Fálkinn


Fálkinn - 14.05.1943, Blaðsíða 2

Fálkinn - 14.05.1943, Blaðsíða 2
2 FÁLMNN Flngstysið mikla og útfor þeirra Iátnu Slysið á mánudaginn annan en var er stærsta flugslys, sem orðið liefir yfir íslaridi. Aðeins einn mað- ur, George Eisel undirforingi komst af, en fjórtán fórust, þeirra á meðal lierstjóri alls Bandaríkjahers i Ev- rópu, Frank M. Andrews, og Adna VVright Leonard biskup mejíodista- kirkjunnar í Ameríku, sem ferðast hefir miki.ð meðal hersveita Banda- ríkjamanna, síðan þær fóru í striðið. Á laugardaginn fór fram útför hinna fjórtán Bandarikjamanna. — Hófst athöfnin í kaþólsku kirkjunni. IJaðan var jarðaður einn af liinum látnu, Paul McQueen undirforingi, sá eini þeirra er var kaþólskur og framkvæmdi kalmlskur herprestur athöfnina, sem var hin hátíðlegasta. Að því húnu fór útför hinna þrett- án frain frá Dómkirkjunni. Var hún þjettskipuð boðsgestum og hermönn- um. Þar mætti rikisstjóri, ráðherr- arnir Björn Þórðarson, Vilhjálmur Þór og Björn Ólafsson, herra Sigur- geir Sigurðsson biskup, Bjarni Jóns- son vigslubiskup og Friðrik Hall- grímsson dómprófasfur. Einnig voru viðstaddir sendiherrar og ræðismenn flestra erlendra þjóða, sem hjer eiga umboðsmenn. En af hálfu Bandarikjamanna voru viðstaddir æðstu menn hersins hjer, með Charles Bonesteel hershöfð- ingja í fararbroddi og Leland Morris sendiherra og starfsmenn sendisveit- arinnar. — Stutt ræða og ritningargreinalest- ur var í kirkjunni og sálmasöngur mikill. „Remember Me, 0 Mighty One“ og hersálmurinn „Marching with the IIeroes“ voru aðalsálmarn- ir, sem flutir voru í kirkjunni. Að lokinni athöfninni fór jarð- setningin fram í grafreit setuliðs- ins i Fossvogskirkjugarðinum. Allar myndirnar teknar af U.S. Signal Corps. Til hægri: Mynd af leifum Liberalor-flugvjelinni, sem flutti til Islands þá fjórtán, sem biöu bana, er hún rakst á fjall á fslandi, og þann fim- tánda, sem komst lífs af. I Dómkirkjunni: Af þrettán kistunum, sem klœddar voru ,,Stars and Stripes", sjást aö eins átta. — fííkisstjóri situr í sæti sínu til vinslri í kórnum, en tveir úr heiöursveröinum i kórdyrum. Frá útförinni: Heiöursvörður ameriskra hermanna viö Dómkirkjuna. Frank M. Andrews, sem var herstjóri fíandaríkjahersins i Ev rópu var fæddur í Tennessee í Bandaríkjunum 3. febrúar 1884 og lauk prófi við liösforingjaskólann í Wesl Point 1900. í fyrri heimsstyrjöldinni var hann flugsveitarforingi og fyrir afrek sín og dugnaö smáhækkaöi liann í tigninni uns hann varö yfirhershöfðingi, eöa ,,licutenunt-general“. — Á mánudag- inn annan en var, þann 3. maí, endaöi þessi frœgi hermaður æfi sína i hinu mesta flugslysi, sem skeö hefir yfir íslahdi. Frá jarðsetningunni i hermanna irkjugarðinum. Þar sjást í tveimur rööum allar fjórtán kistur hinna föllnu hermanna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.