Fálkinn


Fálkinn - 23.04.1943, Blaðsíða 4

Fálkinn - 23.04.1943, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Nordahl Gricg: Með norskum flugmönnum á Íslandi VT ORSKA FLUGLIÐIÐ á ís- landi hefir valið sjer þessi einkunnarorð í skjaldarmerki sitt: „Tryggðu hafið“. í þessum orðum felst lilut- verk það, sem því hefir verið fengið, og sagan af starfi þeirra i nærfelt tvö ár. Jeg skal leitast við hjer, að bregða upp nokkr- um myndum af lifi þessara norsku flugmanna, eins og jeg kyntist því öðru hverju þetta missiri, sem jeg dvaldi norður þar. Jeg kom þangað á júníkvöldi. Við brunuðum norðuryfir Norð- ur-Atlantshafið, fylking norskra Gatalinaflugvjela. ísland reis úr sæ, fölan hjarma lagði af Vatnajökli. Við flugum inn yfir ströndina; flugbátarnir fóru lágt, eins og eðlur frá fornsögu jarðarinnar yfir frumtíðarland rauðleitra hrauna og sjóðandi hvera. Við lentum á flughöfn- inni; norski fáninn blakti >rfir þyrpingum nissenskála. Land- inu svipaði til Norður-Noregs — Brönnöysunds á sumarnóttu. Á grænum bala út við sjóinn lá æðarfuglinn á eggjum, en i loft- inu hið efra flaug sveimur af hvítum kríum eins og varðsveit gegn veiðibjöllunum. Hjer var aðalstöð norska flug- liðsins. Það kom í apríl 1941 — fyrsta starfandi flugsveit Noregs frá því að stríðinu heirna lauk. Þeir Norðmenn muna komudaginn; þegar þeir ætluðu að halda liann hátíðlegan árið ^ftir bar það við, að ein flug- vjelin kom ekki aftur utan af hafinu. — Foringja þeirra og tveggja. annara var saknað kvöldið það og altaf. En sá ákafi og fögnuður þetla fyrsta vor, eftir því að komast af stað! Flugmennirnir höfðu æfingabúðirnar i Canada að haki sjer, þeir brunnu af löng- un eftir að geta farið að beita sjálfum sjer. Skipið var affermt á met-tíma, flugvjelarnar tekn- ar úr kössunum og settar sam- an, og svo kom hið hátíðlega augnablik er sveit norskra flug- vjela flaug lágt af stað frá her- búðunum. Flestir lágu í tjöldum þangað til langt fram á haust, skálarn- ir gátu komið seinna. Fyrst var um að gera að sjá fyrir flugvjel- unum; þær áttu að sæta bestri meðferðinni. Þegar einhver er að segja frá lieimsókn sinni á flugvelli, segir hann ófrávíkjanlega frá því, að flugmaður hafi komið til sín: „Gleymið ekki vallarstarfs- mönnunum!“ Á Islandi segir enginn þar. Þar sjer maður vall- arstarfsmennina daglega fyrir augum sjer. Á nöktum strönd- um hisa þeir við flugvjelarnar, i 20 stiga frosti, í stormi; með herum fingrunum verða þeir að eiga við litlu skrúfurnar í hreyflinum; með umhvggju sinni, með ástríðu þolinmæð- innar hafa þeir lengt æfi flug- vjelarinnar. Þeir draga vjelina á land upp úr vetrarsjónum, þeir standa í sjó upp í mitti — gegndrepa, dauðkaldir, ókúg- andi vallarstarfsmennirnir. — Þegar nóttin er björt og skipa- lestir í nálægð, sem þurfa varn- ar við, vinna þeir oft allan sól- arhringinn. Flugmaður, sem hafði verið inni við og fengið sjer hlund, spurði vjelamenn, sem höfðu unnið 60 tima í einni lotu, livort þeir gætu nú haldið áfram lengur. Þeir svöruðu ógn- andi: „Meðan þið gfetið haldið krummanúm á flugi, skulum við hafa völlinn í lagi.“ Einu sinni var jeg að tala við flugmenn um hernaðarheið- ursmerki. Þau væru ekki handa þeim, sögðu þeir, heldur handa vallarstarfsmönnunum. „Þeir hafa þrælað. Við? Við, sem höf- um gamanið af þvi að fljúga!“ Stuttu eftir að jeg kom til ís- lands gafst mjer tækifæri til að heimsækja hinar flugstöðvarn- ar og dvaldi þá nokkra daga á hverjum stað, og hjelt jafn- an áfram með nýrri flugvjel. Við flugum með Northropflug- vj elum, ef tirlits-sprengj uf lug- vjelum, sem Norðmenn notuðu eingöngu fyrsta árið sitt á ís- landi. Þetta er eins hreyfils sjó- vjel, prýðilega ferðmikil og með fallegum, einföldum línum. — Þegar flugmenn lala um Northr- opinn verður einhver þeirra á- valt til að segja, eins og í trún- aði: „Hann er talsvert í áttina til eltiflugvjelar“, og þá bætir einhver annar við með sannfær- ingu: „Og það alls ekki svo lít- ið“. Það var í Canada, sem jeg kom í fyrsta sinn upp í Northr- opflugvjel; í hitamollunni undir okkur liðu skólaflugvjelarnar hjá eins og gul fiðrildi og langt í fjarska stóð úðinn upp af Niagara. Nú flugum við yfir út- hafið fyrir norðan lieimsskauts- baug, yfir Vatnajökul eða hring- sóluðum við yfir úthrunnum Heklugígnum, eltum hlvkkj- ótta þjóðvegi á fleygiferð í hæð við símastaurana, snertum þak- ið á áætlunarhifreiðunum og' sviðum liárið á rjettþenkjandi íslenskum hestum. Þeir eru orðnir undarlega tengdir þessari flugvjelarteg- und, flugmennirnir okkar á Is- landi. Þeir ferðuðust hálfa eða alla leið kringum jörðina til þess að eignast verkfæri í frels- isbaráttu okkar; þessi flugvjel varð þeirra eign. Þeir hafa fórn- að henni miklu, hæfileikum, starfi, vilja, sjálfum sjer öllum; og Northropinn hefir gefið þeim mikið aftur. í þessari vjel hafa þeir flog- ið út yfir eyðiliafið og sjeð í fyrsta skifti á æfinni hina ó- gleymanlegu sjón: skipalestina, sem þeir áttu að verja. Þeir hafa þeyst á henni lágt yfir öldufald- inn og alt í einu liafa þeir sjeð glytta í kafhát milli þokuflygs- anna og látið sprengjurnar fjúka. Á henni hafa þeir steypt sjer ofan úr skýjunum yfir fyrstu Fbcke Wulf-200 vjelina sína, miðað sjálfum Nortlirop- inum eins og orustuflugvjel og látið byssuna smella. í henni hafa þeir farið marg- ar „töffe turer“, sem þeir kalla. Undir lágri glerhettunni, þar sem þrír menn, flugstjóri, veg- vísari og loftskeytamaður sitja hver aftur af öðrum í þröngum ldefanum, liafa þeir í stormi og' ísingu hangið á einum hreyfli langt út á hafið mikla, og fljett- að örlög sín örlögum flugvjel- arinnar. Þeir liafa vilst vegna óútreiknanlegrar segulskekkju og síðasti bensingevmirinn hef- ir tæmst og alt í kring var að- eins samfeldur sjór og rökkur, en alt í einu sáu þeir þá livít- an brimkragan við ströndina; dálitið af fögnuði þeirrar selc- úndu loddi ávalt við þá flug- vjelina eftir það. Og þó hreyf- illinn hafi stöðvast inni yfir landi, þar sem loftstraumarnir steypast sogandi niður með fjallshlíðunum —á síðasta augnabliki fór hreyfillinn samt að ganga á ný. U fyrir kafbát, T fyrir „trouble“ og hvað þær heita allar þessar flugvjelar, Nordahl Grieg. virðast vera einskonar hugs- andi verur; og þær bjöi’guðust líka í þetta skifti. Er óliapp ber að höndum vilja flugmennirn- ir fegnir kenna sjer um það — en hara ekki Northropinum. — Um þessar mundir heim- sótti yfirmaður flughers flot- ans, Lutzow-Holm kommandör, flugliðið á íslandi. Hann liafði elcki flogið í mörg ár, svo var- úðar. vegna flaug hann einn í loft á flugvjelinni. Flugmennirn- ir stóðu í landi og sáu liann stíga um horð í vjelina, mann yfir fimtugt, fornkappa tveggja íshafa, með ör eftir flugslys, með trjefót. Hann ljet í loft, prófaði sig áfram fyrst í stað, en svo fór liann að fljúga eins og ólmur væi-i, steypti sjer koll- hnísa, liringsnerist og „spann“, svo að loftbólurnar suðu í hvít- um rákum i kjölfarinu hans; flugmennirnir góndu á eftir hon- um, fyrst í aðdáun og siðan i sívaxandi alúð. Hann var ekki aðeins kommandörinn, hann var maður, sem skildi Northrop- inn; það var ógleymanlegt. Það voru ungir flugstjórar og liðþjálfar, sem jeg flaug með i þessu ferðalagi milli flugstöðv- anna. Suma kannaðist jeg við frá því áður. Síðla sumars 1940 hafði hópur af kornungum pilt- um komið til Skotlands. — Þá langaði til að ferða flugmenn. Nú voru þeir flugstjórar, liver í sinni vjel. Þeir sýndu mjer föðurlega umönnun, skrifuðu á seðil og ýttu honum til mín aftur í. „Hjer búa bestu skák- menn á íslandi.“ „Þarna liggur skipsflak.“ „Þarna eru um fim- tíu selir i fjörunni.“ Þeir voru orðnir gamlir harð- jaxlar á þessum slóðum og liöfðu hundruð hættulegra flug- tíma að baki sjer. Ábyrgðartil- finning og dómgreind voru hlut- ir, sem sjálfsagt var að krefj- ast af þeim. Þegar jeg liorfði á þá mintist jeg undursamlegra

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.