Fálkinn


Fálkinn - 23.04.1943, Blaðsíða 8

Fálkinn - 23.04.1943, Blaðsíða 8
8 F A L K I N N W. SOMERSET MAUQHAM: Frú Bamaby frá Arizona Jeg var orðinn leiður á Capri, en þar hafði jeg dvalið um hríð, og afrjeð að fara til Positano í nokkra daga. Jeg leigði mjer fiskihát og rjeri þangað, en tók mjer hvíld á leiðinni, fór í sjó, fjekk mjer hádegisverð og blundaði á eftir. Þessvegna kom jeg ekki til Positano fyrr en um kvöldið. Jeg arkaði upp brekkuna. Á eftir mjer kom þrekvaxinn kvenmaður með koffortið mitt á þöfðinu. Þegar jeg kom á gistihúsið var mjer sagt, að jeg væri ekki eini gesturinn þarna. Þjónninn, sem hjet Guiseppe, var gamall kunningi minn. Og um þetta leyti árs, þegar fátt var um gesti, var hann bæði skóburstari, dyravörður, stofu- stúlka og kokkur. Hann sagði mjer að ameríkanskur signor hefði dvalið þarna á gisthúsinu í þrjá mánuði. „Er hann málari, rithöfundur eða eitthvað þess háttar?“ Mjer fanst þetta skrítið. Um þetta leyti árs voru ekki aðrir útlendingar vanir að koma til Positano en þýskir farfuglar með slitna bakpoka, og þeir voru aldrei nema blánóttina. Jeg gat ekki skilið hvernig nokkurn mann gæti langað til að dvelja hjerna þrjá mánuði, nema þá það væri einhver, sem vildi fela sig. Og nú vildi svo til að öll London hafði verið á öðrum endanum út af því, að alkunnur en óheiðar- legur kaupsýslumaður hafði flúið fyrir nokkru; datt mjer þá í hug að kanske væri hann þessi dularfulli gestur. Jeg þekti hann rjett i sjón og vonaði að hann mundi ekki kippa sjer upp við þó að hann hitti mig þarna. „Þjer hittið signore á Marina sagði Guiseppe, þegar jeg bjóst til að fara út aftur. „Hann borðar miðdegisverðinn þar.“ En hann var þar ekki þegar jeg kom. Jeg spurðist fyrir um hvað væri matarkyns á boðstól- um, og fjekk mjer einn amer- icano, sem alls ekki er sem verst uppbót fyrir cocktail. En eftir nokkrar mínútur kom inn maður, sem ekki gat verið neinn annar en samgestur minn á hótellinu. Jeg varð eig- inlega fyrir dálitlum vonbrigð- um þegar jeg sá, að þetta var ekki strokni kaupsýslumaður- inn. Þetta var magur, fullorðinn maður, mjög útitekinn eftir heila sumarveru við Miðjarðar- hafið og andlitið fíngert og göfugmannlegt. Hann var í af- arvönduðum rjómagulum silki- fötum og gekk berhöfðaður. Hann var gráhærður og snoð- kliptur, en hárið þjett. Hann var eins og heimsborgari í allri framgöngu. 1 bogadvrunum staðnæmdist hann og rendi aug- unum yfir tíu—tólf borð, þar sem borgarar bæjarins sátu og spiluðu dómínó. Augu hans staðnæmdust á mjer. Svo brosti hann vinalega og kom að borðinu til mín. „Mjer er sagt að þjer sjeuð nýkominn á gistihúsið. Gui- seppe ráðlagði mjer að jeg skyldi kynna mig sjálfur, úr því að hann gat ekki komið hingað og gert það. Er yður nokkuð ver við að borða mið- degisverð með mjer, þó að jeg sje algerlega ókunnugur yður?í! „Nei, því fer fjarri. Má jeg ekki bjóða yður sæti?“ Hann sneri sjer að stúlkunni, sem var að bera á borð fyrir mig, og sagði á ágætri ítölsku, að jeg ætti að vera gestur hans. Svo leit hann á þennan amer- icano, sem jeg hafði fyrir fram- an mig. „Jeg hefi fengið þá hjerna til þess að útvega gin og franskan vermouth fyrir mig. Má jeg blanda hnausþurran cocktail handa yður?“ „Já, þakka yður kærlega fyr- ir.“ Hann blandaði fyrsta flokks cocktail handa okkur og svo tókum við með endurnærðri matarlyst til við snarlið, en það var ílesk og ansjósa. Gestgjafi minn var viðkunnanlegur og glaðklakkalegur karl, og mas- aði 1 sífellu. „Þjer verðið að afsaka ef yð- ur finst jeg tala of mikið,“ sagði hann eftir dálitla stund. „En þetta er í fyrsta skifti eft- ir þrjá mánuði, sem jeg fæ að lala ensku. Þjer verðið víst ekki lengi hjerna, og þessvegna lang- ar mig til að nota þann tíma eins og hægt er.“ „Finst yður ekki tíminn lengi að líða hjerna í Positano?“ „Jeg hefi leigt mjer bát, og jeg fer í sjó og svo ræ jeg til fiskjar. Jeg les líka talsvert mikið. Sem betur fer hefi jeg mikið af bókum. Ef yður lang- ar til að Jána hjá mjer ein- hverja bók, þá skal mjer vera mikil ánægja að þvi.“ „Jeg býst við að jeg hafi nóg að lesa, en hinsvegar væri gam- an að sjá hvað þjer hafið. Það er altaf gaman að sjá annara manna bækur.“ Hann leit snögt á mig og það var kaldhæðnisglampi í augun- um. „Þær lýsa eigandanum altaf talsvert," sagði hann. Þegar við höfðum snætt hjeldum við áfram að tala sam- an. Maðurinn var víðlesinn og margfróður og hafði áhuga fyr- ir mörgu. Hann talaði af svo miklu viti um málverkalist, að jeg fór að hrjóta heilann um hvort hann væri listdómari eða málverkakaupmaður. En loks komst jeg að þeirri niðurstöðu að hann væri háskólaprófessor. Jeg spurði hann að heiti. „Barnaby,“ svaraði hann. „Jæja,“ það nafn er á hvers manns vörum upp á síðkastið. „Er það? Hvað eigið þjer við?“ „Hafið þjer ekki heyrt getið um frú Barnaby, sem vekur mesta athygli í London núna? Hún er landi yðar.“ „Jú, jeg hefi oft sjeð hennar getið í blöðunum núna upp á síðkastið. Þekkið þjer hana?“ „Já, jeg þekki hana vel. Hún hjelt stórbrotnustu samkvæm- in, sem haldin voru í London núna í vor, og jeg fór i hvert skifti sem hún bauð mjer. Það gerðu allir. Hún er merkilegur kvenmaður. Hún gerði sjer ferð til London til þess að taka þátt í samkvæmislífinu þar, og það gerði hún líka svo um munaði. Öll veröldin lá á mag- anum fyrir lienni.“ „Hún mun vera forrík?“ Hún er meira en forrík, held jeg, en það voru ekki pening- arnir, sem riðu baggamuninn. Það er svo mikið til af ríkum konum frá Ameriku. Nei, það var persónuleiki frú Barnaby eingöngu, sem gerði fólk hrif- ið af lienni. Hún kemur til dyr- anna eins og hún er klædd, og þykist ekki vera annað en hún er. Hún er eðlilegasta mann- eskja í heimi. Hún er engin uppgerðardrós. Þjer vitið víst deili á henni?“ Hinn nýi vinur minn brosti: „Það kann að vera að frú Barnaby sje borin á höndum Lundúnabúa, en að því er jeg best veit, þá kannast fáir við hana d Ameríku.“ Jeg hrosti líka, en bara inn- vortis. Mjer var ómögulegt að hugsa mjer hve mjög þessum prúða og fíngerða manni niundi bregða, ef hann kyntist liinni stórbrotnu og liispurslausu frú Barnaby, málæðinu í henni og sögum hennar um alt það skrítna, sem hún hafði upplif- að um æfina. „Jeg skal segja yður svolítið frá henni. Maðurinn hennar er sagður vera mjög hrjúfur og ó- slípaður demantur, mesti krafta jötun, eftir því sem henni seg- ist frá. Hún segir að hann geti steinrotað naut með hnefanum. 1 Arizona gengur hann undir nafninu Skammbyssu-Mike.“ „Það er alls ekki svo vitlaust. Hversvegna er hann kallaður svo ?“ „Vegna þess að hjerna einu sinni á árunum skaut hann tvo menn til bana í sama skotinu. Hún segir að hann sje besta skammbyssuskyttan fyrir vest- an Klettafjöll. Nú er hann námueigandi, en áður hefir hann verið kúreki og vopna- smyglari og hver veit hvað margt annað.“ „Þetta er þá ekta wild-west- maður, að því er mjer skilst,“ sagði prófessorinn, og mjer virt- ist hann verða súr á svipinm „Að minsta kosti setur hann ekki alt fyrir sig. Það er ljóm-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.