til að sameinast honum i bænum hans. Samlíf þeirra lijóna hefir verið endalaus barátta. Hún hefir sjeð eignir hans ganga til þurðar fyrir líknarstarfsemi hans og nú eru þau orðin fátæk. En trú Sangs á forsjón. guðs er jafn sterk og áður. Hins- vegar er það barátta frúarinnar fyr- ir tilverunni, sem orðið hefir henni að heilsutjóni. Hún hefir með öðr- um orðum orðið fórjiarlamb guðs- trúar manns síns. Með miklum erfiðismunum hefir frú Clöru tekist að sjá börnum þeirra tveimur fyrir uppeldi fjarri heimilinu, og hefir hún vonað, að þetta geti orðið til þess, að þau fari ekki síðar að dæmi föður síns, að fórna öllu fyrir aðra. Nú eru börn- in nýkomin heim. Þegar Sang biður þau um að biðja með sjer fyrir móð- ur þeirra, segjast þau verða að játa, að þau telji trúarbrögðin ekki ein- hlít, en hinsvegar álíti þau að faðir þeirra sje eini sannarlega góði mað- urinn í heiminum. Hann álasar þeim ekki fyrir þetla heldur álasar hann hjer fyrir að hafa efast um, að hann fengi bæn- heyrslu, þó að lmnn bæði einn. — Hann segist munu fara út i kirkju til að biðja, og að hann muni ekki’ hætta að biðja fyr en kona lians sofni, vakni aftur alliress og taki á móti honum. En hann hefir varla þyrjað að biðja fyr en frú Clara sofnar vært, en hún hefir þjáðst af langvinnu svefnleysi. Bráðlega frjettist þetta tilvonandi kraftaverk um nágrennið. Trúboðs- fólk á skipi á liöfninni skorar á biskupinn að vera viðstaddann, þeg- ar kraftaverkið gerist. Biskupinn og nokkrir prestar bíða með eftir- væntingu. Flestum þeirra finst það sárt, að maður eins og Sang skuli koma truflun á trúarlífið með þvi að ætla sjer að taka orð biblíunnar um náð guðs svo bókstaflega. Kraftaverkið skeður. Clara vakn- ar. Hún ris á fætur og gengur fram hjá prestunum til þess að faðma mann sinn að sjer. En þetta reynir svo á liana, að lnin deyr i faðmi hans. Sang leggur liana lil og lílur til liimins ineð efandi augnaráði og segir: „Þetta var ekki ætlun mín.'“ Hann þegir um stund með spyrj- andi augum. Samviska hans sjálfs virðist svara honum. En hvernig sem svarið cr, þá hefir hann orðið fyrir svo þungu áfalli al' þcssum atburði, að hann hnígur niður ör- endur. MILÖ e tr i+iltt cuT Sozryux- J&fctjfc. Cv uu+s al mlo ^ Lx- HEUÖTÖLU B IRÖO IR: ÁBNI JÓNSSON HAfNAdsrn.S REYKJAVIK, Dómkirkjan í Koln Köln er æfagömul borg, ein hinna elstu í Evrópu. Rómverjar bygðu borg, eða rjetlara sagt herbúðir þar sem Iíöln stendur nú, og óx borg smámsaman upp kringum lierbúðr irnar. Þar fæddist Agrippina, móðir Nerós keisara, og þessvegna var stað- urinn nefndur Colonia Agrippina, og er Köln afbökun eða stytting úr Colonia, enda kölluð Cologne á sumum málum enn í dag. í Köln var Vitellus siðar lýstur keisari, og í Köln fjekk Trajanus frjettina um, að hann væri orðinn drotnari Róma- rikis. Á miðöldum og i byrjun hinnar nýju aldar blómgaðist Köln meira . en flestar aðrar borgir og var, á tímum Karls keisara fimmta ein af stærslu borgum Evrópu. Enn geym- ir borgin margvíslegar minjar þess- ara blómatima, en þó skartar einn dýrgripurinn mest: dómkirkjan í Köln, sem er göfugasta og stórfeng- legasta listaverk hins gotneska bygg- ingastíls. Á 9. öld var komin í Ivöln kirkja, sem lielguð var heilögum Pjetri postula; stóð hún þar sem dómkirkj- an stendur nú, en Iirörnaði fljótt. Þann 14. ágúsl 1248 lagði Konráð erkibiskup af Hochstaden liyrningar- steininn að nýrri og stórfenglegri dómkirkju. En aldir áttu eftir að líða i skaut eilifðarinnar þangað til kírkjan yrði fullgcr.. í rauninni var kirkjusmiðinni ekki lokið fyr en ár- ið 1880. En löngu áður var farið að nota suma hluta kirkjunnar til guðsþjónustuhalds. Kórinn var til dæmis vígður árið 1322, og þangað höfðu verið fluttar dýrmætustu helgiminjar gömlu kirkjunnar, nefni- legar jarðneskar leifar hinna þriggja lieilögu konunga, sem fluttar höfðu verið til Köln frá Milano. Var það Friðrik Barbarossa, er flulti þessar leifar norður, er hann tók Milano. Siðan stöðvuðust allar framkvæmd ir við bygginguna. Frá því í lok fimtándu aldar til öndverðrar 19. aldar var ekkert unnið að kirkju- smiðinni, og það sem til var af kirkjunni frá fornu fari, var tekið að hrörna. Á skálmöld frönsku bylt- ingarinnar og Napoleons mikla varð kirkjan fyrir þungum áföllum; um eitt skeið notuðu Frakkar hana fyrir lieyhlöðu og í annað sinn var liún notuð sem fangabúð, en fangarnir mölvuðu bekkina og eyðilögðu all trjevirki í henni og notuðu það i eldinn, er þeir suðu mat sinn. Ein- hverjir ráðlögðu Napoleon meira að segja, að mölva kirkjuveggina og nota grjótið til einhvers þarfara. En svo komu þeir tímar, að Þjóðverj- um fór að skiljast að það væri þjóð- armetnaður að endurreisa og full- gera kirkjuna, og hófst það verk árið 1823, en árið 1880 var smið- inni loksins lokið að fullu. Mörg fögur og skáldleg orð hafa verið sögð um dómkirkjuna i Köln, þelta „tröllaukna skáldverk í steini“, sem þrátt fyrir stærðina kemur manni fyrir sjónir eins og fint og samræmt víravirki. Kirkjan er kross- byggð og eru langskipin fimm en þverskipin þrjú. Kirkjan er 135 metrar á lengd en 61 á breidd, en þverskipin 86 metrar. Aðallurnarnir eru tveir, og 160 metra háir. Grunn- flötur kirkjunnar allrar er 6166 fer- melrar og hún geymir ótrúlegan aragrúa allskonar listaverka og Bókafregn. PORTRAITS OF ICELAND heitir bók, er enski herlæknirinn D. A. . Langhorn hefir samið, en prentuð er hjer á landi. Bók- inni fylgja margar úrvalsmyndir sjer- prentaðar, teknar af Kjartani Ó. Bjarnasyni ljósmyndara. Langhorn læknir var ineðal fyrstu mannanna, sem kornu liingað i enska hernum 1940 og dvaldi hjer á landi í tvö ár. Notaði liann frístundir sín- ar eftir föngum til þess að ferðast um landið og kynna sjer það, enda tókst honum að sjá meira af því en flestum. Lýsingar hans bera það með sjer, að liann hefir mikla eftir- tektargáfu og rekur, sem gestur, aug- un í margt það, sem þeir taka ekki eftir, sém kunnugri eru. Og hann liefir eigi síður veitt þjóðinni og háttum hennar athygli. í dómum sínum er höfundur mjög varkár, en jafnan verður þess vart, að honum er lilýtt til þjóðarinnar og að hann dáist að náttúrufegurð og einkennum íslands. Ilinsvegar forðast hann að mestu leyti hól það og skjall, sem sumir erlendir höf- undar temja sjer um ísland og er það vel farið, þvi að oflof er jafnan varhugavert, ekki siður en rangar frásagnir í þá átt, sem til hnjóðs má verða. Það er ástæða til að þakka þess- um erlenda höfundi fyrir bókina og K. Ó. Bjarnasyni fyrir hinar ágætu myndir, sem prýða hana og, falla mjög vel að efni liennar. Útgáfan er einkar snyrtileg. — Enskumælandi menn munu kaupa bók þessa og senda hana vinum sínum erlendis. Það er góð landkynning að því. Sönnunin. Frh. af bls. 9. „Nú eruð þjer auðvitað frjáls mað- ur,“ hjelt lögregluþjónninn áfram, „og þjer getið farið livert sem yður lystir. En áður en þjer færuð ótti jeg að fá yður þetta frá frú Hold- en.“ Og lögregluþjónninn rjetti hon- um fimm sterlingspunda seðil. „Frú Holden biður yður að afsaka, að hún var komin á fremsta hlunn með að skjóta yður, og að hún yfir- Ieitt hagaði sjer við yður eins og hún gerði, þó að þjer kæmuð inn i besta tilgangi. En þjer skiljið víst hvernið henni hefir verið innan- brjósts, er það ekki2“ „Jú, jeg skil hana,“ sagði Proctor. Hann sat og starði ó fimm punda seðilinn og brosti forviða. Svona mikla peninga liafði hann ekki átt lengi. Og nú var honum borgið. Eftir fjóra daga átti liann að fá at- vinnu! merkra muna.. Skoða fleiri aðkomu- menn þessa kirkju en nokkra aðra kirkju i heimi, og liún þykir að ýmsu leyti miklu merkilegri bygging en sjálf Pjeturskirkjan- i Róm, stærsta kirkja lieimsins. Hinn gotn- eski kirkjubygingarstíll liefir aldrei eignast glæsilegra minnismerlci en dómkirkjuna i Köln.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.